Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 26
18 Sport 5. desember 2012 Miðvikudagur Svekkjandi tap á EM n Sautján mínútna kafli þar sem íslenska liðið skoraði ekki varð stúlkunum að falli Í slenska kvennalandsliðið í hand- bolta mátti þola heldur stórt tap fyrir sterku liði Svartfjallalands í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Serbíu á mánudagskvöld, 26– 16. Sautján mínútna kafli hvor sínum megin við hálfleik varð íslenska liðinu að falli, en þá skoraði íslenska liðið ekki eitt einasta mark. Flest benti til þess að leikurinn yrði jafn og spennandi og var staðan jöfn, 3–3, þegar níu mínútur voru liðnar. Þá tókst Svartfellingum að slíta sig frá ís- lenska liðinu og var staðan um miðj- an fyrri hálfleik 8–5. Þá tók við ágæt- ur kafli hjá íslensku stelpunum sem tókst að minnka muninn í 8–7 þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það var eins og allt færi í lás og var staðan í hálfleik 10–7 Svartfjalla- landi í vil. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði. Íslenska liðinu gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Svartfjalla- lands og þegar 38 mínútur voru liðn- ar var staðan orðin 15–7. Í næstu sókn tókst íslensku stelpunum að skora sitt áttunda mark og þá tók við ágætis kafli þar sem íslenska liðinu tókst að minnka muninn í 16–11. Munurinn reyndist hins vegar óyfirstíganlegur og sigldu Svartfellingar fram úr og unnu sannfærandi sigur. Íslensku stelpurnar mættu Svart- fellingum einmitt á HM í Brasilíu á síðasta ári og þá fór íslenska liðið með sigur af hólmi í æsispennandi leik, 22–21, þar sem nánast var jafnt á öllum tölum. Í ljósi þess eru úr- slitin svekkjandi en líta verður til þess að lið Svartfjallalands er talið eitt það sterkasta á mótinu. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk. Ísland mætir sterku liði Rúmena klukkan 19.15 í kvöld, miðvikudag, en lokaleikur Íslands í riðlinum verð- ur gegn ekki síður sterkum and- stæðingi, Rússlandi, á föstudag klukkan 17.05. n Lukaku áfram hjá WBA Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun að öllum líkindum klára tímabilið í ensku úrvals- deildinni með WBA. Lukaku, sem er 19 ára, var lánaður til félagsins frá Chelsea í sumar. Hann hefur komið við sögu í þrettán leikjum á tímabilinu og skorað fimm mörk. Þar sem Fernando Torres hefur ekki fundið skotskóna á tímabil- inu var jafnvel búist við því að Chelsea kallaði leikmanninn til baka í janúar. Rafael Benitez, stjóri Chelsea, segir að það sé þó ólíklegt. „Við vitum að Romelu hefur staðið sig vel hjá WBA. En líklega er best fyrir hann að vera þar áfram þar sem hann fær að spila og þróa sinn leik.“ Ekkert tilboð í Lewandowski Forráðamenn þýska félags- ins Borussia Dortmund segja að ekkert sé hæft í sögusögnum þess efnis að póski framherjinn Robert Lewandowski gangi í raðir Manchester United í sumar. Þýsk- ir fjölmiðlar hafa greint frá því að United hafi komist að samkomu- lagi við Dortmund um kaup á leik- manninum sem myndi ganga í raðir United næsta sumar. Jurgen Klopp, stjóri Dortmund, segir hins vegar að leikmaðurinn sé ánægð- ur innan vébanda Dortmund og ekkert samkomulag sé í höfn um að hann yfirgefi félagið. Klopp útilokar þó ekki að hlust- að verði á tilboð í Lewandowski næsta sumar. Demba Ba eða Huntelaar Arsenal virðist ætla að bæta við sig framherja á næstunni ef marka má bresku slúðurpressuna. Klaas- Jan Huntelaar, framherji Schal- ke, hefur verið orðaður við liðið en samningur hans við Schalke rennur út næsta sumar. Talið er að Arsenal geti fengið leikmanninn á sex milljónir punda. Þá hefur Demba Ba, framherji Newcastle, einnig verið nefndur til sögunn- ar, en hann hefur verið funheitur í annars frekar köldu liði Newcastle. Í samningi Ba við Newcastle er klásúla þess efnis að hann geti far- ið komi tilboð upp á 7,5 milljónir punda, eða 1,5 milljarða króna. Er Wenger sagður ætla að nýta sér það jafnvel strax í janúar. Stórt tap Íslenska liðið tapaði 26–16 fyrir Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik á EM. Ágúst Jóhannsson er þjálfari liðsins. Benitez gæti unnið titil með Chelsea n HM félagsliða hefst á fimmtudag n Chelsea mætir beint í undanúrslitin H eimsmeistarakeppni fé- lagsliða í knattspyrnu hefst með formlegum hætti í Jap- an á fimmtudag þegar leik- ið verður um laust sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Þessi um margt einkennilega keppni var haldin fyrst árið 2000 en í kjölfarið var gert fimm ára hlé og var keppnin ræst að nýju árið 2005 og hefur hún ver- ið haldin æ síðan. Í keppninni mæt- ast bestu lið hverrar heimsálfu fyrir sig og fá lið sem bera sigur úr býtum í álfukeppnum þátttökurétt á mótinu. Þannig verður enska liðið Chelsea, sem vann Meistaradeild Evrópu í vor, fulltrúi Evrópu í mótinu. Fimm sigrar Evrópu í röð Evrópsku liðin hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í keppninni á undanförnum árum og hafa unnið mótið fimm ár í röð, eða frá árinu 2007. Chelsea, með Rafael Benitez í brúnni, verður því að teljast sig- urstranglegt þrátt fyrir ófarir liðsins á undanförnum vikum. Mótið hefst sem fyrr segir næst- komandi fimmtudag þegar gestgjaf- arnir í Sanfrecce Hiroshima mæta Eyjaálfumeisturunum í Auckland City frá Nýja-Sjálandi. Um er að ræða úr- slitaleik um það hvort liðið fær þátt- tökurétt í átta liða úrslitum keppninnar. Sérstakar reglur Reglurnar í keppninni eru um margt sérstakar. Þannig mun sigurvegarinn úr viðureign Sanfrecce Hiroshima og Auckland City mæta Afríkumeistur- um Al-Ahly í átta liða úrslitum. Í hinni viðureigninni mætast Asíumeistarar Ulsan Hyundai Mið-Ameríkumeistur- um Monterrey frá Mexíkó. Tvö lið hefja hins vegar leik í undanúrslitum keppninnar en það eru Suður-Am- eríkumeistarar Corinthians og Evrópumeistarar Chelsea. Chelsea mætir sigurvegaranum úr leik Ulsan Hyundai og Monterrey á meðan Cor- inthians mætir að öllum líkindum Al-Ahly í undanúrslitum. Miðað við styrkleika Chelsea og Corinthians eru allar líkur á þau mætist í úrslitum. n Leikstaðir JAPAN Yokohama Toyota Afríka Al-Ahly (Egyptaland) Asía Ulsan Hyundai (S. Kórea) Evrópa Chelsea (England) Norður & Mið Ameríka Monterrey (Mexíko) Eyjaálfa Auckland City (N. Sjáland) S. Ameríka Corinthians (Brasilía) Gestgjafar Sanfrecce Hiroshima (Japan) Liðin í ár Umspil fyrir átta liða úrslitin Átta liða úrslit Fimmta sæti 6. des Sanfrecce Hiroshima v Auckland City 1 9. des Ulsan Hyundai v Monterrey 29. des Sigurlið 1 v Al-Ahly 3 12. des Taplið 2 v Taplið 3 4 Undanúrslit 13. des Sigurlið 2 v Chelsea 612. des Sigurlið 3 v Corinthians 5 Úrslit 16. des Sigurlið 5 v Sigurlið 6 8 Þriðja sæti 16. des Taplið 5 v Taplið 6 8 HM félagsliða 2012 Bestu félagslið hverrar heimsálfu mætast á HM félagsliða sem haldið verður í Japan. Mótið hefst formlega á fimmudag. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Úrslit síðustu ára Sigurvegari Annað sæti 2000 Corinthians (BRA) Vasco da Gama (BRA) 2005 Sao Paulo (BRA) Liverpool (ENG) 2006 Internacional (BRA) Barcelona (SPÁ) 2007 Milan (ÍTA) Boca Juniors (ARG) 2008 Man. United (ENG) LDU Quito (EKV) 2009 Barcelona (SPÁ) Estudientes (ARG) 2010 Internazionale (ÍTA) Mazembe (KON) 2011 Barcelona (SPÁ) Santos (BRA) Pressa á stjóra Chelsea Rafael Benitez getur þaggað niður í gagnrýnisröddum með góðum árangri á HM félagsliða. Mynd REutERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.