Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Síða 27
„Við erum rosalega ánægð“
n Hljómsveitin Kúra tilnefnd til danskra tónlistarverðlauna
V
ið erum rosalega ánægð með
þetta og bíðum spennt eftir
að sjá hvað gerist. En fyrst og
fremst er það bara mikill heiður
að vera tilnefnd, segir Fanney Ósk
Þórisdóttir, söngkona dansk-íslensku
hljómsveitarinnar Kúra, en danska
tónlistartímaritið Gaffa hefur tilnefnt
sveitina sem bestu nýju dönsku hljóm-
sveit ársins. Þá er plata Kúra, Halfway
to the Moon, einnig tilnefnd sem
besta elektróníska plata ársins. Hljóm-
sveitina skipa ásamt Fanneyju, frændi
hennar Brynjar Árni Heimisson Bjarn-
foss og Rasmus Liebst.
Gaffa-verðlaunin 2012 verða afhent
þann 6. desember næstkomandi með
pomp og prakt og þá kemur í ljós hvort
hvort Kúra hreppir verðlaun í áður-
nefndum flokkum.
Hljómsveitin er mjög vinsæl í
Danmörku og hefur spilað á stór-
um tónlistar hátíðum, þar á með-
al Hróarskelduhátíðinni. Í haust kom
hljómsveitin einnig fram á norrænu
menningarhátíðinni Días Nordicos í
Madrid.
Fanney segir tilnefningu ekki bara
vera heiður heldur sé hún einnig góð
kynning fyrir sveitina, hvort sem þau
hreppi verðlaunin eða ekki. „Þetta
er mjög ánægjulegt allt saman, alveg
sama hvort við vinnum þetta eða ekki.“
Fanney býr á Íslandi en félagar
hennar í Danmörku. Hún segir fjar-
lægðina á milli þeirra þó ekki hafa
nein áhrif. Það sé lítið mál fyrir þau
að semja tónlist í sitthvoru landinu og
jafnvel taka hana upp. Þá flýgur hún út
til tónleikahalds, en á döfinni hjá Kúra
í desember eru tónleikar á vinsælum
skemmtistað í Danmörku.
Í haust voru þau uppgötvuð í
Bretlandi og var í kjölfarið boðið í
áheyrnarprufur hjá breskum um-
boðsmanni. Hann vinnur nú að því að
markaðssetja Kúra í Bretlandi. „Þau
eru yfir sig ánægð með tónlistina okk-
ar og við erum að vinna að nýjum lög-
um sem munu væntanlega koma út í
Bretlandi ef allir samningar ganga vel,“
segir Fanney að lokum. n
Byrjuð að skreyta
F
jölmiðlakonan og rithöf-
undurinn Tobba Marinós
tók sig til í síðustu viku og
byrjaði að skreyta heima hjá
sér fyrir jólin. Hún tók mynd af af-
rakstrinum og birti á fésbókarsíðu
sinni. Þar mátti sjá tvær stjörnur
með hvítum seríum hangandi í
glugga. Tobba og kærasti hennar,
Karl Sigurðsson borgarfulltrúi,
festu kaup á íbúð á Ránargötu
fyrr á þessu ári og ætla má að
þau séu búin að gera huggulegt
í kringum sig. Tobba bætir svo
um betur með jólaskreytingum
en senn líður að fyrstu jólunum
þeirra í íbúðinni. Tobba tók það
fram á síðunni að eftir að hún
hengdi upp skrautið hafi byrjað
að snjóa.
n Tobba Marinós gerir jólalegt í nýju íbúðinni
Eignuðust stúlku
H
jónin Ágúst Ólafur Ágústsson,
fyrrverandi varaformaður
Samfylkingarinnar og
ný ráðinn efnahags- og at-
vinnuráðgjafi forsætisráðherra, og
eiginkona hans, Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir lögfræðingur, eign-
uðust sína þriðju dóttur á mánu-
dagskvöldið. Mikil gleði ríkir hjá
fjölskyldunni með nýjasta fjölskyldu-
meðliminn en fyrir eiga þau hjónin
tvær dætur og því má segja að Ágúst
búi við sannkallað kvennaveldi. Fjöl-
skyldan fluttist nýlega heim til Ís-
lands eftir að hafa búið í New York
þar sem hjónin voru við nám.
n Ágúst býr við kvennaveldi
Dreymdi um að verða
falleg skautadrottning
T
ökur á nýrri mynd Ragnars
Bragasonar, Málmhaus,
standa nú yfir. Á fésbókarsíðu
myndarinnar eru reglulega
birtar stöðuuppfærslur um gang
mála og myndir frá tökustað svo
áhugasamir geti fylgst með fram-
vindunni, en Málmhaus er væntan-
leg í kvikmyndahús haustið 2013.
Nýlega birtist mynd á síðunni
af leikkonunni Brynhildi Guðjóns-
dóttur í hlutverki sínu sem Hall-
dóra Hannesdóttir. Hún er helst til
grimmdarleg á svipinn og virðist
hlutverkið ekki draga fram það fal-
legasta í andliti hennar.
Brynhildur skrifar sjálf um-
mæli við myndina: „Þegar ég var
lítil dreymdi mig um að verða
falleg skautadrottning og heita
Magdalena. En nei. Það var þetta
sem átti fyrir mér að liggja.“
n Tökur standa yfir á kvikmyndinni Málmhaus
Uppgötvuð í Bretlandi Hljómsveitin
Kúra vinnur nú að nýjum lögum sem munu
væntanlega koma út í Bretalandi.
V
ið lögðum af stað í húsbíl,
en á þriðja degi varð okk-
ur ljóst að allar þær ráð-
leggingar sem við höfðum
fengið reyndust réttar,“
segir tónlistarmaðurinn Jónas Sig-
urðsson hlæjandi, en hann er á
tónleikaferðalagi um landið ásamt
gítarleikaranum Ómari Guðjóns-
syni. Með þeim í för er einnig Jón
Þór Þorleifsson.
Jónas viðurkennir að það hafi
líklega ekki verið mikið vit í að
leggja af stað í ferðalag um landið á
húsbíl á þessum árstíma. „En hug-
myndin var góð. Við vorum búin
að hafa það rosalega gott í húsbíln-
um og þetta var mjög rómantískt
ævintýri, en gekk ekki upp.“
Gekk vel í fyrstu
Ferðlagið hófst í Reykjavík fyrir
rúmri viku en fyrsti viðkomu-
staðurinn var Borgarnes, þaðan
lá leiðin í Stykkishólm og svo á
Patreks fjörð. Eftir það fór að síga
á ógæfuhliðina. „Þetta gekk alveg
rosalega vel. Við sváfum í húsbíln-
um og það var þvílíkt kósí stemn-
ing. Þegar byrjuðum að leggja á
heiðarnar fóru að renna á okk-
ur tvær grímur. Þegar við vorum
komnir í Bjarkalund og húsbíllinn
farinn að renna til í rokinu uppi
á heiðum þá breyttum við plan-
inu. Við fengum rosalegan jeppa
úr bænum og skiptum húsbílnum
út.“
Þrátt fyrir að þeir félagar væru
komnir á betri bíl var ævintýrunum
á vegunum þó langt í frá lokið,
enda allra veðra von á Vestfjörðum
á þessum árstíma. Aftakaveð-
ur gerði um síðustu helgi og litlu
mátti muna að þeir kæmust ekki
til Ísafjarðar þar sem þeir voru
bókaðir á tónleika á laugardags-
kvöldið.
Gengu á undan bílnum
„Við fórum inn á Drangsnes og
spiluðum þar og það mættu allir
nema tveir, að okkur skildist. En
aðalævintýrið var að komast á
laugardeginum til Ísafjarðar. Við
biðum fram á miðjan dag, þangað
til Vegagerðin hafði gefið út að þeir
ætluðu að ryðja.“
Þá vippuðu félagarnir sér upp
í jeppann og héldu af stað út í
óveðrið á eftir ruðningsbílnum,
sem keyrði þó einungis brot af
leiðinni. Þegar þeir komu inn
Álftafjörð til móts við Súðavík var
kominn blindbylur.
„Við vorum farnir að labba tveir
á undan bílnum og sáum ekki
stikurnar eða neitt,“ segir Jónas til
að reyna að lýsa ógöngunum sem
þeir voru komnir í. Í Súðavík beið
svo sjálfur Mugison eftir þeim með
þær fréttir að það væri fært um
Súðavíkurhlíðina svo þeir héldu
förinni áfram. „Um leið og hann
kom heim þá komst hann að því að
það væri búið að loka öllu og það
væri algjörlega allt ófært. Þannig
að við lögðum bara í þetta alveg
blint,“ segir Jónas og hlær þegar
hann rifjar upp ævintýrið.
„Þetta rétt slapp, við með
kerruna og allt draslið, inn á Ísa-
fjörð á sama tíma og tónleikarnir
áttu að byrja.“ Nokkur snjóflóð
féllu á veginn um Súðavíkurhlíð
á laugardaginn, skömmu eftir að
þeir fóru þar um og það mátti varla
tæpara standa.
Ísfirðingar mjög þakklátir
Tónleikarnir fóru fram í Húsinu á
Ísafirði og segir Jónas fólk hafa verið
mjög ánægt með að þeir hafi yfirhöf-
uð komið á staðinn. „Við skynjuðum
mikið þakklæti fyrir það að við vær-
um að leggja svona mikið á okkur til
að koma og skemmta. Það er mikið
á sig lagt til að breiða út boðskapinn
hjá okkur.“
Á sunnudaginn skelltu þeir sér
svo til Flateyrar og og spiluðu á
Vagninum ásamt Mugison, og var
vel tekið af heimamönnum.
Prógrammið er ansi stíft hjá þeim
félögum því á mánudagsmorgun,
eftir að hafa drukkið kaffi með Mugi-
son, heldu þeir förinni áfram til
Akureyrar þar sem þeir spiluðu á
Græna hattinum á mánudagskvöldi.
Þegar blaðamaður náði tali af Jónasi
á þriðjudag voru þeir á leiðinni til
Vopnafjarðar, en alls munu þeir
spila á fjórtán stöðum um land allt
áður en tónleikaferðalaginu lýkur. n
n Jónas Sig og félagar komust í hann krappann n Rétt
sluppu við snjóflóð n Urðu að skipta út húsbílnum
rómantískt
ævintýri
Skiptu út húsbílnum Þeir félagar Jónas og Ómar lögðu af stað á húsbíl um landið þrátt
fyrir að vera ráðlagt að gera það ekki.
Fólk 27Miðvikudagur 21. nóvember 2012