Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 12
n Lyfjaprófanir gerðar á fátækum Indverjum án vitneskju þeirra n Margir hafa dáið S tórir lyfjaframleiðendur eru undir vaxandi þrýstingi um að rannsaka ásakanir þess efnis að ný lyf séu prófuð á mjög fátæku fólki á Ind- landi án vitundar þess. Breska rík- isútvarpið, BBC, fjallaði ítarlega um málið á dögunum og virðist víða pottur brotinn í þessum efnum. Óvenjulegar móttökur „Þetta kom okkur dálítið á óvart,“ segir Indverjinn Nitu Sodey í sam- tali við BBC. Í maí árið 2009 fór hann með tengdamóður sína á Maharaja Yeshwantrao-sjúkra- húsið í Indore eftir að hún fór að finna fyrir brjóstverkjum. Sodey hafði í nokkur skipti þurft að leita á sjúkrahúsið en heimsóknin að þessu sinni var öðruvísi en hinar. „Við erum lágstéttarfólk og vana- lega þegar við förum á sjúkrahúsið fáum við miða sem jafngildir fimm rúpíum,“ segir Sodey en miðann er hægt að nota til að greiða fyrir lyf og læknisþjónustu. „Læknirinn tjáði okkur hins vegar að hann ætlaði að láta okkur hafa erlent lyf sem kostaði 125 þúsund rúpí- ur,“ segir hann en það er upphæð sem samsvarar 285 þúsund krón- um. Nitu Sodey og tengdamóð- ir hans eru stéttleysingjar, Dalítar, og tilheyra hópi sem áður var kall- aður „hinir ósnertanlegu“. Vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu máttu þau búast við að fara aftast í röð- ina þegar þau komu á sjúkrahús- ið og bíða í fleiri, fleiri klukkutíma eftir læknisþjónustu. En annað var uppi á teningnum að þessu sinni. Var í raun tilraunadýr „Læknirinn tók miðann og sagði að restin af lyfjakostnaðinum yrði greidd úr sérstökum sjóði sem er ætlaður fátækum,“ segir Sodey. „Þetta var mjög dýr meðferð fyrir fólk eins og okkur,“ bætir hann við. Það sem Sodey segist ekki hafa vit- að er að tengdamóðir hans var í raun tilraunadýr fyrir lyfið Tona- pofylline sem var í prófunum hjá lyfjaframleiðandanum Biogen Idec. Tengdamóðir hans, Chand- rakala Bai, fékk hjartsláttartrufl- anir eftir að hafa fengið lyfið og var tekin af því eftir nokkra daga. Tæp- um mánuði síðar fékk hún hjarta- áfall og lést. Hún var 45 ára. Ákveðið var að hætta lyfjapróf- ununum vegna fjölda hjartaáfalla hjá þátttakendum, að sögn Biogen Idec. Þrátt fyrir það fékk fyrirtækið engar fregnir af andláti Bai. Eðlileg lömun Fleiri dæmi eins og þetta hafa kom- ið upp á Indlandi á undanförnum árum. Narayan Survaiya segir að hvorki hann né móðir hans hafi vitað að verið væri að prófa ný lyf þegar hún kenndi sér meins í fót- leggjum og leitaði til læknis. Líkt og í tilfelli Sodey og tengdamóður hans hafi þau fengið þau skilaboð að greitt væri fyrir lyfin úr sérstök- um fátækrasjóði. Narayan segir að heilsu móður hans hafi hrakað eft- ir að hún tók inn lyfið og að lokum hafi hún hætt að geta gengið. „Ég talaði við lækninn en hann sagði okkur að halda áfram að nota lyfið. Það væri bara um tímabundna lömun að ræða og lyfið myndi skila árangri.“ Móðir hans lést nokkrum vikum síðar. Samkvæmt umfjöllun BBC var lyfið, sem var kostað af bresku og þýsku lyfjafyrirtæki, prófað á 53 einstaklingum og þar af létust 8. Engar sannanir liggja fyrir um beint orsakasamhengi milli lyfsins og dauðsfallanna, en þess ber að geta að engin krufning var fram- kvæmd á þeim sem létust. Mýmörg dæmi Á undanförnum sjö árum 73 lyf- japrófanir farið fram á 3.300 sjúk- lingum, þar af 1.833 börnum, á Maharaja Yeshwantrao-sjúkra- húsinu í Indore. Tugir hafa látist í kjölfar þessara prófana en engar bætur hafa verið greiddar út til fjölskyldna þeirra sem létust. Eitt þessara barna er Naresh Jatav sem nú er fjögurra ára. Faðir hans, As- hish Jatav, segir að sonur sinn hafi verið mjög heilbrigður þriggja ára drengur þegar læknar tjáðu hon- um að sonurinn þyrfti bóluefni við mænusótt. Ashish segir að hann hafi ekki haft hugmynd um að lyfið væri í prófun þegar syni hans var gefið það. Þau hafi skrifað undir skjal sem var á ensku og í raun ekki haft hugmynd um hvað þau væru að skrifa undir. Drengurinn veikt- ist mikið eftir að hafa fengið lyfið og á nú í erfiðleikum með andar- drátt og nærist auk þess illa. Sam- kvæmt umfjöllun BBC eru dæmin mun fleiri. Kom upp um hneykslið Svo virðist vera sem einn læknir, Anil Bahrani, hafi séð um flestar þessara lyfjaprófana á Maharaja Yeshwantrao-sjúkrahúsinu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að þiggja ólöglegar greiðslur, þiggja boðsferðir erlendra lyfjafyrirtækja og fyrir að framkvæma lyfjapróf- anir á einstaklingum án vitneskju þeirra. Anand Rai er læknir á umræddu sjúkrahúsi og án hans er óvíst hvort nokkurn tíma hefði komist upp um þessar ólöglegu lyfjaprófanir. Hann segir við BBC að lyfjaprófanirn- ar hafi vakið grunsemdir hans og í kjölfarið hafi hann farið að rann- saka þær. „Þeir völdu bara bláfá- tækt fólk. Þeir völdu ómenntað fólk sem gat ekki lesið eða skrifað – fólk sem skilur ekki klínískar lyfjarann- sóknir,“ segir hann. Eftirgrennslan hans virðist hafa farið í skapið á yfirmönnum sjúkrahússins og var hann rekinn úr starfi. Hann lét það ekki á sig fá og hélt rannsóknunum áfram. „Skyndilega voru komnir miklir peningar í spilið og það var allt of mikið í gangi á sama tíma. Já, hugsanlega misstum við tök- in á þessu,“ segir K.D. Bhargava, yfirmaður siðanefndar spítalans. Hjartaáfall eftir lyfjaprófun Það er ekki bara í borginni Indore sem ólöglegar lyfjaprófanir hafa farið fram. Borgina Bhopal í Mad- hya Pradesh-héraði þekkja eflaust margir eftir hörmulegt gasslys sem varð í borginni árið 1984. Sprenging varð í verksmiðju Union Carbide sem dró allt að 25 þúsund manns til bana. Í kjölfar slyssins var byggður spítali í borginni sem Union Carb- ide greiddi fyrir en þar hafa einnig farið fram vafasamar lyfjaprófan- ir á fátæku fólki án vitneskju þess. Ramadhar Shrivastav er í þeim hópi en hann missti sjón að hluta til í sprengingunni árið 1984. Hann fékk hjartaáfall fyrir fimm árum eftir að hafa tekið þátt í lyfjapróf- unum lyfjarisans Astra Zeneca. Blaðamaður BBC náði tali af N.P. Mishra, lækni sem var yfir- maður siðanefndar spítalans um langt skeið, og spurði hann út í nokkur álitaefni. Meðal annars hvort íbúar Bhopal hafi ekki þjáðst nóg og hvort ekki væri óþarfi að stofna fólki þar í óþarfa hættu. „Ef farið yrði eftir því sem þú seg- ir, hefðu lyf aldrei verið þróuð,“ var svarið sem hann gaf. n Tilraunadýr lyfjafyrirTækja Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Tímabundin lömun Narayan Survaiya syrgir móður sína sem lést eftir að hafa tekið þátt í lyfja- prófun. Hún lamaðist eftir að hafa tekið lyfið inn og lést í kjölfarið. Fékk bóluefni Naresh Jatav, litli drengurinn í hvítu skyrtunni, glímir við eftirköst bóluefnis sem hann fékk gegn mænusótt. „Þeir völdu bara blá- fátækt fólk. Þeir völdu ómenntað fólk sem gat ekki lesið eða skrifað. 12 Erlent 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Vilja leyfa systkinum að stunda kynlíf Stjórnmálaflokkur í Danmörku hefur lagt það til að banni á kynlífi systkina verði aflétt. Til- lagan hefur vakið mikil og hörð viðbrögð í landinu og um mál- ið hefur verið fjallað í flestum miðlum. Kynlíf systkina er ólöglegt en viðurlög við broti á reglunni varða allt að tveggja ára fangelsi. Það er Einingarlistinn sem viðraði tillöguna með þeim rök- um að það væri ekki hlutverk ríkisins að skipta sér af því með hverjum fullorðnir einstaklingar stundi kynlíf. Engum tilgangi þjóni að banna systkinum að stunda kynlíf á þeirri forsendu að hætta sé á vansköpuðum af- kvæmum. Fólki með alvarlega litningagalla sé þegar heimilt að eignast börn. Bent hefur verið á að í Sví- þjóð, og raunar fleiri Evrópu- löndum, megi systkini stunda kynlíf saman en samkvæmt dönskum fjölmiðlum er ekki loku fyrir það skotið að flokkar á borð við Venstre og Sósíalde- mókrataflokkinn muni styðja til- lögu Einingarlistans. „Ég óska þér dauða á hverjum degi“ Bandarísk kona, Brie Lybrand, opinberar á myndbandavefn- um Youtube að faðir hennar hafi nauðgað henni. Lybrand heldur úti Youtube-rás þar sem hún ráðleggur fólki um tísku og förðun en tilefni myndbandsins er að faðir hennar gerðist áskrif- andi að myndböndunum henn- ar. Því ákvað hún að segja frá. Hún segir föður sinn hafa áreitt sig frá fjögurra ára aldri til þrett- án ára aldurs og lýsir því hvern- ig hann beitti hana og móður hennar hrottalegu ofbeldi um margra ára skeið. Í myndbandinu dregur hún fram þrjár skammbyssur og greinir föður sínum frá því hvernig hún hefði undirbúið sig fyrir hann. „Leyfðu mér að sýna þér vini mína,“ segir hún áður en hún dregur fram byssurnar. „Þrátt fyrir að ég sé sködduð til frambúðar vegna þín þá ert þú ekki með yfirhöndina.“ Hún segir föður sinn skrímsli og morðingja. „Ég óska þér dauða á hverjum degi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.