Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 5. desember 2012 Miðvikudagur Fluttu kókaín til landsins n Fimm dæmdir fyrir fíkniefnainnflutning F imm einstaklingar voru dæmdir fyrir stórfelldan fíkni­ efnainnflutning. Þeir sem þyngsta dóminn hlutu voru meðal annars dæmdir fyrir innflutn­ ing á tæplega 569 grömmum af kóka­ íni, sem talið er hægt að framleiða 1,9 kíló af kókaíni úr, til Íslands frá Danmörku. Móðir eins sakborning­ anna flutti fíkniefnin til landsins. Þyngsta dóminn fékk Giovanna Soffía G. Spanó sem dæmd var til tveggja ára og tveggja mánaða fang­ elsisvistar. Magnús Björn Haraldsson fékk næstþyngsta dóminn, tveggja ára fangelsisdóm. Fíkniefnahundur á vegum tollgæsl­ unnar á Keflavíkurflugvelli kom upp um fíkniefnasendinguna við komu móður Giovönnu til landsins. Hún sagði tollvörðum að taskan væri í eigu dóttur sinnar sem hafði beðið hana að flytja hana til Íslands. Taskan var að mestu tóm en vó samt sem áður rúm fimm kíló. Var því tekið stroksýni af henni þar sem mældist svörun við kókaíni. Dómnum þótti sannað að Giovanna, Magnús og Steinar Auberts­ son hafi öll komið að innflutningnum en aðeins Giovanna játaði sök. Dómurinn komst að þeirri niður­ stöðu að ekki hefði tekist að sanna að Giovanna og Magnús hafi staðið að innflutningi á fíkniefnum frá Spáni, í gegnum Bretland, en þau voru einnig ákærð fyrir það. Aldís Erlingsdóttir og Sigurður Friðhólm Gylfason voru hins vegar sakfelld fyrir þann innflutning. Aðrir sakborningar í málinu fengu vægari dóma. Steinar, sem meðal annars var eftirlýstur af Interpol, var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir aðild sýna að smyglinu. Aldís var dæmd í sautján mánaða fangelsi og Sigurður fékk tólf mánaða dóm. Dómurinn gerði einnig upptæk 916 grömm af kókaíni, 1,16 grömm af amfetamíni, 0,36 grömm af maríjúana og 407.500 krónur í reiðufé. n Flutninga- vagn fauk á flugvél Lögreglunni á Suðurnesjum barst á laugardag tilkynning frá stjórnstöð Öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þess efnis að flutningavagn hefði fokið til og lent á hreyfli flugvélar Icelandair. Vélin stóð á flughlaði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð. Allhvasst var á þessum tíma og fauk vagninn, sem notaður er til að flytja póst í flug, á vinstri hreyfil vélarinnar. Ekki urðu alvar­ legar skemmdir vegna þessa, en þó mátti sjá rispur fremst á hreyfl­ inum eftir atvikið. Funduðu fram á nótt Þingfundi var frestað klukkan hálf þrjú aðfaranótt þriðjudags. Fund­ inum var framhaldið á þriðjudags­ morgun. Umræða um fjárlög stóð þá áfram en hún hefur nú staðið í fjóra daga. Nokkrir voru á mæl­ endaskrá þegar umræðunni var frestað, en það voru aðeins þing­ menn Sjálfstæðis­ og Framsóknar­ flokks sem tóku til máls. Meðal annars spunnust umræður um það hvort stjórnarandstaðan væri að beita málþófi. Sigmund­ ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók til máls á þriðjudag, og gagnrýndi stjórn­ arliða fyrir að koma af stað um­ ræðu um málþóf um aðra umræðu fjárlaga. Þetta væru óviðunandi vinnubrögð og til þess gerð að hræða stjórnarandstöðuna. Framkvæmdir við sumarhöll n Var áður í eigu Sigurðar Einarssonar en er nú í eigu huldufélags M iklar framkvæmdir hafa að undanförnu verið í og við 840 fermetra sum­ arhöll sem staðsett er við Veiðilæk í Borgarfirði. Skrauthýsið sem áður var í eigu fyrr­ verandi stjórnarformanns Kaup­ þings, Sigurðar Einarssonar, í gegn­ um félagið Veiðilæk ehf., er nú í eigu huldufélags. Fimm baðherbergi Að sögn heimildarmanns sem þekkir til hefur lítið verið um framkvæmdir við húsið síðustu árin en nú er allt komið á fullt á nýjan leik. Samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir fimm baðherbergjum, 50 fermetra vín­ kjallara og tvöföldum bílskúr þegar húsið verður fullklárað. Þá eiga að vera tvö gufuböð í kjallara undir hús­ inu. DV greindi frá því í júní síðast­ liðnum að gerð hefði verið nafn­ og stjórnarbreyting í einkahlutafélaginu Veiðilæk ehf. Eftir breytingarnar kall­ ast félagið Rhea ehf. en eigendurnir vildu ekki gefa upp hverjir þeir voru þegar DV leitaði eftir því. Þorkell Guðjónsson, stjórnarmaður Rhea ehf. staðhæfði hins vegar að Sigurður Einarsson ætti ekki hlut í Rhea ehf. 300 milljóna veðsetning Eins og greint var frá í fjölmiðlum árið 2009 veðsetti Sigurður húsið fyrir 200 milljóna króna láni frá tryggingafélaginu VÍS í árslok 2008. VÍS átti hins vegar einungis annan veðrétt í húsinu. Fyrsta veðréttinn átti SPRON vegna láns upp á 76 milljónir jena, um hundrað milljónir íslenskra króna, sem veitt var þegar Sigurður keypti jörðina árið 2004. Samkvæmt veðbókarvottorðinu hvíldu því meira en 300 milljónir króna á húsinu. Viðburðarík ár Síðustu ár hafa verið viðburðarík í lífi Sigurðar Einarssonar. Árið 2010 var hann eftirlýstur af Interpol eftir að embætti sérstaks saksóknara ákvað að gefa út handtökuskipun á hendur honum. Það var gert eftir að Sigurður sinnti ekki kalli embættisins um að mæta í yfirheyrslu. Í maí síðastliðnum var Sigurði síðan gert að greiða 550 milljónir af 5,5 milljarða láni frá Kaupþingi. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu. Það var þrotabú Kaupþings sem höfðaði riftunarmál gegn Sigurði Einarssyni en lánið fékk Sigurður í stjórnartíð sinni hjá Kaupþingi. n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Laus við höllina Sigurður Einarsson átti húsið við Veiðilæk þangað til síðasta sumar þegar gerð var nafn- og stjórnarbreyting í einkahlutafélaginu sem hafði haldið utan um eignina. Skrauthýsi Meðal annars er gert ráð fyrir 50 fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr. Fangelsisdómar Dómur yfir fimm einstaklingum snéri að bæði skipulagningu og framkvæmd fíkniefnasmygls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.