Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Síða 22
Sandkorn Þ að er hverjum manni ljóst að ríkisstjórn Íslands er komin að fótum fram. Langvarandi innandeilur og liðhlaup hefur orðið til þess að stjórnin hefur ekki getu til neinna stærri verka. Flest stóru mál- in liggja dauð í kjölfarinu eða eru ófædd og án lífsvonar. Ástæðan er augljóslega hyldjúpur klofningur innan Vinstri-grænna með tilheyr- andi vanstillingu sem stundum er kennd við villiketti. Eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar var grundvallarbreyting á kvótakerf- inu sem átti að tryggja frið um auð- lindina um næstu ókomin ár. Tvennt hefur þar áunnist. Veiðileyfagjald hefur verið lagt á útgerðina. En um- deilt er hvort smærri útgerðir standi undir þeim álögum. Sjálfstæðismenn hafa hótað að afturkalla þá skipan mála, komist þeir til valda. Önnur breyting er sú að leyfa strandveið- ar, þökk sé Jóni Bjarnasyni sem síðar hraktist af ráðherrastóli. Aðgerðin hleypti lífi í fiskvinnslu á lands- byggðinni sérstaklega. Engin leið er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að afnema það frelsi sem reyndar er sem eitur í beinum þeirra sem stjórna Lands- sambandi íslenskra útgerðarmanna. Fjöldi einstaklinga hefur fjárfest í bátum og búnaði til að nýta sér þessa glufu á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Það yrði beinlínis uppreisn gegn þeirri ríkisstjórn sem myndi reyna að afnema strandveiðarnar. Og það myndi ekkert stjórnvald taka áhættuna af því stríði sem stæði um það hvort veiða megi örfá tonn utan kerfis. Umsóknin að Evrópusambandinu er nánast á sama stað og við upphaf kjörtímabils. Stöðugt fleiri efast um málið og engin von er að óbreyttu til þess að þjóðin samþykki að ganga í bandalag með þjóðum sem margar hverjar berjast um í botn- lausu skuldafeni með tilheyrandi upplausn. Þetta stóra mál er því í fullkomnu uppnámi þegar einung- is nokkrir mánuðir eru eftir af kjör- tímabilinu. Það er nokkurn veginn sama hvert litið er. Málin sem ríkis stjórnin boðaði í upphafi eru flest andvana. Svo allrar sanngirni sé þó gætt verð- ur að halda því til haga að endur- reisnin upp úr hruninu undir hand- leiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur að því er séð verður tekist bærilega. Kannski var það mál svo eftir allt saman langstærsta verkefni ríkisstjórnarinnar. Í dag er staðan sú að ríkisstjórnin hefur í raun lokið störfum sínum og er bæði óþörf og nær ónýt. Getu- leysið er nær algjört. Fjöldi þing- manna hefur hlaupist undan merkj- um. Stjórnin hefur í raun ekki lengur meirihluta en þarf að treysta á Bjarta framtíð eða aðra úr stjórnarand- stöðu til að koma málum í gegn. Hún er lifandi dauð. Hættan er sú að nú verði tekið til við að ausa út kosningamálum með tilheyrandi út- gjöldum. Sölumennskan taki við af stefnumálunum. Allt verði gert til þess að blekkja kjósendur til fylgilags með yfirboðum þar sem grjóti skal breytt í gull. Hömluleysið er handan við hornið. n Þögn um tölvupóst n Sá ástkæri sjónvarps- maður, Jón Ársæll Þórðarson, komst í feitt þegar hann fékk Styrmi Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóra Moggans, til að opna sig um hin ýmsu mál. Þátturinn var allur hinn athyglis- verðasti þar til kom að spurningu sjónvarps- mannsins um tölvupósta- mál Styrmis og Jónínu Bene- diktsdóttur sem setti íslenskt samfélag á hliðina á sínum tíma. Þar komu upp athygl- isverð orð á borð við inn- múraður og innvígður. Að- spurður í þættinum neitaði Styrmir að tjá sig og var í framhaldinu sýnt myndskeið þar sem hann gekk í burtu. Rjómafíkill n Pálmi Gestsson, leikari og Spaugstofumaður, er einn allra fyndnasti Íslendingur- inn. Hann mætti í svokallað hjónaviðtal í Bítinu á Bylgjunni á dögunum með eigin- konu sinni, Sigurlaugu Hall- dórsdóttur flugfreyju. Þar var hulunni svipt af ýmsu í einkalífi þeirra hjóna. Með- al annars sagði Sigurlaug frá þeim veikleika Pálma að klára allan rjóma heimilis- ins. Sagði hún frá því að á aðfangadag, eitt sinn, hefði hún uppgötvað síðdegis að Pálmi hafði drukkið rjómann sem átti að fara í hátíðarmatinn. Grípa varð til neyðaraðgerðar til að bjarga jólunum. Jóhanna vill Gutta n Búist er við að átök Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar um formanns- stól Samfylkingar eigi eftir að verða hatrömm. Innan þingflokks Samfylkingar er yfirgnæfandi stuðningur við Guðbjart en Árni Páll nýtur meiri almennrar hylli. Sá armur flokksins sem fylgir Jóhönnu Sigurðardóttur að málum styður Gutta, eins og forsætisráðherrann kallar Guðbjart. Óljóst er hvort sá stuðningur skili honum sigri. Barnaskapur á þingi n Mótmælaganga þing- mannanna Björns Vals Gísla- sonar og Lúðvíks Geirsson- ar framan við ræðustól þingsins vakti mikla athygli og hneykslan. Atvikið varð undir ræðu Illuga Gunnarsson- ar þar sem hann ræddi fjár- lög. Kapparnir héldu á blaði sem skrifað var á „Málþóf“. Harkaleg viðbrögð urðu til þess að þeir báðust afsökun- ar á barnaskapnum. Reynd- ar hefur hvorugur miklu að tapa því að óbreyttu eru báðir á útleið af þingi. Niðurstaðan varð því þessi Það finnst öllum gaman að gleðja Heiðar Austmann segir Magasín ekki hafa fengið nægilega hlustun. – DV Sigrún Lilja Guðjónsdóttir gefur Mæðrastyrksnefnd ilmvötn. – DV Lifandi dauð ríkisstjórn„Fjöldi þingmanna hefur hlaupist undan merkjum E nn eitt málþófið stendur yfir á Al- þingi Íslendinga – nú um fjárlög, sem er svo óvenjulegt að það hef- ur aldrei gerst áður í sögu þings- ins. Oft hefur verið talað mikið um fjár- lög, en alltaf þokkalega um efnið sjálft, heildarstefnu fjárlaganna og einstaka þætti þeirra. Núna er talað út og suður, og hitt og þetta – enda af nógu að taka því fjárlögin má sosum tengja við allt samfélagið ef eitthvað þarf að tala um. Þegar þetta er skrifað við upphaf þingfundar á þriðjudegi hafa samtals 27 þingmenn tekið til máls um fjár- lögin, tveir úr VG, þrír Samfylkingar- menn, einn úr Hreyfingunni og Lilja Móses dóttir – en 6 úr Framsóknar- flokknum og 14 úr Sjálfstæðisflokknum. Sjálf stæðis- og framsóknarmenn hafa haldið samtals 38 ræður, aðrir samtals 7 ræður. Einn þeirra hefur haldið 5 ræður, tveir aðrir 4 ræður. Þegar þetta er skrif- að er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að tala í þriðja sinn, og á mælendaskrá eru Tryggvi Þór Herbertsson, í annað sinn, Ásmundur Einar Daðason, í ann- að sinn, Birgir Ármannsson, í þriðja sinn, Pétur H. Blöndal, í fimmta sinn, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, í annað sinn, Vigdís Hauksdóttir, í þriðja sinn, Ás- björn Óttarsson, í sjötta sinn, Ragnheið- ur Ríkarðsdóttir, í annað sinn, Einar K. Guðfinnsson, með fyrstu ræðu, og svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir aftur, þá í fjórða sinn. Fyrsta ræða er 40 mínútur, næsta 20 mínútur, og síðan 10 mínútur, eins oft og hver vill. Þar við bætast svo andsvör, sem geta tekið uppundir korter. Undan- farna vetur hafa málþófsmenn einmitt náð nýjum hæðum í andsvörum – eða svokölluðum sýndarandsvörum – þar sem maður úr sama liði spyr ræðu- manninn út úr ræðunni, hvort honum finnist ekki einmitt einsog sér að þetta sé svona og svona … og svarið er að ræðumaðurinn þakkar háttvirtum þing- manni fyrir snjallt andsvar og sér finnist nákvæmlega einsog fyrirspyrjandanum að þetta sé einmitt svona og svona. Langt nef Málþóf hefur verið stundað áður á Alþingi og er stundað víðar en á ís- lenska þinginu. Það má heita neyðar- vopn stjórnarandstöðu eða minni- hluta gegn ofríki stjórnarsinna eða meirihluta – og getur ekki síst haft þann tilgang að vekja athygli fjölmiðla og almennings á þeirri hættu sem andstæðingar telja stafa af máli sem lítur í fyrstu sakleysislega út og ekki fær almenna umræðu. Ágætt dæmi um þetta er vatnalagafrumvarpið á sínum tíma. Og stundum grípa stjórn- arandstæðingar til þess undir þing- lok að þæfa mál til að komast í betri samningsstöðu – það er ekki stór- mannlegt, en mannlegt, og hafa í því lent allra flokka kvikindi. Í upphafi kjörtímabils eftir kosn- ingarnar 2007 voru þingskapalögin endurskoðuð til að minnka málþóf – og átti þá einsog í staðinn að efla að- stöðu stjórnarandstöðunnar á hverjum tíma. Af var lagt að þingmenn gætu talað endalaust – að ekkert nema þvag- blaðran stæði í vegi fyrir ræðuhöldum, og það var sannarlega góð breyting. Af einhverjum ástæðum var í staðinn tekin upp sú regla að þingmaður gæti talað eins oft og hann lysti, bara ef ein- hver annar talaði á milli. Þar með get- ur fámennur hópur einokað ræðustól þingsins – og það hefur einmitt gerst trekk í trekk á þessu kjörtímabili, þegar Fram og Sjall skipuleggja sig í 4–6 manna excel-skjala-ræðuhollum með- an aðrir hvíla sig heima. Löglegt? Já. En í raun og veru er ver- ið að gefa anda laganna langt nef – og þar með lýðræðisskipaninni í landinu, og ekki síst kjósendum sem vilja skil- virk störf á þinginu. Pirringur Málþóf um fjárlög – af hverju skyldi það ekki hafa gerst áður? Kannski vegna þess að þrátt fyrir hörð átök í stjórnmálum á Íslandi allt frá upp- hafi löggjafarþings á 19. öld ofan- verðri hafa stjórnarandstæðingar á hverju þingi borið virðingu fyrir því eina hlutverki Alþingis sem því er al- gerlega óhjákvæmilegt að sinna: Að grundvalla starfsemi íslenska ríkis- ins með fjárveitingum. Óhjákvæmi- legt – vegna þess að öll önnur verkefni þingsins geta hnikast til, beðið, má láta niður falla að sinni. Það er hægt að bíða með flest lög. Eftirlit með fram- kvæmdavaldinu má stunda í janúar ef mikið er að gera í desember. Dagsetn- ing á almennri eða sértækri stjórn- málaumræðu skiptir yfirleitt ekki öllu máli. En fjárlög þarf að afgreiða í tæka tíð fyrir áramót, til að hægt sé að starfa á sjúkrahúsunum, hafa skólana opna, borga laun lögreglumanna, viðhalda þjóðvegum … Menn hafa áður talað mikið í fjárlagaumræðunni, bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar. En aldrei áður haldið uppi skipulegu málþófi til að tefja afgreiðslu fjárlaga. Til hvers? Það er ennþá óljóst – og ekki víst að BD-liðið viti það sjálft. Engar tillögur liggja fyrir frá þeim um breytingar á frumvarpinu – og jafnvel Illugi Gunnarsson, sá sem sagðist ætla að tala þangað til frumvarpið breytt- ist, hann hefur ekki gefið upp hvaða breytingar hann vill. Líklega eru þeir pirraðir yfir stjórnarskránni og yfir rammaáætlun. Eða pirraðir yfir Vafn- ingi og klúðrinu í Norðausturkjör- dæmi. Eða bara almennt pirraðir. Og þá er einmitt upplagt að fá útrás í mál- þófi um fjárlög íslenska ríkisins. n Málþóf dauðans Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 5. desember 2012 Miðvikudagur „Málþóf hefur verið stundað áður á Alþingi og er stundað víðar en á íslenska þinginu. Aðsent Mörður Árnason alþingismaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.