Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 3
KvótaKóngar
vilja olíuauð
Fréttir 3Miðvikudagur 5. desember 2012
254 hjúkrunarfræðingar segja upp
n Alvarleg staða á Landspítalanum n Óánægja með launakjör meðal hjúkrunarfólks
G
rafalvarleg staða er á
Landspítalanum en 254
hjúkrunarfræðingar hafa
sagt upp störfum þar á
undanförnum dögum. Hjúkr-
unarfræðingarnir skiptu með sér
193 stöðugildum. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá skrifstofu
forstjóra Landspítalans. Þetta
þýðir að tæplega tuttugu prósent
allra hjúkrunarfræðinga á spítal-
anum hafa sagt upp störfum. Upp-
sagnirnar munu taka gildi 1. mars
næstkomandi að öllu óbreyttu,
samkvæmt tilkynningunni.
„Fyrir Landspítala og sjúklinga
hans er þetta grafalvarlegt mál og
verið er að vinna í því með að-
komu fjármála- og velferðarráð-
herra,“ segir í tilkynningunni en
þar er jafnframt minnt á að samn-
ingur hjúkrunarfræðinga gildi út
árið 2014. Viðræður hafa átt sér
stað um endurskoðun á stofn-
samningi á milli spítalans og Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Stjórnendur spítalans telja aug-
ljóst að ekki sé svigrúm til að
hækka laun í þeim viðræðum þó
að vilji til þess sé mikill.
Mikil óánægja hefur verið með
launakjör á meðal hjúkrunar-
fólks en mikill niðurskurður hef-
ur verið í heilbrigðiskerfinu frá
efnahagshruninu haustið 2008.
Ekki sló á óánægjuna að Guð-
bjartur Hannesson velferðarráð-
herra samþykkti að hækka laun
Björns Zoëga, forstjóra spítalans,
fyrr á árinu. Sú hækkun gekk þó til
baka eftir hávær mótmæli, meðal
annars frá hjúkrunarfræðingum.
Í tilkynningu Landspítalans seg-
ir að niðurskurðurinn hafi numið
23 prósentum af heildarútgjöld-
um spítalans frá því sem var árið
2007, árið fyrir hrun. „Á þessum
tíma hafa laun allra starfsmanna
spítalans rýrnað,“ segir í tilkynn-
ingunni. n adalsteinn@dv.is
Listaverkasafn
SPRON til sölu
Sérstakt uppboð á listaverkum
úr búi Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis verður haldið í Gallerí
Fold næstkomandi sunnudag og
mánudag. Um er að ræða 140
listaverk sem verða boðin upp
úr búinu og eru mög þeirra mjög
verðmæt, enda var það stefna
SPRON að fjárfesta í góðum lista-
verkum.
Meðal verka sem boðin verða
upp má nefna tvö stór sjómanna-
verk Gunnlaugs Scheving auk
stórrar Stykkishólmsmyndar eftir
sama höfund. Þá verða boðin
upp verk eftir Jóhannes S. Kjarval,
Karl Kvaran, Brynjólf Þórðarson,
Snorra Arinbjarnar, Jóhönnu
Kristínu Yngvadóttur, Finn Jóns-
son og fleiri. Af núlifandi lista-
mönnum sem eiga verk í safninu
má nefna Braga Ásgeirsson, Eirík
Smith, Karólínu Lárusdóttur og
fleiri. Hægt er að skoða verkin í
galleríinu frá deginum í dag, mið-
vikudag, en uppboðið hefst síðan
klukkan 16 á sunnudag.
Mikil óánægja Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín.
T
vö íslensk sjávarútvegsfyrir-
tæki munu á næstunni fá
sérleyfi fyrir rannsókn-
ir og vinnslu á olíu og gasi
á Drekasvæðinu í gegnum
dótturfélög. Annað þeirra er Sam-
herji, sem er stærsta útgerðarfyrir-
tæki landsins. Leyfin sem Orkustofn-
un gefur út fara til Faroe Petroleum
Norge og Íslenskra kolvetna og til
Valiant Petroleum og Kolvetna. Auk
þess mun ríkisolíufélagið Petoro fá
fjórðungsþátt í báðum leyfum.
Félagið Íslenskt kolvetni ehf. var
eitt þeirra félaga sem fékk rann-
sóknarleyfi hjá Orkustofnun en það
félag er meðal annars í eigu Olíu-
verslunar Íslands, samkvæmt stofn-
gögnum félagsins sem liggja fyrir
hjá Fyrirtækjaskrá. Samherji er svo
meirihlutaeigandi í Olís en kaup
fyrir tækisins á olíufélaginu voru
samþykkt í september síðastliðn-
um. FISK Seafood, dótturfélag Kaup-
félags Skagfirðinga, á einnig í fé-
laginu í gegnum Olís.
Milljarðahagnaður ár eftir ár
Samherji er eitt verðmætasta fyrir-
tæki landsins og er milljarðahagn-
aður af rekstri þess ár eftir ár. Þor-
steinn Már Baldvinsson er stærsti
eigandi félagsins og forstjóri þess.
Hann var áberandi í íslensku við-
skiptalífi fyrir hrun og var meðal
annars stjórnar formaður Glitnis
þegar bankinn féll í efnahagshrun-
inu haustið 2008. Hann hefur eftir
hrunið keypt upp nokkur sjávarút-
vegsfyrirtæki í gegnum Samherja og
tryggt stöðu sína kyrfilega á íslensk-
um markaði. Meðal þeirra fyrirtækja
er Olíuverslun Íslands, Olís, sem er
tengiliður Samherja við olíuvinnslu á
Drekasvæðinu. Samherji keypti 37,5
prósenta hlut í Olís í febrúar síðast-
liðnum, mánuði áður en Olís stofn-
aði Íslenskt kolvetni ásamt tveimur
öðrum aðilum. Samkeppniseftirlitið
samþykkt kaupin svo í september
síðastliðnum.
Samherji á þegar hlut í norsku fé-
lagi sem sérhæfir sig í að þjóna olíu-
, byggingar- og rannsóknariðnaði á
sjó. Félagið keypti 6,24 prósenta hlut
í félaginu, sem heitir Rem Offshore,
árið 2007 fyrir tæplega hundrað og
tuttugu milljónir króna.
Kaupfélagið á líka hlut
Annað sjávarútvegsfyrirtæki kemur
líka nálægt Íslensku kolvetni í gegn-
um Olís. FISK Seafood, sem er
dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga,
keypti á sama tíma og Samherji 37,5
prósenta hlut í Olís. FISK Seafood á
og rekur þrjá frystitogara og einn ís-
fisktogara ásamt bolfisk- og rækju-
vinnslu. Heildarkvóti félagsins er
13.324 þorskígildistonn fyrir út-
hlutunarárið 2011–2012, samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu þess.
Samkeppniseftirlitið fjallaði líka um
kaup FISK á hlutafé í Olís og sagði
meðal annars í umsögn eftirlitsins
vegna kaupanna að „félögin samein-
ast í eignarhaldi sínu á Olís“.
Að hinu íslenska félaginu sem
mun fá sérleyfi auk Íslensks kol-
vetnis er félagið Kolvetni. Það félag
er í eigu Jóns Helga Guðmundsson-
ar, fjárfestis sem oft er kenndur við
Byko, og Gunnlaugs Jónssonar verk-
fræðings auk verkfræðistofunnar
Mannvits og félags sem Norðmaður-
inn Terje Hagevang, forstjóri olíufé-
lagsins Valiant.
Þriðja félagið leitar
samstarfsaðila
Orkustofnun hefur ákveðið að veita
áðurnefndum aðilum sérleyfi til
rannsókna og vinnslu á olíu og gasi
á Drekasvæðinu. Sérleyfin hafa þó
ekki verið gefin út en það verður
gert þegar norska stórþingið hefur
samþykkt þátttöku norska ríkisfyrir-
tækisins Petoro í verkefninu og að-
ilar sérleyfanna hafa undirritað sam-
starfssamninga sína um verkefnin.
Samkvæmt tilkynningu frá Orku-
stofnun vegna málsins sem send var
út á mánudag er gert ráð fyrir að sér-
leyfin verði gefin út í byrjun janúar.
Þriðja umsóknin um sérleyfi hefur
ekki verið tekin til lokaafgreiðslu hjá
Orkustofnun. Sú umsókn var frá Ey-
kon Energy en afgreiðslu hennar var
frestað. Forsvarsmenn Eykon hafa til
1. maí á næsta ári til að afla samstarfs-
aðila sem stofnunin telur hafa næga
sérþekkingu, reynslu og bolmagn til
að annast þá starfsemi sem felst í leyf-
inu. Heiðar Már Guðjónsson, hag-
fræðingur og fjárfestir, er í forsvari fyr-
ir það félag sem er í eigu bæði hans og
annarra fjárfesta, meðal annars áður-
nefnds Terje Hagevang. n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Olíuauður? Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja, til
vinstri á myndinni, gæti hagast enn
meira en hann hefur gert hingað til
á fiskveiðum ef olía finnst á Dreka-
svæðinu. Mynd AðALsteinn KjArtAnssOn
n Sjávarútvegsfyrirtæki fá leyfi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu
sjö nýjar dráttarvélar í notkun:
Borgin
greiddi 160
milljónir fyrir
Sjö nýjar dráttarvélar með bún-
aði til snjóhreinsunar hafa verið
teknar í gagnið hjá Reykjavíkur-
borg. Vélarnar verða notaðar
til snjóhreinsunar á stígum og
gönguleiðum í borginni austan
Elliðaáa og vestan Snorrabrautar,
en verktakar sjá um vetrarþjón-
ustu á svæðinu þar á milli. Í til-
kynningu frá borginni kemur fram
að fjárfestingin í dráttarvélunum
sjö ásamt fylgibúnaði nemi um
160 milljónum króna. Kaupin voru
boðin út eins og innkaupareglur
borgarinnar segja til um.
Eins og kunnugt er var snjó-
hreinsun í Reykjavík nokkuð í
sviðsljósinu á liðnum vetri sem
var nokkuð snjóþungur. Er sér-
staklega tekið fram í tilkynn-
ingunni að kaupin á vélunum séu
hluti af því að bæta vetrarþjónustu
á stígum og gönguleiðum. Einnig
hefur verið farið yfir viðbragðs-
áætlanir af starfshópi sem borgar-
stjóri skipaði.
„Í snjó og hálku er miðað við
að fyrstu yfirferð í snjóhreinsun
hjólastíga og gönguleiða að skól-
um og að biðstöðvum strætis-
vagna sé lokið fyrir klukkan 8 að
morgni virka daga. Klukkan þrjú
um nóttina er farin eftirlitsferð og
starfsmenn ræstir út ef aðstæður
gefa tilefni til. Ábendingar frá íbú-
um um það sem betur má fara við
snjóhreinsun er best að setja inn
á ábendingavefinn www.reykjavik.
is/borgarland, en sú lausn sann-
aði gildi sitt síðasta vetur þegar
beiðnum snjóaði inn,“ segir í til-
kynningunni.
Dráttarvélarnar koma í stað sex
eldri véla sem Reykjavíkurborg
hafði haft í leigu í mörg ár. Yfir
sumartímann verða nýju vélarnar
notaðar í önnur verkefni svo sem
við grasslátt.