Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Page 25
Lífsstíll 25Miðvikudagur 21. nóvember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað V ið vinkonurnar höfðum gengið með þessa hugmynd í nokkurn tíma og í tilefni þess að Dýr- leif hefði orðið þrítug þann 23. nóvember ákváðum við að láta verða að þessu,“ segir Silja Dögg Baldurs- dóttir sem mun, ásamt vinkonum sín- um, halda minningartónleika á Græna hattinum á fimmtudagskvöldið til styrktar Dag- og göngudeild lyflækn- inga Sjúkrahússins á Akureyri. Tón- leikarnir eru haldnir til minningar um vinkonu stelpnanna, Dýrleifu Yngva- dóttur, sem lést 19. ágúst, 2004, eftir harða baráttu við erfið veikindi. Mikið áfall Á meðal tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum eru Lára Sóley og Hjalti, Marína Ósk, Heimir Ingi- mars, WhyKings, Konni Konga, Ein- ar Höllu og gestir og Heimir Björns úr Larry Brd en kynnir kvöldsins verður Rögnvaldur gáfaði. Í ár eru átta ár síðan Dýrleif lést og Silja segist hugsa reglulega til vin- konu sinnar. „Við stelpurnar tölum líka oft um hana þegar við hittumst, vitnum í hana og getum hlegið með henni. Hennar er sárt saknað. Dýrleif var alltaf hrókur alls fagnaðar og mik- ill stuðbolti. Þetta var rosalegt sjokk og sérstaklega á þessum aldri. Maður bjóst ekkert við að þurfa að kveðja vini sína svona ungur.“ Algjör hetja Silja segir Dýrleifu hafa kennt sér meins í höfði í nokkurn tíma áður en hún var greind með heilaæxli. „Svo fundu þeir æxlið í janúar og hún er dáin í ágúst. Þetta gerðist mjög hratt en æxlið var á stærð við mandarínu þegar það fannst,“ segir hún og bætir við að Dýrleif hafi gengist undir aðgerð sem virtist hafa tekist nokkuð vel. „Í einn mánuð var hún einkennalaus en æxlið fannst svo aftur við fyrstu skoðun. Við trúðum því aldrei að þetta myndi fara svona. Dýrleif var líka alltaf svo jákvæð sjálf og sá alltaf fyrir endann á þessu. Hún ætlaði sér að sigrast á þessu. Hún var bara algjör hetja, alltaf svo sterk. Þetta bugaði hana aldrei. Hún var svo sterkur karakter, hress, fyndin, opin og rosalega skemmtileg. Það líkaði öll- um við hana,“ segir Silja og bætir við að það hafi verið lýsandi fyrir Dýrleifu að finna til með lækninum þegar hann tilkynnti henni að æxlið væri komið aftur. „Það var það sem hún pældi mest í, hvað það hlyti að hafa verið erfitt fyrir hann að segja henni frá þessu.“ Stelpurnar eru með Facebook-síðu þar sem hægt er að lesa meira um tón- leikana. „Þar er einnig hægt að skoða myndir af hálsmeninu Dýrleif sem Hulda vinkona okkar bjó til. Þeir sem hvorki vilja kaupa hálsmenið né skella sér á tónleika geta samt styrkt okkur og verið þannig með. Allur peningur rennur til Dag- og göngudeildar lyf- lækninga hér á Akureyri. Við vildum gera eitthvað með sjúkrahúsinu hér í bænum tengt krabbameinssjúkling- um og þessi deild varð fyrir valinu. Það er náttúrulega mikill niðurskurður á sjúkrahúsinu svo þessum peningum verður án efa vel varið.“ Facebook-síða tónleikanna nefnist Minningartónleikar Dýrleifar. indiana@dv.is n Halda styrktartónleika til minningar um Dýrleifu Yngvadóttur „Hennar er sárt saknað“ Dýrleif Silja segir vinkonu sína hafa verið hrók alls fagnaðar. Vinkonurnar Stelpurnar ákváðu að halda minningartónleika í tilefni þess að Dýrleif hefði orðið þrítug á þessu ári ef hún hefði lifað. Furðulegar þrár á meðgöngu n Samkvæmt óvísindalegri rannsókn vefsíðu sem fjallar um meðgöngu og ungbörn finna flestar ófrískar konur fyrir óvenju mikilli löngun í ís – og það jafn- vel um miðja nótt. n 40% kvenna fundu fyrir óvenju mikilli löngun í sæl- gæti. n Yfir 33% sögðust hugsa mikið um saltað snakk. n Bragðsterkur matur er líka vinsæll hjá ófrískum konum (17%). n 10% sögðust finna fyrir djúpri löngun í súra ávexti á borð við appelsínur og græn epli. n 85% kvenna sögðust hafa fundið fyrir furðulegum löngunum á með- göngu. Þær snérust um allt frá súrsuðu grænmeti vöfðu inn í ost til salsasósu beint upp úr krukkunni eða fitu af vænni steik. n Ein verðandi móðirin lifði nánast eingöngu á súrsuðum lauk en gat ekki einu sinni horft á hann eftir fæðingu. Önnur varð óð í eggaldin og sú þriðja borð- aði allt upp í tvö og hálft kíló af ferskjum á dag. n Líklega tengjast þessar lang- anir hormónabreytingum sem hafa áhrif á bragð og lykt. Enginn veit það þó með vissu. Sumir sérfræðingar útskýra löngun í sígarettufilter og línsterkju með járnskorti. Aðrir útskýra sjúklega mikla löngun í súkkulaði út frá skorti á B-vítamíni og löngun í rautt kjöt út frá skorti á próteini. En á móti kemur, að ef líkaminn kallar á þau efni sem hann vant- ar myndu langflestar konur finna fyrir löngun í ávexti, grænmeti og aðra hollustu. n Sumir telja að tilfinningarnar spili þarna inn í svo það sem flestar konur þurfi á að halda sé einfaldlega knús frá makanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.