Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Side 4
KóKaín
fannst
í þvagi
þorsteins
4 Fréttir
Gæluverkefni ríkisstjórnar
n Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir fjárútlát vegna þróunarhjálpar
V
igdís Hauksdóttir, þingkona
Framsóknarflokksins, telur
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur eyða of miklu í gælu
verkefni. Hún hefur ítrekað lýst yfir
þessari skoðun sinni og gjarnan vísað
í aðildarumsókn Íslands að Evrópu
sambandinu. Í umræðum í þinginu
fyrir viku sagði hún hins vegar
þróunar hjálp líka vera eitt af þessum
gæluverkefnum.
„Það verður ekki gert í tíð þessarar
ríkisstjórnar vegna þess að hún hefur
að mestu sóað ríkisfé í gæluverk efni
eins og (forseti hringir.) ESBumsókn
ina og, takið eftir, þróunarhjálp hjá
öðrum ríkjum þegar Íslendingar sjálfir
svelta,“ sagði hún í umræðum á sama
tíma og hún hvatti þingheim til að taka
höndum saman og reyna að komu
málum í lag hér á landi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vig
dís lætur í ljósi óánægju sína vegna
þróunaraðstoðar. Árið 2010 kallaði
hún eftir því að Ísland óskaði eftir
undanþágu frá greiðslum í þróunar
sjóð EFTA. Ísland veitir árlega
nokkrum milljörðum í þróunarmál.
Til að mynda er gert ráð fyrir tæplega
fjögurra milljarða króna framlagi úr
ríkissjóði til þróunarmála, þar með
talið til Þróunarsamvinnustofnunar Ís
lands.
Í efnahagshruninu var skorið tals
vert niður í þróunaraðstoð eins og
öðrum málaflokkum. Samkvæmt
mælingum OECD standa Íslendingar
sínum helstu samanburðarlöndum
langt að baki þegar kemur að
þróunar aðstoð. Samkvæmt úttekt
OECD létu Íslendingar 0,22 prósent af
þjóðarframleiðslu til þróunarmála. n
Þ
orsteinn Kragh, sem dæmd
ur var í níu ára fangelsi fyrir
innflutning á tæplega 200
kílóum af hassi og 1,5 kílói
af kókaíni árið 2009, var fyrir
nokkrum vikum staðinn að kókaín
neyslu í dagsleyfi sem hann fékk frá
Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Kókaínið
fannst í þvagi Þorsteins eftir að hann
hafði skilað sér of seint í fangelsið úr
dagsleyfinu – fangarnir þurfa að vera
komnir aftur til baka fyrir miðnætti.
Þótti ástand Þorsteins bera þess
merki að hann kynni að hafa notað
fíkniefni í leyfinu því það er alls ekki
svo að fangar á Kvíabryggju þurfi
alltaf að gangast undir þvagprufu
þegar þeir skila sér aftur í fangelsið
eftir að hafa verið í leyfi.
Þorsteinn hafði brugðið sér frá
Kvíabryggju og til Reykjavíkur á
Porschejeppanum sínum. Eftir að
fíkniefnin fundust í þvagi Þorsteins
var hann færður frá Kvíabryggju á
LitlaHraun, þar sem hann afplánaði
hluta af dómi sínum áður en hann
var færður á Kvíabryggju. Fíkniefna
notkunin mun leiða til þess að Þor
steinn mun þurfa að sitja lengur í
fangelsi en hann hefði þurft, líklega
í um sex mánuði. Sú vist verður á
LitlaHrauni.
Mikill munur er á aðstöðu og að
búnaði fanga á Kvíabryggju og Litla
Hrauni. Fyrrnefnda fangelsið er opið
og er frelsi fanga þar umtalsvert og
gæsla og eftirlit með föngum eins
lítið og mögulegt er, þeir geta meðal
annars farið út fyrir fangelsis svæðið,
geta farið í dagsleyfi, hafa aðgang að
farsímum símum og tölvum lungann
úr sólarhringnum og svo framvegis.
Þeir sem til þekkja hafa lýst staðn
um sem „himnaríki í helvíti“, mann
úðlegu fangelsi sem er óravegu frá
LitlaHrauni. Á LitlaHrauni, sem er
lokað öryggisfangelsi, er frelsi fanga
miklu minna og eftirlit meira auk
þess sem þar eru hættulegri fangar,
ofbeldi tíðara sem og neysla fíkni
efna. Skemmst er að minnast þess
að fyrr á árinu fannst fangi látinn í
klefa sínum á LitlaHrauni eftir að
hafa orðið fyrir ofbeldi.
Átti viku eftir
Þorsteinn átti einungis um viku eftir
að afplánun sinni á Kvíabryggju þegar
hann var tekinn vegna neyslu kókaíns
ins. Eftir viku til viðbótar á Kvíabryggju
hefði hann farið á Vernd í Reykjavík.
Þar hefði hann getað sótt launavinnu
á daginn um nokkurra mánaða skeið
meðan hann hefði lokið afplánun
sinni. Eftir dvölina á Vernd hefði hann
orðið frjáls maður.
Þess í stað bætast um sex mánuðir
við refsingu hans; refsingu sem hann
þarf þar að auki að afplána á miklu
verri stað, LitlaHrauni, en Kvía
bryggju.
Losnaði um pláss fyrir Jón og
Ragnar
Áður en Þorsteinn Kragh var færður
á LitlaHraun hafði hann dvalið
í 200 fermetra einbýlishúsi sem
áður var heimili forstöðumanns
ins á Kvíabryggju. Húsið er með
þremur einstaklingsherbergjum. DV
greindi frá því á föstudaginn að Exet
er Holdingsfangarnir, Jón Þorsteinn
Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson,
hefðu fengið að flytja inn í umrætt
hús fyrir nokkru. Í einbýlishúsinu er
betri aðstaða en í stóra húsinu sem
hýsir 20 af þeim 23 föngum sem af
plána á Kvíabryggju hverju sinni.
Þar er minna eftirlit, fullbúið eldhús,
gufubað fyrir 4 til 6, íbúarnir eru með
aðgang að internetinu og farsímum
allan sólarhringinn, auk þess sem grill
er á sólpalli við húsið. Þeir fangar sem
eru á Kvíabryggju vilja því eðlilega
flestir fá að búa í stóra húsinu.
Þorsteinn hafði dvalið í húsinu
með dæmdum barnaníðingi, Jóni
Sverri Bragasyni, en vegna fíkniefna
notkunar hans losnaði um pláss í
húsinu. Fyrir vikið fengu þeir Ragn
ar Z. og Jón Þorsteinn að flytja inn í
húsið þar sem þeir búa í dag. n
Afdrifaríkt Neysla Þor-
steins er afdrifarík fyrir hann
því hann átti einungis um
viku eftir af afplánun sinni
á Kvíabryggju. Þaðan hefði
hann farið á Vernd og lokið
afplánuninni.„Þorsteinn átti
einungis um viku
eftir að afplánun sinni á
Kvíabryggju þegar hann
var tekinn vegna neyslu
kókaínsins.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
21. nóvember 2012 Miðvikudagur
n Fór í dagsleyfi til Reykjavíkur á Porsche-jeppa
Ófagleg
tamning
„Félagið fordæmir þær aðferðir
sem viðhafðar eru í myndbandinu
og hefur vísað málinu til aga
nefndar félagsins,“ segir í yfirlýs
ingu frá Félagi tamningamanna
vegna myndbands sem DV.is sagði
frá á mánudag þar sem sjá má
unga konu beita því sem félagið
kallar „óviðeigandi og ófaglegum
tamningaaðferðum“ í yfirlýsingu
sinni.
„Aðalmarkmið Félags tamn
ingamanna er að stuðla að réttri
og góðri tamningu og meðferð ís
lenska hestsins sem og að stuðla
að bættum hag félagsmanna
sinna.“
Myndbandið, sem er reyndar
ársgamalt, fór heldur ekki fram hjá
Dýraverndarsambandi Íslands en
sambandið hefur tilkynnt málið til
lögreglu. Umrætt myndband var
að finna á Youtube á mánudag en
var fjarlægt eftir að athygli var á
því vakin.
Magnús fær
milljónir
Ákæru embættis sérstaks sak
sóknara á hendur Magnúsi Guð
mundssyni, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings í Lúxemborg, var vísað
frá dómi á þriðjudag.
Ákæra sérstaks saksóknara
þótti óskýr og vanreifuð og því
ekki annað hægt að mati dómsins
en að vísa henni frá. Magnús fær
að auki níu milljónir króna frá ís
lenska ríkinu í málskostnað en úr
skurðurinn hefur verið kærður til
Hæstaréttar Íslands.
Magnús var, ásamt Hreiðari
Má Sigurðssyni, Sigurði Einars
syni og Ólafi Ólafssyni, ákærður í
al Thanimálinu svokallaða sem
snýr að markaðsmisnotkun og
umboðssvikum.
Vill skera niður Vigdís vill að þróunarað-
stoð verði skorin niður en hún telur að það
sé gæluverkefni ríkisstjórnarinnar.
Mynd SigtRygguR ARi JóHAnnSSon