Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Síða 8
8 Fréttir 21. nóvember 2012 Miðvikudagur
É
g er búinn að vera tvisvar
sinnum inni á geðdeild.
Ég er með kvíðaröskun,
áfallastreituröskun, víðáttu
fælni, ég þori ekki að vera úti.
Ég fyllist hræðslu þegar ég heyri
nöfn þeirra og ég er hræddur um
að þeir sendi menn á eftir mér. Ég
þarf að vera á róandi lyfjum því
annars hellist hræðslan yfir mig,“
sagði ungur maður fyrir héraðs
dómi á þriðjudag þegar hann var
spurður hvaða áhrif árás sem hann
á að hafa orðið fyrir af hálfu Bark
ar Birgissonar og Annþórs Krist
jáns Karlssonar í félagi við fleiri
hafi haft á hann. Sú árás var ein af
þremur málum sem tekin voru fyr
ir á mánudag og þriðjudag þegar
aðalmeðferð í máli Barkar, Ann
þórs og átta annarra karlmanna
fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.
Sakarefnin eru alvarleg og
varða sérstaklega hættulegar lík
amsárásir, fjárkúganir og frelsis
sviptingar.
Stöðugur kvíði
Börkur og Annþór voru leiddir
inn í dómsal hvor í sínu lagi í fylgd
fjölda lögreglumanna sem einnig
fylgdust náið með meðan á þing
haldinu stóð. Báðir eiga langan og
ofbeldisfullan sakaferil að baki.
Málið sem ungi maðurinn
lýsti fyrir dómnum varðar árás
sem hann varð fyrir ásamt tveim
ur félögum þegar þeir voru stadd
ir í heimahúsi í Grafarvogi í des
ember í fyrra. Annþór og Börkur
fengu ekki að vera viðstaddir á
meðan maðurinn gaf skýrslu fyr
ir dómi, þar sem það yrði honum
íþyngjandi og hefði áhrif á fram
burð hans samkvæmt vottorði
geðlæknis. Þeir gátu þó hlýtt á
framburð hans í öðrum sal.
Ásakanir um kúgun
Maðurinn ungi sem sagðist einu
sinni hafa unnið fyrir Börk með
því að stela fyrir hann og stunda
glæpi, lýsti því hvernig Annþór og
Börkur, ásamt fleirum, hefðu ráð
ist inn á heimili þar sem hann var
gestkomandi og neytt hann til að
leggjast á magann. Staðið hefði
verið ofan á höndum hans og hon
um haldið á meðan vinur hans
var neyddur til að kasta yfir hann
þvagi, auk þess sem Börkur hafi
barið hann í hnakkann með tré
kylfu. „Þeir létu mig setjast í sófa
og Börkur spurði mig hvort að ég
væri ofurhetja. Hann kýldi mig
svo í andlitið og reif í eyrað á mér.
Hann spurði mig hvað ég fengi
mikið í bætur á mánuði. Ég sagði
honum að ég fengi 200.000 og þá
sagði hann að ég skuldaði honum
200.000 á mánuði þangað til að
hann segði stopp.“
Á meðan hafi Annþór neytt vin
hans með sér inn á salerni. Þegar
Annþór og félagar voru farnir hafi
vinur hans komið blóðugur fram
og sagt að hann skuldaði þeim
fimm milljónir og að 500.000 ættu
að borgast á morgun. Maðurinn
kærði árásina nokkru eftir að hún
átti sér stað. Aðspurður hvers
vegna hann hefði ákveðið að kæra
svaraði hann: „Vegna hræðslu og
vegna erfiðleikanna sem ég hef
gengið í gegnum. Ég óttast um líf
mitt.“
Neituðu sök
Ástæða árásarinnar á að hafa verið
sú að Börkur og Annþór höfðu heyrt
að vinurinn hefði sagt að það ætti að
skjóta menn eins og þá í lappirnar.
Börkur og Annþór neituðu í skýrslu
töku að hafa beitt þá ofbeldi. Þeir ját
uðu að hafa farið á staðinn, en sögðu
að þeim hefði verið meinaður aðgang
ur að íbúðinni af kærustu húsráð
anda og því hafi einn mannanna kom
ið út til að tala við þá. Hann hafi hins
vegar hlaupið í burtu og dottið í stiga
á hlaupunum. Annþór hélt því fram að
mennirnir sem og aðrir sem kærðu þá
fyrir árásir hefðu verið beittir þrýstingi
til að kæra af lögreglu og mönnum
innan undirheimanna sem vilja sjá á
eftir þeim inn í fangelsi. „Lögreglan er
að hvetja menn til að kæra okkur og
við eigum okkur óvildarmenn innan
undirheimanna sem vilja losna við
okkur og fá okkur inn.“
Líkamsárás í Mosfellsbæ
Annað málið á hendur Annþóri,
Berki og átta öðrum karlmönnum
varðar líkamsárás í Mosfellsbæ, en
þeim er gefið að sök að hafa ráðist
inn á heimili þar. Atvikið átti sér stað
þann 4. janúar síðastliðinn og áttu
þeir að hafa veist að fjórum karl
mönnum sem þar voru með hættu
legum vopnum og bareflum, þar á
meðal golfkylfum, sleggju með haus
úr harðplasti, kylfum, handlóðum og
tréprikum.
Aðdragandi var sá að fyrr um
daginn hafði húsráðandi á heimilinu
sem ráðist var inn á farið að heim
ili eins sakbornings í Breiðholti og
lamið hann í höfuðið með gadda
kylfu. Á bráðamóttöku hafi sá sem
fyrir högginu varð og félagi hans haft
samband við félaga sína og ákveðið
að fara til Mosfellsbæjar, þar sem sá
bjó sem hafði slegið hann með kylf
unni, og ræða málin.
„Verða þeir að borga bætur“
Börkur og Annþór fengu fréttir af því
að mennirnir hygðust fara og sögð
ust einnig eiga eitthvað vantalað við
þann mann þar sem hann skuldaði
þeim 50.000 krónur. Þeir sögðust fyr
ir dómi hafa ætlað að fara á undan til
mannsins til þess að tryggja að þeir
fengju borgað og vildu ekki blanda
þessum málum saman. Annþór sagð
ist aðspurður fyrir dómi hafa vitað að
mennirnir væru á leið í Mosfellsbæ,
en segir þá ekki hafa ætlað að ráðast
á mennina heldur fara fram á fébætur.
„Í þessum heimi er það svoleiðis að
þegar menn gera eitthvað og eru í
órétti þá verða þeir að borga bætur.
Það er bara svoleiðis.“
Einn mannanna sem ákærður er
fyrir aðild að árásinni lýsti atburða
rásinni svona: „Þegar við komum voru
Börkur og Annþór inni. Síðan er hringt
í einn okkar og Annþór opnar svo
hurðina. Við heyrðum kallað innan úr
íbúðinni: „hleypið þeim inn“.“ Hann
segir aðspurður að einhverjir af þeim
hafi verið vopnaðir kylfu og sleggju.
„Þegar við komum inn réðst einn af
mönnunum sem voru inni að okkur.
Ég byrjaði að ráðast á mann sem heitir
X, en Y var með þessa sleggju að berja
allt og alla. Hann var snaróður með
þessa sleggju. Hún fór eiginlega í okk
ur alla, hún var út um allt.“
Maðurinn sagði að Annþór hefði
farið með einn einstaklinganna sem
voru í íbúðinni út og því ekki verið við
staddur árásina. Börkur hefði ekki gert
annað en að afvopna einn mann sem
hefði ráðist að honum en ekki tekið
annan þátt í árásinni.
„Lamdi hann eins og ég gat“
Saksóknari benti manninum á að
í skýrslutöku hjá lögreglu eftir at
burðinn hefði hann sagt að hann
hefði séð Börk berja einn mannanna
sem slasaðist einna mest í árásinni.
„Það er þá eitthvað sem að löggan
hefur sagt mér að segja. Hún var
alltaf að biðja mig um að segja eitt
hvað um Börk og Annþór. Þetta er
bara lygi sem kemur fram í þessari
skýrslu. Þeir sögðu mér fullt af hlut
um sem ég átti að segja sem eru ekki
sannir … Þetta gerðist allt í svo mikl
um flýti,“ sagði maðurinn sem viður
kenndi að hafa beitt sleggjunni á
einn brotaþola. „Ég lamdi hann bara
eins og ég gat með þessari sleggju. Ég
bara missti mig.“
Allir ákærðu sem og allir brota
þolar sögðu að ríkt hefði algjört kaos
meðan á árásinni stóð. Hinir ákærðu
segja þetta hafa verið slagsmál á milli
allra aðila en þeir sem fyrir árásinni
urðu segjast ekki hafa getað björg sér
veitt. Ósamræmi var á milli vitnis
burðar málsaðila sem ýmist sögð
ust lítið muna eða að ekki hefði verið
hægt að átta sig á atburðarás þar sem
allt var í háalofti.
Annþór sagðist hafa orðið eft
ir á vettvangi þar sem hann átti eft
ir að tala við einn mannanna um
„aurinn“. Stuttu síðar kom lögreglan
á vettvang. Fyrir dómi sagði lög
reglumaður sem kom fyrst á stað
inn að enginn brotaþolanna hefði
viljað ræða við hann. „Þeir vildu okk
ur bara burt.“ Hann sagði að Annþór
hefði verið á staðnum og að hann
hefði virst pollrólegur. „Hann sagði
að þetta hefðu bara verið áflog á milli
tveggja hópa og að þeir myndu vinna
úr þessu sjálfir.“
Árás inni á sólbaðsstofu
Þriðja málið varðar líkamsárás í hús
næði sólbaðsstofunnar Sól í Hafnar
firði þann 12. október í fyrra. Þar er
Annþór ákærður fyrir að hafa veist
að ungum manni, slegið hann í and
lit og líkama, tekið um háls hans með
kverkataki, haldið honum uppi við
vegg og ekki sleppt takinu fyrr en
hann missti meðvitund. Látið hann
þá falla í gólfið og slegið hann ítrekað
í andlitið þar sem hann lá á gólfinu.
Annþór er einnig ákærður fyr
ir að hafa á sama stað og tíma veist
að öðrum ungum manni og sleg
ið, skipað honum að leggjast á gólf
ið, sparkað í hann og staðið ofan á
höfði hans. Hann er einnig ákærður
fyrir frelsissviptingu og tilraunir til
fjárkúgunar með því að krefjast þess
að þeir greiddu honum 500.000 hvor
um sig með hótunum um frekara of
beldi ef þeir yrðu ekki við kröfum
hans. Samkvæmt ákæru hótaði hann
þeim einnig frekara ofbeldi og fjár
kúgunum ef þeir segðu frá brotum
hans gagnvart þeim með þeim orð
um að þeir færu þá í áskrift hjá þeim,
sem væri ævilöng skuld við hann.
„Lyppaðist bara niður“
Annþór segir atburði hafa verið með
öðrum hætti. „Ég sló X utan undir
með flötum lófa. Ég tók Y svæfingar
taki. En kyrkja? Það er stór munur á
því að kyrkja og svæfa.“ Aðspurður
af saksóknara hvort maðurinn hefði
misst meðvitund svaraði Annþór
neitandi. „Það tekur þrjár mínútur
að kyrkja mann en bara þrjátíu sek
úndur að svæfa mann. Hann lyppað
ist bara niður.“ Hann segist þá hafa
slegið hann í andlitið til þess að vekja
hann. Hann hafi ekki beitt þá fjár
kúgun heldur aðeins krafið þá um
greiðslu upphæðar sem þeir hefðu
stolið frá öðrum.
Báðir ungu mennirnir höfðu lýst
árásinni í skýrslutöku hjá lögreglu,
en fyrir dómi, þar sem Annþór sat
og hlustaði á framburð þeirra, drógu
þeir orð sín til baka og sögðust hafa
logið í skýrslutökunni. n
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Leiddur fyrir dóm Annþór
Kristján Karlsson var leiddur
fyrir dóm í Héraðsdómi
Reykjaness á þriðjudag í fylgd
lögreglu. MyNd preSSphotoS.biz„Ég lamdi hann
bara eins og ég
gat með þessari sleggju
„óttast um líf mitt“
n Aðalmeðferð í málum Barkar og Annþórs n Brotaþoli uppfullur af hræðslu eftir árás