Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 23
M ér finnst skipta mestu máli að manni sjálfum líði vel og ég tileinka bókina sjálfri mér, segir spákonan Sigríð­ ur Klingenberg sem hefur sent frá sér bókina Töfraðu fram lífið. Í fyrra gaf Sigga út bókina Orð eru álög sem varð metsölubók. Hún segir nýju bókina af sama meiði. „Þetta er bók­ in sem ég hefði viljað lesa þegar ég var 18 ára. Þá hefði ég ekki þurft að detta svona oft á hausinn. Það er nefnilega ekki nóg að fá tíu í öllu í skóla ef maður hefur ekki sjálfs­ traustið.“ Sigga segist vonast til þess að nýju bókinni gangi einnig vel. „Þessi verður líka metsölubók. Ég vona bara að ég get farið að kenna þessi fræði og það helst í tíunda bekk. Til að byggja upp sjálfstraust þarf manni að finnast maður sjálfur æði; maður verður að elska sjálfan sig. Til þess þarf maður að hafa stjórn á heilabúinu því annars kemur heil­ inn þér til heilvítis. Heilinn er svo neikvæður. Þú getur fengið þúsund hrós yfir daginn fyrir það hvað þú ert frábær og dugleg en ef einhver seg­ ir eitthvað ógeðslegt við þig verður sú setning ráðandi hugsun þegar þú ert komin heim og ætlar að hafa það gott. Þegar þetta gerist eigum við að smella fingri, eins og dávaldarn­ ir, það verður að heyrast smellur, og skipta um rás. Það er nefnilega vinna að vera hamingjusamur. Hamingjan bankar ekki upp á.“ Sigga segist hafa verið óhamingju­ samur unglingur en að bækur eins og þær sem Dale Carnegie skrifar hafi bjargað henni. „Þegar mér leið sem verst las ég litla kafla úr bók um fólk sem hefur runnið á rass­ gatið en samt staðið upp aftur. Það gaf mér þvílíkan kraft og gerði mig að mér; af því að við sköpum okk­ ur sjálf. Þá fór ég að óska þess að ég yrði svona kennari og myndi skrifa bækur, halda fyrirlestra og fá fólk til að finna hamingjuna,“ segir Sigga og bætir við að bókin sé fyrir allan ald­ ur. „Þessi bók er skrifuð á manna­ máli og því yngri sem þú ert þegar þú færð bókina þá gengur þér betur, þetta er töfrabók.“ Sigga ætlar að vera með út­ gáfupartí á sunnudaginn klukkan 17.30 í verslun Eymundsson á Skólavörðustíg. „Hera Björk ætlar að koma og syngja Sigga litla systir mín,“ segir hún hlæjandi og bætir við að fólk rugli þeim stöllum ítrekað saman. „Fólk tekur svakalega oft feil á okkur sem er skrítið því við erum í rauninni ekkert líkar þegar við stöndum saman. Ég er samt svaka­ lega stolt af þessu því ég er örugglega 15 árum eldri. Við erum bara báðar kátar og hlæjandi og mér finnst þetta bara æðislegt.“ n indiana@dv.is Fólk 23Miðvikudagur 7. nóvember 2012 Víkingarokk í stað rólegheita n Mistök urðu til þess að tónlist Skálmaldar hljómar á plötu Sverris Bergmanns Þ etta er náttúrulega einstakur safngripur. Það er engin spurning. Ég er meira að segja búinn að fá árituð eintök frá meðlimum Skálmaldar, segir tón­ listarmaðurinn Sverrir Bergmann en þau mistök urðu við framleiðslu á nýju plötunni hans, Fallið lauf, að tónlist Sverris var ekki á plötunni heldur Börn Loka með Skálmöld. „Við erum hjá sama framleiðslu­ fyrirtækinu og ég býst við að málið sé það að plötunúmerin hafi ruglast en þau eru svipuð. Það sem er enn­ þá fyndnara við þetta er að ég hef verið að vinna á auglýsingastofunni Pipar en hætti þar í síðustu viku til að vinna í öðru verkefni. Maðurinn sem tók við af mér var enginn annar en Bibbi úr Skálmöld. Hann tók því ekki bara plötuna af mér heldur líka starfið mitt. Við erum búnir að hlæja mikið að þessu,“ segir Sverrir og bæt­ ir við að svona mistök geti alltaf gerst í framleiðslu hljómplatna. Sverrir segist kunna vel að meta tónlist Skálmaldar. „Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera og ég rauk strax af stað með eintök handa þeim öllum. Þeir heimtuðu það. Þetta er svolítið mikið fyndið og sérstak­ lega af því að tónlist þeirra gæti ekki verið ólíkari tónlistinni minni,“ segir Sverrir sem lýsir nýju plötunni sinni sem fallegri og rólegri söngvara­ plötu. Vegna mistakanna þarf Sverr­ ir að bíða þess lengur að fá gripinn í hendurnar. „Væntanlegur útgáfu­ dagur er 13. nóvember, sem er af­ mælisdagurinn minn. Platan átti að koma út á afmælisdaginn hans Óla sem er með mér í GameTíví en ég fæ hana í staðinn í afmælisgjöf. Það er ágætt,“ segir Sverrir sem vinnur plötuna með Halldóri Gunnari Páls­ syni, kórstjóra Fjallabræðra. n indiana@dv.is Tileinkar bók- ina sjálfri sér n Sigga Klingenberg gefur út nýja bók um sjálfstraust Sigríður Klingenberg Sigga segist hafa viljað lesa svona bók þegar hún var óhamingjusamur unglingur. Syngur Sigga litla systir mín Sigga Klingenberg segir ótrúlega marga ruglast á þeim Heru Björk en söngkonan ætlar að taka lagið í útgáfupartíinu. Lífið sagði frá barnaláni rit­stjóra Kastljóssins, en Sigmar Guðmundsson og unnusta hans, Júlíana Einarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau fluttu nýverið úr Kópa­ vogi í Vesturbæ Reykjavíkur. Fyrir á Sigmar tvö börn. Barnalán Sigmars n Fyrsta barnið með unnustunni Fyndin mistök Sverrir átti að fá plötuna í hendurnar á afmælisdegi vinar síns en fær hana í staðinn á afmælisdaginn sinn. Í nýjum pistli á vefmiðlinum bleikt.pressan.is skrifar Hlín Einarsdóttir ritstýra um sjálfs­ víg. Hún fann sig knúna til að skrifa umræddan pistil eftir að hafa lesið bókina Þrettán ástæður, sem fjall­ ar um sjálfsvíg. Umfjöllunarefnið snertir hana persónulega. „Ég þekki þetta af eigin raun því þegar ég var 14 ára langaði mig að deyja. Ég var ekki eins og hinir krakkarnir, fékk ekki að vera eins og þau vegna fjöl­ skyldu minnar og trúarsöfnuðarins sem fjölskylda mín tilheyrði og mig langaði bara ekki að lifa lengur. Ég var öðruvísi,“ skrifar Hlín. Hún hvet­ ur fólk til að dæma ekki annað fólk og jafnframt að íhuga áhrif eineltis í samfélaginu. „Við erum öll breysk, við höfum öll okkar kosti og galla.“ „Fjórtán ára langaði mig að deyja“ n Hlín Einarsdóttir skrifar opinskátt um sjálfsvíg Lærði að tapa Vaxtarræktargellan Margrét Edda Gnarr, sem er dóttir borgarstjóra Reykjavíkur, keppti á tveimur stórum mótum á dögunum, Arnold Classic og Heimsmeistaramótinu í bikiní­ fitness. Árangurinn var henni ekki að skapi en á bloggsíðu henn­ ar kemur fram að hún hafi lært mikið af þátttökunni. „Ég lærði að tapa!! Auðvitað vill maður vinna en maður getur ekki sett það sem markmið. Eins og ég segi þá veistu aldrei hvað dómararnir eru að leita eftir. Þetta er bara þannig „íþrótt“,“ skrifar Margrét sem er ný­ komin með vinnu sem einkaþjálf­ ari í Sporthúsinu í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.