Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 5. desember 2012 Miðvikudagur n „Ósjálfráð viðbrögð“ H æstiréttur dæmdi á fimmtu­ dag mann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi, skilorðs­ bundið til tveggja ára, fyrir að hafa ráðist með hnefahöggum og spörkum á mann eftir að hafa ekið bifreið sinni aftan á bifreið hans. Í dómi Hæstaréttar kom fram að mað­ urinn sem keyrði aftan á bifreiðina hafi enga iðrun sýnt vegna verkn­ aðarins heldur þvert á móti réttlætt gerðir sínar. Maðurinn sem ráðist var á lýsti því hvernig hann hafði verið að keyra Reykjanesbrautina í september 2010 þegar hann skipti yfir á vinstri akrein. Hann hafi séð bifreiðina fyrir aftan sig nálgast á miklum hraða og hafi hann því í fyrstu aukið ferðina, en síðar stigið létt á bremsuna til að sýna ökumanninum hemlaljósin. Hann hafi þá fundið fyrir höggi. Í dómnum stendur að eftir árekstur­ inn hefði hann farið út úr bifreið sinni og séð ákærða koma út úr bif­ reið sinni á mikilli ferð og maður­ inn kýlt hann án fyrirvara í andlitið með krepptum hnefa. Eftir að brota­ þoli hefði fengið hnefahögg í andlitið hefði hann stokkið inn í bifreið sína og reynt að loka dyrunum, en mað­ urinn hefði haldið hurðinni þannig að hann gat ekki lokað. Árásarmað­ urinn hefði svo látið hnefahögg og spörk dynja á honum þar sem hann sat í bifreiðinni. Hann hefði reynt að verja bjargráð, sem hann var með og höfuð sitt fyrir höggum. Maðurinn hefði svo allt í einu hætt, farið í bif­ reið sína og ekið á brott. Stjúpdóttir fórnarlambsins sem var með honum í bílnum bætti við að maðurinn hefði gefið þeim fingurinn þegar hann ók á brott. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hefði reiðst út í brotaþola vegna þess að hann hefði átt sök á árekstrinum þar sem hann hefði hemlað snögglega og sýnt af sér víta­ verðan akstur. Hann hefði því reiðst og rokið að bifreiðinni. Það hefðu verið ósjálfráð viðbrögð að kýla manninn. Manninum var gert að greiða fórnarlambinu rúmar 300.000 krón­ ur ásamt samtals tæpum 800.000 krónum í annan sakarkostnað og málskostnað. n hanna@dv.is Réðst á mann eftir árekstur Dæmdur Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á ökumann. É g vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Gunnar Þorsteins­ son, sem oftast er kenndur við Krossinn, aðspurður hvers vegna hann hafi verið rekinn úr stjórn áfangaheimilisins Krossgatna. Það var Gunnar sem setti Krossgötur á laggirnar fyrir 25 árum og hefur verið, þar til nú, formaður stjórnar áfangaheimilisins frá upphafi. Áfangaheimilið Krossgötur er hugsað sem skammtíma búsetu­ úrræði fyrir einstaklinga sem hafa lokið áfengis­ og/eða vímuefnameð­ ferð. Heimilið er rekið á styrkjum frá sveitarfélögum og ríkinu en einnig borga vistmenn fyrir dvöl sína þar. Einstaklingar sem dvelja á Krossgöt­ um borga mánaðarlega leigu sem nemur 65.000 krónum en 45.000 krónum fyrir tvíbýli. Innifalið í leigu er ein heit máltíð virka daga, aðgang­ ur að kaffistofu, ásamt aðstoð á ýms­ um félagslegum sviðum. Lagðist gegn föður sínum Ástæðu þess að Gunnari var vikið úr stjórn má samkvæmt heimildum DV rekja til aðalfundar Krossins sem haldinn var í maí síðastliðnum. Gunnar bauð sig fram til stjórnarsetu á fundinum en Sigurbjörg Gunnars­ dóttir, dóttir Gunnars og núverandi forstöðumaður Krossins, lagðist hart gegn því að faðir hennar yrði kosinn í stjórn. Skemmst er frá því að segja að það var Sigurbjörg sem stóð hvað þéttast við bakið á Gunnari eftir að hann var ásakaður um kynferðis­ glæpi. Sigurbjörg fór því frá því að vera dyggur stuðningsmaður föð­ ur síns yfir í að mæla gegn honum á aðalfundi. Ástæða þess að skoðan­ ir Sigurbjargar tóku þessa u­beygju er, að sögn heimildarmanna, heim­ koma Ingibjargar, móður Sigur­ bjargar. Ingibjörg mun hafa sann­ fært Sigurbjörgu um að fara gegn Gunnari og Jónínu Benediktsdóttur eiginkonu hans. Segja fundinn ólöglegan Nokkrir meðlimir Krossins vilja meina að aðalfundurinn hafi verið ólöglegur þar sem ekki hafi verið rétt að honum staðið. Meðal annars vegna þess að ekki hafi verið kosinn fundarritari og ekki hafi öllum verið frjálst að tjá sig á fundinum. Heim­ ildarmenn DV hafa áður lýst fund­ inum sem hálfgerðum skrípaleik þar sem Ingibjörg, fyrrverandi eigin­ kona Gunnars, á að hafa látið þau orð falla að hver sem ekki væri sam­ mála skoðunum Sigurbjargar þyrfti að finna sér nýja kirkju. Aðalfundur­ inn hefur verið kærður til innanríkis­ ráðuneytisins þar sem málið er til skoðunar. Ríkir ekki traust Nýr inn í stjórn Krossgatna kom lög­ maðurinn Guðmundur St. Ragnars­ son. Í samtali við DV segir Guðmund­ ur að hann hafi verið beðinn um að taka starfið að sér af núverandi stjórn Krossins. Um brottrekstur Gunnars segir Guðmundur að það sé greini­ legt að ekki ríki trúnaðartraust á milli stjórnar Krossgatna og Gunnars. „Ástæðuna er meðal annars að finna í því að hann telur sjálfur stjórn Krossgatna vera ólöglega þannig að það segir sig nokkuð sjálft að það ríkir ekki trúnaðartraust.“ Að sögn Guðmundar ætlar nú­ verandi stjórn meðal annars að auka faglegt utanumhald hjá áfangaheim­ ilinu til hagsbóta fyrir vistmenn. Fleiri breytingar hafa átt sér stað innan stoða áfangaheimilisins því að húsverði heimilisins til margra ára og góðvini Gunnars í Krossinum, Heimi Einarssyni, var nýlega sagt upp starfi sínu. Í hans stað var maður að nafni Ron Botha ráðinn. Ron kom hingað til lands frá Suður­Ameríku fyrir þremur árum og hefur verið virkur predikari í Vonarhöfn, trúfélagi í Hafnarfirði, sem barist hefur í bökkum vegna mik­ illa fjárhagserfiðleika. n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Gunnari bolað burt n Rekinn úr stjórn eftir 25 ára setu n Núverandi stjórn sögð vera ólögmæt Bolað í burt Gunnar Þor- steinsson var nýverið rekinn úr stjórn áfangaheimilisins Krossgatna. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars og forstöðu- maður Krossins, lagðist á móti stjórnarsetu föður síns. „… það ríkir ekki trúnað- artraust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.