Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Vill heimila hægri beygju á rauðu ljósi n Árni Johnsen leggur fram sama frumvarpið í sjötta sinn Þ ingmaðurinn Árni Johnsen, sem situr á þingi fyrir Sjálf­ stæðisflokkinn, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar ökumönnum að beygja til hægri við gatnamót á á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Þetta er í sjötta skipti sem Árni leggur frumvarpið fram á þingi en það hefur aldrei feng­ ið afgreiðslu. Frumvarpið er stutt og felur það í sér viðbót við núgildandi ákvæði umferðarlaga. Í því kemur fram að þrátt fyrir að ökumanni leyfist að beygja til hægri á móti rauðu ljósi þurfi hann alltaf að stöðva ökutæki sitt eins og við stöðvunarskyldu og veita umferð sem kemur úr öðrum áttum forgang. Ásamt Árna eru þeir Björgvin G. Sigurðsson, þingmað­ ur Samfylkingarinnar, Jón Gunnars­ son, Kristján Þór Júlíusson og Pétur H. Blöndal, þingmenn Sjálfstæðis­ flokksins, flutningsmenn tillögunn­ ar. Í greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn frumvarpsins telji að með því að heimila hægri beygju geti það greitt fyrir umferð á ákveðn­ um stöðum en jafnframt vakið athygli á þeirri ábyrgð að aka gegn rauðu ljósi og að ökumenn sem nýti sér þennan rétt til hagræðis verði að gæta fyllstu varúðar, meta aðstæður og virða almennar umferðarreglur. Sigurður Helgason, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, segir að heim­ ild eins og þessi geti aukið hættuna í umferðinni. „Þar sem því verður við­ komið hafa verið gerð framhjáhlaup á gatnamótum, þannig að þetta eru mjög fáir staðir og þar eru einhverj­ ar aðstæður í umhverfinu þannig að menn hafi talið þetta varasamt,“ segir hann og bendir á að fyrir tutt­ ugu árum hafi Norðurlandaþjóðirn­ ar tekið sameiginlega afstöðu um að heimila þetta ekki eftir að hafa kann­ að málið ítarlega. n Ekki af baki dottinn Árni Johnsen þingmaður ætlar ekki að gefast upp við að reyna að fá heimild fyrir hægri beygju á móti rauðu ljósi. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon F jölmiðlanefnd ríkisins, sem skipuð var í fyrra, hefur ekki haft frumkvæði að neinni athugun á brotum á lög­ um um viðskiptaboð í fjöl­ miðlum. Málið er þó á forgangs­ lista nefndarinnar en þau svör fást frá starfsmönnum hennar að enn sé unnið í forgangsröðuninni og að ekki sé enn komið að því að fjalla um dulin viðskiptaboð. Nefndinni hafa engu að síður borist ábendingar frá neytendum fjölmiðla og blaðamönn­ um en þær ábendingar hafa ekki leitt til þess að nefndin taki ákvörðun um hvort um ólögleg viðskiptaboð hafi verið að ræða eða ekki. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmda­ stjóri nefndarinnar, segir að ábendingarnar hafi heldur ekki borist með formlegum hætti. Hún segir að fámenni á skrifstofu nefndarinnar hamli henni að sinna forgangsmálum af fullum krafti en nefndin hefur alls þrjá starfsmenn, samkvæmt heimasíðu hennar, en eitt starfsgildið er tímabundið. Eiga að fylgjast með viðskiptaboðum Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórn­ sýslunefnd sem á að hafa eftirlit með fjölmiðlum. Meðal þess er að fylgjast með hvort fjölmiðlar brjóti lög um viðskiptaboð eða auglýsingar, en fjöl­ miðlalög banna fjölmiðlum að selja umfjöllun. Slíkt þekkist þó víða í fjöl­ miðlum og hefur Fréttablaðið með­ al annars sætt gagnrýni vegna auka­ blaða og umfjöllunar sem þar til nýverið var ekki tilgreind sem kynn­ ingarefni þrátt fyrir að umfjöllunin væri seld til auglýsenda. Samkvæmt fjölmiðlalögunum frá árinu 2011 eru dulin viðskiptaboð skilgreind sem kynning í máli eða myndum á vör­ um, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum þegar slík kynning er til þess ætluð af hálfu fjölmiðlaveitu að þjóna auglýs­ ingamarkmiðum og gæti villt um fyrir neytendum hvað eðli hennar varðar. „Það má segja að vernd barna og þessi ákvæði í viðskiptaboða­ kaflanum, þar á meðal það sem þú ert að nefna, sé á forgangslista fjöl­ miðlanefndarinnar. Menn verða að forgangsraða eins og gefur að skilja, þetta er mjög viðamikið, stórt svið og mörg fyrirtæki og mörg ákvæði í lögunum,“ segir Elfa og ítrekar að þetta sé forgangsmál. „Það er verið að vinna í þessum atriðum sem eru á forgangslistanum en það hafa engar ákvarðanir verið teknar ennþá. Ekk­ ert formlegt,“ segir hún. Engar formlegar kvartanir „Nei, það hafa ekki verið teknar slíkar ákvarðanir,“ segir Elfa aðspurð hvort fjölmiðlanefndin hafi haft málið til skoðunar eða fengið ábendingar um dulin viðskiptaboð. „Við höfum feng­ ið ábendingar en þær hafa ekki leitt til neinna ákvarðana.“ Hún segir að ábendingar ekki hafa verið margar. „Þær hafa í engum tilfellum verið formlegar og þetta hefur í raun og veru bara verið fólk og blaðamenn jafnvel,“ segir hún aðspurð hversu margar tilkynningar nefndinni hafi borist. Elfa leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að skoða hvert dæmi fyrir sig þegar það komi upp. „Eins og gefur að skilja þarf náttúrulega að skoða hvert mál fyrir sig og það þarf náttúrulega að færa sönnur á að það hafi verið gert,“ segir hún. Aðspurð hvort nefndin hefði ein­ hver mál í gangi varðandi viðskipta­ boð til skoðunar segir Elfa svo ekki vera. „Sko eins og ég segi þá er það þannig að það er bara verið að vinna í þessari forgangsröðun og það er ekki alveg komið að þessu máli,“ segir hún. „Nei, ekki af eigin frumkvæði en nefndin hefur fjallað um óformlegar ábendingar en ekki tekið ákvörðun um hefja frumkvæðismál.“ n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fylgjast lítið með Földum auglýsingum n Málið samt sem áður á forgangslista fjölmiðlanefndarinnar Ekkert gert Fjöl- miðlanefnd ríkisins hefur ekki rannsakað hvort í fjölmiðlum finnist dulin viðskipta- boð þrátt fyrir að ábendingar hafi borist. Mynd Sigtryggur Ari „Það er ekki alveg komið að þessu máli Kannabis– plöntur í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem segir 25 kannabisplöntur, auk græðlinga, hafa fundist við húsleit. Hús­ ráðandi, karl um tvítugt, viður­ kenndi aðild sína að málinu. Í tilkynningunni minnir lög­ reglan á fíkniefnasímann 800­ 5005. „Í hann má hringja nafn­ laust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnu­ verkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkni­ efnavandann.“ Með kókaín í hárkollu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á þriðjudag erlenda konu til fimmtán mánaða fangelsis­ vistar fyrir að flytja kókaín til landsins. Kókaínið hafði hún falið í pakkningu undir hárkollu sem saumuð var við hár hennar. Var hún handtekin í ágúst síðastliðnum við komu til Keflavíkurflugvallar frá Spáni en hún var með 670 grömm af kóka­ íni undir hárkollunni. Er áætlað að unnt hefði verið að framleiða 1.980 grömm af efni úr því miðað við 22 prósenta styrkleika. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákæru. Frá refsingu hennar dregst gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 2. ágúst. Hún þarf að greiða 586 þús­ und krónur í sakarkostnað. Vildi ekki fara á slysadeild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á mánudags­ kvöld um slys við Umferðarmið­ stöðina. Um var að ræða ferða­ mann, erlend konu sem hafði dottið þegar hún var að fara út úr rútu. Konan kenndi eymsla í hægri fæti og var flutt á slysa­ deild. Þá var ekið á gangandi veg­ faranda, konu, á Herjólfsgötu í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Konan afþakkaði sjúkrabifreið og sagðist ekki vera slösuð, þrátt fyr­ ir að hafa fengið kúlu á höfuðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.