Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 7. nóvember 2012 Bestir í boltanum undir tvítugu n 25 efnilegustu og bestu ungu leikmennirnir undir tvítugu í fótboltanum n Þrír Brasilíumenn, þrír Þjóðverjar og tveir Englendingar á listanum Romelu Lukaku Félag: Chelsea (á láni hjá WBA) Land: Belgía Aldur: 19 Staða: Framherji Romelu Lukaku er nafn sem unnendur enska boltans þekkja vel. Hann braust inn í aðallið Anderlecht 16 ára og skoraði 33 mörk í 73 leikjum fyrir liðið áður en hann var seldur til Chelsea. Veran á Englandi hefur ekki verið dans á rósum en hann virðist hafa haft gott af því að vera lánaður til WBA. Stór og sterkur framherji sem býr yfir ótvíræðum hæfileikum. Juan Fernando Quintero Félag: Pescara Land: Kólumbía Aldur: 19 Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Þessi 19 ára liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Pescara er einn efnilegasti leikmaður Kól- umbíu og líklega ástæðan fyrir því að Birkir hefur þurft að verma tréverkið hjá liðinu í byrjun tímabils. Quintero er tæknilega góður leikmaður og á auðvelt með að komast fram- hjá mönnum. Hann er einnig afburðagóður sendingamaður og les leikinn vel þrátt fyrir ungan aldur. Kurt Zouma Félag: Saint-Etienne Land: Frakkland Aldur: 18 Staða: Varnarmaður Kurt Zouma var orðinn fastamaður í liði Saint- Etienne í fyrra þegar hann var einungis 17 ára. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Frakka og þykir í hópi efnilegustu varnarmanna landsins. Zouma var orðaður við Manchester United í sumar. Adryan Félag: Flamengo Land: Brasilía Aldur: 18 Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Enn einn Brasilíumaðurinn á listanum og leik- maður sem vert er að fylgjast með. Eins og Brasilíumanna er siður er Adryan leikinn með boltann og góður í að þefa uppi liðsfélaga sína. Hann er einnig frábær skotmaður og er orðinn fastamaður í liði Flamengo. Skoraði 8 mörk í 14 landsleikjum fyrir U-17 ára lið Brasilíu. Stefanos Kapino Félag: Panathinaikos Land: Grikkland Aldur: 18 Staða: Markvörður Kapino er yngsti markmaðurinn til að spila landsleik fyrir Grikki en það gerði hann í fyrra, aðeins 17 ára. Kapino er 1,97 metrar á hæð en er þrátt fyrir það snöggur og einstaklega fljótur niður. Hann á væntanlega frábæra framtíð fyrir höndum. Raheem Sterling Félag: Liverpool Land: England Aldur: 17 Staða: Vængmaður Sterling hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Liverpool á tímabilinu og er klár- lega leikmaður sem á eftir að ná langt. Hann braust inn í aðalliðið í haust og hefur spilað eins og leikmaður með 10 ára reynslu og er síógnandi með hraða sínum og tækni. Skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni á dögunum og er þegar farinn að banka á dyrnar hjá enska landsliðinu. Zakaria Labyad Félag: Sporting Lissabon Land: Marokkó Aldur: 19 Staða: Vængmaður/sóknarsinnaður miðjumaður Labyad er fæddur í Hollandi og ólst upp í frá- bærri unglingaakademíu PSV en hefur ákveðið að spila fyrir landslið Marokkó. Hann yfirgaf PSV í sumar og hélt til Portúgals þar sem hann vonast til að þróa leik sinn áfram. Labyad er klókur leikmaður, hraður og með góða bolta- tækni. Gæti orðið stjarna framtíðarinnar. Adam Maher Félag: AZ Alkmaar Land: Holland Aldur: 19 Staða: Miðjumaður Maher er liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar og hefur þegar leikið á fimmta tug leikja fyrir AZ. Hann þykir jarðbundinn og staðráð- inn í að ná langt. Maher býr yfir góðri bolta- tækni, frábærum leikskilningi og góðum leið- togahæfileikum. Matija Nastasic Félag: Manchester City Land: Serbía Aldur: 19 Staða: Varnarmaður Nastasic tók stóra skrefið í sumar þegar hann yfirgaf Fiorentina og gekk í raðir City. Hann er stór og stæðilegur og þykir frábær í tæklingum. Það tekur tíma fyrir ungan leikmann að venj- ast enska boltanum og hann á aðeins eft- ir að verða betri hjá City. Með mann eins og Vincent Kompany við hlið sér til að læra af á Nastasic líklega eftir að verða fastamaður í liði City áður en langt um líður. Julian Draxler Félag: Schalke 04 Land: Þýskaland Aldur: 19 Staða: Miðjumaður/vængmaður Draxler er ekki hraðasti ungi leikmaður Þjóð- verja en hann bætir það upp með frábærum fyrirgjöfum og afburðagóðri spyrnutækni. Gæti vel endað sem miðjumaður enda nýtast hæfileikar hans þar ekkert síður en á vængn- um. Hann hefur þegar leikið tvo landsleiki fyrir Þjóðverja og þeir verða eflaust mun fleiri á næstu misserum. Mateo Kovacic Félag: Dinamo Zagreb Land: Króatía Aldur: 18 Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Þetta er leikmaður sem á eftir að verða algjör lykilmaður í króatíska landsliðinu á næstu árum. Honum hefur verið líkt við Luka Modric og það ekki að ástæðulausu. Kovacic býr yfir frábærum leikskilningi, góðri boltatækni og mikilli sendingagetu. Hann hefur verið orð- aður við stórlið í Evrópu að undanförnu og verður kominn í topplið næsta sumar. Sannið þið til. Alex Oxlade-Chamberlain Félag: Arsenal Land: England Aldur: 19 Staða: Vængmaður Það tók Alex-Oxlade Chamberlain ekki langan tíma að vinna stuðningsmenn Arsenal á sitt band. Hann býr yfir ógnarhraða og góðri boltatækni og á eflaust eftir að spila ófáa landsleikina fyrir England. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á þessu tímabili en það er vonandi fyrir stuðningsmenn Arsenal að hann nái að hrista þau af sér og spila heilt tímabil án meiðsla. Raphael Varane Félag: Real Madrid Land: Frakkland Aldur: 19 Staða: Varnarmaður Varane er algjör gæðavarnarmaður og góður með boltann. Hann gekk í raðir Real Madrid í sumar eftir að hafa fangað athygli stórliða í Evrópu með góðri frammistöðu hjá Lens. Nái hann að vinna sér inn fast sæti hjá Real Madrid á næstu misserum gæti hann vel náð að festa sig í sessi í hjarta varnarinnar hjá franska landsliðinu. Þessir voru líka nefndir n Moritz Leitner 19 ára, þýskur miðjumaður hjá Borussia Dortmund. n Lucas Ocampos 19 ára, argentínskur miðjumaður hjá Monaco í Frakklandi. n Juan Iturbe 19 ára, argentínskur miðjumaður hjá Porto. n Carlos Fierro 19 ára, mexíkóskur framherji hjá Guadalajara í Mexíkó. n Nick Powell 18 ára, enskur miðjumaður hjá Manchester United. n Sergi Samper 17 ára, spænskur miðjumaður hjá FC Barcelona n Ryo Miyaichi 19 ára, japanskur miðjumaður sem er samningsbundinn Arsenal. n M'Baye Niang 17 ára, franskur sóknarmaður hjá AC Milan. n Suso 18 ára, spænskur sóknarsinnaður miðju- maður hjá Liverpool

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.