Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 25
É g var með liðagigt, of háan blóðþrýsting og blóðfitu og alls konar sýkingar og fjör,“ segir Guðrún Erlings- dóttir, varaþingmaður úr Vestmannaeyjum, sem fyrir þremur árum ákvað að breyta um lífsstíl eftir löng veikindi og mikla lyfjanotkun. Guðrún segist hafa verið meira og minna veik allt sitt líf þótt hún hafi aldrei látið veikindin stjórna sínu lífi. Þegar hún greindist með liðagigt var hún sett á krabbameinslyf, til að bæla niður ónæmiskerfið, sem og stera og bólgueyðandi lyf. „Verkirnir minnkuðu og ég náði aftur áttum en mér leið mjög illa á öllum þessum lyfjum,“ segir Guð- rún en bætir við að lyfin hafi hjálpað henni að komast á fætur aftur. „Lyf- in hjálpa en þau hafa líka sínar auka- verkanir. Ég var orðin mjög þrútin af sterunum og bara ómöguleg í alla staði. Þess vegna ákvað ég einn daginn, eftir að hafa hugsað mig vel og lengi um, að gera eitthvað í mín- um málum. Þetta ferðalag tók þrjú ár og þar sem ég er frekar mikið fyrir að taka hlutina með hraði hefur þetta verið mikill lærdómur,“ segir Guðrún sem er í dag laus við öll lyf auk þess sem hún er 25 kílóum léttari. „Það var aldrei neitt markmið hjá mér að grennast. Ég vildi létta á lík- amanum og létta á liðunum en ég fór aldrei í megrun. Ég setti mér tvö markmið í upphafi. Í fyrsta lagi að fara aldrei í megrun og í öðru lagi að eiga aldrei bágt. Ég byrjaði á að fara í sjúkraþjálf- un hér í Eyjum. Þar fékk ég góða hjálp til að geta haldið mér gangandi og fór svo í Hveragerði í fjórar vikur. Þar náði ég tökum á sjálfri mér og hætti á ster- unum og hjartsláttarlyfj um. Þar var ég látin fara á hlaupabretti til að ná upp púlsinum en þá hafði ég nýlokið við að taka inn lyf til að róa hjartsláttinn. Mér leið því eins og hamstri,“ segir Guðrún sem hefur farið í Hveragerði tvisvar sinnum síðan. „Ég hef farið alls kyns krókaleiðir að þessu markmiði. Ég prófaði til að mynda blóðflokkamataræði um tíma, borðaði bara það sem mér var hollt og náði góðum tökum á mataræðinu. Einnig fór ég til Hallgríms Magnús- sonar læknis og lærði að hjálpa lík- amanum að hreinsa sig af öllum lyf- jum og byggja hann upp. Núna er ég í Heilsumeistaraskól- anum þar sem ég læri meðal annars um lifrarhreinsikúra og hvernig hægt er að hugsa vel um líkamann,“ segir Guðrún sem einnig hefur farið til hnykkjara og hómópata og í aðrar heildrænar meðferðir. „Ég vil meina að þetta virki allt saman. Þó það ger- ist ekki jafn hratt og maður vill og svo þýðir auðvitað ekki að vera í meðferð- um en halda áfram að borða sér til óbóta á sama tíma.“ Guðrún hefur einnig kynnt sér lif- andi fæði og hráfæði og tekur reglu- lega slíka kúra. Hún hefur tekið út sykur að mestu leyti en leyfir sér af og til að fá sér eitthvað sykrað. „Ég get borðað það sem ég vil þegar ég vil, en það er ég sem þarf að borga fyrir það. Ég sakna alls ekki að finna fyrir þessari sykurþörf allan daginn og ef ég þyrfti að taka allan sykur út væri það ekkert tiltökumál. Það er svo margt annað gott og sérstaklega úti í náttúrunni,“ segir Guðrún og játar að hafa smitað eiginmanninn af hollust- unni. „Það hefur orðið mikil breyting á því sem er til hér í eldhússkápunum. Ég á líka þriggja ára barnabarn sem biður um döðlur, rúsínur og söl þegar hún kemur í heimsókn og er alsæl með það. Auðvitað getur það tekið lengri tíma að finna sér eitthvað að borða en smátt og smátt verður það sem er sykrað ekkert ofboðslega gott lengur.“ Guðrún er orkumeiri, sáttari og ánægðari með sig í dag en áður en hún hóf ferðalagið. Hún segist aldrei hafa búist við þeim árangri sem raun ber vitni. „Ég hafði í rauninni bara sett mér það markmið að koma mér á fæt- ur og ná heilsu aftur. Ég vissi ekkert hvernig eða hvaða árangri ég ætlaði að ná. Þetta er búið að vera meirihátt- ar skemmtilegur skóli en auðvitað erfiður á köflum líka.“ Hún segir læknana hafa ver- ið frábæra. „Heilsugæslulæknarnir hér í Eyjum hafa stutt mig þótt þeir hafi ekki alltaf skilið hvaða leið ég var að fara. Tveir af þeim hafa óskað eftir því að fá að benda nýgreindum liðagigtar sjúklingum á að tala við mig. Síðast þegar ég hitti gigtarlækn- inn fór hann að velta fyrir sér hvort ég hefði verið rétt greind. Árangurinn er svo góður. Liðagigtin virðist hafa lagst í dvala en ég veit af henni þarna. Ég þarf að passa mig. Svo þýðir ekki fyrir fólk með liðagigt að ætla að breyta bara um mataræði og hreyfa sig. Það verð- ur að passa að ofgera sér ekki, það er þessi fína lína sem þarf að finna,“ seg- ir Guðrún og bætir við að slökun sé einnig nauðsynleg en sjálf stundar hún jóga. Guðrún sat á þingi um tveggja vikna skeið á dögunum þar sem hún flutti meðal annars tillögu um skipun starfshóps til að kanna hvort niður- greiða megi heildrænar meðferð- ir græðara. „Ef fólk vill reyna aðferð- ir utan heilbrigðiskerfisins er það allt á þeirra kostnað. Kerfið kemur hvergi nálægt því. Ég hef engar vísindalegar sann- anir aðrar en þær sem ég finn á eigin skinni og hef heyrt frá öðrum en velti fyrir mér hvað sé hægt að spara mik- ið í lyfjakostnaði? Vísindasamfélagið vill fá sannanir en ég efast um að það sé hægt. Ekki frekar en það er hægt að sanna að lyfin lækni. Þau halda oft einkennunum niðri. Auðvitað eru lyf nauðsynleg í sumum tilfellum en oft- ar væri hægt að prófa eitthvað ann- að í upphafi veikinda. Það er mín bjargfasta trú að hefðbundnar lækn- ingar og heildrænar meðferðir vinni vel saman og annað styður hitt. Við þurfum ekki að etja þessu tvennu saman.“ n indiana@dv.is Lífsstíll 17Miðvikudagur 5. desember 2012 Læknaði sig sjáLf n Guðrún Erlingsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir löng veikindi og mikla lyfjanotkun „Það hefur orðið mikil breyting á því sem er til hér í eldhússkápunum Veik og of þung Guðrún fékk nóg og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Alsæl Guðrún hefur misst 25 kíló án þess að fara í megrun. DV MynD LAufey Konný GuðjónsDóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.