Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 10
Þ etta var viðskiptamódel sem gekk ekki upp. Það lá undir rekstraráætlun sem átti að vera í lagi en var það bara ekki,“ segir Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, aðspurður um slæma stöðu félagsins sem bæði heldur utan um rekstur á hjúkr- unarheimili og byggingu íbúða sem seldar eru til eldri borgara. Rekstur Eirar er tvískiptur. Annars vegar er um að ræða rekstur á hjúkrunarheimili, sem er í ágætu lagi, og svo hins vegar fasteignafjárfestingar sem eru inni í svokölluðum húsrekstrarsjóði. Síðar- nefnda rekstrareiningin er við það að sliga Eir en hún sér um byggingu og sölu á búseturétti í fasteignum Eirar. Íbúðirnar eru seldar þannig að kaupendurnir greiða eingreiðslu fyrir búseturétt í þeim og svo eru mánað- arlegur greiðslur sem hlaupa yfirleitt á tugum þúsunda. Íbúarnir sem fjárfesta í búseturétti í íbúðunum með þessum hætti hafa rétt á því að búa í þeim til æviloka. Við brottflutning eða andlát þeirra sem fjárfestu í húsnæðinu eiga eingreiðslurnar fyrir búseturéttinn að renna aftur til íbúanna eða aðstand- enda þeirra. Eirhamrar dýrkeyptir Rekstur Eirar hefur verið slælegur um árabil. Fyrir hrun var ráðist í byggingu 110 öryggisíbúða í Eirhömrum í Graf- arvogi sem ekki hefur náðst að selja nema að hluta til. Sigurður Rúnar seg- ir að um þrjátíu íbúðir séu óseldar í dag. Íbúðirnar hafa því staðið auðar um árabil en Eir þarf að greiða af lán- unum sem hvíla á þeim, auk trygginga, rafmagns, hita og annarra gjalda án þess að tekjumöguleikar íbúðanna séu nýttir til fulls. „Það eru Eirhamrarnir sem eru að fara með þetta allt til … æ, ég ætla að sleppa þessu síðasta orði,“ segir Sigurður Rúnar. Stöð 2 hefur síðustu daga greint frá rekstrarerfiðleikum hjúkrunarheim- ilisins Eirar og tæknilegu gjaldþroti félagsins. Eir skuldar um 8 milljarða króna og er með neikvæða eiginfjár- stöðu. Um tveir milljarðar af skuld- um Eirar eru við íbúa í íbúðum Eirar sem eiga að fá endurgreiðslu á búsetu- réttinum í fasteignunum að leigu- tíma loknum. Þetta þýðir í reynd að Eir getur ekki í dag staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart viðskipta- vinum sínum, eldri borgurunum sem fjárfest hafa í búseturétti í íbúðum Eir- ar. Eitt af því sem komið hefur fram í fréttum Stöðvar 2 er að fráfarandi framkvæmdastjóri og stjórnarformað- ur Eirar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi leynt stjórn félagsins upplýsing- um um slæma fjárhagsstöðu hjúkr- unarheimilisins í fyrra. Vilhjálmur Þ. sver slíkt hins vegar af sér í viðtali við hann sem birt er hér á opnunni: „Ég hef ekki vísvitandi leynt upplýsingum, þvert á móti lagði ég áherslu á það þá mánuði sem ég var framkvæmdastjóri að upplýsa stjórn- ina um rekstur félagsins, meðal annars viðamiklar hagræðingaraðgerðir og ráðstöfun íbúða. En ég var ekki að leyna neinu.“ Skuldir jukust um milljarð 2008 Vilhjálmur tók tímabundið við sem framkvæmdastjóri Eirar í maí í fyrra eftir að þáverandi framkvæmdastjóri, séra Sigurður Helgi Guðmundsson, hafði hætt snögglega „með miklum látum“, eins og einn heimildarmaður DV orðar það. Sigurður Helgi hafði þá verið framkvæmdastjóri Eirar frá stofnun félagsins árið 1993, í tæp tutt- ugu ár. Sigurður Rúnar tók svo við af Vilhjálmi sem framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna í byrjun þessa árs en Vilhjálmur stýrði húsrekstrar- sjóði félagsins þar til 1. ágúst síðast- liðinn. „Lætin“ sem vísað er til við starfslok Sigurðar Helga er meðal annars það að framkvæmdastjórinn fyrrverandi vildi starfa áfram hjá Eir og setti fram milljóna króna launakröfu vegna van- goldins orlofs sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Stjórn félagsins neit- aði hins vegar að greiða honum um- beðna upphæð. Þegar Vilhjálmur tók við sem fram- kvæmdastjóri Eirar í maí í fyrra sagði hann í útvarpsviðtali að rekstur félags- ins væri góður. „Það hefur bara geng- ið mjög vel og reksturinn hefur ver- ið mjög farsæll í gegnum árin … Við vorum nýlega að ljúka við byggingu á rúmlega hundrað öryggis- og þjón- ustuíbúðum uppi í Grafarvogi og nú er komið að borginni að byggja þjón- ustumiðstöð fyrir eldri borgara. Það hefur nú reyndar dregist úr hófi en núna sem sé liggur það fyrir að það verður gert … þetta gengur bara mjög vel. Við höfum á frábæru fólki að skipa og ég ætla að láta gott af mér leiða í þessa örfáu mánuði og vona bara að mér gangi vel.“ Ljóst er út frá lestri á ársreikningum Eirar að þessar staðhæfingar Vilhjálms standast ekki skoðun. Vandamál fé- lagsins má rekja aftur um nokkur ár, að minnsta kosti til ársins 2008, þegar verulega byrjaði að harðna á dalnum í rekstrinum. Árið 2008 var tap Eirar 555 milljónir króna miðað við rúmlega 100 milljónir árið áður. Þá hækkuðu skuld- ir félagsins um milljarð króna á milli ára, fóru úr 2,5 milljörðum árið 2007 og upp í 3,5 milljarða 2008. Vaxtagjöld fóru þá úr tæpum hundrað milljónum króna og upp í tæplega 300. Eir hefur svo tapað háum fjárhæðum á hverju ári síðan þetta var og fór tapið hæst í 600 milljónir króna í fyrra. Samanlagt tap síðustu fjögurra ára nemur um tveimur milljörðum króna. Fortíðarvandi Sigurður Rúnar segist mjög fljót- lega hafa áttað sig á slæmri stöðu Eir- ar eftir að hann tók við rekstri hús- rekstrarsjóðsins af Vilhjálmi og hafi þá gripið inn í: „Ég tek við sem fram- kvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna um áramótin. Vilhjálmur stýrði hins vegar húsrekstrarsjóðnum til 1. ágúst. Þá tók ég við þar sem hjúkrunarheim- ilin og húsrekstrarsjóðurinn voru á sömu kennitölu. Síðan, nokkrum dög- um seinna eftir að ég hafði áttað mig á því hversu slæm staðan var, setti ég mig í samband við kröfuhafa og stöðv- aði afborganir lána og annað slíkt. Eftir að hafa skoðað stöðuna með þessum aðilum þá var þetta það eina sem ég gat lagt til að gert yrði,“ segir Sigurður. Endurskoðendaskrifstofan KPMG og lögmannsstofan Lex vinna nú að því að tryggja rekstur Eirar til framtíðar og verja hagsmuni þeirra íbúa Eirar sem eiga fjármuni inni hjá félaginu. Þeir stjórnendur Eirar sem DV hefur rætt við vilja því alls ekki skella skuldinni af slæmri stöðu hjúkr- unarheimilisins alfarið á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson þó vitanlega hefði mátt grípa fyrr inn í reksturinn, líkt og Sig- urður Rúnar gerði eftir að hann tók við. Einn stjórnandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að „þetta sé fortíðarvandi sem komið hafi í bakið á rosalega mörgum“. „Mér finnst alls ekki maklegt að hengja þennan vanda á Vilhjálm. Ég get ekki kannast við þetta. Ég myndi frekar vísa á stjórn séra Sigurðar.“ Sigurður Rúnar segir um þetta: „Það er ljóst að staðan var orðin mjög slæm þegar Sigurður Helgi fór út.“ Segist hafa séð til lands Sigurður Helgi segist aðspurður ekki geta sagt til um af hverju staða Eirar er eins og hún er. „Ég get voðalega lítið sagt þér um hana. Ég hef ekkert fylgst með þessu í tvö ár, ég hætti í byrjun árs 2011. Ég get því engu svarað um þetta. Það hefur enginn látið mig vita um eitt né neitt, þannig að ég veit ekki neitt.“ Spurður um hvernig staða Eirar hafi verið þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri segir Sigurð- ur Helgi að hann hafi „séð til lands“. „Við sáum vel til lands. Það þýðir að við sáum fram úr vandanum,“ segir framkvæmdastjórinn fyrrverandi. Tap ársins 2010, síðasta rekstrarárið sem Sigurður Helgi, stýrði félaginu nam hins vegar um 300 milljónum króna. Orð Sigurðar Helga er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann telji að staða Eirar hafi versnað eftir að hann lét af störfum þar sem hann hafi „séð til lands“ þegar hann hætti. Land- sýnin hjá Eir virðist því hafa minnk- að talsvert síðastliðin tvö ár ef marka má orð Sigurðar Rúnars. Þegar árs- reikningar félagsins eru skoðaðir virð- ist brotthvarf Sigurðar Helga ekki hafa valdið neinum straumhvörfum til hans verra: Tap var á rekstrinum fyrir brotthvarf hans sem og eftir. Líkt og kom fram í máli Vilhjálms Þ. hér að ofan taldi hann hins vegar, í maí í fyrra eftir að hann tók við sem fram- kvæmdastjóri Eirar, að staða félagsins væri góð. Vilhjálmur virðist því, líkt og Sigurður Helgi, hafa „séð til lands“ um mitt ár í fyrra. Mismunandi fjármálalæsi Sigurður Rúnar segist hafa komið með ábendingar um hvernig mætti leit- ast við að laga stöðuna eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri hjúkr- unarheimilanna og áður en hann tók við húsrekstrarsjóðnum af Vilhjálmi. „Það lá hins vegar alltaf til grundvall- ar einhver áætlun sem bara gekk ekki upp,“ segir hann og bætir því við að ábendingar hans hafi meðal annars gengið út á að aðgreina rekstur hjúkr- unarheimilanna frá húsrekstrarsjóðn- um sem hélt utan um byggingu á íbúð- um Eirar, meðal annars í Eirhömrum. Aðspurður hverja hann telji ástæð- una fyrir því að Vilhjálmur hafi ekki brugðist við og tekið upp viðræður við kröfuhafa Eirar til að reyna að afstýra gjaldþroti félagsins, líkt og hann gerði eftir að hann tók við húsrekstrarsjóðn- um, segir Sigurður Rúnar. „Þetta er „Við sáum til lands“ 10 Fréttir 7. nóvember 2012 Miðvikudagur n Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar fríar sig ábyrgð n Vilhjálmur Þ. sver af sér aðgerðarleysi V ið bjuggum áður í Fossvogi í fimm herbergja íbúð þar og seldum hana. Við létum allt okkar til þess að fá þessa íbúð hérna. Hann Halldór minn var í stjórn Blindra félagsins svo að okkur bauðst strax góð íbúð hérna þegar byrjað var að selja,“ segir Þorbjörg Rafnar, en hún flutti ásamt eiginmanni sín- um, Halldóri Rafnar, fyrrverandi formanni og framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, í öryggisíbúð á vegum Eirar árið 2001 og en þau voru með fyrstu íbúum á staðn- um. Halldór lést árið 2009 og býr Þorbjörg nú ein í íbúðinni. Þorbjörg og eiginmaður henn- ar borguðu um 11 milljónir árið 2001 fyrir búseturétt í öryggisíbúð á vegum Eirar. Búseturéttur þýð- ir að einstaklingar greiða ákveðna upphæð og eiga þá rétt á að búa í íbúðinni til lífstíðar. Rétturinn fellur úr gildi meðal annars við andlát og upphæðin sem greidd var fyrir búseturéttinn erfist þá til afkomenda. Óvíst er hvað verður um það fé sem þau hjónin borguðu fyrir búseturéttinn. Upphæðin sem borguð var er tengd vísitölu og ætti því að hafa tvöfaldast frá þeim tíma sem búseturétturinn var keyptur eða um 20 milljónir. Þorbjörg hefur áhyggjur af stöðu mála og segir mikla óvissu ríkja á meðal íbúa. „Ég hef þær al- veg heilmiklar eins og allt fólkið í húsinu held ég. Þetta er allt orðið svo fullorðið fólk. Manni líður að öðru leyti vel hérna en þetta er voðalega mikill skellur.“ Í gær var haldinn fundur með íbúum öryggisíbúðanna og að- standendum þeirra þar sem farið var yfir stöðuna og í hvaða far- vegi málið er. „Þetta var nú bara svona byrjunarfundur, að koma fólki saman,“ segir Þorbjörg og bætir við að það sé nú kominn lögmaður í málið sem vinni fyrir þeirra hönd. „Mér líst afskaplega vel á þennan lögmann og vona að þetta leysist allt á farsælan hátt. Það er voðalegt að svona komi fyrir, maður er orðinn svo full- orðinn.“ n hanna@dv.is „Þetta er allt orðið svo fullorðið fólk“ Milljónir útistandandi Þorbjörg Rafnar er einn af íbúunum á Eir sem á peninga inni hjá fyrirtækinu, meira en 20 milljónir, sem hún greiddi í búseturétt fyrir meira en tíu árum. Hún hefur enga tryggingu fyrir endurgreiðslu á þessum peningum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég held að menn hafi kannski bara mismunandi fjármálalæsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.