Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 4
TrúarleiðTogi keypTi blokk Fórnarlömb lentu í einelti n Einelti og ofbeldi skaða sjálfsmyndina n Þolendur varnarlausir S terk tengsl eru á milli þess að upplifa einelti og annars kon- ar ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þetta segir Hjördís Guðlaugsdóttir, ráðgjafi á Drekaslóð. Hún vann rannsókn á áhrifum of- beldis á heilsu þolanda þar sem þetta kom meðal annars fram. Hún segir að niðurstöðurnar séu sláandi, 75 pró- sent þeirra sem hafa upplifað ofbeldi hafa einnig upplifað einelti. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir á póstlistum mismunandi samtaka sem aðstoða þolendur and- legs-, líkamlegs- og kynferðislegs of- beldis. Helstu niðurstöður voru að þeir sem hafa upplifað ofbeldi höfðu í 85 prósentum tilvika upplifðu fleiri en fimm andlega og líkamlega heilsufarskvilla. Um þriðjungur upp- lifði fleiri en fimmtán kvilla auk þess sem þolendur stunduðu sjálfskaðandi hegðun, svo sem átröskun, áfengis- misnotkun og eiturlyfjanotkun. Al- gengustu kvillarnir voru vöðvabólg- ur og bakverkir auk þess sem margir þjáðust af svefntruflunum, streitu- höfuðverk og mígreni. Þá hafði um þriðjungur þeirra kvenna sem svöruðu misst fóstur. Svo voru það tengslin við ein- eltið. „Þetta er mjög alvarlegt mál sem þarf að skoða betur,“ segir Hjördís. Enn er mörgum spurningum ósvar- að þar sem tengslin voru ekki skoðuð nánar í rannsókn Hjördísar. Hún veit því ekki hvort eineltið er afleiðing af ofbeldinu eða öfugt. „En það eru sterk tengsl þarna á milli, enda hefur hvort tveggja slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins. Þeir sem upplifa ein- elti geta verið niðurbrotnir vegna þess og því viðkvæmari fyrir því að lenda í ofbeldissambandi en aðrir. Eins getur það verið öfugt, að þeir sem eru niður- brotnir vegna ofbeldis séu líklegri til þess að lenda í einelti.“ n 4 Fréttir 8. október 2012 Mánudagur F élag athafnamannsins Hann- esar Lentz keypti 15 íbúða fjölbýlishús í Norðlinga- holti í mars á þessu ári. Fé- lag Hannesar, Skjólbelti ehf., keypti húsið af þrotabúi Merl- in ehf., en á eigninni hvíla veðbönd fyrir 460 milljónir króna. Samkvæmt skiptastjóra þrotabúsins, Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur, þá buðu nokkrir í húsið en Skjólbelti ehf. átti besta tilboðið og var því þá eðlilega tekið. Fjölbýlishúsið sem um ræðir er Hestavað 1–3 í Norðlingaholti í Reykjavík. Í húsinu eru 15 íbúðir en öllum íbúðunum fylgir stæði í bíla- geymslu. Íbúðirnar eru nokkuð stór- ar, engin þeirra er undir 100 fermetr- um og sú stærsta er rúmlega 200 fermetrar. Bænaleiðtogi í sértrúarsöfnuði Hannes er helst þekktur fyrir störf sín sem trúarleiðtogi. Hann hefur verið stórtækur í hjálparstarfi undanfarin ár en einnig hefur hann verið bæna- leiðtogi í sértrúarsöfnuðinum Catch the Fire. Hann ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, er stofnandi ABC barnahjálpar sem þau hafa stýrt undanfarin 24 ár. Ásamt því að vera bænaleiðtogar safnaðarins Catch the Fire eða CTF Reykjavík eins og hann er kallaður eru hjónin einnig meðal stofnenda safnaðarins. „Okk- ar sýn er að sjá vakningarelda brenna um alla jörðina til allra þjóða,“ segir inni á heimasíðu safnaðarins. Í gild- um safnaðarins segir: „Vera algjör- lega marineruð í elsku, náð og nær- veru föðurins, sonarins og heilags anda og upplifa frelsi og lækningu frá sársauka lífsins.“ Meðlimir borga tíund Catch the Fire er alþjóðlegur söfnuð- ur en íslenskt útibú safnaðarins var stofnað árið 2009. Meðlimir borga tíund inn í söfnuðinn. Inn á heima- síðu safnaðarins segir að þau hjón- in hafi: „… farið í gegnum Föður- hjarta Guðs skóla og Ilsom I og Ilsom II.“ Einnig kemur fram að: „Þau hafi brennandi löngun til að mæta þörf- um þeirra sem þjást og minna mega sín og vilja leggja sitt af mörkum til að byggja upp og breyta aðstæð- um fólks, þau hafa fengið að upplifa hvernig kraftur Guðs er megnugur að koma inn í allar kringumstæður og gjörbreyta þeim til blessunar, lausn- ar og dýrðar.“ Fasteignamat íbúðanna töluvert Hannes starfar ekki bara sem trúarleiðtogi heldur er hann líka tryggingaráðgjafi hjá Tryggingamið- stöðinni. Hjónin eiga fjögur börn og búa í glæsilegu einbýlishúsi á Kríunesi á Arnarnesinu. Samkvæmt afsali eignarinnar sem DV hefur undir höndum þá er fast- eignamat íbúðanna samanlagt tæp- lega 256 milljónir. Þá er bara miðað við fasteignamat en söluverðmæti íbúðanna er líklega töluvert hærra. Samkvæmt heimildum DV eru íbúð- irnar í húsinu í útleigu en það mun þó vera á dagskrá hjá Hannesi að selja þær. Ekki náðist í Hannes. n n Hannes keypti fjölbýlishús n Fasteignamat upp á rúmar 250 milljónir Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Vera algjörlega marineruð í elsku, náð og nærveru föðurins, sonarins og heilags anda og upplifa frelsi og lækn- ingu frá sársauka lífsins. Húsið Hér sést fjölbýlishúsið sem félag Hannesar, Skjólbelti ehf., keypti í mars á þessu ári. Mynd EyÞór árnason Trúarleiðtogi Hannes er bænaleiðtogi innan safnaðarins Catch the Fire. Hann er einnig stofnandi ABC barnahjálpar. Extrapaid.is tekin niður Vefsíðan extrapaid.is hefur verið tekin niður. Þegar reynt er að fara inn á síðuna opnast nú annar vefur sem er í eigu sömu aðila og héldu extrapaid.is úti. DV fjallaði um vef- síðuna á miðvikudag, en forsvars- menn hennar reyndu að lokka fólk til þess að kaupa svokallaðan vef- pakka af þeim á 25.000 krónur. Ef fólk gerði það lofaði vefsíðan því að fólk græddi að lágmarki 3,5 millj- ónir króna á ári og að líklega gæti fólk fengið 22–90 milljónir króna í eigin vasa innan nokkurra ára. Um er að ræða pýramídakerfi sem gengur út á að þeir sem koma fyrst- ir inn í kerfið, venjulega stofnend- ur þess, græða mest á því að safna undir sig fólki sem borgar sig inn í kerfið með gróðavon. Slík kerfi eru ekki sjálfbær og hrynja yfirleitt á innan við tveimur árum. Þegar nýir meðlimir, sem koma neðst í pýramídann hætta að streyma inn, þá stöðvast tekjustreymið og þeir sem eru ofar hætta að fá greitt. Sömu aðilar og héldu úti extrapaid.is, halda hins vegar út vefnum extrapaid.com sem er á ensku og virðist hafa nákvæmlega sama tilgang og sá sem nú hefur verið lokað. Forvirkar rann- sóknarheimildir gegn mótmæl- endum Forvirkar rannsóknarheimildir lög- reglu, sem mikið hefur verið rætt um síðustu misseri, gætu nýst til þess að njósna um mótmælendur, sem og hvers kyns skipulagningu mótmælaaðgerða, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra. Telur hann að með slíkum forvirkum aðgerðum lög- reglunnar verði hægt að koma í veg fyrir mótmæli af þeirri stærðargráðu sem áttu sér stað í búsáhalda- byltingunni í janúarmánuði 2009. Þetta kemur fram í nýjum pistli eftir Björn á Evrópuvaktinni. sterk tengsl 75 þeirra sem urðu fyrir of- beldið höfðu líka lent í einelti. Myndin Er sviðsETT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.