Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 19
Bækur 7Miðvikudagur 5. desember 2012 Tíminn er ruddalegur glæpon N útíminn er trunta og tuskar okkur til. Í bók Jennifer Egan, sem heitir á frum- málinu A Visit from the Goon Squad, eru söguhetjurnar aldeilis tuskaðar til. Af tímanum og tíðarandanum. Jennifer hefur sagst hafa feng- ið innblástur úr jafnólíkum áttum og frá Proust: À la Recherche du Temps Perdu og The Sopranos. Það virðist hálffjarstæðukennt að leita sér fanga úr þáttaröð um ítalska glæpona annars vegar og frásögn Proust af þroska ungrar manneskju og sýn hennar á sam- tímann. Hjá Jennifer gengur það fullkomlega upp í bók sem er hár- beitt, hæðin og tilfinningarík. Íslenski titillinn, Nútíminn er trunta, er skemmtileg þýðing því hann njörvar niður ákveðna hugs- un höfundar. Tíminn er áþreifan- legur í þessari bók. Hann er afl sem breytir og hefur áhrif á það hvernig við horfum á líf okkar og í því samhengi er nútíminn algjör trunta. Hann er glæpon sem er sífellt að kúga okkur og ræna. Bókin hverfist um tónlist og fjallar á skemmtilegan hátt um minningar og vináttu, tímann og afleiðingar gjörða okkar. Um ástina og lífið á misjöfnum tímum og þroskaskeiðum. Bókin myndi líklega hvorki flokkast sem skáldsaga né safn af smásögum. En eitthvað þess á milli. Nokkrar söguhetjur eru límið og tengja kaflana saman. Hin áttavillta Sasha, Bennie sem borðar gull, Alice, Scotty sem verður frægur meðal „potara“ og Rhea. En annars er frelsið algjört. Það er flakkað um í tíma og á milli heimsálfa og á milli stíla. Afríka, San Francisco, Napólí. Jennifer leyfir sköpunargleðinni að taka völdin. Orðtak og frásagnarmáti er einstaklega frumlegur. Einn kafli bókarinnar er skrifaður eins og powerpoint-glærusýning. Útkoman er stórkostleg. Ljóðræn og hnitmiðuð og hentar frásögn- inni afar vel. Í öðrum kafla, sem á sér stað í nálægri framtíð, eru samskiptin svo knöpp að þau eru orðin frumstæð. Smábörn ráða markaðinum, þau eru „potarar“ og eiga spjaldtölvur sem hægt er að pota í og senda skilaboð. Tón- listarmenn þess tíma verða að laga sig að breyttum tímum og í stað þess að syngja um uppáferð- ir og dóp, syngja þeir um sæta bangsa og önnur krúttlegheit … og tngmalð fjrr ut! (eins og söguhetj- ur tjá sig í einum kaflanum). Jennifer kemur þarna til skila stígandanum í æ knappari sam- skiptum okkar í nútímanum með áhrifamiklum hætti. Þessi bók er upplifun. Hún er áhrifamikil og skemmtileg lesning sem enginn ætti að missa af. E itt af því sem Guðbergur Bergsson er þekktur fyrir er að deila hart á þjóð sína og það samfélag sem við búum í. Hann er laginn við það, ný- legt dæmi er afar fyndin saga sem hann sendi frá sér fyrir fjórum árum, Leitin að barninu í gjánni. Sú skáld- saga Guðbergs sem kom út fyrir skömmu, Hin eilífa þrá - Lygadæmi- saga, er afar fjarri því að vera jafn vel heppnuð. Þar segir frá starfsfólki regnfata- gerðarinnar Iceland Rain sem hefur bækistöðvar í iðnaðarhverfi í Reykja- vík. Persóna að nafni Feiti, sem kalla má aðalpersónu þessarar sérstöku sögu, starfar þar sem eins konar sendill og handlangari. Aldur hans er ekki alveg á hreinu, hann er sagð- ur „eflaust kominn undir fimmtugt“ (bls. 9), er einhleypur og barnlaus og líður ekki vel í vinnu og einkalífi. Saumakonurnar í regnfatagerðinni hæðast margar að honum, gantast til dæmis með þá staðreynd að Feiti sé kvenmannslaus, og hann lætur þetta yfir sig ganga á meðan hann ber efni á milli saumakvennanna íslensku og sníðakvennanna asísku, enda of ein- faldur til að svara fyrir sig af viti. Við sögu koma svo ýmsar aukapersónur, lítt eftirminnilegar, en séra Jón sker sig þar úr, sú skrítna skrúfa sem hann er. Sú sem Feita er efst í huga er Fagra, hálfsystir hans sem vinnur á ráðningarskrifstofu og Feiti finnur fyrir meiru en bróðurást til. Guðbergi virðist nokk sama um þær persónur sem hann skapar hér. Flestar eða allar birtast lesend- um eingöngu sem hlægilegar og heimskar mannverur. Þær sem ekki hrærast í afkáralegu kjaftasögusam- félagi fataverksmiðju ganga um nakt- ar eða á bikiníi heima hjá sér til að vera nútímalegar (bls. 197), stunda hæga sjálfsfróun í dæmigerðu IKEA- herbergi (bls. 63) eða eru dýrslegir perraprestar. Reglulega í sögunni er sagt frá von fólks um að vinna stóra vinninginn í lottóinu um leið og látið er í veðri vaka að einungis einfeldn- ingar lifi í slíkri von, enda hafa ein- hver gáfumenni kallað lottó skatt heimska fólksins. Í formála annarrar útgáfu skáldsögu sinnar Tómasar Jónssonar metsölubókar segir Guð- bergur að Tómas hafi átt að vera táknmynd aldamótakynslóðarinnar í upphafi tuttugustu aldar, og að sama skapi má leiða að því líkur að Feiti sé táknmynd til dæmis „sjálfhverfu“ kynslóðarinnar sem mikið var rædd í þjóðfélaginu fyrir skömmu; eða kannski meðaljónsins á Íslandi nú- tímans? Þess sem vill hnika lífi sínu til betri vegar en skortir það sem til þarf? Lesa má úr bókum og blaðagrein- um höfundarins í gegnum tíðina að mannskepnan er ekki mjög merki- leg skepna og líklega eru Íslendingar þjóða hjákátlegastir í hans huga. Í þessari sögu er þjóðin sögð ráðalaus eftir að bandaríski herinn fór, ringl- uð yfir að vera orðin sjálfstæð í fyrsta sinn í margar aldir, marga dreymir um að eiga stóran jeppa til að losna við strætóferðir og geta séð eldgos með berum augum, og sumir telja að hollast sé að skrökva þegar spurt er í alþjóðlegri símakönnum Gallup um lífsgleði þjóða og segjast ham- ingjusamasta fólk í heimi (bls. 6–7). Í víðara samhengi virðast Íslendingar sem þjóð skotmarkið en ekki einung- is tiltekin kynslóð. Form sögunnar minnir á kvik- myndahandrit eða leikrit að því leyti að í byrjun kafla er staðsetning til- greind og stundum einnig tíma- setning (t.a.m. „Gata. Dagur.“), nöfn persóna eru nefnd með tvípunkti áður en þær taka til máls og fleira í þeim dúr. En svo er þarna galsafullur sögumaður sem er ekki vaninn í leik- og kvikmyndatextum. Guðbergur bregður þannig á leik með hið hefð- bundna form skáldsögunnar, ef enn er hægt að tala um hefðbundið form þeirrar bókmenntategundar, sem er góðra gjalda vert og þegar vel tekst til bæta slíkar formtilraunir talsverðu við viðkomandi skáldverk (nærtæk- asta dæmið Tómas Jónsson), en gerir þessari bitlitlu sögu lítið gagn. Sögu- maðurinn er ágætlega fyndinn fyrst en þegar á líður verður hann eins og frændinn sem er voðalega skemmti- legur í byrjun veislunnar en allir eru farnir að þrá að þagni þegar nokkuð er liðið á kvöldið. Þeirri vangaveltu verður ekki varist við lestur þessarar sögu hvort Guðbergur hafi algjörlega frítt spil hjá útgefanda sínum, fái allt gefið út, vegna þeirra mörgu mögnuðu verka sem hann hefur sent frá sér síðustu áratugi. Í áðurnefndum formála að Tómasi Jónssyni segir skáldið að sterkasta hlið skáldverks sé tákn- mynd þess. „Hún [verði] að vera að öllu leyti bara hún sjálf, stíll hennar og innihald, en um leið verður hún að vera, ef hún er fullkomin, sem flest atriði lífsins eða þess tímabils sem hún „lifir á“.“ Ef Hin eilífa þrá á að standa fyrir sem flest atriði lífs- ins eða þess tímabils sem nú er, og tíminn leiðir í ljós að það hafi tekist og hún öðlast langlífi líkt og Tómas Jónsson metsölubók, samþykki ég mótþróalaust heimsku mína gagn- vart snilldinni og bíð bara eftir þeim stóra í lottóinu. Feiti Jónsson met­ sölubók eða flopp? Kristján Hrafn Guðmundsson Bækur Hin eilífa þrá Lygadæmisaga Höfundur: Guðbergur Bergsson Útgefandi: JPV 270 blaðsíður Feiti Jónsson? Ef Hin eilífa þrá á að standa fyrir sem flest atriði lífsins eða þess tímabils sem nú er, og tíminn leiðir í ljós að það hafi tekist og hún öðlast langlífi líkt og Tómas Jónsson metsölubók, samþykki ég mótþróalaust heimsku mína gagnvart snilldinni og bíð bara eftir þeim stóra í lottóinu. Nútíminn er trunta Höfundur: Jennifer Egan Útgefandi: Bjartur 361 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Bræðingsbókmenntir: Upp­ vakningar, skrímsli og … Jane Austen Svokallaðar bræðingsbók- menntir (e. Mash Up Literat- ure) hafa á síðustu árum notið mikillar hylli – og það ekki að ástæðulausu. Bókaforlagið Quirk, gefur út röð bóka í þessum flokki, þar sem brædd eru saman klass- ísk bókmenntaverk við önn- ur minni. Út hafa komið hin fjölbreyttustu verk og óhætt að segja að hugmyndaflugið í þessum bókaflokki sé talsvert mikið. Meðal bóka sem Quirk hefur sent frá sér má nefna tvö verk sem eru brædd saman verk enska rithöfundarins Jane Austen við uppvakninga og skrímsli. Í Hroka og hleypi- dómum og uppvakningum er aldeilis búið að hressa söguna við á skemmtilegan máta. Í sögunni eru Elizabeth Benn- et og systur hennar þrautþjálf- aðir uppvakningabanar og í Meowmorphosis, bræðingi úr Kafka, er krúttlegur kettlingur settur í stað viðbjóðslegs skor- dýrs. Kannski krúttkynslóðinni hugnist bókin sérlega vel? Bókaröðin er fáanleg í Eymundson og er óhætt að segja að úrvalið sé hið fjöl- breyttasta eins og dæmin hér að ofan sanna. Hroki og hleypidómar og uppvakningar Vonir og væntingar og sæskrímsli Kafkaískur kettlingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.