Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 5. desember 2012 Miðvikudagur 440 milljónir afskrifaðar n Magnús Bjarnason er fyrrverandi yfirmaður alþjóðasviðs Glitnis M agnús Bjarnason, sem ráð­ inn var forstjóri sjávarút­ vegsfyrirtækisins Icelandic Group nú á mánudaginn, fékk 440 milljónir króna afskrifaðar hjá Íslandsbanka í fyrra en hann er fyrrverandi starfmaður hjá bank­ anum. Félagið IDA ehf. sem alfar­ ið er í eigu Magnúsar fékk umrædda afskrift í fyrra. Skuldin er til komin vegna kúlu­ láns sem Magnús fékk til hluta­ bréfakaupa meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Glitnis. Hann fékk kúlulánið í mars 2007, sama dag og Birna Einarsdóttir, en líkt og frægt er orðið urðu „tækni­ leg mistök“ til þess að kúlulánakaup Birnu gengu ekki eftir. Samkvæmt ársreikningi IDA ehf. skuldaði félagið Glitni um 700 millj­ ónir króna árið 2010. Var félagið með neikvætt eigið fé upp á 460 milljónir króna árið 2010. Í ársreikningi félags­ ins fyrir árið 2011 kemur fram að það hafi fengið eftirgjöf skulda sinna við bankann upp á 440 milljónir króna. Auk þess átti félagið fasteign sem metin var á 230 milljónir króna sem það seldi árið 2011 með 30 milljóna króna hagnaði. Félag Magnúsar virð­ ist þannig vera orðið skuldlaust við Íslandsbanka. Árið 2010 gaf Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, það út að kúlulán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Glitni fyrir hrun yrðu afskrifuð. Óskaði stjórn Íslands­ banka eftir því að umræddir starfs­ menn gæfu eignarhaldsfélög sín upp til gjaldþrotaskipta. Þar með sluppu starfsmennirnir við að borga millj­ arða króna kröfur sem bankinn átti á hendur þeim. Félag Magnúsar virð­ ist hins vegar ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta líkt og eignarhalds­ félög margra fyrrverandi samstarfs­ manna hans hjá bankanum. n Aðferðin í lagi Aganefnd Félags tamningamanna gerir ekki athugasemdir við að­ ferðir ungrar tamningakonu sem sökuð var um grófa meðferð á hesti. Þetta kom fram á Eyjunni á þriðjudag. Í úrskurði aganefndar kemur fram að umdeilda mynd­ bandið sem þótti sýna afar slæma meðferð á hesti var tekið úr sam­ hengi og aðeins til þess gert að koma höggi á ungu konuna sem var að temja hestinn. Konunni var sagt upp störfum í kjölfarið og á netinu var henni hótað öllu illu meðal annars nauðgunum og morði. Í myndbandinu sést konan temja hestinn og þótti hún beita afar harkalegum aðferðum. Þótti hesturinn of innbundinn og Dýra­ verndarsamband Íslands tilkynnti málið til lögreglunnar. Sambandið fordæmir þessar aðferðir og segir það engu skipta að hestur­ inn hafi þótt erfiður, en hesturinn var felldur stuttu síðar. Á Eyjunni kemur fram að aganefndin hafi þegar fundað og að þegar mynd­ bandið sé skoðað óklippt sé ekki ástæða til að gera athugasemdir við aðferðir konurnar. Fundað um hryðjuverk Sture Vang, frá norska ríkislög­ reglustjóranum, er staddur hér á landi þar sem hann fundar með lögreglustjórum, yfirlögregluþjón­ um og aðstoðaryfirlögregluþjón­ um um hryðjuverkin í Noregi 22. júlí 2011, hvað hafi gerst og hver sé áunnin lærdómur norsku lög­ reglunnar vegna voðaverkanna, viðbúnað hennar til þess að fyrir­ byggja og takast á við slíka at­ burði. Vang er stjórnandi þeirrar deildar sem annast gerð neyðar­ áætlana og skipulag viðbúnaðar vegna öryggismála. Á námstefnu félags yfirlögregluþjóna á mánu­ dag fjallaði Vang um þau verkefni sem unnið er að innan norsku lög­ reglunnar um eflingu viðbúnaðar og framþróun í lögreglunni til þess að gera hana hæfari til þess að takast á við slík verkefni. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, fór í framhaldi af umfjöllun Sture Vang yfir við­ búnað íslensku lögreglunnar í dag og getu hennar til þess að takast á við slík verkefni. Afskriftir Magnús fékk 440 milljónir króna afskrifaðar hjá Íslandsbanka í fyrra. Þ orlákur Ómar Einarsson fasteignasali hefur fjár­ fest í mörgum eignum í gegnum fyrirtæki sitt, þrátt fyrir að vera gjald­ þrota, það sem af er árinu. Fyrir­ tæki hans, Stakfell­Stóreign, hef­ ur eignast 180 fermetra raðhús að Móaflöt 25 í Garðabæ, tæplega 100 fermetra sumarbústað í Efsta­Dal í Bláskógabyggð og rúmlega 120 fer­ metra íbúð í Fiskakvísl í Reykjavík. Þá eru tvær bifreiðar, svartur Range Rover og BMW, einnig skráðar á fyrirtæki hans. Skiptum lauk á þrotabúi Þorláks síðastliðið sumar og fékkst ekki neitt upp í 479 milljóna króna kröf­ ur sem lýst var í bú fasteignasal­ ans. Skiptastjóri bús Þorláks, Birgir Tjörvi Pétursson, hefur ekki viljað veita DV upplýsingar um búið. Þrátt fyrir þessa stöðu Þorláks, líkt og DV greindi frá á mánudaginn, lánaði Sameinaði lífeyrissjóður­ inn fyrirtæki hans rúmlega 25 millj­ ónir króna sem hvíla nú á raðhúsi hans í Garðabæ. DV hefur nú feng­ ið ábendingar um að lánið frá Sam­ einaða lífeyrissjóðnum hafi verið hærra en þetta eða um 100 milljónir en þetta hefur ekki fengist staðfest. Virðing lánaði líka Á veðbandayfirliti fasteignarinnar að Fiskakvísl kemur fram að verð­ bréfafyrirtækið Virðing hafi einnig lánað Stakfelli­Stóreign. Veðskulda­ bréf frá Virðingu upp á rúmlega 14 milljónir króna hvílir á þeirri íbúð. Fyrirtæki Þorláks Ómars keypti íbúðina í september á þessu ári en veðskuldabréfið er gefið út í maí síð­ astliðinn. Sú íbúð var skráð á Þor­ lák Ómar persónulega þar til í fyrra þegar Arion banki tók hana af hon­ um. Í maí á þessu ári keypti Stakfell­ Stóreign íbúðina aftur af bankanum. Sumarbústaðurinn í Bláskóga­ byggð er óveðsettur ef undan er skilið nokkur hundruð þúsund króna fjárnám frá Glitni frá árinu 2004. Fyrirtæki Þorláks Ómars virðist því ekki eiga í erfiðleikum með að fá lán víðs vegar í fjármálakerfinu þrátt fyrir að hann hafi farið í gjaldþrot upp á nærri hálfan milljarð króna. Framkvæmdastjórinn neitar að svara DV hefur síðustu daga gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá Kristjáni Erni Sigurðssyni, fram­ kvæmdastjóra Sameinaða lífeyris­ sjóðsins, um lánveitingar sjóðsins til Þorláks Ómars og eins til að spyrja hvort sjóðurinn hafi í reynd lán­ að honum 100 milljónir en ekki 25. Blaðið hefur hringt ítrekað í Kristján Örn til að spyrja hann um þetta en framkvæmdastjórinn hefur ekki vilj­ að tala við blaðamann og hefur bor­ ið því í tölvupósti að hann muni að­ eins svara spurningum ef þær berast í tölvupósti. „Getur þú sent mér þær spurningar sem þú er með í tölvu­ pósti?,“ segir Kristján Örn. Blaðamaður vill hins vegar fá að ræða við Kristján Örn. Svör fram­ kvæmdastjórans þurfa því að bíða betri tíma. n Gjaldþrota fasteiGnasali sópar til sín eiGnum Fær lán og kaupir eignir Þorlákur Ómar Einarsson hefur keypt þrjár fast- eignir það sem af er árinu. Nærri hálfur milljarður af skuldum hans var afskrifaður fyrr á árinu. n Framkvæmdastjóri Sameinaða neitar að ræða við blaðamann Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 3. desember 2012 19. nóvember 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.