Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 10
A
rion banki hefur stefnt Boga
Pálssyni, fjárfesti og fyrr-
verandi forstjóra Toyota, í
Denver í Colorado í Banda-
ríkjunum. Stefnan er vegna
viðskipta með svefnrannsóknar-
fyrirtækið Flögu Group en bankinn
telur Boga hafa blekkt bankann og
gerst sekur um fjársvik þegar hann
keypti skuldir fyrirtækisins af bank-
anum með afslætti árið 2011. Bogi
var einn af stærstu hluthöfum Flögu
og stjórnarformaður þess á árunum
fyrir hrun. Þetta kemur fram í 13
blaðsíðna stefnu gegn Boga, tveimur
eignarhaldsfélögum sem hann stýrir
og fyrrverandi framkvæmdastjóra
Flögu Group, Bandaríkjamannin-
um David Baker, sem DV hefur undir
höndum. Stefnan er dagsett 12. des-
ember 2011. Málið er nú fyrir dómi í
Denver eftir þingfestingu þess og fer
fram gagnaöflun fyrir flutning þess.
Annar Íslendingur stefnir
Þá hefur Eggert Dagbjartsson, fjár-
festir sem búsettur er í Bandaríkj-
unum, einnig stefnt Boga vegna
blekkinga með hlutabréf Flögu.
Eggert var einn af stærri hluthöfum
Flögu Group fyrir hrunið í gegnum
eignarhaldsfélagið Saffran ehf. og sat
í stjórn félagsins. Stærsti hluthafi fé-
lagsins fyrir hrun var Exista, stærsti
hluthafi Kaupþings, með tæplega
fjórðungshlut. Flaga var skráð á
hlutabréfamarkaðnum á Íslandi á ár-
unum 2003 til 2008.
Lögmaður beggja aðila í málinu
er Kathleen E. Schaf hjá lögmanns-
stofunni Morrison & Foerster í New
York. Í samtali við DV segist Kathleen
ekki getað veitt neinar upplýsingar
um málið þar sem hún hafi það fyrir
reglu að tjá sig ekki opinberlega um
mál umbjóðenda sinna eftir að þau
eru komin til kasta dómstóla. Har-
aldur Guðni Eiðsson, upplýsingafull-
trúi Arion banka, segir að ekki sé rétt
að bankinn tjái sig um málið meðan
það er fyrir dómi í Bandaríkjunum.
Í fang Kaupþings
Flaga Group var yfirtekið af Nýja-
Kaupþingi, nú Arion banka, í kjölfar
efnahagshrunsins 2008 vegna erf-
iðrar skuldastöðu félagsins. Flaga
rambaði á barmi gjaldþrots haustið
2008 eftir fall Exista og Kaupþings.
Bankinn setti fulltrúa, Sigurjón Páls-
son, frá sér í stjórn Flögu eftir þetta,
en Bogi var áfram stjórnarformaður
á meðan reynt var að ganga frá fjár-
hagslegri endurskipulagningu Flögu.
Í byrjun árs 2009 voru flutt-
ar af því fréttir að hlutabréf Flögu
Group væru í reynd einskis virði.
Inni í Flögu Group á þessum tíma
voru dótturfyrir tæki eins og Embla
Syst ems LLC og Sleeptech. Embla
er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rann-
sóknum og lækningum á kæfisvefni
og er það stærsta sinnar tegundar
í heiminum. Skuldir Flögu Group
voru frystar í rúmum 11 milljónum
dollara í fjárhagslegu endur-
skipulagningarferli fyrirtækisins
strax eftir hrunið 2008.
Keypti fyrir lítið og seldi strax
Fyrir rúmu ári, um miðjan septem-
ber 2011, var greint frá því á banda-
rískum viðskiptafréttasíðum að
bandaríska svefnrannsóknarfyr-
irtækið Natus hefði keypt eitt af
dótturfyrirtækjum Flögu Group,
Emblu Systems LLC, fyrir 16 millj-
ónir dollara, rúmlega 1.850 millj-
ónir króna. Í tilkynningu um kaup-
in á Emblu á heimasíðu Natus kom
fram að tekjur Emblu hefðu numið
30 milljónum dollara, tæplega 3,5
milljörðum króna árið 2010. Fram
kom að kaupverðið hefði verið greitt
í reiðufé.
Í stefnunni í málinu er rakið að
þremur vikum áður en Embla var seld
til Natus keypti Bogi Pálsson skuld-
ir Flögu Group aftur af Arion banka
fyrir um fjórar milljónir dollara. Bogi
hagnaðist því um 12 milljónir dollara
á viðskiptunum með fyrirtæki sem
hann hafði átt, stýrt og skuldsett
fyrir hrun, á einungis nokkrum vik-
um. Þá er verðmæti annarra dóttur-
félaga Flögu Group ekki tekið með,
til dæmis Sleeptech. Útistandandi
skuldir Flögu Group við bankann
námu þá 11 milljónum dollara sam-
kvæmt stefnunni.
Bogi átti að selja Flögu
Bogi sjálfur hafði þá verið með
sölu- og ráðgjafarsamning við Arion
banka um tæplega þriggja ára skeið.
Samkvæmt samningnum skuldbatt
hann sig til að reyna að selja Flögu
Group eða dótturfélög fyrirtækisins
fyrir hönd bankans svo hægt yrði að
greiða upp skuldir Flögu Group við
bankann. Samningur Boga og bank-
ans var liður í fjárhagslegri endur-
skipulagningu Flögu Group eftir
hrunið 2008.
Í samningnum kom fram að Bogi
átti að „veita bankanum nákvæmar,
skýrar og ítarlegar upplýsingar um
fyrirtækið og hvað annað sem gæti
haft áhrif á þróunina á sölu fyrirtæk-
isins eða hagsmuni þeirra aðila sem
samningurinn tók til, til að tryggja
að bankinn hefði raunsanna heildar-
mynd af verkefninu og hagsmun-
um samningsaðila á hverjum tíma.“
Á þessu þriggja ára tímabili var Bogi
Pálsson skráður eigandi um 44 pró-
senta hlutafjár í Flögu samkvæmt
stefnunni en í reynd átti Arion banki
fyrirtækið þar sem skuldir þess voru
við bankann.
Í stefnunni er rakið hvernig Boga
og David Baker tókst ekki að finna
kaupendur að félaginu eða dóttur-
félögum þess þrátt fyrir samninga-
viðræður við ýmsa aðila. Samkvæmt
samningnum um fjárhagslega
endurskipulagningu Flögu Group
átti Flaga að byrja að greiða Arion
banka af lánum sínum þann 15.
október 2011 og greiða af höfuðstóli
lánanna í janúar 2013. Þess vegna lá
á að finna kaupanda að einhverjum
af eignum fyrirtækisins fyrir þann
tíma.
Salan til Boga
Á stjórnarfundi hjá Flögu í júní í fyrra
kom fram að fjárhagsstaða fyrir-
tækisins væri þannig, meðal annars
vegna þess að ekki hefði tekist að
finna kaupanda að eignum Flögu, að
það myndi ekki geta byrjað að greiða
af skuldum sínum í október 2011.
Arion banki var með mann í stjórn
Flögu á þessum tíma, líkt og kom-
ið hefur fram. Á sama stjórnarfundi
greindi forstjórinn David Baker frá
því í erindi sínu til stjórnarinnar að
svefnrannsóknarfyrirtækið Natus
hefði haft samband til að spyrjast
fyrir um dótturfélagið Emblu. Í stefn-
unni kemur fram að Baker hafi sagt
á stjórnarfundinum að ólíklegt væri
að Natus myndi kaupa Emblu og að
„stjórnendur félagsins ætluðu að
verja eins litlum tíma og mögulegt
væri“ í Natus.
Í júlí 2011 setti Bogi sig í sam-
band við Arion banka og bauðst til
að kaupa skuldir fyrirtækisins af
bankanum á fjórar milljónir dollara.
Í tölvupósti til bankans þann 15.
júlí sagði Bogi að ef bankinn gengi
að Flögu, leysti félagið upp og seldi
eignir þess myndu fást um þrjár
milljónir dollara fyrir eignirnar. Þá
sagði hann að engin teikn væri á lofti
um að kaupandi fyndist að félaginu
og slík viðskipti væru í reynd lang-
sótt. Þetta þýddi að lítill sem enginn
áhugi væri á eignum Flögu á mark-
aðnum. Jafnframt er rekið í stefnunni
hvernig Bogi hafi sagst hafa áhuga á
að kaupa upp lán Flögu en ekki að
„hagnast“ á þeim og að um væri að
ræða „langtímafjárfestingu“ sem
gengi út að byggja fyrirtækið upp.
Á grundvelli orða Bakers og Boga
gekk Arion banki til samninga við
Boga þann 25. ágúst 2011. Hann
keypti 11 milljóna dollara skuldir
Flögu við bankann fyrir fjórar millj-
ónir dollara í gegnum eignarhalds-
félagið SHD Acquisition og varð í
kjölfarið eini hluthafi fyrirtækisins.
Arion banki afskrifaði svo 7 millj-
ónir dollara af skuldum Flögu við
bankann. Þann 26. ágúst sendi Arion
banki tölvupóst til Boga þar sem því
var lýst yfir að traust ríkti milli bank-
ans og hans. Bogi svaraði tölvupóst-
inum með því að þakka fyrir það
traust sem honum hafði verið sýnt.
Níu dögum síðar
Níu dögum eftir að Bogi hafði keypt
skuldir Flögu af Arion banka greindi
David Baker frá því á stjórnarfundi
Flögu þann 3. september 2011 að
Natus vildi kaupa Emblu af fyrirtæk-
inu. Tólf dögum seinna var gengið frá
sölunni á Emblu til Natus fyrir 16,1
milljón dollara. Þann sama dag fékk
Flaga 8,9 milljónir dollara af kaup-
verðinu í reiðufé sem fyrstu afborg-
un og hafði þar af leiðandi innleyst
hagnað upp á 4,8 milljónir dollara
þennan sama dag. Baker fékk 500
þúsund dollara bónusgreiðslu frá
Flögu fyrir að ganga frá sölunni til
Natus, samkvæmt stefnunni.
Viðræður byrjuðu miklu fyrr
Í stefnunni er fjallað ítarlega um
hvernig Bogi braut gegn samningn-
um við Arion banka áður en hann
seldi Emblu til Natus. Vísað er til þess
að strax í byrjun ágúst hafi hafist við-
ræður við Natus um kaup á Emblu án
10 Fréttir 8. október 2012 Mánudagur
„Bogi hagnaðist
því um 12 milljón-
ir dollara á viðskiptunum
með fyrirtæki sem hann
hafði átt, stýrt og skuld-
sett fyrir hrun, á einungis
nokkrum vikum.
n Kaup Boga Pálssonar á Flögu í fyrra komin til kasta bandarískra dómstóla
Bogi Blekkti Arion
og græddi svo vel
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Í mál við Boga Arion banki hefur höfðað
dómsmál gegn Boga Pálssyni vegna meintra
blekkinga með viðskipti með hlutabréf í
svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu. Einn
af hluthöfum Flögu, Eggert Dagbjartsson,
hefur sömuleiðis stefnt honum. Höskuldur
Ólafsson er bankastjóri Arion banka.