Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 7. nóvember 2012 Miðvikudagur Sjómenn gefa ekki eftir í deilunni n Stál í stál í deilu sjómanna og útvegsmanna Þ að stefnir allt í að Landssam­ band íslenskra útvegsmanna setji verkbann á sjómenn sem starfa hjá aðildarfyrir­ tækjum sambandsins. Stjórn Sam­ taka atvinnulífsins heimilaði LÍÚ á mánudag að setja verkbann en kjaradeila sjómanna við LÍÚ er langt frá því að leysast ef marka má orð Konráðs Alfreðssonar, for­ manns Sjómannafélags Eyjafjarð­ ar. LÍÚ fer fram á að sjómenn taki á sig fimmtán prósenta launalækk­ un til að taka þátt í auknum kostn­ aði vegna hækkunar á veiðigjaldi, skattabreytingum og hækkandi olíuverðs. Konráð segir skilaboðin frá sín­ um mönnum vera alveg skýr: „Þið gefið ekki eftir í þessu máli og þið semjið heldur ekki fyrr en þið eruð búnir að fá bættan sjómannaaf­ sláttinn sem tekinn var af okkur og með þeim orðum að þetta væri niðurgreiðsla til útgerðarinnar frá ríkinu á launum sjómanna. Og þar af leiðandi eiga atvinnurekend­ ur að borga þetta og við munum ekkert standa frá borði fyrr en við erum búnir að fá þetta.“ Konráð segir það vera afar sérs­ taka stöðu að atvinnurekandi boði verkbann á launafólk sitt og segir það einkennilegt að LÍÚ beri fyr­ ir sig hækkun á veiðigjaldi þegar Steingrímur J. Sigfússon atvinnu­ vegaráðherra hefur sagt að skattur verði ekki lagður á umframhagnað útgerðanna fyrr en eftir að launa­ kostnaður hefur verið dreginn frá. „Það kemur manni voðalega spánskt fyrir sjónir að sjómenn eigi að borga veiðileyfagjaldið,“ segir Konráð sem segir það vera mat LÍÚ að það borgi sig að setja verkbann á sjómenn til að fá sínu framgengt. „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt svo vægt sé til orða tekið.“ n birgir@dv.is 2007-MARTRÖÐ Í EIGU RÍKISINS n Fimm manna fjölskylda keypti lóð og teikningar á 70 milljónir árið 2007 F yrir tveimur vikum eignaðist Landsbankinn rúmlega 930 fer­ metra einbýlishús í Garðabæ við Sunnuflöt 48 á nauðungarupp­ boði. Húsið sjálft er um 870 fermetrar að stærð með 60 fermetra bílskúr. Í húsinu eru sex svefnherbergi, fimm stofur og fjögur baðherbergi. Íslenska ríkið á sem kunnugt er 81 prósent í Landsbankanum og því má segja að þetta risahýsi, sem DV nefndi „1000 fermetra martröð“ í fyrirsögn árið 2010, sé nú komið í eigu almennings. Fólkið sem var svona stórhuga í góðærinu er fimm manna fjölskylda í Garðabænum. Húsið var í eigu Arnars Sölvasonar og Hildar Gunnlaugs­ dóttur áður en Landsbankinn leysti það til sín. Arnar starfaði á árum áður sem fasteignasali en varð síðan stór­ tækur í fasteignabraski í góðærinu. Líklega myndu flestir Íslendingar sætta sig við minna en 930 fermetra hús fyrir fjölskylduna þó hún væri fimm manna. Keyptu lóð og teikningar á 70 milljónir Forsaga málsins er sú að árið 2007 seldi athafnakonan Íris Björk Jóns­ dóttir, oftast kennd við verslunina GK, þeim Arnari og Hildi lóðina að Sunnu­ flöt 48, og teikningu af glæsihúsi sem þar átti að rísa. Íris græddi um 20 millj­ ónir króna á sölunni en þau Arnar og Hildur fóru hins vegar illa út úr ævin­ týrinu. Eins og áður sagði endaði eign­ in á nauðungaruppboði og er nú í eigu Landsbankans sem lánaði fyrir herleg­ heitunum. Íris hafði keypt húsið á Sunnuflöt 48 í Garðabæ snemma árs 2006, fyrir fimmtíu milljónir króna og lét rífa hús­ ið. Ætlunin var að byggja 600 fermetra glæsihús og var talið að bygging þess myndi ekki kosta undir 150 milljónum króna. En áður en af þessu varð ákvað Íris að selja lóðina, sem er tæpir þús­ und fermetrar, og teikninguna sem arkitektastofan Gassa átti heiðurinn af. Seldi Íris þeim Arnari og Helgu lóð og teikningu að húsinu fyrir 70 milljónir króna. Séð og heyrt ræddi við Arnar eftir að bankahrunið skall á. Sagði hann þá að kaupin á Sunnuflöt 48 hafi snúist upp í algjöra martröð og að þau hjónin sæu fram á að missa allt sem þau ættu. Saga þessara lóðarkaupa væri sorgar­ saga frá a til ö – allt hefði farið á versta veg og þau sætu nú í súpunni – skulda­ súpunni. Þegar DV hafði samband við Arnar sagðist hann lítið vilja tjá sig um það að 930 fermetra hús fjölskyldunn­ ar væri nú komið í eigu Landsbankans. Kostar 350 milljónir fullklárað Óhætt er að segja að 930 fermetra húsið í Garðabænum sé nú eitt af mörgum ummerkjum um misheppn­ að rugl sem náði hápunkti sínum á góðærisárinu 2007. Fasteignasali sem DV ræddi við segist hafa heimildir fyr­ ir því að enginn hafi sýnt áhuga á að kaupa umrætt hús. Það sé mjög nálægt Reykjanesbrautinni og því illa stað­ sett, innst í Sunnuflöt. Ef hægt yrði að finna kaupanda að húsinu myndi hús­ ið fullklárað líklega kosta um 350 millj­ ónir króna. Miðað sé við 300 þúsund krónur á fermetrann sem geri um 280 milljónir króna ofan á þær 70 milljónir króna sem hjónin greiddu fyrir lóðina og teikningar af húsinu. Stórtækur fasteignabraskari Arnar Sölvason virðist hafa verið ansi stórtækur í fasteignabraski í góðærinu. Samkvæmt fyrirtækjaskrá tengist hann fimm félögum sem hafa ver­ ið úrskurðuð gjaldþrota eftir hrun. Þá situr hann í stjórn Helgafellsbygginga hf. sem skuldar Landsbankanum um tíu milljarða króna vegna kaupa á Helgafellslandinu í Mosfellsbæ þar sem um 1.000 íbúða byggð átti að rísa. Helgafellsbyggingar hf. er með nei­ kvætt eigið fé upp á 4,5 milljarða króna og fer Landsbankinn í Lúxemborg með um 90 prósenta hlut í félaginu. Þá situr Arnar einnig í stjórn Lágafellsbygginga ehf. Það félag keypti um 45 hektara í landi Lágafells í Mos­ fellsbæ árið 2004. Lágafellsbyggingar ehf. skuldar Landsbankanum um 930 milljónir króna en 45 hektara landið er metið á um 330 milljónir króna. Það virðist því ekki vera tilviljun að Arnar hafi getað fengið lán hjá Landsbankan­ um árið 2007 til þess að byggja sér 930 fermetra hús í Garðabænum. Lands­ bankinn fjármagnaði að minnsta kosti nær alfarið tvenn stór fasteignakaup hjá félögum þar sem Arnar situr enn í stjórn. Að lokum má geta þess fyrir áhugasama að 930 fermetra húsið er nú til sölu hjá Ás fasteignasölu fyrir 93 milljónir króna. Fasteignamat hússins er hins vegar 117 milljónir króna. n Gríðarstór eign Húsið er rúmleg 930 fermetrar og sann- kallað risahýsi. Mynd SiGtryGGur Ari Seldi lóðina Íris Björk seldi lóðina árið 2007 og græddi 20 milljónir króna. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Kastast upp á vinskapinn Útgerðarmenn og sjómenn mættu á Austurvöll í sumar til að mótmæla. Nú andar köldu þeirra í millum. Árleg fundaherferð lögreglu: Vesturbæingar í fínum málum Innbrotum í Vesturbænum hef­ ur fækkað um 43 prósent frá ár­ inu 2007 og svipaða sögu er að segja af ofbeldisbrotum sem hefur fækkað um 46 prósent á sama tímabili. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Haga­ skóla á mánudagskvöld en nú stendur yfir árleg fundaherferð lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu með fólki á öllum svæð­ um í umdæminu. Fjallað er um fundinn á vef lögreglunnar og þar kemur fram að hann hafi verið sæmi­ lega sóttur. Á honum var farið yfir stöðu mála og þróun brota í hverfinu undanfarin ár. Sami háttur er hafður á á öllum þess­ um hverfa­ og svæðafundum og þykir það fyrirkomulag hafa gefist vel. „Fundarmenn voru því al­ mennt nokkuð ánægðir með gang mála, en áhyggjur þeirra sneru helst að umferðarmálum. Nokkuð var um þau rætt og hefur svo verið á flestum hverfa­ fundum lögreglunnar með Vestur bæingum síðustu árin. Fjölmargar hraðamælingar hafa verið framkvæmdar í Vestur­ bænum frá árinu 2008 með myndavélabíl embættisins. Niðurstöðurnar er nýttar til að benda á það sem betur má fara en lögreglan mun að sjálfsögðu halda uppteknum hætti og fylgj­ ast áfram grannt með umferðar­ hraða í Vesturbænum.“ niðurstöður samræmdra prófa: Betri í stærðfræði en móðurmálinu Námsmatsstofnun gaf á mánu­ dag út fyrstu niðurstöður úr sam­ ræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir grunnskólanem­ endur um land allt í haust. Nem­ endur í fjórða, sjöunda og tíunda bekk þreyta prófin og prófað er í íslensku og stærðfræði auk ensku í tíunda bekk. Athygli vekur að almennt var meðaleinkunn hærri í stærðfræði en íslensku. Meðaleinkunn nem­ enda í fjórða bekk í stærðfræði er 6,9 en aðeins 6,1 í íslensku. Í sjöunda bekk er meðaleinkunn í stærðfræði 6,9 en 6,6 í íslensku. Munurinn er þó lítill í tíunda bekk þar sem meðaleinkunn er 6,4 í íslensku, 6,5 í stærðfræði og 6,6 í ensku. Meðaleinkunn nemenda á höfuðborgarsvæðinu er nokkru hærri en nemenda á landsbyggð­ inni. Í fjórða og sjöunda bekk standa nemendur í nágrenni Reykjavíkur best að vígi og í tíunda bekk skorar höfuðborgar­ svæðið hæst. Athygli vekur að enskukunnátta nemenda mælist þó nokkuð betri á höfuðborgar­ svæðinu en á landsbyggðinni. Í fjórða bekk er meðaleinkunn lægst í Norðvesturkjördæmi eða 5,7 í íslensku og 6,5 í stærðfræði. Í sjöunda bekk er hún lægst í Suðurkjördæmi eða 6,2 í íslensku og 6,6 í stærðfræði. Meðaltal einkunna á landsbyggðinni er nokkuð jafnt eftir kjördæmum í tíunda bekk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.