Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 16
Dýrara með kreditkorti n Norwegian og EaysJet taka aukalega 1.000 krónur fyrir Þ egar keyptir eru flugmiðar á síðum Norwegian og Ea- syJet bætast við 1.000 krónur ef greitt er með kreditkorti. Íslenskir korthafar komast ekki hjá þessum aukagjöldum því hér- lend debetkort eru ekki gjaldgeng í netviðskiptum. Frá þessu er sagt á túristi.is. Þar var einnig nýlega sagt frá því að Norwegian muni halda Íslands- flugi sínu áfram. „Flugið milli Ósló- ar og Reykjavíkur hefur verið mjög vel lukkað. Í sumar flugum við oft með fullar vélar milli höfuðborg- anna tveggja og þess vegna munum við halda áfram allt árið. Við trúum því að það sé pláss fyrir Norweg- ian á þessari flugleið, ekki bara á sumrin, heldur allt árið,“ segir Lasse Sandaker-Nielsen fjölmiðlafulltrúi Norwegian í samtali við Túrista. Hann segir einnig mögulegt að fé- lagið muni fljúga hingað til lands frá fleiri borgum en það hafi ekki verið endanlega ákveðið. Norwegian hefur flogið hingað frá Osló þrisvar í viku frá því í byrj- un sumars. Icelandair og SAS fljúga þess leið oftar og næsta sumar ætl- ar Iceland Express líka að fljúga til höfuðborgar Noregs. n gunnhildur@dv.is 16 Neytendur 8. október 2012 Mánudagur Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Skeifunni 257,2 kr. 260,4 kr. Dalvegi 257,1 kr. 260,3 kr. Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Algengt verð 259,6 kr. 260,6 kr. Fjarðakaupum 257,2 kr. 260,4 kr. Eldsneytisverð 7. október BENsíN Dísilolía Hugað að börnunum n Lofið fær sveitasetrið Gauksmýri í Húnaþingi vestra. „Við fórum að Gauksmýri í sumar þar sem er bæði gisting og matsölustað- ur. Við vorum fjögur fullorðin og þrír drengir, 6, 9 og 10 ára og þegar við komum var búið að dúka borð og við settumst. Drengjunum var boðið að koma og skoða matinn áður en við borðuðum. Þetta var allt mjög huggulegt og afskaplega gott. Þegar drengirnir voru búnir að borða þá vildu þeir fara aftur af stað en þá kom starfsmaður og bauð þeim að skoða húsið. Slík framkoma gagnvart börn- um er nánast al- gjört einsdæmi og til mikillar fyrirmyndar.“ Rangt verð n Lastið fær Skómeistarinn í Smáralind en kona ein fór með háhælaða skó til hans sem þurftu nýja tappa í hælana. Þegar hún spurði hvað þetta mundi kosta var henni sagt að verðið væri um það bil 2.000 krónur og hún skildi skóna eftir til viðgerðar. Nokkrum dögum síðar fór maður hennar að sækja skóna án þess að vita hvaða verð konan hafði fengið uppgefið og greiddi 2.850 krónur fyrir við- gerðina. Konan hafði því samband við skósmiðinn sem sagði að verðið væri mismunandi eftir skóm. Hún undrar sig á þessu þar sem skó- smiðurinn sá skóna þegar hún kom með þá og finnst að hann hefði því átt að geta gefið upp rétt verð. DV hafði sambandi við Skómeist- arann og fékk þau svör að um tvö verð sé að ræða, annars vegar 1.980 krónur fyrir pinnahæla og hins vegar fyrir 2.890 krónur ef skórn- ir eru með hælplötur sem þarf að negla upp í og skera. Þá vilja þau endilega að konan komi með skóna og leyfi þeim að sjá þá til að athuga hvort að hún hafi verið afgreidd rangt. Þeim þykir þetta miður en geta ekki svarað fyrir þetta nema sjá skóna. Aðspurð af hverju ekki hefði verið hægt að gefa upp rétt verð þegar skórnir voru af- hentir skósmiðnum segir viðmælandi að alltaf sé möguleiki á að einhver hafi óvart merkt þá vit- laust. Þá er ítrek- að að konan komi með skóna til að þeir geti leiðrétt ef um mistök hafi verið að ræða. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is B örkur appelsínunnar og hýði lauksins eru jafn holl, ef ekki hollari en þeir hlutar græn- metisins sem við erum vön að nota. Það er því tilvalið að nýta allt grænmetið og fá sem mest af nær- ingarefnum úr því. Þetta á við um fleiri tegundir grænmetis. Á vefnum oprah.com eru taldar upp nokkrar tegundir sem við eigum til að van- nýta. Þar eru einnig ráð um hvern- ig við getum notað þessa hluta sem venjulega enda í ruslinu. Appelsínubörkur Börkurinn inni- heldur rúmlega fjórum sinn- um meira af trefjum en ávöxturinn sjálfur. Auk þess er meira af andoxunar- efninu flavonoid sem vinnur gegn myndun eða fjölg- un krabbameinsfrumna. Rannsókn frá árin 2004 sýnir að efnið geti jafn- vel minnkað hið skaðlega LDL-kól- esteról betur en lyf. Hvernig skal nota: Rífið efsta lagið af berkinum með þar til gerðu áhaldi og stráið yfir grænar baunir og aspas. Í eftirrétt er gott að sjóða börkinn í sírópi og hella dökku bræddu súkkulaði yfir. Stilkar blaðbeðjunnar Rannsókn sem var gerð við Institute of Food Technology í Þýskalandi sýnir að stilk- ur blaðbeðju er stútfullur af glútamíni en það er amínósýra sem styrkir ónæmiskerfið og hjálpar lík- amanum að ná sér eftir meiðsli eða skurðaðgerðir. Hvernig skal nota: Gott er að binda nokkra stöngla saman og steikja þá, við vægan hita í lokaðri pönnu, upp úr blöndu af grænmetis soði, rauðvínsediki, hunangi og hvítlauk í 20 til 30 mínútur. Selleríblöð Blöð sellerí- plöntunn- ar innihalda fimm sinnum meira magnesí- um og kalsíum en stilkarnir. Þar er einnig að finna mikið af C-vítamíni og phenolics en það er flokkur efna sem inniheldur flavonoids sem hafa sterka andox- unarvirkni og bólgueyðandi áhrif. Hvernig skal nota: Skerið blöðin smátt niður með steinselju og hrærið í salsa eða notið sem skraut á fisk- eða kjúklingarétt. Lauf spergilkáls Úr 28 grömmum færðu 90 prósent af ráðlögðum dagskammti A-vítamíns á meðan blóm- knúpparnir innihalda einungis þrjú pró- sent. Hvernig skal nota: Eldið laufin eins og spínat. Sjóðið í vatni og snöggsteikið svo í ólífuolíu, hvítlauk og salti. Ysta lag vatnsmelónu Bandarísk rannsókn sýndi fram á að ysta lag melónunnar, hvíta lagið und- ir hýðinu, inni- heldur mikið af citrulline en það er amínósýra sem aðstoðar við að víkka æðar og hjálpar á þann hátt við að bæta blóðrásina. Hvernig skal nota: Setjið ysta lagið í blandara með sítrónu og vatnsmelónukjöti. Úr verður það sem er kallað Aqua Fresca sem er sætur ávaxta drykkur. Einnig má bæta út í rommi, gini eða vodka, ef svo ber undir. Hýði lauksins Blaðkennt hýði lauksins inni- heldur meira af andoxun- arefnum en laukurinn sjálfur. Sér- staklega er mikið af efn- inu quercetin sem getur aðstoðað við að lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir þrengsli í æðum. Hvernig skal nota: Sjóðið í krafti, súpum og kássum til að fá bragð. Fjarlægið hýðið úr réttinum áður en hann er snæddur. n Hýði, blöð og stönglar geta verið hollari en það sem við notum af grænmetinu Nýttu allt grænmetið Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hollusta Við hendum alltaf einhverj- um hluta grænmetisins. MyND sigtryggur ari Norwegian Mun halda áfram að fljúga til Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.