Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 20
20 Sport 7. nóvember 2012 Miðvikudagur
Bestir í boltanum undir tvítugu
n 25 efnilegustu og bestu ungu leikmennirnir undir tvítugu í fótboltanum n Þrír Brasilíumenn, þrír Þjóðverjar og tveir Englendingar á listanum
F
jölmargir ungir og efnilegir
knattspyrnumenn eru að stíga sín
fyrstu skref úti í hinum stóra heimi fót-
boltans. Vefritið Bleacher Report tók á
dögunum saman býsna athyglisverðan
lista yfir 25 bestu og efnilegustu knattspyrnu-
menn heims um þessar mundir. Hafa ber í
huga að aðeins er tekið tillit til þeirra leik-
manna sem ekki voru orðnir tvítugir þegar
listinn var gerður og því er stórstirnið Neymar
til dæmis hvergi sjáanlegt, enda Neymar ný-
skriðinn yfir tvítugt. Vitanlega eru mun fleiri
ungir og efnilegir leikmenn að gera það gott.
Listinn er þó nokkuð tæmandi en eingöngu
hugsaður til gamans.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Marco Verratti
Félag: PSG
Land: Ítalía
Staða: Miðjumaður
Verratti hefur verið líkt við Andrea Pirlo en
hann gekk í raðir PSG frá Pescara í sumar.
Áhugasamir eru hvattir til að horfa á leiki með
PSG í Meistaradeildinni en þar hefur hann
staðið sig með sóma. Hann lék sinn fyrsta
landsleik fyrir Ítalíu í sumar og á eflaust eftir
að ná mjög langt.
Iker Muniain
Félag: Athletic Bilbao
Land: Spánn
Aldur: 19
Staða: Vinstri vængmaður
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Muniain fyrir
löngu fest sig í sessi í liði Bilbao og spilað yfir
100 leiki. Hann spilaði frábærlega í fyrra þegar
lið hans komst í úrslit Evrópudeildarinnar.
Hann er fljótur og teknískur og getur dansað
auðveldlega framhjá varnarmönnum. Það er
einungis spurning hvenær, ekki hvort, hann
yfirgefur Bilbao til að ganga til liðs við stærra
félag.
Stephan El Shaarawy*
Félag: AC Milan
Land: Ítalía
Aldur: 20
Staða: Framherji
Þó að hjá AC Milan hafi flest gengið á afturfót-
unum í vetur hefur El Shaarawy glatt stuðnings-
menn félagsins. Hann kom til Pilan frá Padova
árið 2011 og fékk strax tækifæri hjá Milan. Það
sem af er þessu tímabili hefur Shaarawy spil-
að 11 leiki í deildinni og skorað 8 mörk og er
markahæstur í Seríu A.
* Varð 20 ára 27. október, en var 19 ára þegar list-
inn var tekinn saman nokkrum dögum fyrr.
Candido Ramirez
Land: Mexíkó
Félag: Santos Laguna
Aldur: 19
Staða: Vinstri vængmaður
Fljótur, útsjónarsamur og einstaklega leikinn
með boltann. Candido Ramirez tilheyrir ungri
og gríðarlega efnilegri kynslóð leikmanna sem
nú er að skjóta rótum í Mexíkó. Hann var hluti
af U-23 ára liði Mexíkóa sem bar sigur úr být-
um á Toulon-mótinu í Frakklandi í sumar.
Hefur þegar leikið 30 leiki fyrir Santos Laguna
og skorað þrjú mörk í fjórum leikjum með
U-23 ára liði Mexíkó.
Matthias Ginter
Félag: SC Freiburg
Land: Þýskaland
Aldur: 18
Staða: Miðjumaður
Yngsti markaskorari Freiburg í Bundesligunni
frá upphafi og er þegar orðinn lykilmaður í
liðinu. Ginter, sem er 1,87 metrar á hæð, þykir
afar útsjónarsamur leikmaður með frábæra
spyrnutækni. Kom inn á sem varamaður í sín-
um fyrsta leik í janúar og skoraði sigurmark
leiksins beint úr aukaspyrnu. Er frekar varnar-
sinnaður en sóknarsinnaður og getur þar af
leiðandi einnig leikið í vörninni.
Lucas Piazon
Félag: Chelsea
Land: Brasilía
Aldur: 18
Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður
Piazon kom til Chelsea fyrr á þessu ári frá Sao
Paulo í Brasilíu og hefur oft verið líkt við Kaka
og Oscar, samherja sinn hjá Chelsea. Piazon
hefur skorað 19 mörk í 22 landsleikjum fyrir
yngri lið Brasilíu og er að stíga sín fyrstu skref
með aðalliði Chelsea. Teknískur og hraður
leikmaður sem á án nokkurs vafa eftir að láta
til sín taka í framtíðinni.
Leandro
Félag: Gremio
Land: Brasilía
Aldur: 19
Staða: Framherji
Leandro hefur horfið í skugga nýrrar kynslóð-
ar efnilegra leikmanna sem eru að koma upp
í Brasilíu um þessar mundir. Hann þykir af-
burðagóður í að nýta færin sín og hefur þegar
spilað 40 leiki fyrir Gremio í Brasilíu. Leandro
þykir minna um margt á Neymar hjá Santos
og á eflaust eftir að banka upp á hjá brasilíska
landsliðinu áður en langt um líður.
Gerard Deulofeu
Félag: FC Barcelona
Land: Spánn
Aldur: 18
Staða: Vinstri vængmaður
Deulofeu hefur þegar leikið sinn fyrsta leik
fyrir aðallið Barcelona og er sagður einn sá
efnilegasti sem komið hefur upp úr unglinga-
starfi Barca á undanförnum árum. Einstak-
lega teknískur leikmaður sem nýtur sín best á
vinstri vængnum. Eina spurningin er sú hvort
hann fái nógu mörg tækifæri hjá stjörnum
prýddu liði Barcelona til að hann nái að þróa
og þroska hæfileika sína betur. Hefur skorað
7 mörk í 9 leikjum í 1. deildinni á Spáni með
Barcelona B.
Paul Pogba
Félag: Juventus
Land: Frakkland
Aldur: 19
Staða: Miðjumaður
Yfirgaf Manchester United í sumar vegna þess
hversu fá tækifæri hann fékk hjá Sir Alex og fé-
lögum. Það virðist hafa verið rétt ákvörðun því
hann hefur blómstrað á Ítalíu með Juventus.
Stór og stæðilegur miðjumaður sem vinnur
vel fyrir liðið og getur einnig skapað færi fyrir
samherja sína og skorað mörk. Það er ekki
hægt að fara fram á mikið meira frá miðju-
manni.
Jetro Willems
Félag: PSV Eindhoven
Land: Holland
Aldur: 18
Staða: Vinstri bakvörður
Birtist óvænt á sjónarsviðinu með Hollending-
um á EM í sumar. Þar gerði hann engar
rósir, ekki frekar en liðsfélagar hans, og virk-
aði óöruggur á köflum. Enginn efast þó um
hæfileikana sem þessi piltur býr yfir og hann
á aðeins eftir að verða betri. Hann er sterkur,
fljótur og góður sóknarlega. Mun líklega eigna
sér vinstri bakvarðarstöðuna með Hollending-
um á næstu árum.
Timo Horn
Félag: FK Köln
Land: Þýskaland
Aldur: 19
Staða: Markvörður
Reglulega koma upp markverðir sem virðast
fullmótaðir þrátt fyrir að vera ekki orðnir
tvítugir. Timo Horn er einn þeirra en hann er
efnilegasti markvörður Þjóðverja um þessar
mundir. Þjóðverjar hafa aldrei verið á flæð-
iskeri staddir með markverði og nái Horn að
halda áfram að bæta sig munu Þjóðverjar ekki
þurfa að hafa áhyggjur næstu 15 árin.
Manuel Lanzini
Félag: River Plate
Land: Argentína
Aldur: 19
Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður
Hér er á ferðinni feikilega leikinn leikmaður
sem er aðeins 1,67 metrar á hæð – minni en
Lionel Messi. Hann lék sem lánsmaður hjá
Fluminense í Brasilíu í fyrra en er kominn
aftur til River Plate, uppeldisfélags síns í
Argentínu, þar sem hann leikur í treyju númer
10. Hann mun án nokkurs vafa láta til sín taka
í Evrópu áður en langt um líður.