Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 7. nóvember 2012 Miðvikudagur M ér finnst þetta lang- skemmtilegasta bókin mín, því hún veltur minna á mér,“ segir rithöfundur- inn Kristín Tómasdóttir sem sendir nú frá sér sína þriðju bók, Stelpur geta allt. Bókin inniheldur 22 reynslusögur ólíkra stúlkna sem hafa náð frábær- um árangri á einhverju sviði, upplif- að eitthvað óvenjulegt eða sérstakt. „Þessar stelpur eru svo frábærar og það er dálítið erfitt að klúðra svona hugmynd,“ segir Kristín hlæjandi. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrirfram hvað það er mikil vinna fyrir stelpurnar sjálfar að taka þátt í gerð bókarinnar. Þær voru allar svo samviskusamar og virkilega tilbún- ar til þess að hjálpa mér.“ Kristín hélt að þetta yrði miklu erfiðara en raunin varð í ljósi þess að hún vann bókina að miklu leyti erlendis og þurfti því að vera mikið í sambandi við stelpurnar í gegnum netið. Stelpur geta allt er með töluvert öðru sniði en fyrri bækur Kristínar, Stelpur og Stelpur A-Ö „Þessi bók höfðar til breiðari hóps en bara unglingsstelpna. Þetta er í raun ævisagnaform. Við höfum kynnt þetta þannig, sem nýja tegund af ævisögum.“ Til að brjóta upp bókina ákvað Kristín einnig að birta nokkrar hug- vekjur og greinar frá stelpum um hin ýmsu mál, sem og spurningar og svör frá nokkrum fyrirmyndum. María Sigrún Hilmarsdóttir, frétta- kona á RÚV, og Saga Garðarsdóttir leikkona eru til að mynda í þeim hópi. Vinkonur móta sjálfsmyndina Stelpurnar í bókinni eru frá 10 ára aldri og upp í 28 ára. Elstu stelpurnar sem fjallað er um í bókinni eru dansararnir og vinkonurnar Unn- ur og Emilía, sem margir muna ef- laust eftir úr þáttunum Dans dans dans í fyrra. Þær hafa verið vinkonur í sautján ár og dansað saman í gegnum lífið. „Ég skrifaði í formála bókarinnar að það sem mér fyndist sameina allar sögurnar var að nánast allar minntu- st eitthvað á vinkonur. Ekki síst þess vegna fannst mér mikilvægt að segja frá reynsluheimi vinkvenna og að endingu ákvað ég að tileinka bókina vinkonum mínum.“ Kristín segir það stundum vanmetið hvað vinkon- ur skipti miklu máli, sérstaklega á unglingsárunum. „Góð vinkvenna- sambönd geta jafnast á við sterkustu blóðtengsl síðar meir. Ég legg mikið upp úr áhrifum vinkvenna á mótun sjálfsmyndar þegar ég held fræðslu- fyrirlestra fyrir stelpur. Á meðan sjálfsmynd okkar er að mótast á ung- lingsárunum þá hefur það áhrif hvort við erum mikið með vinkonum okk- ar, hvort við eigum margar vinkonur, eina góða eða kannski enga vinkonu. Það hefur mjög mótandi áhrif á sjálfs- myndina, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt,“ segir Kristín. Hún tekur sem dæmi 18 ára stúlku, Hönnu Bryndísi Proppé Bailey, sem lýsir í bókinni einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla. „Vinkonur höfðu ótrúlega mikil áhrif á mótun henn- ar sjálfsmyndar, en ekki á jákvæðan hátt.“ Sorg eftir sjálfsvíg föður Þrátt fyrir að Kristín hafi haft ákveðnar hugmyndir um hvað hún vildi fá út úr bókinni þá lét hún útkomuna ráðast mikið af því hverju stelpurnar sjálfar vildu ná fram. „Eins og Rakel Birta, sem missti pabba sinn, henni fannst mikilvægt að ræða tabúið sem oft fylgir sjálfsvígum. Henni fannst mikil- vægt að fræða aðrar stelpur um þetta. Hún er á því stigi sorgarinnar núna og er tilbúin til þess. Henni finnst mikil- vægt að tala um þetta. Ég held að það geti hjálpað ótrúlega mörgum að lesa um hennar reynslu. Ekki bara þeim sem missa einhvern vegna sjálfsvígs heldur öllum þeim sem missa ástvin. Það er rosalega gott að lesa að ein- hver annar hafi komist bærilega yfir þetta. Henni líður vel í dag þó þetta fylgi henni alltaf og mér finnst mikil- vægt að það komi fram.“ Rakel Birta Guðnadóttir er 15 ára stelpa sem hef- ur gengið í gegnum erfitt sorgarferli. Faðir hennar féll fyrir eigin hendi þegar hún var 12 ára og í bókinni lýs- ir Rakel Birta því hvernig henni hefur gengið að takast á við sorgina síðustu þrjú árin. „Þær hafa það í hendi sér að fræða hver aðra. Ég gæti aldrei gert það því ég hef ekki alla þessa reynslu. Það eru þær sem eru sérfræðingarnir,“ segir Kristín sem þó getur frætt stelpur um ýmislegt. En hún tekur að sér að halda fyrirlestra í skólum sem fjalla fyrst og fremst um mótun sjálfsmyndar og að stelpur geti haft áhrif á mótun sinnar eigin sjálfsmyndar. Kom á óvart að stelpur geta allt Aðspurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart við gerð bókarinnar segir Kristín það helst hafa verið hvað henni þótti gaman að tala við allar stelpurnar, og það segir hún í fullri einlægni. „Kannski kom það mér líka á óvart að stelpur geta raunveru- lega allt. Ég gat fundið stelpur sem gátu gert allt sem ég var að leita að. Hvort sem það var að sigra fíl efldan karlmann í júdó, galdrað marga hjartaása úr sama spilastokknum, komast yfir erfiða sorg eða rækta vin- áttuna. Og stelpur geta dáið, því mið- ur, og það kemur fram.“ Kristín telur einmitt mikilvægt að aðrar stelpur viti að stelpur geti gert allt. Hún von- ast jafnframt til að bókin komi því til skila að fólk geti gert allt sem það ætl- ar sér, ekki bara stelpur. Allir geti því haft af henni gagn og gaman. „Eins og mamma mín, hún hefur glugg- að í hinar bækurnar mínar, en þessa bók gat hún ekki lagt frá sér og er búin að lesa hana spjaldanna á milli,“ seg- ir Kristín hlæjandi. „Svo væri klárlega hægt að skrifa sambærilega bók um stráka,“ bendir hún réttilega á. Kristín lærði mikið við gerð bókar- innar. Hún viðurkennir til að mynda að hafa ekki haft mikla þekkingu á transfólki, þrátt fyrir að hafa lært hinsegin fræði. Það var ekki fyrr en hún hitti Uglu Stefaníu Jónsdóttur, sem er transkona, að hún öðlast frek- ari skilning á hugtakinu. En Ugla lýs- ir reynslu sinni í bókinni og segir frá kynleiðréttingarferlinu og fleiru. Ein stelpan lést úr krabbameini Ein stelpan í bókinni er látin. Heiða Dís Einarsdóttir greindist með krabbamein árið 2011 sem hún barð- ist hetjulega við. Hún var lífsglöð og tók veikindum af stóískri ró, en 12. september síðastliðinn hafði krabb- inn betur. „Þetta var eitt af því síðasta sem hún gat gert. Hún sá algjörlega um þátttöku sína í bókinni, las yfir um- fjöllunina og sendi mér myndir. Ég Stelpurnar fræða hver aðra n Lýsa sorgum sínum og sigrum í bókinni n Ein lést úr krabbameini áður en bókin kom út „Hún var ekkert að fara að deyja þegar ég talaði við hana. talaði við hana í júlí og heyrði síðast frá henni í ágúst. Hún var ekkert að fara að deyja þegar ég talaði við hana,“ segir Kristín, en það voru orð Heiðu sjálfrar. „Ég trúi bara ekki að ég sé að fara að deyja og ég ætla ekki að láta það gerast strax,“ var það síðasta sem hún sagði í viðtalinu í bókinni. Kristín segir að lokum að úrtakið í bókinni endurspegli þýðið vel. Hún hélt fyrst að í bókina hefði valist rjómi hins umrædda samfélagshóps en í dag sé hún sannfærð um að hún hefði getað talað við hvaða stelpu sem er og hún hefði sagt henni frá einhverju stórmerkilegu sem hefði átt heima í bókinni. „Það sannar fyrir mér að stelpur geta allt.“ n Vill hjálpa öðrum Hannah Bryndís Proppé Bailey varð fyrir alvarlegu einelti í grunnskóla sem varð meðal annars til þess að hún þurfti að leggjast inn á barna- og unglingageðdeild vegna þunglyndis. Líf Hönnuh Bryndísar hefur þó tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Hún lét eineltið ekki buga sig heldur reis upp og er í dag mikið félagsmála- tröll, eins og hún lýsir sér sjálf. Hún segir frá reynslu sinni í bókinni og vonast til að saga hennar geti hjálpað öðrum í svipaðri stöðu. „Ég man eftir því sjálf þegar ég var lögð í einelti að þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum. Sú hugsun heltekur mann, maður heldur að enginn skilji sig og sér ekki fram á að komast út úr þessu,“ segir Hannah. Hún telur að það hefði hjálpað sér á sínum tíma ef hún hefði heyrt af einhverjum sem hefði náð að vinna sig út úr einelti. „Sú hugsun er svo ríkjandi að einelti sé feimnismál og að þeir sem hafi verið lagðir í einelti eigi að vera miður sín út af því. Maður skilur að fólki finnist erfitt að tala um þetta en maður á frekar að ræða einelti opinskátt.“ Hannah hefur verið dugleg í baráttunni gegn einelti og talaði meðal annars opinskátt um reynslu sína í Reykjavíkurráði ungmenna, þar sem hún var fulltrúi. Hönnuh finnst það stundum of ríkjandi í samfélaginu að steypa einstaklinga í sama mótið eftir ákveðnum steríótýpum. Henni finnst bókin frábær að því leyti að hún undirstrikar vel hvað einstaklingar eru ólíkir. „Bókin sýnir hvað við erum ólík og flestir glíma við einhver vanda- mál eða erfiðleika. Maður er samt ekki einn í því. Ég vona bara að stelp- ur sem lesa þessa bók sjái það. Það er líka mjög flott hjá Kristínu að hafa fróðleiksmola í köflunum því það eru svo margir sem vita ekki hvað þeir eiga að gera,“ segir Hannah sem telur bókina eiga erindi við alla. n Hannah Bryndís deilir reynslu sinni af einelti Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal Vinkonur mikilvægar Kristín segir vinkonur hafa áhrif á mótun sjálfs myndar stelpna og tileinkar bókina sínum eigin vinkonum. Mynd Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.