Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 15
Ég get ekkert unnið Ég er bara ekki þar Synir Katrínar Lilju Gunnarsdóttur þurfa á hjálp að halda. – DVHalla himintungl dáleiðir ekki fólk sem glímir við fíkniefnavanda. – DV Spurningin „Já, svona upp að einhverju marki.“ Karl Ólafur Hallbjörnsson 17 ára nemi „Ágætlega. Styð náttúrulega Obama.“ Adda Guðrún Gylfadóttir 16 ára nemi „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er í heimsókn á Íslandi og er upptek- in við allt annað.“ Hjördís Guðbjörnsdóttir 62 ára amma „Já, aðeins. Ég er sjálfur frá Kali- forníu. Þó Obama sé skömminni skárri þá er hann engu minni stríðsglæpamaður en Bush var, bara aðeins siðmenntaðri í félagsmálum.“ Dean Farrell 51 árs kontrabassaleikari í Sinfóníunni „Já, svona aðeins. Obama er minn maður.“ Svavar Smárason 44 ára starfsmaður á Hlöllabátum Fylgdist þú vel með forseta- kosningunum í Bandaríkjunum? 1 Viltu vera tíkin mín? Stælingar úr klámmyndum, til dæmis hvað varð- ar orðbragð, sjást í nauðgunarmálum. 2 Kynlíf systkina ætti ekki að vera refsivert Danski Einingarlist- inn vill afnema ákvæði í lögum sem bannar kynlíf milli systkina. 3 Drápu dóttur sína fyrir að líta við manni Heiðursmorðum í Pakistan fer fjölgandi. 4 Það héldu örugglega allir að ég væri bara geðveikt full“ Var byrluð ólyfjan en dyravörður hélt að hún væri ofurölvi. 5 Vill fjölga frídögum Róbert Marshall leggur til breytingar á dagatali landsmanna. 6 „Ég óska þér dauða á hverjum degi“ Youtube-stjarnan Brie Lybrand segir frá ofbeldi föður síns. Mest lesið á DV.is Konur í stjórnmálum F réttir síðustu daga af því hversu margar konur hyggjast ekki sækj- ast eftir endurkjöri í alþingiskosn- ingunum í vor valda mér áhyggj- um. Þó ástæður þeirra fyrir þessari ákvörðun séu eflaust jafn mismunandi og þær eru margar, hlýtur maður í kjöl- farið að velta fyrir sér stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum. Hvers vegna kjósa konur, umfram karla, að hætta fremur en „taka slaginn“? Hvers vegna leiða svo fáar konur lista sinna flokka? Er jafnréttisbylgjan, sem manni virtist vera að fara á skrið á árunum fyrir hrun, að fjara út? Framsókn og jafnréttið Framsóknarflokkurinn á merkilega sögu í jafnréttismálum á Íslandi. Hann skipaði fyrstu konuna í embætti við- skipta- og iðnaðarráðherra og í embætti utanríkisráðherra. Hann varð fyrstur flokka til að skipa jafnmargar konur og karla sem ráðherra í ríkisstjórn og í al- þingiskosningunum 2007 voru konur oddvitar í helmingi kjördæma. Eru konur ekki eins hæfar? Hvers vegna er þá konum að fækka í stjórnmálum nú? Getur verið að þær séu ekki eins hæfir stjórnmálamenn og karlar? Ekki er það reynsla mín af sam- starfi við konur í stjórnmálum síðasta áratug eða svo. Hefur aukin harka í þjóð- málaumræðunni dregið kjark úr kon- um? Það kann að vera. Getur verið að starfsumhverfi alþingismanna letji kon- ur til starfans? Ég játa að síðustu þing hafa verið óvenju strembin, sem kannski er ekki óeðlilegt í ljósi þess ástands sem ríkt hefur í þjóðfélaginu. Langir vinnu- dagar, lítill frítími, sem oft fer í að sinna kjördæminu, og mikið áreiti utan vinnu- tíma setur mark sitt á fjölskyldulífið, en ætti það að bitna frekar á konum en körlum? Konur sem leiðtogar Í fyrra birtist rannsókn sem nefnist „Konur, karlar og forystusæti á fram- boðslistum“. Rannsóknin var lokaverk- efni Hrafnhildar Bjarkar Baldursdóttur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hrafnhildur leitaði þar svara við spurn- ingunni hvers vegna konur sækist í minna mæli en karlar eftir forystu- sætum á framboðslistum stjórnmála- flokkanna. Þegar þingkonur voru í rannsókninni spurðar hvers vegna þær hefðu ekki sóst eftir forystusætum á list- um flokka sinna svöruðu þær því til að sú ákvörðun hefði verið meðvituð. Þær hefðu litið svo á að kostnaðurinn og við- veran sem framboð í oddvitasæti hefði þýtt, væri ekki þess virði ef þær gætu stefnt á öruggt sæti neðar á listanum. Staðreyndin er samt sú að staða oddvita í kjördæmi er allt önnur en þeirra sem á eftir koma. Jafnrétti og jafnræði Stefna Framsóknarflokksins byggir á jafnrétti og jafnræði á öllum svið- um, líka milli kynjanna. Slíkt jafn- rétti næst ekki ef annað kynið vantar. Það er nefnilega staðreynd að menn geta talað sig bláa í framan um jafn- rétti og stöðu kynjanna, en ef því tali er ekki fylgt eftir í verki er það bara tal. Orðin tóm. Bestu vinnustaðir sem ég hef unnið á hafa verið með jafnt hlut- fall karla og kvenna. Ef hallað hefur á annað kynið hefur það alltaf komið niður á starfsanda, afköstum og ár- angri og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á það sama. En jafnt hlut- fall kynjanna þýðir ekki að þar með sé komið jafnræði. Hlutfall kynja í ábyrgðarstöðum skiptir máli. Ekki bara í atvinnulífinu, heldur í stjórn- málunum líka. Er jafnréttið á undanhaldi? Nýleg rannsókn Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, lektors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, sýnir að viðhorf íslenskra ungmenna til verka- skiptingar kynjanna er orðin mun íhaldssamari en það var fyrir 20 árum. Þannig töldu 36% drengja að karl- menn væru hæfari til að sitja í ríkis- stjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. Þá töldu ungmennin konur almennt hæfari til að sinna heimilis- og umönnunarstörfum, en karlarnir væru mun hæfari til að sjá um fjármál. Það er sérstakt áhyggju- efni að þessi viðhorf virðast einkum vera í sókn meðal stúlkna og hljóta að einhverju leyti að endurspegla viðhorf á heimilum þessara ungmenna. Það er gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt við þessari þróun. Við megum ekki sætta okkur við að hér sé að alast upp kynslóð sem telur konur ekki færar um að fara með völd í sam- félaginu. Ein leiðin er að tryggja að ís- lensk ungmenni alist upp með sterkar konur sem fyrirmyndir á öllum svið- um samfélagsins, jafnt í atvinnulífi sem stjórnmálum. Þar er ábyrgð flokkanna og kjósenda mikil. Beðið eftir strætó Það getur verið notalegt að ganga um borð í hlýjan vagninn eftir að hafa beðið í rokinu og rigningunni. Mynd Sigtryggur ariMyndin Umræða 15Miðvikudagur 7. nóvember 2012 Ég vinn í Nettó Elí Freysson hefur gefið út fimm bækur. – DV Aðsent Eygló Harðardóttir „Er jafnréttisbylgj- an, sem manni virtist vera að fara á skrið á árun- um fyrir hrun, að fjara út?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.