Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 3
25 prósenta hækkun á skuldum heimila Fréttir 3Miðvikudagur 7. nóvember 2012 n Lækkuðu á sama tíma í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Spáni Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is S kuldir íslenskra heimila í hlutfalli við verga landsfram- leiðslu hækkuðu um nærri 25 prósent á þriggja ára tímabili frá lokum árs 2008 til loka árs 2011. Á sama tímabili lækk- aði þetta hlutfall um heil ellefu pró- sent í Bandaríkjunum, fimm prósent í Bretlandi og þrjú prósent á Spáni. Skuldir íslenskra heimila vegna íbúðakaupa hækkuðu úr 840 millj- örðum króna í 1.150 milljarða króna eða um nærri 40 prósent á sama tíma – verg landsframleiðsla hækk- aði hins vegar einungis um tæplega tíu prósent. Þess skal getið að frá ár- inu 2000 til loka árs 2008 hækkuðu íbúðaskuldir íslenskra heimila um rúm 200 prósent – verg landsfram- leiðsla hækkaði aftur á móti um 115 prósent. Gríðarleg skuldsetning spænskra heimila Í skýrslu sem McKinsey Global- stofnunin gaf út í janúar á þessu ári var farið yfir breytingu á skuldum heimila í um 13 löndum víðs vegar í heiminum. Tölur fyrir Ísland vann DV upp úr skattatölfræði ríkisskatt- stjóra sem og tölum frá Hagstofunni. Ítarlegar var farið yfir skuldir heimila í Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni í skýrslu McKinsey. Séu skuldir íslenskra heimila í hlutfalli við verga landsframleiðslu frá 2000 til 2008 bornar saman við þessu þrjú lönd er lítill munur á Íslandi í sam- anburði við Bandaríkin og Bretland. Þannig hækkuðu skuldir íslenskra heimila á umræddu tímabili um 49 prósent eða jafn mikið og breskra heimila á meðan skuldir banda- rískra heimila hækkuðu um 42 pró- sent. Spænsk heimili skáru sig hins vegar verulega úr en þar hækkuðu skuldir heimila á sama tíma um nærri 90 prósent. Eins og áður kom fram lækkuðu skuldir bandarískra, breskra og spænskra heimila frá lok- um árs 2008 til loka 2011 á meðan skuldir íslenskra heimila hækkuðu um nærri 25 prósent í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Írsk heimili skuldsettari en íslensk Segja má að þetta sé í þversögn við skýrslu sem Þjóðmálastofnun gaf ný- lega út. Þar var vitnað í nýlega skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þar sem fram kom að í hlutfalli við verga landsframleiðslu hefðu skuldir ís- lenskra heimila verið afskrifaðar um tólf prósent á sama tíma og skuldir bandarískra heimila hefðu einungis verið afskrifaðar um eitt prósent í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Taldi AGS að í byrjun árs 2012 hefðu um 15–20 prósent af skuldum ís- lenskra heimila þegar verið afskrif- aðar. Einungis heimili á Írlandi skulda meira en þau íslensku séu 14 lönd víðs vegar í heiminum borin saman. Nema skuldir írskra heimila um 125 prósent- um í hlutfalli við verga landsfram- leiðslu á meðan að íslensk heimila skulda um 115 prósent. Skuldir heim- ila eru einna lægstar í Þýskalandi, eða 60 prósent, 48 prósent í Frakklandi og einungis 45 prósent á Ítalíu. 40 prósenta hækkun fasteignaskulda Fasteignaskuldir íslenskra heimila hækkuðu um heil 37 prósent frá lok- um árs 2008 til loka árs 2011. Þessar tölur eru unnar upp úr skattatölfræði ríkisskattstjóra. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 16 prósent. Um 80 prósent af skuldum íslenskra heimila eru verðtryggð lán sam- kvæmt tölum frá Seðlabankanum. Þá er áhugavert að skoða eiginfjár- hlutfall íslenskra heimila í fasteign- um sínum. Í lok árs 2008 nam það 65 prósentum en var komið niður í um 50 prósent í lok árs 2011. Lækkaði eiginfjárhlutfallið því um 25 prósent á umræddu tímabili. n Íbúðaskuldir íslenskra heimila* 2000 2008 2011 Br. 2000–2008 Br. 2008–2011 Eignir 711 2.377 2.248 234% -5% Skuldir 276 840 1.152 204% 37% Eiginfjárhlutfall 61% 65% 49% 6% -25% *allar tölur í milljörðum króna. Skuldir heimila í hlutfalli við verga landsframleiðslu 2000–2011* 2000 2008 2011 Br. 2000–2008 Br. 2008–2011 Bandaríkin 69 98 87 42 -11 Bretland 69 103 98 49 -5 Spánn 45 85 82 89 -3 Ísland 61 91 115 49 24 *% af vergri landsframleiðslu Skuldir heimila í hlutfalli við verga landsframleiðslu 2011 Land Skuldir/VLF Írland 124% Ísland 115% Portúgal 94% Spánn 82% Grikkland 62% Ítalía 45% Bretland 98% Þýskaland 60% Frakkland 48% Ástralía 105% Kanada 91% S-Kórea 81% Japan 67% Skuldir hækka Einungis heimili á Írlandi skulda meira en þau íslensku. Miðað er við 14 lönd í samanburðinum. Kennari við MS: „Ég hef brugðist mínu hlutverki“ „Í fyrstu varð ég mjög reið og síðan hreinlega döpur og kaus því að taka ekki þátt í opinberum umræðum,“ segir Jóna Guðbjörg Torfadóttir, kennari við Menntaskólann við Sund, en hún sást í stutta stund í umdeildu myndbandi nemenda- félags skólans. Í myndbandinu virð- ist ungur piltur neyða unga stúlku til að hafa við sig munnmök. Í að- sendri grein á vefritinu Smugunni segir Jóna að myndbandið hafi orðið kveikjan að heitri samfélags- umræðu um kynjajafnrétti í skólum. „Hins vegar finnst mér sú um- ræða sem ég hef rekið augun í vera á villigötum. Hún hefur beinst mjög að nemendum og þeir fundið sig knúna til að svara fyrir sig. Oftar en ekki hefur orðið úr mikið og stund- um ljótt orðaskak sem er engum til framdráttar og allra síst kynjabarátt- unni,“ segir hún. Jóna segir ekki aðeins við nem- endur að sakast, sem þó geri sér ekki endilega grein fyrir því hversu óviðeigandi myndbandið var. „Ég er þátttakandi í þessu myndbandi og þó svo að ég hafi enga grein gert mér fyrir því hvað tæki við þar sem mínum hlut sleppti þá ber ég ábyrgð. Ég ber ábyrgð sem kennari, foreldri og samfélagsþegn. Ég hef brugðist mínu hlutverki sem slíkur,“ segir Jóna. Hún segir að ábyrgðin sé allra í þessu máli. „Loks tel ég það vera hlutverk mitt sem samfélagsþegn að taka þátt í umræðunni og leggja mitt af mörkum, líkt og ég er að leit- ast við að gera hér. Ég er ábyrg en það ert þú líka. Við hljótum öll að bera ábyrgð,“ segir Jóna Guðbjörg á vef Smugunnar. RÚV ræður nýja dagskrárstjóra Margrét Marteinsdóttir hefur ver- ið ráðin dagskrárstjóri útvarps og Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri sjón- varps hjá RÚV. Í fréttatilkynningu frá Ríkisút- varpinu kemur fram að Margrét hafi starfað við útvarp og sjónvarp í 15 ár – svo gott sem allan tím- ann hjá RÚV eða síðan 1998. Síð- ustu tvö árin hefur Margrét ver- ið yfirmaður dægurmáladeildar fréttastofunnar en þar áður, meðal annars, varafréttastjóri. Skarphéðinn hefur starfað við fjölmiðla í 13 ár – síðustu fimm árin sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Áður var Skarphéðinn með- al annars blaðamaður á Morgun- blaðinu og stýrði dægurmenn- ingardeild blaðsins. LeiðRétting Þau mistök urðu á síðu 16 í mánu- dagsblaði DV að rangar upplýsingar birtust um menntun Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra. Hann var sagður guðfræðingur en hið rétta er að hann er sagnfræðingur. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.