Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 16
4 Bækur 5. desember 2012 Miðvikudagur Aftur til fortíðar F ootball Manager-leikirnir hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að vera algjörir tímaþjófar og það breytist lítið með til- komu Football Manager 2013 (FM 2013) sem er sá nýjasti í röðinni. Football Manager gefur draumóra- kenndum meðalmanninum tæki- færi til stýra sínu uppáhaldsliði; kaupa leikmenn, selja leikmenn og spila gegn bestu liðunum. Óhætt er að fullyrða að leikurinn sé sá lang- besti sinnar tegundar á markaðnum. Football Manager-leikirnir hafa í gegnum árin byggt á klassískri formúlu þó þeir hafi tekið misgóðum breytingum á undanförnum árum. Með tímanum hafa þeir orðið tölu- vert stærri og hafa möguleikarnir í spiluninni aukist sem hefur hægt töluvert á leiknum. Hér áður fyrr var hægt að rúlla í gegnum heilt tímabil á einum góðum degi en í undanförn- um leikjum hefur það orðið sífellt erfiðara og nánast ómögulegt. Ég tók því hins vegar fagnandi þegar ég komst að því að í Football Manager 2013 væri möguleiki sem kallast Classic Mode. Sá hluti leiks- ins er tilvalinn fyrir þá sem vilja sleppa við allt aukaruglið sem fylgir því að stýra knattspyrnuliði. Leik- urinn gengur miklu hraðar fyrir sig sem er einkar jákvætt og minnir þessi möguleiki um margt á gömlu Championship Manager-leikina. Þó að nýjungarnar í FM 2013 séu ekki ýkja margar stendur leikurinn al- gjörlega fyrir sínu. Það kemur manni alltaf á óvart hversu stór leikmanna- gagnagrunnurinn er og hversu mörg- um liðum er hægt að stýra. FM 2013 er tilvalin jólagjöf handa ungum knattspyrnuunnendum og án efa upp- byggilegri en margir af þeim leikj- um sem eru á markaðnum. Hafið þó í huga að leikurinn er ávanabindandi. Boxarinn sem særði fjölskyldu sína B ókin Boxarinn er ljúfur lestur um harðneskju. Þetta er augljóst uppgjör höfund- ar við sársaukafulla þætti æsku sinnar. Þarna er um að ræða eins konar lífssögu ungs drengs og samspil hans við föður sinn. Undirliggjandi í sögunni er mikill sársauki vegna þess að pabb- inn var djarftækur til kvenna og hélt framhjá móður piltsins. Hér verð- ur ekki dæmt um það hve stór hluti bókarinnar er skáldaður eða færður í stílinn. Það skiptir heldur ekki máli. Bókin er einfaldlega uppgjör. Hún er skrifuð eins og ógnarlangt sendibréf til pabbans sem stöðugt var í basli með sjálfan sig og tilveruna. Samt er sársaukinn einhvern veginn svo ljúfur og sagan rennur áfram eins og glitrandi lækur í sumarsól. Satt að segja man ég ekki eftir að hafa lesið af meiri athygli og áhuga bók af þessum toga. Textinn er ljóð- rænn og þaulhugsaður. Útgangs- punkturinn er sá að pabbinn var boxari og hann var kvennaljómi. „Þú boxaðir en barðir engan utan hrings- ins,“ segir drengurinn. En þótt box- arinn berði ekki fólk utan hringsins særði hann sína nánustu. Þótt hann ætti eiginkonu sem ól honum þrjú börn eignaðist hann börn með fleir- um og það inni í miðju hjónabandi. Því er lýst þegar ung kona bankar upp á hjá fjölskyldunni sem þá bjó í Höfðaborg. „Þú hafðir komið þér í vanda, þriggja barna faðir,“ skrifar Úlfar til föðurins. Hann komst að því seinna að konan var tvítug og barns- hafandi. Pabbinn var um tíma leigubíl- stjóri sem átti sér þann draum að öðlast sjálfstæði. Tækifærið kom og fjölskyldan flutti út í Málmey á Skaga- firði ásamt annarri fjölskyldu. Þar átti að lifa af fiskveiðum og vitavörslu, „tveir staurblankir menn“. Frásögn- in ber með sér að dvölin í Málmey hafi að mörgu leyti verið ánægjuleg og feðgarnir áttu samleið í leik og starfi. En búsetan þar endaði í þeirri skelfingu að íbúðarhús fjölskyldunn- ar brann til grunna. Draumurinn var úti. Safnað var fyrir fjölskylduna sem stóð eftir snauð. „Þú varst stríðs- maður, síðasti bóndinn í eyjunni. Þar fór fram þín lokatilraun til þess að stunda búskap.“ Bókin er skrifuð af næmni og virðingu þannig að manni líður vel eftir lesturinn. Svona á uppgjör að vera. Þrátt fyrir allan sársaukann er fegurðin í fyrirrúmi. Á endanum fær maður á tilfinninguna að drengurinn hafi náð að skrifa sig frá reiðinni og sorginni vegna þess gallagrips sem faðir hans var. Bókin er öll hin ásjálegasta og umbrot hennar fallegt. Ekki skemmir fyrir að kápa bókarinnar er frábær- lega hönnuð, sannkölluð klassík. Þarna fara saman gæði í útliti og innihaldi. Þetta er bók sem er vel þess virði að lesa á jólanótt eða hvenær sem er. Ég ætla að lesa hana aftur, seinna. Boxarinn fær fjórar og hálfa stjörnu. Reynir Traustason rt@dv.is Bækur Boxarinn Höfundur: Úlfar Þormóðsson Útgefandi: Veröld 213 blaðsíður M y n d s ig tr y g g u r a r i Öll börn eiga rétt á Gleðilegum Jólum www.hvitjol.is Alkóhólismi í bókmenntum Fimmtudagskvöldið 13. desember, í húsnæði SÁÁ, Von, verður fjallað um alkóhólisma í bókmenntum. Höfundar koma og lesa úr og ræða um nýútkomnar bækur sínar þar sem alkóhólismi kemur við sögu. Rithöfundarnir eru Auður Jónsdóttir, sem kynnir Ósjálfrátt, Einar Már Guðmundsson, sem kynnir Íslenska kónga, Kristín Eiríksdóttir, sem kynnir Hvítfeld, og Úlfar Þormóðsson, sem kynnir Boxarann. Það er formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, sem held- ur viðburðinn. Bók fyrir yngstu börnin Eva Þengilsdóttir hefur skrifað bók fyrir yngstu börnin sem virkjar þau til að hreyfa sig meira og eyk- ur hreyfiþroska. Eva hefur skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, kirkjustarf og leik- skóla, og þróaði efnið um Hvata hvolp í samstarfi við Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Bergrún Íris Sævarsdóttir er ný- útskrifaður teiknari frá Myndlista- skólanum í Reykjavík. Gerðu eins og ég er fyrsta barnabók þeirra beggja. Football Manager 2013 gamerankings 85% Metacritic 87 Framleiðandi: Sega, Sports Interactive. stýrikerfi: Windows, Mac OSX Tölvuleikur Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Klassískt en gott Classic Mode í FM 2013 er skemmtileg nýjung og minnir um margt á gömlu góðu Championship Manager-leikina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.