Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 10
J ón Ásgeir Jóhannesson, fjárfest- ir og fyrrverandi aðaleigandi Baugs, stýrir Iceland-keðjunni á Íslandi á bak við tjöldin. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Jóni Ásgeiri til starfsmanns Iceland-búð- anna, Guðrúnar Þórsdóttur, eigin- konu föður hans sem var annar stjórn- armanna rekstrarfélags Iceland, og Einars Þórs Sverrissonar lögmanns, sem dagsettir eru 5. og 6. október síð- astliðinn. Í allri umfjöllun um Iceland-keðj- una er faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, sagður vera eigandi Iceland- keðjunnar og hefur Jón Ásgeir ekki verið bendlaður við verslanirnar op- inberlega með beinum hætti. Meðal annars sagði Jóhannes á Beinni línu DV að Jón Ásgeir kæmi ekki að rekstri Iceland: „Jón kemur ekki að rekstri Iceland.“ Ein af ástæðum þessa er meðal annars líklega sú að Jón Ásgeir er sennilega einn umdeildasti við- skiptamaður landsins og hafa viðskipti honum tengd verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Þetta virðist ekki vera rétt ef marka má tölvupóst- samskipti sem benda til þess að Jón Ásgeir stýri Iceland-keðjunni. Í tölvupóstunum ræðir Jón Ásgeir um hlutafjáraukningu Iceland-keðj- unnar sem gengið var frá í nóvember en þá komu eigendur bresku Iceland- keðjunnar með 160 milljónir króna sem lagðar voru inn í reksturinn hér á landi. Malcolm Walker, eigandi og forstjóri Iceland í Bretlandi, hefur gef- ið það út að þátttaka Iceland í hluta- fjáraukningunni hafi verið „greiði“ við fjölskyldu Jóhannesar og Jóns Ásgeirs. „Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna,“ sagði Walker í við- tali við Stöð 2 þegar hlutafjáraukningin hafði verið gerð opinber. Var með krosslagða fingur Í tölvupóstunum kemur skýrt fram að Jón Ásgeir stýrði hlutafjáraukn- ingu keðjunnar og var hann í þeim að gefa skipanir um hvernig að henni skyldi staðið. Meðal þess sem Jón Ás- geir sagði í tölvupóstunum var að von- andi bærust 160 milljónir króna frá eigendum Iceland þann 10. nóvem- ber síðastliðinn og að hann væri með „krosslagða fingur“ í þeirri von að fjár- munirnir myndu berast, líkt og fram kemur hér á eftir. Annað atriði sem Jón Ásgeir ræddi í tölvupóstunum var að breyta þyrfti samþykktum Iceland-keðjunnar á Ís- landi til að gera ráð fyrir hinum nýju hluthöfum. Fól hann Einari Sverris- syni að gera þetta: „Breytingar á samþykktum sem Einar þarf að koma inn á mánudag. Sjá fylgiskjal. Sendi einnig reikning v kostnaðar sem Apogee lagði út fyrir opnun. Sam- tals er þá bókfærður stofnkostnað- ur 120.2 milljón. Með þessu þarf ekki að taka Reiti inn í reikn með neinum hætti. Eftir breytingar á samþykktum er hlutafé félagsins A og B bréf 141.3 milljónir. Við bætist síðan 160 milljón- ir (fingers crossed 10 nóvember). Þetta þarf að færa inn fyrir mánudag ath. 13.6 milljónir komu inn í dag sem loka greiðsla frá Apogee vegna B bréfa.“ Þarna er Jón Ásgeir að gefa starfsmönnum sínum og sam- starfsmönnum fyrirmæli um hvern- ig beri að haga málum út af hlutafjár- aukningunni og greina frá því hverju hún muni breyta fyrir Iceland á Ís- landi. Eiga harma að hefna Iceland-keðjan opnaði verslun í Engi- hjalla fyrr á árinu og opnaði í síð- ustu viku nýja verslun úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur, í næsta ná- grenni við helstu samkeppnisaðila sína, Bónus og Krónuna. Ljóst er að Iceland-keðja þeirra feðga, sem áður voru alltaf kenndir við Baug, ætlar sér stóra hluti á matvöru markaðnum á Íslandi. Segja má að opnun verslun- arinnar á Granda, sem er á móti Bón- us og Krónunni, sé bein áskorun við smásöluveldin Haga og Norvik sem eiga og reka Bónus og Krónuna. Þá liggur einnig fyrir að Iceland-keðjan hefur tryggt sér verslunarsamninga við bandaríska aðila og mun bjóða upp á margar af þeim vörum sem Kostur, verslun Jóns Geralds Sullen- berger, býður upp á, meðal annars frá vörumerkinu Kirkland. Iceland-keðj- an færir því út kvíarnar af krafti. Jón Ásgeir og Jón Gerald hafa deilt um árabil vegna viðskipta sem þeir áttu í fyrir meira en áratug sem voru hluti af einum anga Baugsmálsins. Jóhannes og Jón Ásgeir stofnuðu Bónus árið 1989 og unnu um tíma sjálfir í versluninni. Bónus óx hratt og bættust fleiri verslanir við með ár- unum. Vöxtur Bónuss gerði feðgun- um kleift að kaupa fleiri verslanir og úr varð smásölurisinn Hagar. Um síð- ustu aldmót var orðið ljóst að feðgarn- ir höfðu byggt upp stórveldi í íslensk- um smásölurekstri. Feðgarnir töpuðu svo yfirráðum yfir Högum og Bónus í kjölfar bankahrunsins en þá hafði eignarhaldsfélag þeirra, Baugur, far- ið í skuldsetta útrás til annarra landa, feðgarnir höfðu fjárfest í Glitni og fleira í þeim dúr. Síðan þeir töpuðu Högum hafa feðgarnir ávallt sagt að á þeim hafi verið brotið og hafa þeir borið sig aumlega enda var Bónus þeirra af- kvæmi og hugarfóstur. Nú hafa þeir snúið til baka og ætla sér stóra markaðshlutdeild á matvöru- markaðnum á Íslandi. Ljóst er af tölvu- póstunum að Jón Ásgeir stýrir versl- anakeðjunni hér á landi, í það minnsta fjármögnun hennar þó ekki sé rætt um beina aðkomu hans að daglegum rekstri í póstunum. Bann við fjárfestingum Í tölvupóstum Jóns Ásgeirs undirstrik- ar hann að Iceland á Íslandi megi ekki fara út í neinar fjárfestingar í október áður en hlutafé bresku Iceland-keðj- unnar berist til landsins. Þeim tilmæl- um er væntanlega beint til Ragnars og Guðrúnar, starfsmanna Iceland. „Þeir (eigendur breska Iceland, innsk. blm.) leggja mikla áherslu á að engar fjár- festingar verði gerðar nema með þeir gó í okt þetta er eðlileg krafa þar sem þeir munu ekki getað skoðað bók- haldið í okt áður en þeir leggja pening inn. Ekki má skrifa undir neina samn- inga sem skuldbindur félagið umfram eðlileg viðskitpi … Þetta hér að ofan snýr að Iceland fjárfestingunni,“ sagði Jón Ásgeir í tölvupóstinum. Jón Ásge- ir var því að banna forsvarsmönnum Iceland að fjárfesta í október. Þá er í tölvupóstunum yfir lit yfir rekstrarkostnað Iceland-keðjunnar, meðal annars yfirlit yfir verðmat á birgðum keðjunnar og yfirlit yfir leig- usamninga félagsins. Á þeim tíma sem Jón Ásgeir sendi tölvupóstana voru birgðir Iceland í Engihjalla verð- metnar á 84 milljónir króna auk þess sem fyrirtækið átti birgðir í Vatna- og Sundagörðum fyrir samtals 39 millj- ónir króna. Eitt það síðasta sem Jón Ásgeir sagði í tölvupóstunum, þann 6. október 2012, var að leggja þyrfti fram 1,5 milljónir í hlutafé Iceland-keðj- unnar á Íslandi þannig að hlutafé fé- lagsins myndi stemma við það sem hann hefði sagt Iceland-mönnum. „Ég legg inn á reikn á mánudag 1.5 milljón þá stemmir þetta við það sem ég hef sett fram gagnvart Iceland mönnum.“ Jón Ásgeir svarar ekki DV sendi Jóni Ásgeir spurningu í tölvu- pósti um aðkomu hans að Iceland- keðjunni. Jón Ásgeir svaraði ekki fyrir- spurn DV. n Jón Ásgeir stýrir iceland-keðJunni 10 Fréttir 5. desember 2012 Miðvikudagur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Tölvupóstar Jóns Ásgeirs um hlutafjáraukningu Iceland-keðjunnar„Við bætist síðan 160 milljónir (fingers crossed 10 nóvember) Skipulagði hlutafjáraukninguna Jón Ásgeir Jóhannesson skipulagði hluta- fjáraukningu Iceland- keðjunnar, líkt og tölvupóstar frá honum sýna. Iceland í Kópavogi Jón Ásgeir hefur hingað til ekki verið bendlaður við verslanirnar opinberlega með beinum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.