Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 12
Í varðhaldi í annað sinn n Fyrrverandi forseta Filippseyja gefið að sök að hafa stolið frá góðgerðahappdrætti G loria Macapagal Arroyo, fyrr- verandi forseti Filipps eyja, var handtekin á fimmtu- daginn vegna gruns um spillingu í starfi. Hún lét af störfum fyrir tveimur árum og er þetta í annað sinn sem hún er handtekin grunuð um spillingu. Í þetta sinn leikur grunur á að hún hafi misnot- að sjóði ríkishappdrættis Filipps- eyja, sem rekið er í góðgerðaskyni. Er henni gefið að sök að hafa veitt um það bil milljarði króna úr þessum sjóðum yfir á eigin reikn- inga til einkanota. Lögreglan mun hafa handtekið Arroyo á spítala á Filippseyjum, en hún var lögð þar inn vegna ofþornunar. Að auki er hún þjökuð af hálsmeiðslum. Hún mun hafa verið samvinnufús þegar lögreglan framvísaði handtöku- heimild sinni. „Þegar við mættum á stað- inn var hún uppi í rúmi með nær- ingu í æð,“ segir Joel Coronel, einn lögregluþjónanna sem hand- tók Arroyo við fréttaveitu AP. Seg- ir hann að dómari muni skera úr um það hvort að hún muni sitja í stofufangelsi eða í venjulegu fang- elsi, eða jafnvel hvort henni verði leyft að vera áfram á spítalanum, þá vöktuð af lögreglu. Níu aðrir hafa verið handteknir vegna happ- drættismálsins. Er þetta í annað sinn sem hún situr í varðhaldi vegna spillingar- máls, en hún var vöktuð af lögreglu á sama spítala um átta mánaða skeið áður en hún var látin laus gegn tryggingu í júlí. Það mál varð- ar kosningasvindl en það hefur ekki verið leitt til lykta fyrir dóm- stólum. Núverandi forseti lands- ins, Benigno Aquino hinn þriðji, mun hafa heitið því að uppræta spillingu í filippseyska stjórnkerf- inu og segir hann málaferlin gegn Arroyo vera lið í því. Er hann enn vinsæll á meðal Filippseyinga. Ar- royo vill hins vegar meina að um pólitískar ofsóknir af hálfu Aquino sé að ræða. n 12 Erlent 8. október 2012 Mánudagur Í búar og yfirvöld í São Paulo- fylki í Brasilíu eru uggandi vegna morða á lögreglumönnum í fylk- inu. Alls hafa 70 lögreglumenn verið myrtir í São Paulo-fylki á árinu og var í sumum tilfellum um aftökur að ræða. Tveir vopnaðir og grímuklæddir skotmenn sátu til dæmis fyrir sérsveitarmannin- um André Peres de Carvalho einn morgun í september, og skutu hann til bana þar sem hann var á leið heiman frá sér. Fjöldi morða á lögreglumönnum er mikill, 40 prósentustiga aukning frá síðasta ári. Til samanburðar voru 56 lögreglumenn myrtir í Bandaríkj- unum gjörvöllum árið 2010. Þar búa um 314 milljónir manna en í São Paulo um 40 milljónir. Í fylkinu hafa glæpir einnig almennt aukist – fleiri nauðganir, morð og vopnuð rán urðu þar en í fyrra. Þá færist í auk- ana að gengi vopnaðra ræningja láti til skarar skríða í íbúðarhúsum og á fínum veitingahúsum. Lögreglumenn á eftirlaunum teknir af lífi Flest drápanna áttu sér stað innan borgarmarka São Paulo-borg- ar, en þar búa um 20 milljónir af þeim 40 milljónum sem búa í São Paulo-fylki. Í sumum tilfellum er um að ræða lögreglumenn sem voru að bregðast við vopnuðum ránum og sumir hinna myrtu voru nýlega komnir á eftirlaun. En það sem bendir sterklega til þess að um hefndaraðgerðir sé að ræða er að tugir lögregluþjóna hafa bókstaf- lega verið teknir af lífi; þar sem um hreina og beina aftöku var að ræða. Í sumum tilfellum var beðið eftir því að fórnarlömbin væru á frívakt, og þá látið til skarar skríða. Sumir voru drepnir fyrir framan fjölskyldu sína. „Lágstemmt stríð“ Sumir sérfræðingar telja að gengi í borginni, Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sé viljandi að taka fyrir lögreglumenn í hefndarskyni. „Þetta er lágstemmt stríð á milli lög- reglunnar og öflugasta glæpageng- is í Brasilíu,“ segir félagsfræðingur- inn Camila Nunes Dias við New York Times, sem greinir frá mál- inu. Hún starfar við háskólann í São Paulo og er sérfróð um PCC. „Þetta eru bersýnilega hefndaraðgerðir og það bendir allt til þess að þessi átök muni standa yfir í nokkurn tíma.“ Gengið á rætur sínar að rekja til ársins 1993, en það varð til inni í yfir fullum fangelsunum í São Paulo, meðal annars í kjölfar þess að rúmlega hundrað fangar voru drepnir af öryggissveitum. Það var svo árið 2006 sem að meðlimir PCC létu til skarar skríða gegn lögreglu- mönnum í fylkinu, þar sem næst- um 200 manns létu lífið. Lítið fór fyrir genginu eftir það en lögreglan í Brasilíu telur að allt að 1.300 manns séu í genginu, sem stendur fyrst og fremst í smygli og sölu á eiturlyfj- um. „Þeir eru of uppteknir við eiturlyfjasölu“ Nú eru menn uggandi, þar sem sum- ir telja að sama gengi sé að baki um- ræddum árásunum. Þetta vilja lög- regluyfirvöld ekki taka undir, jafnvel þó að sumir innan lögregluliðsins séu á þessari skoðun. „Þeir eru of uppteknir við eiturlyfjasölu til þess að vera að ráðast gegn ríkinu,“ hef- ur New York Times eftir Antonio Ferreira Pinto, sem gegnir starfi al- mannavarnaráðherra í São Paulo- fylki. Pinto segir að þótt PCC sé vissu- lega enn öflugt og hættulegt gengi þá séu það aðrir hópar sem standi fyrir flestum drápunum. Stríðið á milli lögreglunnar og glæpamanna í São Paulo getur orðið ansi hatrammt. Í maí síðastliðnum voru til dæmis þrír sérsveitarmenn í Rota-sérsveitinni í São Paulo, sem er alræmd úrvalssveit lögreglumanna innan fylkisins, handteknir fyrir að pynta mann sem þeir töldu vera í PCC-genginu. Það mun hafa endað með því að maðurinn sem þeir pynt- uðu var drepinn, ásamt fimm öðr- um glæpamönnum sem sagðir voru meðlimir gengisins. n UggUr vegna aftaka n 40 prósentum fleiri lögreglumenn drepnir í São Paulob í Brasilíu„Þeir eru of upp­ teknir við eitur­ lyfja sölu til þess að vera að ráðast gegn ríkinu. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is á lögreglUmönnUm „Lágstemmt stríð,“ Aukin átök á milli lögreglu og glæpamanna í São Paulo eru sögð vera lágstemmt stríð. Grimmdin er mikil á báða bóga. Handtekin Gloria Macapagal Arroyo hefur verið handtekin vegna gruns um fjárdrátt úr sjóðum ríkisins. Ákæra liggur þegar fyrir gegn henni vegna meints kosningasvindls. Hún telur að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Ólétt að fjór- burum þegar hún greindist Þegar ung hjón frá Colorado í Bandaríkjunum, Ashley og Andy Adams, komust að því að þau ættu von á fjórburum voru þau afar ánægð. Sú ánægja breyttist hins vegar í martröð þegar Ashley var komin 21 viku á leið en þá fékk hún þá greiningu hjá læknum að hún væri með skjaldkirtilskrabbamein. Læknar töldu ekki á það hættandi að senda Ashley í aðgerð og því tók við erfið níu vikna bið. Þegar Ashley var komin 30 vikur á leið, þann 26. ágúst síðastliðinn, fæddi hún börnin fjögur; soninn Wyatt og stúlkurnar Rylie, Brae- lynn og Samönthu. Þar sem börnin komu í heiminn tveimur mánuðum fyrir tímann voru þau höfð undir eftirliti á gjörgæsludeild. Þau bragg- ast vel og eru við ágæta heilsu í dag. Fjórum vikum eftir að hafa fætt börnin var Ashley loks send í að- gerð sem heppnaðist vel. Hún ætl- ar að fresta lyfjameðferðinni um nokkrar vikur til að geta haft börn sín lengur á brjósti. Hún þakkar æðri máttarvöldum fyrir að krabba- meinið uppgötvaðist í tæka tíð. „Ef ég hefði ekki orðið ólétt hefðum við aldrei farið á sjúkrahúsið. Krabba- meinið hefði líklega ekki fundist fyrr en of seint,“ segir Ashley við breska fjölmiðla. Sögulegar kosn- ingar í Venesúela Forsetakosningar fóru fram í Venes- úela um helgina. Íbúar stærstu borga Venesúela voru vaktir með pompi og prakt á sunnudaginn af stuðningsmönnum Hugo Chavez, sitjandi forseta, en þeir keyrðu um með lúðrablæstri og hvöttu fólk til að kjósa Chavez. Langt er síðan jafn þýðingarmiklar kosningar hafa ver- ið haldnar í Venesúela, en í fyrsta sinn er talið að mótframbjóðandi forsetans eigi möguleika á sigri. Sá heitir Henrique Capriles og er leið- togi stjórnarandstöðunnar. Hann boðar aukið markaðsfrelsi og telur að stefna Chavez hafi dregið úr skil- virkni og leitt til óhóflegs skrifræðis. Chavez mælist þó með 10 prósenta forskot en hann kallar eftir um- boði þjóðarinnar til að halda áfram þjóðnýtingu fyrirtækja og auðlinda. Kjörtímabilið í Venesúela er sex ár og óttast andstæðingar forset- ans að hann muni auka völd sín til muna nái hann kjöri. Ekki lágu fyrir niðurstöður úr kosningunum þegar blaðið fór í prentun. Aðgerðir í Frakklandi gegn hryðjuverkum Lögreglan í Frakklandi handtók 11 menn grunaða um hryðjuverk. Einn var skotinn til bana. Um var að ræða viðbrögð við árás á versl- unarmiðstöð gyðinga í París. Hinn látni hét Jeremy Sidney en fingra- för hans fundust á handsprengju í verslunarmiðstöðinni. Hann ku hafa svarað lögreglunni með skot- hríð og sært þrjá lögregluþjóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.