Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 21
K ólumbíski herinn gerði sprengjuárás á herbúðir meðlima skæruliðahreyf- ingarinnar Farc með þeim afleiðingum að tuttugu meðlimir hreyfingarinnar féllu. Árásin, sem var gerð á laugardag, er ein sú um- fangsmesta síðan friðarviðræð- ur við skæruliðasamtökin hófust í október síðastliðnum. Búðirnar sem ráðist var á eru í Narino-héraði sem er skammt frá landamærunum að Ekvador. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, sagði fyrir skömmu að skæru- liðarnir hefðu minna en eitt ár til að leggja vopn sín niður og er talið að árásin hafi verið áminning frá yfirvöldum um að full alvara lægi á bak við þau orð. Santos hefur hvatt Farc-samtökin til að leggja niður vopn og segir að yfirvöld muni gefa samtökunum tækifæri til að verða lögleg. Þannig geti þau til dæmis tekið þátt í stjórnmálum en fyrst þurfi þau að leggja niður vopn sín. „Þetta þarf að gerast á nokkrum mánuðum, ekki árum,“ sagði hann í samtali við AFP-fréttaveituna. Farc-samtökin eru stærsta skæruliðahreyfing Kólumbíu en þau voru stofnuð af Manuel Marul anda árið 1964. Á undan- förnum árum hafa þau fjármagnað starfsemi sína með mannránum, kúgunum og þátttöku í eiturlyfja- viðskiptum en í kjölfar stofnun- ar þeirra voru þau fjármögnuð að nokkru leyti frá Sovétríkjunum þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Í febrúar síðastliðnum lýstu samtökin því yfir að þau myndu hætta mannránum. Þrátt fyrir fög- ur fyrirheit hafa þau þó ekki hætt. Friðarviðræður við samtökin standa enn yfir og er óvíst hvort sættir náist. Talið er að meðlimir Farc hafi verið 16 þúsund árið 2001 en nú er talið að fjöldi þeirra sé kominn niður í 8 þúsund. n Erlent 13Miðvikudagur 5. desember 2012 Ráðist á meðlimi Farc n Meðlimum hefur fækkað úr 16 þúsund í 8 þúsund á tíu árum Öngþveiti í Rússlandi Mikið umferðaröngþveiti mynd- aðist víða í Rússlandi um helgina vegna mikillar ofankomu. Rúss- neskir fjölmiðlar greindu frá því að þúsundir bifreiða hefðu setið fastar á fjölförnum vegum í Tver- héraði norður af Moskvu og um- ferðarhnútar hafi teygt sig svo langt sem augað eygði. Umferðaröngþveitið var það mikið að ákveðið var að koma matarbirgðum til þeirra sem sátu fastir í bifreiðum sínum á M-10-hraðbrautinni. „Ökumenn reyna að hjálpa hver öðrum. Málið er að yfirvöld gera það ekki. Hér eru engir eldsneytisbílar, ekkert vatn, ekkert. Við sitjum bara fastir hérna,“ sagði flutningabílstjórinn Sergei í samtali við Rossiya 24-sjónvarpsstöðina, ósáttur vegna stöðu mála. Fór í verkfall en endaði í fangelsi Dómstóll í Singapúr hefur dæmt kínverskan rútubílstjóra í sex vikna fangelsi fyrir að skipuleggja verkfall. Þá ákvað dómstólinn að vísa 29 öðrum kínverskum rútubílstjórum úr landi. Rútubíl- stjórarnir voru óánægðir með kjör sín í Singapúr og gripu því til þess ráðs að fara í verkfall til að þrýsta á um kjarabætur. Verkföll eru afar fátíð í Singapúr og til marks um það voru 26 ár síðan það gerðist síðast. Yfirvöld í Peking hafa lýst yfir áhyggjum af handtökunum en ætla þó ekki að bregðast við. HIV-smituð- um fjölgar HIV-smituðum í Rússlandi fjölgaði um 12 prósent á fyrstu sex mánuð- um ársins miðað við sama tímabil árið 2011. Samkvæmt opinberum tölum rússneskra heilbrigðisyfir- valda eru nú 703 þúsund manns smitaðir af HIV í landinu. Flestir þeirra sem smituðust á fyrstu sex mánuðum ársins, eða 60 prósent, fengu veiruna eftir að hafa notað óhreinar sprautunálar. Þrátt fyrir þessa fjölgun HIV-sýktra í Rússlandi hefur hlutfall þeirra staðið nokkurn veginn í stað á heimsvísu undanfarin misseri. Vadim Pokrovsky, yfirmaður samtaka HIV-smitaðra í Rússlandi, hefur lýst yfir áhyggjum af þróuninni og hefur hann biðlað til stjórnvalda um að grípa til ráðstafana til að stemma stigu við nýjum smitum – að óbreyttu muni fjöldi HIV-smitaðra í Rússlandi tvöfaldast á næstu fimm árum. Tónlistarmenn græða milljarða n Fimm tekjuhæstu með 50 milljarða n Þeir allra ríkustu eru karlar L aunahæstu tónlistarmenn í heimi hala inn milljarða á hverju einasta ári. Launahæsti tónlistarmaðurinn á síðasta ári var Dr. Dre sem þénaði 110 milljónir dala, jafnvirði 13,9 millj- arða króna, á tólf mánaða tímabili frá maí 2011 til maí 2012. Þetta er niðurstaða bandaríska tímaritsins Forbes sem reglulega tekur saman lista yfir tekjuhæstu einstaklingana í ákveðnum hópum. Á listanum er að finna hljómsveitir á borð við U2 og tónlistar menn á borð við Elton John. Það virðist gefa mjög vel af sér að vera tónlistarmaður, í það minnsta hjá þeim allra vinsælustu. Í efstu fimm sætum lista Forbes eru tón- listarmenn sem samtals þénuðu vel rúmlega fimmtíu milljarða íslenskra króna. Það er þó ekki svo að tekjurn- ar séu allar tilkomnar vegna tónlistar eða sölu geisladiska. Margir þekktu- stu tónlistarmenn heims hafa tekjur af sölu ýmiss konar varnings eða tengslum við ýmis fyrirtæki sem vilja fá að tengja sig við jákvæða ímynd tónlistarmannanna. Athygli vekur á listanum að allir þeir sem hafna í efstu sætum list- ans eru karlmenn. Fyrsta kona á lista Forbes yfir þá tónlistarmenn sem högnuðust mest er Britney Spears. Hún hafnaði í sjöunda sæti list- ans, á eftir Bon Jovi, og er hagnaður hennar metinn á 7,3 millj- arða króna. 2 Roger Waters 11.103 milljónir Einn af stofnmeðlim- um hljómsveitarinn- ar Pink Floyd rakar inn peningum í tengslum við tónleikaferðalagið The Wall Live Tour. Á tónleikunum spil- ar hann alla The Wall-plötu sveitar- innar út í gegn. Samkvæmt Billbo- ard Boxscore hagnaðist hann um 131 milljón dala á tónleikunum á tímabilinu nóvember 2011 til maí 2012. 3 Elton John 10.094 milljónir Breski tónlistarmaður- inn Elton John er enn mjög virkur í vinnunni. Á tímabilinu sem Forbes kannaði hélt hann meðal annars yfir hundrað tónleika en á tímabil- inu tróð hann margsinnis upp í spilavítaborginni Las Vegas. Kvik- myndin hans Gnomeo og Júlía skilaði 200 millj- ónum dala í tekjur. 4 U2 9.841 millj-ónir Írska rokk- sveitin U2 halaði inn 736 milljón- um dala á tónleikaferðalagi sínu 360 Tour sem lauk í ágúst árið 2011. Hljómsveitin er meðal vinsælustu hljómsveita í heimi og seljast plötur hennar nokkuð vel. 5 Take That 8.706 millj- ónir Breska popp- grúppan Take That tók saman að nýju fyrir nokkru og fór í tónleikaferðalag. Á átta tónleikum á Wembley-leikvanginum í Bret- landi höluðu þeir inn sem nemur 61 milljón dala. Með þeim árangri slógu þeir met hvað varðar tekju- hæstu tónleikasyrpuna á einum og sama leikvanginum. Þetta voru þó aðeins nokkrir af þeim tónleikum sem þeir héldu um alla Evrópu og voru tekjur þeirra talsvert hærri en áðurnefnd upphæð. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is 20 féllu Árásin á laugardag var ein sú umfangsmesta í langan tíma. 1 Dr. Dre 13.879 milljónir Tónlistar-maðurinn Dr. Dre halar inn háar fjár- hæðir vegna þeirra platna sem hann hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Það er ekki bara nýjasta platan hans, Detox, sem skilar öllum þessum hagnaði heldur seljast eldri plötur kappans enn nokkuð vel. Dr. Dre byggir tekjur sínar ekki bara á plötusölu heldur hefur hann líka umtalsverðar tekjur af sölu heyrnartóla sem kennd eru við hann. Tækni- fyrirtækið HTC keypti 51 prósents hlut í heyrnartólafyrirtæki hans fyrir um 300 millj- ónir dala á síðasta ári. Síðan þá hefur hann reyndar keypt stóran hluta til baka af HTC.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.