Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 18
18 Sport 8. október 2012 Mánudagur
Næsta stórveldi
gjörið svo vel
H
vað sem mönnum kann
að finnast um nýja pen-
inga í boltanum er það
staðreynd að félagslið sem
komast í mikla peninga eru
á tiltölulega skömmum tíma kom-
in í hæstu hæðir í deildum sínum í
Evrópu. Chelsea og Manchester City
eru fín dæmi úr enska boltanum en
þau finnast víðar. Í Frakklandi hefur
vellauðugur eigandi hins fornfræga
liðs Paris Saint Germain, PSG, lof-
að að gera liðið að sönnu stórveldi
í boltanum á nýjan leik. Fjárfest hef-
ur verið duglega síðustu misserin og
byrjun liðsins þessa leiktíðina lofar
mjög góðu.
Fleiri og fleiri dæmi
Dæmin eru orðin allmörg um áhrifa-
mátt nýrra peninga í boltanum í
Evrópu. Í Englandi hafa miðlungs-
lið á borð við Manchester City eða
Chelsea náð miklum hæðum eftir
að djúpir vasar nýrra eigenda komu
til. Sagan hefur endurtekið sig víðar
í Evrópu en ekki síður er ljóst orðið
hvað verður um þau félagslið sem
allt í einu komast í peninga sem svo
skyndilega er skrúfað fyrir. Dæmi
um slík félagslið sem keypt voru af
milljarðamæringum sem svo fóru
yfir um fyrirvaralítið eða með öðr-
um hætti fengu nóg af fjárútlátum
má nefna Glasgow Rangers, Malaga
á Spáni og Portsmouth í byrjun
aldarinnar.
Basl í París
Lið Paris Saint Germain var lengi
vel eitt af allra bestu knattspyrnu-
liðum Frakklands og þótti nógu
merkilegt lið til að draga að sér
stórstjörnur á borð við Ronaldinho
sem hóf eftirminnilegan feril sinn í
Evrópu með franska liðinu. PSG er
aðeins annað af tveimur frönskum
félags liðum sem hafa unnið stóran
evrópskan titil fyrir utan fjölda titla
liðsins í heimalandinu. Upp úr 1990
tók mjög að fjara undan liðinu fjár-
hagslega vegna hörmulegrar stjórn-
unar og næstu fimmtán ár var PSG
undantekningarlítið í skuldafeni þó
alltaf tækist að bjarga liðinu fyrir
horn. Það var ekki fyrr en árið 2005
sem tókst að koma liðinu upp úr
versta öldudalnum en þó varð liðið
ekki skuldlaust fyrr en fjárfesting-
arhópar keyptu liðið með manni og
mús árið 2006.
Katar til sögunnar
Í byrjun árs 2011 fannst loks
einstakl ingur sem vildi kaupa PSG
með það sérstaklega í huga að gera
það að næsta stórveldi í Evrópubolt-
anum. Qatar Investment Authority
er félag í eigu al Thani-fjölskyldunn-
ar sem flest á í því landi. Fyrir kaup-
unum stóð Nasser al-Khalaifi, einn
góðvina al Thani-fjölskyldunnar
en sá er gömul tennisstjarna með
mikinn áhuga á íþróttum öllum.
Khalaifi er meðal annars yfirmaður
sportdeildar sjónvarpsstöðvarinnar
Al Jazeera.
Fimm ára áætlunin
Khalaifi gaf það út þegar kaupin
gengu í garð að viðskiptaáætlun
hans gengi út á að gera PSG að
einu af þremur bestu félagsliðum
Evrópu á fimm árum. Nóg hefur ver-
ið keypt af leikmönnum en fullyrt
er að nógir peningar séu enn fyrir
hendi. Khalaifi sjálfur hefur sagt að
vilji PSG einn daginn kaupa Crist-
iano Ronaldo þá muni liðið gera til-
boð sem ekki verður hafnað. Margir
vilja meina að slíkt tilboð hafi þegar
verið lagt fram undir borðið og það
hafi valdið skyndilegri depurð Ron-
aldo í Madrid.
Gott gengi
Gengi PSG hefur verið gott. Liðið
berst á toppi frönsku deildarinnar
og pakkaði saman liði Dinamo Kiev
í fyrsta leik sínum í Meistaradeild
Evrópu þó það reyndar tapaði öðr-
um leik sínum gegn Porto á útivelli
naumlega. Samkvæmt sérstökum
lista Eurosport yfir öflugustu félagslið
Evrópu var PSG 17. besta lið Evrópu
á síðustu leiktíð. Eigandinn hefur
því fjögur ár til að koma liðinu upp
um fjórtán sæti og gera það að einu
af þremur bestu í álfunni. Með næga
peninga ætti það að ganga smurt. n
n Draumar PSG að rætast n Segjast geta keypt Ronaldo einn daginn
Paris Saint Germain
Aðeins þarf að fínpússa
hópinn saman en PSG hefur
byrjað leiktíðina mjög vel
og betur en margir spáðu.
Eigandinn, stjórnandinn og þjálfarinn Þrír æðstu menn PSG eru Brasilíumaðurinn
Leonardo, stjórnarformaðurinn Khalaifi og þjálfarinn þrautreyndi Carlo Ancelotti
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar albert@dv.is
Úrslit
Enska úrvalsdeildin
Southampton – Fulham 2–2
1–0 Fonte (4.), 1–1 Hooiveld sjm. (70.), 1–2
Richardson (88.), 2–2 Fonte (90.)
Liverpool – Stoke 0–0
Tottenham – Aston Villa 2–0
1–0 Caulker (58.), 2–0 Lennon (67.)
Newcastle – Man Utd 0–3
0–1 Evans (8.), 0–2 Evra (15.), 0–3 Cleverley (71.)
Man City – Sunderland 3–0
1–0 Kolarov (5.), 2–0 Aguero (60.), 3–0 Milner (89.)
Chelsea – Norwich 4–1
0–1 Holt (11.), 1–1 Torres (14.), 2–1 Lampard (22.), 3–1
Hazard (31.), 4–1 Ivanovic (76.)
Swansea – Reading 2–2
0–1 Pogrebnyak (31.), 0–2 Hunt (44.), 1–2 Michu
(71.), 2–2 Routledge (78.)
WBA – QPR 3–2
1–0 Morrison (5.), 2–0 Gera (22.), 2–1 Taarabt (35.),
3–1 Mulumbu (85.), 3–2 Granero (90.)
Wigan – Everton 2–2
1–0 Kone (10.), 1–1 Jelavic (11.), 2–1 Di Santo (23.),
2–2 Baines v. (87.)
Westham – Arsenal 1–3
1–0 Diame (21.), 1–1 Giraud (41.), 1–2 Walcott (77.),
1–3 Cazorla (83.)
Staðan
1 Chelsea 7 6 1 0 15:4 19
2 Man.Utd. 7 5 0 2 17:9 15
3 Man.City 7 4 3 0 15:8 15
4 Everton 7 4 2 1 14:8 14
5 Tottenham 7 4 2 1 13:8 14
6 WBA 7 4 2 1 11:7 14
7 Arsenal 7 3 3 1 13:5 12
8 West Ham 7 3 2 2 8:8 11
9 Fulham 7 3 1 3 15:11 10
10 Newcastle 7 2 3 2 8:11 9
11 Swansea 7 2 2 3 12:11 8
12 Stoke 7 1 5 1 6:5 8
13 Sunderland 6 1 4 1 5:7 7
14 Liverpool 7 1 3 3 9:12 6
15 Wigan 7 1 2 4 7:13 5
16 Aston Villa 7 1 2 4 6:12 5
17 Southampton 7 1 1 5 12:20 4
18 Reading 6 0 3 3 8:13 3
19 Norwich 7 0 3 4 5:17 3
20 QPR 7 0 2 5 6:16 2
Skildu jöfn
Spænsku stórliðin Barcelona og
Real Madrid skildu jöfn 2–2 eftir
æsispennandi leik á Nou Camp á
sunnudag.
Real Madrid komst yfir á 23.
mínútu með marki frá Cristiano
Ronaldo. Hann fékk frítt skot inn-
an teigs og skoraði í nærhornið
fram hjá markverði Barcelona.
Real Madrid var þó ekki lengi
yfir því snillingurinn Lionel Messi
jafnaði leikinn þegar um hálftími
var liðinn.
Messi kom Barcelona síðan yfir
með marki úr aukaspyrnu. Ron-
aldo náði að jafna metin áður en
yfir lauk og stórmeistarajafntefli
var niðurstaðan á Spáni.