Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 5. desember 2012 Miðvikudagur Tombólubörn söfnuðu 600 þúsund krónum Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, söfnuðu alls 600 þúsund krónum á árinu. Um 500 börn styrktu Rauða kross- inn með hvers kyns fjársöfnunum, og fer þeim fjölgandi með hverju ári að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Rauða krossinum. Skipa þessi börn mikilvægan sess í starfi félagsins og sýna að ekkert aldurs- takmark er hvað varðar þörfina að gefa af sér til þeirra sem búa við krappari kjör. Framlög barna til Rauða krossins eru alltaf notuð til að að- stoða önnur börn víða um heim. Fénu að þessu sinni verður var- ið til aðstoðar við 150 skólabörn í Gambíu, en Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins þar, hefur haft milligöngu um verkefnið. „Hér í Gambíu eru fjölmörg börn sem ekki geta sótt skóla sök- um fátæktar. Hafi fjölskylda þeirra ekki efni á að kaupa skólabúninga og skólabækur hætta þau einfald- lega námi,“ segir Birna í tilkynn- ingunni og bætir við að með þessu fé frá tombólubörnum á Íslandi geti Rauði krossinn í Gambíu nú styrkt 150 börn til náms með því að kaupa handa þeim skólavörur og skólabúninga til skiptanna. Félagið vill nota tækifær- ið á alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem er í dag, 5. desember, til að þakka öllum börnum á landinu sem styrktu Rauða krossinn með fjársöfnunum í ár. Þá eru þeim sem lögðu Rauða krossinum lið í landssöfnuninni Göngum til góðs í október einnig færðar þakkir. n Skrifaði undir skjöl sem voru dagsett aftur í tímann 91 ökumaður á von á sekt Brot 91 ökumanns voru mynduð á Reykjanesbraut í Garðabæ á föstudag. Fylgst var með ökutækj- um sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, við Hnoðraholtsbraut. Á einni klukkustund, um hádeg- isbil, fóru 1.117 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 94 kílómetrar á klukkustund en þarna er 80 kíló- metra hámarkshraði. Fimm óku á 100 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 106. Vöktun lögreglunnar á Reykjanesbraut er liður í umferð- areftirliti hennar á höfuðborgar- svæðinu að því er fram kemur í tilkynningu. Forðaði sér Lögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudag tilkynning um að reynt hefði verið að lokka níu ára stúlku upp í bifreið í Garði. Telpan var á leið heim úr skólanum þegar svartri bifreið var ekið fram hjá henni. Karl- maður á miðjum aldri mun þá hafa teygt sig út úr bifreiðinni og fannst henni sem maður- inn ætlaði að grípa í sig. Telpan varð hrædd, forðaði sér heim og lét móður sína vita um atvik- ið. Lögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið að hafa sam- band í síma 420 1700. B jarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðju- daginn að hafa skrifað undir skjöl sem voru dagsett aftur í tímann þegar hann tók þátt í endurfjár- mögnuninni á Glitnisbréfum Þátt- ar International í febrúar 2008. For- maðurinn bar vitni í málinu á öðrum degi aðalmeðferðarinnar í Vafnings- málinu fyrir héraðsdómi en Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik í mál- inu vegna 10 milljarða króna lán- veitingar út úr Glitni. Orðrétt sagði Bjarni að þar sem faðir hans, Benedikt Sveinsson, og frændi hans, Einar Sveinsson, hefðu báðir verið „staddir í útlönd- um“ hefði hann skrifað undir lána- og veðsamning Vafnings fyrir þeirra hönd. Skjölin voru dagsett þann 8. febrúar 2008, sem var föstudagurinn þar á undan. Aðspurður sagði Bjarni í skýrslutökunni, um það hvenær hann skrifaði undir skjölin: „Ég man það ekki nákvæmlega (...) Ég hygg að það hafi verið mánudaginn 11. febr- úar 2008 eða þriðjudaginn 12. febr- úar.“ Mánudaginn 11. febrúar var hins vegar búið að ganga frá greiðslu á láninu, rúmlega 10 milljörðum króna, sem Vafningur fékk með lána- samningnum við Glitni sem dag- settur var 8. febrúar. Skjölin sem Bjarni skrifaði undir voru því dagsett aftur í tímann. Skýrslutakan yfir Bjarna í Héraðs- dómi Reykjavíkur var annars stutt og hnitmiðuð. Hann var ekki spurð- ur út í það af hverju hann hefði skrif- að undir skjöl sem voru dagsett aftur í tímann og hvað honum fyndist um þá staðreynd. Gunnar hafði samband þann áttunda Í skýrslutöku sinni fyrir dómi á þriðjudaginn sagði Einar Sveinsson, símleiðis frá Bretlandi, að hann hefði verið á ferðalagi erlendis þegar geng- ið var frá endurfjármögnuninni. Hann sagði að Gunnar Gunnarsson, yfirlögfræðingur Milestone, hefði haft samband við sig föstudaginn 8. febrúar til að biðja sig um að senda umboðin til Íslands. Einar virðist ekki hafa náð að senda þessi umboð í tæka tíð enda lá mikið á að ganga frá lánveitingunni frá Glitni til Vafnings þann 8. febrú- ar. Ganga þurfti frá endurgreiðslu á láninu til Morgan Stanley fyrir klukk- an fjögur þennan dag. Þessi mikla tímapressa í málinu kom fram í vitnisburði Sigurðar Arngrímsson- ar, fyrrverandi starfsmanns Morgan Stanley í Bretlandi, sem sá um sam- skipti bandaríska bankans við Mile- stone, en hann útilokaði að bankinn hefði veitt frest til að ganga frá lán- inu til mánudagsins 11. febrúar: „Við hefðum ekki beðið eftir neinu að ég held (...) Við erum að reyna að forða okkur frá skaða. Hver er sjálfum sér næstur. Ég er ekki að útiloka neitt en það er mjög óhefðbundið og ég hef litla trú á því að menn hefðu haft þolinmæði á þessum tíma miðað við hvernig ástandið var.“ Gengið var frá uppgreiðslunni á láninu við Morgan Stanley á fjórða tímanum, síðdegis, þann 8. febrúar. Einar bar því meðal annars við í vitnisburði sínum að síma- og internetsambandið sem hann hefði verið í hefði verið stopult þennan dag. Fyrir vikið hefði verið erfiðara fyrir hann að ganga frá umboðunum. Beðið eftir umboðum Ein af ástæðum þess að ekki gekk að ganga frá láninu frá Glitni til Vafn- ings þann 8. febrúar 2008 var að Bjarni var að bíða eftir því að Einar Sveinsson sendi honum umboð til að skuldbinda félög sem tengdust honum sem áttu hlutabréf í Vafn- ingi. Líkt og kom fram hér að ofan var Einar staddur erlendis. Þetta kom fram bæði í máli Jóhannesar Sigurðs- sonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Glitnis, og Guðmundar Hjaltasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs Glitnis, í skýrslutöku fyrir dómi í aðalmeðferð Vafningsmálsins á mánudag og þriðjudag. Jóhannes tjáði sig um það af hverju gengið hefði verið þannig frá láninu að Milestone fékk það föstu- daginn 8. febrúar, en ekki Vafning- ur þremur dögum síðar, þann 11. febrúar. Sagði Jóhannes að meðal annars hefði dregist að senda um- boð frá Einari Sveinssyni til Bjarna Benediktssonar, frænda hans, til að skuldbinda félög sem hann átti sem voru hluthafar í Vafningi og Þætti International. Skúli Magnússon héraðsdómari spurði Jóhannes fyrir dómi til hvaða umboðs hann væri í vitnisburði sín- um að vísa þegar hann talaði um að visst umboð hefði ekki borist í tæka tíð til að ganga frá láninu til Vafnings á föstudeginum. Þá sagði Jóhannes: „Umboðið sem Bjarni Benediktsson var að bíða eftir að fá frá Einari Sveinssyni.“ Guðmundur Hjaltason sagði einnig fyrir dómi að seinkun á undir- ritun veðsetningarskjala hluthafa Vafnings hefði gert það að verkum að ekki var hægt að ganga frá lán- veitingunni til félagsins. Guðmund- ur sagði að þó undirskriftin á veð- setningarskjalið hefði ekki borist í tæka tíð þá hefði Glitnir samt mátt lána fyrir uppgreiðslu lánsins. „Það mátti lána þó að það hefði vantað þessa 12 prósent undirskrift.“ Fax staðfestir orð Bjarna DV hefur áður fjallað um þessar fals- anir á undirskriftum í Vafningsmál- inu. Í byrjun þessa árs greindi blað- ið frá því að umboðin sem Bjarni fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi hefðu verið send til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar 2008. Þetta kom fram í afriti af faxi með umboðunum sem Gunnar Gunnarsson, lögmað- ur Milestone, sendi til Glitnis þenn- an dag og DV hefur undir höndum. Gunnar var sá sem hafði haft sam- band við Einar Sveinsson vegna um- boðanna föstudaginn 8. febrúar. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þann 8. febrúar, þremur dögum áður, líkt og kemur fram hér að ofan. Dagsetningin á um- boðunum var sömuleiðis 8. febrúar 2008. Faxið sannar falsanir í skjala- gerðinni í Vafningsmálinu. Lána- og veðsamningurinn sem Bjarni skrifaði undir svo Glitnir gæti lánað eignarhaldsfélaginu Vafningi rúm- lega tíu milljarða króna voru einnig dagsettir þann 8. febrúar. Afritið af faxinu til Glitnis er enn ein sönnun þess að skjalagerðin í Vafningsmálinu var unnin aftur í tí- mann. Í faxinu stendur: „Til Glitnis banka hf. - Kirkjusandi 2 - 155 Reykja- vík“ og var það sent úr faxnúmeri „+354 4141808“, númeri á skrifstofu Milestone á Suðurlandsbraut, af Gunnari Gunnarssyni. Neðst á fyrstu síðu umboðanna, sem virðast hafa verið send til Glitnis öll í einu, stend- ur hvenær faxið var sent: „11/02 2008 16:38 FAX.“ Í faxinu stendur skýrum stöfum að klukkan hafi verið 22 mín- útur í fimm þann ellefta febrúar 2008 þremur dögum eftir að Vafningsvið- skiptin voru sögð hafa átt sér stað samkvæmt lána- og veðsamningn- um í málinu. Nú hafa vitnin í Vafn- ingsmálinu staðfest þetta enn frekar. Aðalmeðferðin í Vafningsmálinu heldur áfram á fimmtudaginn. Þá mun fleiri vitni gefa skýrslur í mál- inu. n Bjarni játar fölsun Skýrsla Bjarna Skýrslutakan yfir Bjarna Benedikts- syni var stutt og hnitmiðuð. Í henni staðfesti hann að hafa skrifað undir skjöl sem voru dag- sett aftur í tímann í endurfjármögnuninni á Glitnisbréfum Þátt- ar International. Í héraðsdómi Bjarni sagðist ekki muna hvenær hann hefði skrifað undir skjölin. „Ég hygg að það hafi verið mánudaginn 11. febrúar 2008 eða þriðjudaginn 12. febrúar.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.