Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 20
Aðsóknin aldrei meiri n RIFF sló í gegn í ár Í gær, sunnudaginn, 7. október lauk Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðsókn á hátíðina var góð og að sögn aðstandenda hefur hún aldrei verið meiri. „Það hefur verið stútfullt á nánast allar sýn- ingar og margoft hefur verið uppselt á myndir. Þessi mikli áhugi íslenskra bíógesta gefur okkur að sjálfssögðu mikinn meðbyr fyrir næstu hátíð, þá tíundu, sem fara mun fram á svipuð- um tíma að ári,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum. Verðlaunaafhending RIFF fór fram með viðhöfn í Hörpu á laugar- dagskvöld. Aðalverðlaun hátíðar- innar, Gullni lundinn, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta (Beasts of the Southern Wild) eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin. „Með ástríðu sögumannsins, frumlegri sjónrænni útfærslu og list- rænni dirfsku skipar Benh Zeitlin sér með Skepnum suðursins villta í fremstu röð óháðra kvikmynda- gerðarmanna,“ stendur í umsögn dómnefndar. Gagnrýnendaverðlaun FIPRESCI voru veitt myndinni Smástirni (Star- let) eftir bandaríska leikstjórann Sean Baker. Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar voru veitt myndinni Nágrannar Guðs (Ha-Masgihim) eftir ísraelska leik- stjórann Meni Yaesh. Áhorfendaverðlaun, sem kosið var um á mbl.is, runnu til myndar- innar Drottningin af Montreuil (Queen of Montreuil) eftir Sólveigu Anspach. Umhverfisverðlaun voru veitt mynd úr flokknum „Önnur framtíð“ og runnu til myndarinnar ¡Vivan las Antipodas! eftir leikstjórann Viktor Kossakovsky. Besta íslenska stuttmyndin fékk verðlaun í nafni Thors Vilhjálms- sonar. Stuttmyndin Segldúkur (Sailcloth) eftir leikstjórann Elfar Að- alsteins varð hlutskörpust. Gullna eggið var veitt mynd þátt- takanda í Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent Lab). Mynd Bretans Matthew Hammett Knott, Á þessari eyju (On this Island), fékk verðlaunin. n kristjana@dv.is 20 Menning 8. október 2012 Mánudagur Klassísk verk endurútgefin Verk barnabókahöfundarins Astrid Lindgren njóta sérstakrar hylli hér á landi. Hinar klassísku barnabækur Bróðir minn Ljóns- hjarta og Ronja ræningjadóttir eru nú loksins fáanlegar á ný. Bróðir minn Ljónshjarta kom fyrst út á íslensku árið 1976 og kemur nú út í sjöunda sinn. Ronja ræningjadóttir kom fyrst út árið 1981 á íslensku, sama ár og sænska frumútgáfan. Hún er einnig að koma út í sjöunda sinn. Báðar þessar bækur Astrid Lindgren hafa verið ófáanlegar í nokkur ár og því mikið fagnaðar- efni fyrir börn og foreldra að geta loksins lesið þessar dásamlegu sögur saman. Báðar bækurnar eru í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Verðmætt verk Þetta listaverk lætur ekki mikið yfir sér. Þessi teikning af graskeri, eftir japanska listamanninn Yayoi Kusama, er hins vegar metin á um 12–14 milljónir íslenskra króna. Hún verður boðin upp af Sotheby‘s í Hong Kong í þessum mánuði. Saga verksins er forvitni- leg. Fjölskylda Kusama átti heilt vöruhús af graskerjum í seinni heimsstyrjöldinni. Á þessum tíma var ekki mikið um aðrar matvör- ur og skortur ríkjandi, listamað- urinn borðaði því gnótt graskerja í stríðinu og tengir það æ síðan við lífsbjörg. Lena Dunham, rísandi stjarna Lena Dunham er rísandi stjarna í Bandaríkjunum. Nú hefur hún skrifað bókina Not That Kind of Girl: Advice by Lena Dunham og hefur fengið 3,6 milljóna dollara tilboð í hana, eða 438 milljónir ís- lenskra króna, og tilboðin hækka. Dunham sem skrifaði hand- ritið að hinum geysivinsælu þátt- um Girls er aðeins 26 ára og allt útlit fyrir að hún verði sterkefnuð. Skepnur suðursins villta Gullna lundann fékk banda- ríski leikstjórinn Benh Zeitlin fyrir mynd sína Beasts of the Southern Wild. StanSlauSt Stuð Þ egar Stuðmenn ákváðu að koma saman í tilefni af 30 ára afmæli kvikmyndarinn- ar Með allt á hreinu þá var ég ekki viss um hverju ég ætti að búast við. Þetta hefði getað farið á alla vegu – Stuðmenn eru landsfræg hljómsveit og munu alltaf trekkja fólk að. Þeir hefðu vel getað komist upp með metnaðarleysi á þessum tónleikum. Upphaf tónleikanna var fremur lágstemmt, þeir Egill, Valgeir, Jakob Frímann, Tómas, Þórður og Ásgeir sátu uppstrílaðir í múnderingu, líkt og Stuðmönnum er lagið, á vinstri hlið sviðsins. Sveitin var kynnt und- ir grípandi stefi. Stuttu seinna fóru allir afsíðis nema Jakob og Egill sem tóku lagið. Skyndilega var svo sviðið í heild sinni lýst upp og þá sást hvar sveitin hafði komið sér fyrir á sviðinu fyrir aftan þá Egil og Jakob og þá upp- hófst stanslaust stuð. Ragga Gísla var þar í broddi fylkingar, ekki vant- aði gæruna á hana, og var hún í essinu sínu. Sást þar og sannað- ist að hún hefur engu gleymt og er tvímælalaust ein færasta söngkona landsins. Ragnhildur vítamínsprautan Þórður Árnason var framúrskarandi á gítarnum, hógvær en óhræddur við að taka af skarið þegar blússandi gítarsóló var við hæfi. Jakob Frí- mann var eldfimur á hljómborðinu, Tómas sýndi seiglu á bassanum og Ásgeir var taktvís á trommunum svo af bar. Egill Ólafs, gullbarkinn svo- kallaði, var þéttur í broddi fylkingar, þó Ragnhildur hafi að mínu mati verið aðalvítamínsprautan í söngn- um. Stuðmönnum til halds og trausts var hinn áberandi vöðvastælti leik- ari, Jóhannes Haukur Jóhannes- son, sem fór eiginlega með öll auka- hlutverk. Hann var Sigurjón digri og lögregluforinginn sem kann- aði innihald astraltertugubbsins. Ánægjulegt var að heyra að Jóhann- es er mjög frambærilegur söngv- ari, þótt hann skorti reyndar sker- andi röfltóninn sem Sigurjón digri er þekktur fyrir. Dúddi sló í gegn Annar gestur tónleikanna var Eggert Þorleifsson, eða Dúddi. Hann mætti á sviðið í froskalöppum og með kjúkling um hálsinn, en um rúmlega fimm mínútna skeið reitti hann af sér aulabrandarana og var í alla staði mjög fyndinn. Heilt á litið er ekki hægt að segja annað en að þessir tónleikar hafi ver- ið framúrskarandi. Allar tilfærslur á sviðinu voru snurðulausar, lagavalið taktískt og framkoma til fyrirmyndar. Stuðmenn slógu ekki eina einustu feilnótu með þessum tónleikum og ljóst að þar eru algjörir fagmenn á ferð. Pólitískar athugasemdir Egils Stuðmenn vita hvað þeir syngja og það er ljóst að hver einn og einasti liðsmaður sveitarinnar er afburða- músíkant. Mér finnst ekki léttvægt að gefa einverju topp einkunn, enda gefur það til kynna að ekkert hafi mátt betur fara. Í þessu tilfelli er ég hins vegar tilneyddur, Stuðmenn voru þéttir og þrátt fyrir að hafa brot- ið hugann mikið þá fann ég ekkert sem var aðfinnsluvert við tónleikana. Helst gæti ég röflað yfir nokkrum pólitískum athugasemdum Egils á tónleikunum, eitthvað um að borgin hirti allt fé sem safnaðist fyrir tón- leikana, og myndi í því samhengi benda honum á að stofna blogg- síðu og koma þeim þar á framfæri. En ég sé mér ekki annað fært en að gefa Stuðmönnum fimm stjörnur fyrir þessa flekklausu og einstaklega skemmtilegu tónleika. n Símon Örn Reynisson simon@dv.is Tónlist Með allt á hreinu Tónleikar Flytjendur: Stuðmenn Staðsetning: Eldborgarsalur í Hörpu Stuð Skyndilega var svo sviðið í heild sinni lýst upp og þá sást hvar sveitin hafði komið sér fyrir á sviðinu fyrir aftan þá Egil og Jakob og þá upphófst stanslaust stuð. MynD BEnt MaRínóSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.