Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 2
Kaffihús World Class á hausinn 2 Fréttir 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Vilja skera niður þróunaraðstoð n Ungir sjálfstæðismenn leggja fram niðurskurðartillögur S amband ungra sjálfstæðis- manna leggur til að ríkið skeri niður um 84 milljarða króna miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Þetta kemur fram í fjár- lagatillögum sem SUS hefur lagt fram fjórða árið í röð. SUS leggur meðal annars til að útgjöld vegna Þróunar- samvinnustofnunar og þróunarmála og alþjóðlegs hjálparstarfs verði skor- in niður. Þá leggur sambandið líka til að sérframlag til fæðingarorlofa og tillögur um jöfnun kostnaðar vegna dreifingar raforku verði hætt. Sambandið leggur einnig til að framlög til Árnastofnunar, Veður- stofunnar, Samkeppniseftirlitsins, Þjóðminjasafnsins og Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Auk þess leggja ungir sjálfstæðismenn til að framlög ríkisins til ríkissáttasemjara, Jafnréttisstofu, kjararannsókna og til stjórnmála- flokka verði felld niður. Athyglisvert er að framlög ríkisins til Sjálfstæðis- flokksins skipta hundruðum milljóna á hverju kjörtímabili en um er að ræða einn helsta tekjustofn flokksins, sem er skuldum vafinn. Í tilkynningu frá stjórn SUS vegna tillagnanna kemur fram að sambandið telji að hægt sé að spara í rekstri rík- isins án niðurskurðar í heilbrigðis-, velferðar- eða menntamálum. „Verði farið að tillögum SUS má gera ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs án skattahækkana vinstristjórnarinn- ar auk þess sem hægt væri að lækka skatta og hefja niðurgreiðslu á skuld- um ríkissjóðs,“ segir einnig í tilkynn- ingunni. Davíð Þorláksson, formaður SUS, afhenti Katrínu Júlíusdóttur fjármála- ráðherra tillögurnar. Í athugasemdum við umfjöllun Smugunnar um til- lögurnar segir Davíð að tillögurnar séu stefna SUS en ekki Sjálfstæðisflokks- ins. Í tilkynningunni með þeim kemur einnig fram að niðurskurðartillögurn- ar séu settar fram á hugmyndafræði- legum grunni og að líta megi á þær sem nokkurs konar hugmyndabanka. „Fáir eru sammála öllum tillögun- um, en allir ættu að vera sammála einhverjum þeirra,“ segir í tilkynn- ingunni. adalsteinn@dv.is Vilja spara Stjórn SUS viðurkennir að fáir séu sammála öllum tillögunum. Á myndinni eru Davíð Þorláksson, formaður SUS, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Mynd SUS Ó skað hefur verið eftir því að félagið Þrek kaffi ehf., sem er í eigu bræðranna Björns Leifs- sonar, eiganda World Class, og Sigurðar J. Leifssonar verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri búsins hefur nýverið auglýst eftir kröfum í búið. DV hefur ársreikning Þreks kaffi ehf. undir höndum, en í honum kem- ur fram að félagið skuldi 120 milljón- ir króna eftir árið 2011. Félagið á hins vegar ekki nema rétt rúmlega tvær milljónir króna í eignum. Fimmtán milljónir bættust við skuldir félags- ins á árinu 2011, en engin starfsemi var á vegum þess það árið. Ekki náð- ist í Björn Leifsson vegna málsins. Ekki kunnugt um skuldir Skiptastjóri Þreks kaffi ehf. er Magnús Guðlaugsson sem hafði ný- lega tekið við málinu þegar blaða- maður DV hafði samband við hann. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér öll gögn málsins að öðru leyti en aug- lýsa eftir kröfum í búið. Nú þegar auglýsingin hafi verið birt bíði hann eftir téðum gögnum, meðal annars ársreikningum. Það er þrotabúið ÞS69 ehf. sem fór fram á að Þrek kaffi ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna viðskiptaskuldar. Reka enn kaffihús Enn rekur Björn Leifsson þó kaffi- hús í World Class í Laugum, en það kaffihús, Laugar Café, er rekið af fé- lagi sem heitir Laugar veitingar og er í eigu félags sem heitir Laugar ehf. Laugar ehf. er í eigu Björns og eigin- konu hans, Hafdísar Jónsdóttur. Laugar ehf. keypti reksturinn af þrotabúi sem þá hét Þrek ehf., en heitir nú ÞS69 ehf. Það er sama félag og fór fram á gjaldþrotaskipti Þrek kaffi ehf. Þrek ehf. rak áður World Class líkamsræktarstöðvarnar, en Laugar ehf. sá um fasteignir og búnað World Class. Sama dag og Þrek ehf. fór í þrot, í september árið 2009 keyptu þau hjónin reksturinn á 25 milljónir króna, en kröfur í þrotabú Þreks námu um 2,2 milljörðum króna og skiptastjóri telur að virði rekstursins hafi verið allt að 960 milljóna króna virði. Fimm milljónir voru greiddar í peningum, en svo yfirtók Laugar ehf. launaskuldbindingar upp á tuttugu milljónir. Lágt verð Þessi verðmiði þykir sýna afar lágt verð og hefur skiptastjóri ÞS69 ehf., Sigurbjörn Þorbergsson, höfð- að mál og krafist þess að þeim við- skiptum verði rift, enda hafi félagið verið metið á miklu meira auk þess sem líkamsræktarveldið hafi verið selt á of lágu verði til of tengdra að- ila. Sömu stjórnendur eru í báðum félögum, ýmist í stjórn eða fram- kvæmdastjórn. „Búið telur að það hafi verið afhent meiri verðmæti en endurgjald kom fyrir,“ sagði Sigur- björn Þorbergsson, skiptastjóri ÞS69 ehf., í samtali við DV í fyrra. Björn Leifsson er þó ósammála þessu mati, en hann segir að Laugar ehf. hafi keypt reksturinn auk yfirtöku á skuldbindingum við korthafa sem metnar voru á 240 milljónir króna. Því hafi hann í raun greitt mun meira fyrir World Class en þessar tuttugu og fimm milljónir. Aðalmeðferð fer fram í málinu í desember, en það er fjórða málið sem þrotabúið höfðar á hendur Laugum ehf. Þegar er búið að ljúka einu þeirra með samkomulagi. Eitt mál tengdist World Class á Sel- tjarnarnesi, það mál bíður afgreiðslu Hæstaréttar, en skiptastjóri tapaði því í héraðsdómi. Þriðja málinu er ekki lokið, en stefna þurfti aftur í því eftir að dómur gekk í hluta og öðrum hluta var vísað frá. n n 120 milljóna króna gjaldþrot n Nýtt kaffihús stofnað í nýju fyrirtæki Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Fjögur mál Fjögur mál hafa verið höfðuð vegna þrotabús Þreks ehf. Mynd SigtRyggUR ARi Miklar skuldir – fáar eignir Þrek kaffi skuldar 120 milljónir en á ekki nema rúmlega tvær milljónir. Vill fjölga frídögum Róbert Marshall, sem áður var þingmaður Samfylkingarinnar en situr nú á þingi fyrir Bjarta fram- tíð, hefur lagt fyrir þingið laga- breytingatillögur þar sem hann leggur til breytingar á almanaki Ís- lendinga. Frumvarpið felur meðal annars í sér fjölgun frídaga. Meðal þess sem kveðið er á um í frumvarpi Róberts Marshall er að veita skuli frídaga vegna upp- stigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag á eftir þeim degi sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða. Þá vill Róbert að veitt verði frí mið- vikudaginn á undan. Með þessum hætti vill Róbert ná fram „langri helgi“ ef svo má að orði komast. Einnig leggur Róbert til að beri jóladag, annan í jólum, nýársdag eða 17. júní upp á helgi verði veittur frídagur næsta virka dag á eftir. Þannig myndu bætast frí- dagar við dagatalið. Þá vill Róbert að 1. maí sé haldinn hátíðlegur sem frídag- ur verkamanna fyrsta mánudag í maí. 100 sektaðir eftir tónleika Enn gengur misvel að fá öku- menn, sem eiga erindi í Laugar- dalinn, til að nýta þau bílastæði sem þar eru og þá um leið að leggja ökutækjum sínum löglega. Þetta segir lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu í tilkynningu en á sunnudagskvöld, á meðan tón- leikar fóru fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna þessa. Á sama tíma var meira en nóg af bílastæðum við bæði Laugardals- völl og Skautahöllina. Tólf ölvaðir eða dópaðir Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höf- uðborgarsvæðinu um helgina. Átta þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Sjö voru teknir á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru átta karlar á aldrinum 19–52 ára og fjórar kon- ur, 29–60 ára. Fimm þessara öku- manna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðl- ast ökuréttindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.