Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Engin viðbragðsáætlun til n Stendur til að gera sérstaka áætlun árið 2014 E kki verður hafist handa við gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið fyrr en í fyrsta lagi árið 2014 þegar vinnu við mat á eldgosahættu vegna Reykjaneseldstöðvarinnar er lokið. Engin sérstök viðbragðsáætlun er í gildi fyrri höfuðborgarsvæðið komi til náttúruhamfara en almennar við­ bragðsáætlanir Almannavarna eru í gildi. Þetta kemur fram í svari Ög­ mundar Jónassonar innanríkisráð­ herra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðar­ dóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Svarið byggir á upplýsingum sem ráðu­ neytið aflaði hjá ríkislögreglustjóra. „Þótt ekki liggi fyrir sértækar við­ bragðsáætlanir þá er í almennu neyðarskipulagi Almannavarna unnið eftir stjórnskipulagi, verkferlum og gátlistum sem æfðir eru reglulega,“ segir í svari Ögmundar við fyrirspurn­ inni. Hann bendir á að verulega hafi reynt á skipulagið vegna jarðskjálfta, eldgosa, farsótta og óveðra undanfar­ inna ára. Viðbragðsáætlanirnar sem Ögmundur vísar í gilda um hugsan­ legar náttúruhamfarir eða annað sem varðar bráða almannahættu svo sem eldgos, jarðskjálfta, fárviðri, snjóflóð, skriðuföll, stórbruna, sprengingar og meiriháttar veitubilanir. Í svarinu kemur einnig fram að fyrr á árinu hafi verið tekið í notkun nýtt boðunarkerfi sem nota má til að senda skilaboð, viðvaranir og fyrirmæli í alla farsíma á landinu. Kerfið kemur í stað almannavarnaflauta sem áður voru notaðar til að vara landsmenn við hættu. Það er Neyðarlínan sem hef­ ur umsjón með kerfinu en ákvörðun um notkun þess er í höndum ríkis­ lögreglustjóra. „Auk þess er frá vakt­ stöð Neyðarlínunnar hægt að senda talskilaboð í alla landlínusíma,“ seg­ ir einnig í svarinu. Ríkislögreglustjóri hefur einnig aðgang að útsendingar­ búnaði frá Ríkisútvarpinu sem nýttur er til að senda út viðvaranir og upplýs­ ingar til almennings. n Gerðu ekki ráð fyrir milljarða ríkisábyrgð n Ríkið greiðir milljarða n Búnaðarbankinn einkavæddur með ríkisábyrgð Í slenska ríkið aflétti ekki rúmlega þriggja milljarða króna ríkis­ ábyrgðum á skuldabréfum sem lágu inni í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur árið 2003. Ríkisábyrgðin var á skulda­ bréfunum sem voru að mestu í eigu Lífeyrissjóðs bænda og Líf­ eyrissjóðs Rangæinga. Nú hef­ ur kostnaður vegna þessara ríkis­ ábyrgða leitt til þess að greiða þarf Arion banka þrjá milljarða króna. Fyrir vikið bætast þrír milljarðar króna við fjáraukalög þessa árs sem nú hafa verið afgreidd út úr fjárlaganefnd. Athygli vekur að í kaupsamn­ ingi íslenska ríkisins og S­hóps­ ins frá árinu 2003, þar sem síð­ arnefndi aðilinn keypti hlutabréf ríkisins í bankanum, er ekki gerður neinn fyrirvari vegna þessara rík­ isábyrgða. S­hópurinn keypti því bankann án þess að tekið væri tillit til þessara ríkisábyrgða upp á þrjá milljarða. Kaupverðið á bankan­ um var 11,9 milljarðar króna. Þessi ríkisábyrgð var því inni í bankan­ um á meðan hann var í einkaeign, í gegnum hrunið og lenti svo inni í Arion banka. Nokkuð áhugavert verður að teljast að S­hópurinn hafi keypt Búnaðarbankann með ríkis­ ábyrgð á hluta af skuldbindingum hans og án þess að tekið væri tillit til þessa í viðskiptunum. Bréf frá 1996 og 1997 Lúðvík Geirsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að skulda­ bréfin séu aðallega frá árunum 1996 og 1997. „Þetta eru skuldabréf sem lágu inni í bankanum frá því ríkið átti hann. Þetta eru auðvitað ansi háar upphæðir; bara í þessum banka er þetta 3,1 milljarður. Það er búið að ganga frá sambærileg­ um uppgjörum við Landsbankann og Íslandsbanka. Þetta eru fyrst og fremst skuldabréf sem voru í eigu Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyris­ sjóðs Rangæinga. Það kom mér mjög á óvart hvað þetta var mikið,“ segir Lúðvík. „Þetta eru bréf sem voru inni í Búnaðarbanka og sátu svo þar áfram eftir einkavæðinguna. Eftir hrunið var gert samkomulag um að Arion banki myndi halda áfram að greiða af þessum bréfum þar til uppgjör milli bankans og ríkisins lægi fyrir,“ segir Lúðvík. Uppgjör­ ið á skuld ríkisins við Arion banka liggur nú hins vegar fyrir. Hvaða tillit var tekið? Lúðvík spyr að því hvaða tillit hafi verið tekið til þessara ríkis­ ábyrgða þegar bankinn var seld­ ur árið 2003. „Stóra málið í þessu er: Hvaða tillit var tekið til þessara ríkis ábyrgða þegar bankinn var seldur árið 2003? Mig grunar að þessi bréf hafi bara legið þarna inni með þessum ríkisábyrgðum án þess að tekið hafi verið tillit til þeirra þegar bankinn var seldur,“ segir Lúðvík. Líkt og áður segir er ekkert í gögnum um einkavæðingu Bún­ aðarbankans sem bendir til að tek­ ið hafi verið tillit til þessara skuld­ bindinga við sölu bankans. Rannsókn á einkavæðingunni Lúðvík segir að þetta sé enn eitt málið sem sýni fram á það hversu mikilvægt það sé að rannsaka einkavæðingu bankanna en hann situr í stjórnskipunar­ og eftirlits­ nefnd Alþingis sem hefur lagt fram tillögu um úttekt á einkavæðingu bankanna. „Nú ríður á að setja þessa rannsókn af stað og fá niður­ stöðu úr henni fyrr en seinna, þó það væri nú ekki nema bara til að fá niðurstöðu í málum eins og þessu. Þetta er mjög áhugavert mál og lýsir því líklega hvernig vinnu­ brögðin voru að öllum líkindum í einkavæðingunni. Þarna hefði eðlilegur fyrirvari í samningnum verið að aflétta þessum ábyrgð­ um og taka þær undan þannig að skuldabréf með ríkisábyrgðum lægju ekki inni í einkabanka,“ segir Lúðvík. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Mig grunar að þessi bréf hafi bara legið þarna inni með þessum ríkisábyrgð- um án þess að tekið hafi verið tillit til þeirra þegar bankinn var seldur. Seldur með ríkisábyrgð Búnaðarbankinn var seldur til S-hópsins árið 2003 með ríkisábyrgð á hluta af skuldbindingum hans. Nú þarf íslenska ríkið að greiða 3 milljarða vegna þessara ríkisábyrgða. Á myndinni sjást Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Hjörleifur Jakobsson og Sólon Sigurðsson á vormánuðum 2003 þegar tilkynnt var um sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings. Kallar á rannsókn Lúðvík Geirsson, varaformaður Fjárlaganefndar, segir að ríkisábyrgðin sem nú fellur á íslenska ríkið sýni enn og aftur hversu mikilvægt það sé að rannsaka einkavæðingu bankanna. Ferðamönnum fjölgar mikið Rétt tæplega 45 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum. Það er fjölg­ un sem samsvarar um það bil sex þúsund frá því í sama mánuði í fyrra en nemur tæplega sextán prósenta aukningu. Þetta kemur fram í tölum sem Ferðamálastofa tekur saman og koma fram í tilkynningu það­ an. Þar kemur einnig fram að flestir ferðmenn í októbermánuði voru frá Bretlandi, eða 21 prósent. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn, sem voru um 13 prósent ferðamanna, og Norðmenn, sem voru rúmlega ellefu prósent ferðamanna. Ferða­ menn frá Danmörku, 7,5 prósent, Þýskalandi, sex prósent og Svíþjóð, sex prósent, komu svo þar á eftir. Bretum og Norðmönnum fjölgaði mest í hópi ferðamanna hér á landi milli ára miðað við októbermánuð. Þannig komu um 1.800 fleiri Bretar í ár en í fyrra og tæplega 1.300 fleiri Norðmenn. Ef litið er á það sem liðið er af árinu kemur í ljós að 581.951 erlendur ferðamaður hefur farið frá landinu. Það er 85.055 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,1% aukningu milli ára. Kastaði glasi í höfuð manns Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að henda bjórglasi í andlit annars manns. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 300 þúsund krónur í miskabætur. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Dillon í júní 2010. Afleiðingarnar voru þær að fórnar­ lambið hlaut skurð á vinstri auga­ brún, vinstra megin á nefi og efri vör. Maðurinn játaði að hafa kastað bjórglasinu en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Í dómnum kemur fram að maðurinn sem varð fyrir bjór­ glasinu hafi skömmu áður tekið upp stól og hent honum í manninn sem kastaði glasinu síðan á móti. Þrátt fyrir það var maðurinn sak­ felldur fyrir hættulega líkamsárás. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Almennt plan Ögmundur segir að almennar áætlanir Almannavarna gildi ef hættuástand skapast á höfuðborgarsvæðinu. Mynd SigtRygguR ARi JóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.