Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 21
Yngsti dansarinn 14 ára n Íslenski dansflokkurinn frumsýndi Hel haldi sínu Á föstudag frumsýndi Íslenski dansflokkurinn verkin Hel haldi sínu og It is not a metaphor á stóra sviði Borgar- leikhússins. Hel haldi sínu er eftir franska danshöfundinn Jérôme Delbey. Jérôme leitar innblásturs í nor- ræna goðafræði og fjallar verkið um sköpun og endalok heimsins út frá gömlu norrænu trúarbrögð- unum.  It is not a metaphor er eftir Cameron Corbett en hann er einn reyndasti dansari Íslenska dans- flokksins og hefur starfað hjá flokkn- um síðan 1997. It is not a metaphor mun færa áhorfandann til fortíðar og sækja innblástur í hin ólíku þemu og listabylgjur sem komu fram á tuttug- ustu öldinni. Dansflokkurinn er skipaður tíu dönsurum, fimm konum og fimm körlum. Auk þess dansa tveir gestadansarar í Hel haldi sínu og einn þeirra er aðeins fjórtán ára að aldri. Næsta sýning verður þann 11. október en aðeins sex sýningar verða á verkunum. n Menning 21Mánudagur 8. október 2012 Innblástur úr norrænni goðafræði Tólf dansarar dansa í verkinu Hel haldi sínu, sá yngsti er aðeins 14 ára. Þ að muna allir eftir sögunni af því þegar hinn frægi trommari Bítlanna, Ringo Starr, steig úr flugvélinni. Var nýlentur á Íslandi þegar blaðamað- ur spurði hann: How do you like Iceland? Síðan þá hefur þessi frasi orðið táknrænn fyrir þjóðarstolt Ís- lendinga,“ segir Ólafur Karl Helga- son, einn stofnenda vefsíðunnar: howdoyoulikeiceland.com. Á síðunni er kynnt hönnun og list eftir marga fremstu hönnuði og listamenn þjóðarinnar og oft á mjög hagstæðu verði, að því er Ólafur Karl segir. „Það eru ekki síst Íslendingar sem panta hjá okkur enda er kostn- aður við innanlandsflutninga afar lítill og verðin oft hagstæðari en í verslunum.“ Á síðunni eru ekki eingöngu vör- ur til sölu, þar er einnig fróðleikur um land og þjóð á sérstöku bloggi. „Okkur fannst ágæt hugmynd að blanda saman verslun og bloggi,“ segir Ólafur Karl en meðal hönnuða sem selja vörur sínar á síðunni eru Hafsteinn Júlíusson, Kormákur og Skjöldur, Mundi og Gyðja Collect- ion sem hefur slegið í gegn með ilmvötnum sínum Eyjafjallajökli og Vatnajökli. n Vefverslun á howdoyoulikeiceland.com Íslensk hönnun til sölu Fróðleikur og varningur Strákarnir í How do you like Iceland reka bæði blogg og vefverslun með íslenska hönnun og list. Innsýn í líf frumkvöðla V ala Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir eru íslenskir frumkvöðlar. Árið 2009 slógu þær í gegn með borðspilinu Heilaspuna. Í framhaldinu vildu þær stofna sitt eigið sprotafyrirtæki svo þær ákváðu að ferðast um Bandaríkin og Evrópu og spyrja aðra frumkvöðla um hvað þyrfti til að stofna farsælt fyrirtæki. Þær stöllur sýndu afrakstur- inn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð en heimildamyndin The Startup Kids fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Myndin gefur innsýn í líf og hugs- unarhátt ungu frumkvöðlanna, sem flestir byrjuðu með aðeins hugmynd en reka stórfyrirtæki í dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud, Dropbox sem allt eru vinsæl netfyrirtæki. Valgerður og Sesselja hafa aldrei áður reynt fyrir sér í kvikmynda- gerð og lærðu sjálfar á tökuvélina. Þá renndu þær blint í sjóinn á ferða- lögum sínum og segjast einfaldlega hafa haft samband og beðið um að fá að koma í heimsókn og þá hafi ekki skemmt fyrir sú staðreynd að um var að ræða ungar konur frá Íslandi. n Hittu forsvarsmenn Vimeo og Dropbox Ferðuðust víða Valgerður Halldórs­ dóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir lögðu í mikið ferðalag til þess að kynnast hugs­ unarhætti frumkvöðla. S teikhúsið Argentína á Bar- ónsstíg er orðið eitt af eldri veitingahúsum Reykjavíkur – opnað 1989. Mörg ný og góð veitingahús hafa skotið upp kollinum í Reykjavík á liðnum árum og vilja þau eldri því stundum gleymast í nýjabrumi hinna. Ný- verið áttaði ég mig á því að ég hafði ekki farið á Argentínu um árabil og ákvað því að prófa staðinn aftur ásamt spúsu minni góðu í tilefni af afmælisdeginum mínum. Mig lang- aði sannast sagna í góða steik. Argentína er auðvitað fyrst og fremst rómuð fyrir nautakjötið sem þar er boðið upp á. Við hjónakorn- in vorum ekki svikin af því: Ég fékk mér blóðrauða T-bone steik og kon- an fékk sér hægmeyrnað entrecóte sem var vægast sagt vel heppnað og sérstætt á bragðið eftir að hafa hangið í meira en 35 daga. Fram- reiðslan var klassísk og hefðbund- in, með fylgdi bökuð kartafla og sal- at, auk þess sem með fylgdi sterk chimichurri-sósa sem fór vel með nautinu. Kjötið á Argentínu er í fáum orðum sagt frábært og er vel þess virði að fara þangað eingöngu vegna þess þó svo að það verði að teljast allt of dýrt – 6.000 til 7.000 krónur fyrir steikina. Vandamál Argentínu koma hins vegar fram þegar ketinu sleppir. Forréttir staðarins og eftirréttir standast engan samanburð við gæði kjötsins. Í forrétt fékk ég tík- arlega sneið af bleikjuflaki sem var ekki spennandi framreitt eða frumlega. Rétturinn var í reynd svo ómerkilegur að ég var búinn að gleyma bragðinu af honum áður en ég lauk við réttinn. Verðið á for- réttinum var sömuleiðis allt of hátt miðað við útkomuna, 2.500 krónur fyrir slíka lufsu. Sömu sögu má segja um eftirrétt- inn, Tapas Pavlovu, með rabarbara- og jarðarberjasósu sem átti lítið sem ekkert skylt við vel heppnaða útgáfu af þessari dýrindis köku. Pavlovur eiga að vera mjúkar undir tönn og léttar í sér; þær eiga nánast að bráðna uppi í manni. Argentínu- pavlovan var hins vegar þung í sér, seig undir tönn og alltof sæt. Hún smakkaðist eins og bakaður sykur- púði með sultu. Auk þess var hún allt of dýr: Kostaði 2.000 krónur. Staðurinn sjálfur, húsgögn, skreytingar, salerni og annað, er komið til ára sinna og er orðið nokkuð lúið og „sjabbí“. Málverk – kópíur af frönskum hellamálverk- um – og stærðarinnar kertastjakar inni í veitingasalnum eru „kitschað- ir“ og verka eins og gömul fjölda- framleidd stofulist frá níunda ára- tugnum. Á baðherberginu stóð hægt deyjandi pottaplanta ofan á klósettinu við hliðina á myndum af eitís-hetjum eins og Bill Cosby og Whoopi Goldberg, sem voru úr fókus í gylltum römmum. Staður- inn sjálfur þarf í fáum orðum á yfir- halningu að halda svo umhverfið sé ekki í svo hrópandi ósamræmi við verðin á matseðlinum. Argentína er allt of dýr staður miðað við heildar- upplifunina við að borða þar – reikningurinn okkar var 30 þúsund krónur fyrir þriggja rétta máltíð, tvo kokteila og tvö vínglös. Þetta er svipað verð og á nýrri eðalstöðum eins og Fiskfélaginu og Fiskmark- aðnum en heildargæðin á matnum eru mikli minni. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað á Argentínu hvað varðar um- hverfi og frumleika og metnað við meðferð á öðru hráefni en kjötinu sem er vissulega klassískt. Á þessu ættu aðstandendur staðarins að skerpa. n Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Veitingahús Argentína Þegar ketinu sleppir H aldið verður partí í tilefni Skyfall, nýjustu myndar- innar um njósnara henn- ar hátignar Bretadrottn- ingar, James Bond. Partíið verður haldið á Austri þann 19. október, frumsýningardegi myndarinn- ar, og þar munu prúðbúnir gest- ir, klæddir í kjól og hvítt, skála í kampavíni. „Partíin eru endur- vakin, þau voru vinsæl fyrir hrun en lögðust af í kreppunni. Þá þótti ekki viðeigandi að skála í kampa- víni. Nú gleðjumst við á ný yfir þessari glæsilegu mynd,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Yslandi. Aðdáendur James Bond bíða iðulega spenntir eftir öllu sem snýr að njósnaranum og eru Bond-lögin þar ekki undanskil- in. Í myndinni verður það leikar- inn Daniel Craig sem tekur að sér hlutverk Bond, í þriðja sinn. Tit- illagið er í flutningi söngkonunnar Adele, en hún hefur átt gríðarleg- um vinsældum að fagna undan- farið og þykir einn besti tónlistar- maður Breta um þessar mundir. Hún segir mikla ábyrgð fylgja því að syngja Bond-lagið, en hún hafi þó haft gaman af því. Lag- ið er hugarsmíð hennar og Pauls Epworth. Það kom fljótt í ljós að um smell var að ræða en lagið fór á topp vinsældarlista í Bretlandi á aðeins 10 klukkustundum. Bond-partí endur- vakin á Íslandi n Skyfall-partí á Austri 19. október Glaðst á ný Bond­partíin glæstu eru endurvakin eftir hrun. „Argentína er allt of dýr staður miðað við heildarupplifunina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.