Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Heimildamyndahátíð í Bíó Paradís n Þema hátíðarinnar er list af ýmsu tagi B ÍÓ:DOX er nafn á nýjum heimildamyndaklúbbi Bíó Pardísar. Starfsemi klúbbs­ ins hófst í október síðast­ liðnum með sýningu heimilda­ myndarinnar Girl Model í leikstjórn Ashley Sabin og David Redmon. Myndin fjallar um skuggahliðar fyrirsætubransans í Síberíu og Japan. BÍÓ:DOX mun standa fyrir mánaðarlegum sýningum á sér­ völdum heimildamyndum í Bíó Paradís í vetur og boðið verður upp á ýmsa viðburði í tengslum við hverja mynd. Til að mynda pall­ borðsumræður, tónleika og margt fleira. Klúbburinn stendur fyrir heim­ ildamyndahátíð dagana 9.–15. nóvember og er þema hátíðar­ innar List. Fimm heimildamyndir verða sýndar á hátíðinni sem eiga það allar sameiginlegt að gefa inn­ sýn í líf listamanna og lista. n n Sigur Rós lét bíða eftir sér á eftirminnilegum tónleikum í Laugardalshöll Með verk í veskinu Þ að er óhætt að segja að það hafi ríkt eftir­ vænting vegna loka­ atriðis Iceland Airwaves­ tónlistarhátíðar innar núna. Hljómsveitin Sigur Rós hafði boðað þessa tónleika með nokkrum fyrirvara, enda önnum kafnir í stóru tónleikaferðalagi til þess að fylgja eftir hljómplötunni Valtara sem kom út í vor. Sagt er að í nýja hluta Laugar­ dalshallarinnar hafi verið á bil­ inu sjö til átta þúsund manns á sunnudagskvöldið. Það hljómar ekki ósennilega, salurinn er stór og var fullur af fólki. Tónleikarn­ ir voru auglýstir klukkan 19, húsið var opnað klukkan 18. Flestir virt­ ust mættir stundvíslega en þurftu engu að síður að bíða. Sjötíu mínútur Það var ekki fyrr en klukkan að ganga níu um kvöldið sem hljóm­ sveitin gerði sig líklega til þess að hefja tónleikana. Þá hafði þessi stóri hópur fólks beðið tónleik­ anna í ríflega klukkutíma, harla þolinmóður. Reyndar var púað á hljómsveitina úr stöku stað. Engin skýring var gefin á þess­ um töfum. Svo mikið er þó víst að fólkið sem stóð næst mér kættist ekki sérstaklega við það að sjá að hljómsveitin byrjaði tónleikana aðeins nokkrum augnablikum eft­ ir að forseta lýðveldisins þóknað­ ist að mæta á svæðið. Öll bestu lögin Strax varð ljóst að þetta yrðu eftir­ minnilegir tónleikar. Hljómsveitin virtist í firna góðu formi og ljósa­ búnaður og myndskeið sem voru notuð til skrauts voru tilkomu­ mikil og hæfðu dagskránni frá­ bærlega. Ofan í kaupið þá spilaði Sigur Rós úrval af sínum þekkt­ ustu lögum frá upphafi, að því er virtist á kostnað efnis af nýju plöt­ unni, sem reyndar er býsna róleg og sennilega ekki eins auðveld í flutningi og sumt af hinu eldra efni. Flutningurinn var frábær og gestir voru ekki sviknir. Hins vegar virtist eins og hljómsveitinni tæk­ ist ekki að vinna áhorfendur fylli­ lega á sitt band, að minnsta kosti ekki fyrr en langt var liðið á tón­ leikana. Eftir uppklapp tók sveitin nokkur lög til viðbótar, þar á með­ al lagið Brennistein, sem ekki hef­ ur verið flutt áður. Gott og örvandi lag sem óð á milli skírskotana í nútímalega raftónlist og aftur í diskóbylgjur fyrri ára. Með ónáttúru í hljómnum Hljómburðurinn í salnum var skýr en umdeilanlegur. Öll hljóðfæri höfðu fengið sinn sérstaka stað í tónjöfnuninni. Þetta var sérlega skýr hljóðblöndun en á sinn hátt ónáttúruleg. Strengjasveitin var ofurbjört með grunnan hljóm. Bassann vantaði í bassagítar­ inn því bassatromman fékk for­ ganginn. Söngur Jónsa hljómaði þó undantekningarlaust vel. Þrátt fyrir þennan frábæra og tilkomumikla flutning var ein­ hvern veginn eins og sveitin hefði svikið okkur um gæsahúðina sem sundum fylgir góðum tónleikum, bara með því að mæta seint til leiks. Hálftíma töf hefði auðveld­ lega mátt þola, en rúmur klukku­ tími í mannþrönginni varð skyndi­ lega áberandi langur. Og allt í einu fór mann að verkja í veskið, einmitt þar sem síst skyldi. Þess vegna er ekki hægt að gefa fullt hús. n Tónleikar Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur@dv.is Sigur Rós á Airwaves „Og allt í einu fór mann að verkja í veskið, einmitt þar sem síst skyldi. Sigur Rós Myndefnið á tónleikunum var í svipuðum stíl og það sem hefur einkennt útgáfu plötunn- ar Valtara. Myndirnar eru: n Matargerðarlist: Jiro Dreams of Sushi, leikstjóri David Gelb (2011). n Myndlist: Wonder Women: The Untold Story of American Super- heroines, leikstjóri Kirsty Guevara- Flanagan (2012). n Gjörningalist: Marina Abramovich: The Artist is Present, leikstjóri Matthew Akers (2012). n Kvikmyndalist: Woody Allen: A Documentary, leikstjóri Robert B. Weide (2012). n Tónlist: Seaching for Sugarman, leikstjóri Malik Bendjelloul (2012). Gjörningalist Kvikmyndin The Artist is Present er ein þeirra heimildamynda sem sýndar verða á hátíðinni. Tónleikar á Háskólatorgi Hlín Pétursdóttir Behrens sópran­ söngkona og Jón Sigurðsson píanó leikari munu syngja og leika saman á tónleikum á Háskólatorgi á miðvikudag. Þau munu flytja Fünf Lieder op. 38 eftir Erich Wolf­ gang Korngold og fimm sönglög eftir Jón Sigurðsson við ljóð ís­ lenskra skálda, Birtu, Hannesar Péturssonar og Vilborgar Dag­ bjartsdóttur. Ljóðin fjalla öll um vatnið í sínum ólíku birtingarmyndum, hvernig það endurspeglar mann­ legar kenndir og ólík lífsskeið mannsins. Þau eru margvísleg að gerð og formi og tónlistin dreg­ ur fram og magnar þá stemm­ ingu sem í hverju þeirra býr. Lögin eru hugsuð sem heild og eru því flutt líkt og stuttur ljóðaflokkur. Er þetta í fyrsta skipti sem lög Jóns eru flutt hér á landi. Andri og Gunna Dís í Orð skulu standa Andri Freyr Viðarsson og Guðrún Dís Emilsdóttir, stjórnendur Virkra morgna á Rás 2, verða gestir leik­ sýningarinnar Orð skulu standa í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtu­ dagskvöldið 8. nóvember. Hyggjast þau bregða á leik með tungumálið og mun uppátækið eflaust vekja kátínu meðal áhorf­ enda. Þá ætla þau bæði að syngja einsöng við undirleik Jakobs Frí­ manns Magnússonar. Sýningin Orð skulu standa er byggð á samnefndum útvarps­ þætti Karls Th. Birgissonar en við bætist allt það sem gott leikhús hefur upp á að bjóða; leikþættir, upplestur og söngur. Þá taka gestirnir einnig þátt í sýningunni ef þeir vilja. Fjallar um Vögguvísu Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson mun fjalla um Elías Mar og bók hans Vögguvísu með mynd­ og tónrænu ívafi í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi þann 8. nóvember klukkan 20.30. Guð­ mundur ætlar einnig að fjalla um persónuleg kynni sín af skáldinu. Heitt kaffi verður á könnunni og eru allir velkomnir. Vögguvísa kom fyrst út árið 1950 og er jafnan talin ein fyrsta Reykjavíkursagan. Bókin er einnig sú fyrsta sem gerir unglingamenn­ ingu eftirstríðsáranna að viðfangs­ efni sínu. Elías Mar lagðist í mikla rannsóknarvinnu á tungutaki reykvískra unglinga og safnaði saman helstu slangurorðum og orðasamböndum úr máli þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.