Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 27
Fólk 19Miðvikudagur 5. desember 2012 Femínistar berjast ekki gegn bröndurum n Saga segir sína fyndnustu vini stolta femínista U ppistandarinn Saga Garðars- dóttir spurði á Facebook-síðu sinni um síðustu helgi hvað sé fyndið við brandara sem meiðir fleiri en hann hlægir? Hún sagðist gjarnan heyra því fleygt að femínista skorti húmor og þeir væru andstæðingar tjáningarfrelsis. Sjálf myndi hún þó ekki eftir neinu dæmi þar sem femínistar hefðu gagnrýnt gott grín eða meinað einhverjum að tjá sig. „Hins vegar veit ég fjöldamörg til- vik þess að femínistum hefur verið hótað ofbeldi og jafnvel lífláti fyrir að opinbera skoðanir sínar og viðhorf. Ofan á þetta bætist svo að allir mínir fyndnustu vinir eru yfirlýst- ir og stoltir femínistar. Femínistar hafa aldrei barist gegn bröndurum. Við berjumst gegn mannhatri í öll- um eyðileggjandi birtingarmyndum. Stundum eru það brandarar,“ skrif- aði Saga. n L ýður fæddist í Kópavogi og dvaldi þar fyrstu mánuði æv- innar en er annars alinn upp í Hafnarfirði og í Fossvoginum þar sem hann brallaði ýmis- legt en helgaði sig samt helst fótbolta og hestum. „Það var auðvitað mikið um að vera í fótboltanum og mikið fjör. Móðir mín var dönsk þannig að nokkur sumur dvaldi ég á Fjóni hjá frændfólki mínu. Þar reis stjarna mín einna hæst í fótboltanum en ég var jafn vígur á báða fætur og hafði æft mikið hér heima, frændur mínir þarna úti áttu því ekki roð í mig. Þar kynntist ég líka hestamennskunni sem varð mér áhugamál til áratuga.“ Vildi verða dýralæknir Strax sem barn hafði Lýður mikinn áhuga á dýrum og hefur sá áhugi fylgt honum alla tíð, daglega má sjá hann viðra hundinn sinn og fleiri úr fjöl- skyldunni. „Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða dýralæknir en náði ekki nógu góðum árangri í stærðfræði og varð því að láta duga að lækna fólk,“ segir þessi þekkti sveitalæknir sem nú læknar í Kópavogi. Hann hefur upplifað marga stóra daga og skemmtilega á lífsleiðinni enda aldrei ládeyða á hans akri. „Það eru margir dagar búnir að vera mér minnisstæðir, af nýlegu má nefna þegar við í stjórnlagaráði, kláruðum nýju stjórnaskrána 25–0. Svo nú síð- ast þegar nýja skáldsagan mín kom út fyrir fáum dögum. Ég vil endi- lega minna fólk á að vera duglegt að kaupa hana í jólagjafir. Það á alltaf að gefa fólki eitthvað fallegt,“ segir hann. Bókin er fyrsta skáldsaga hans og ber frjóum huga gott vitni. Hún fjall- ar um ungt fólk sem lífið leikur við þar til þau ætla að leika á lífið. Sagan sýnir alla strengi mannlegra tilfinn- inga, ást og ágirnd. Hatur og hefnd. Allt er þetta í líflegri frásögn af fólki sem valdi stuttu leiðina að lífsins lystisemdum og skora því örlögin á hólm í hverju spori. Gefur út disk Lýður er sannkallaður fjöllista- maður, hann hefur áður gefið út smásögur, gert margar sjónvarps- og bíómyndir auk þess að vera búinn að gera 13 plötur rétt eins og sjálfir Bítlarnir. En nýr diskur en nú fullkláraður og mun koma út á þess- um kosningavetri enda efnið á hon- um rammpólitískt. Þessi kraftmikli lífskúnstner hefur nýlokið við að gera handrit að sjón- varpsþáttaröð um ævi og verk Sig- valda Kaldalóns, læknis og lista- manns. „Það er alltaf nóg að sýsla, nú er ég líka byrjaður á nýrri skáldsögu sem verður mjög ólík þeirri sem kom út núna á dögunum, nýja skáldsagan verður um ósanna atburði. Svo er ég að fást við að stofna nýjan stjórn- málaflokk. Dögun mun bjóða fram í öllum kjördæmum í vor, líka í Norð- vestri,“ segir þessi verðandi þing- maður og helsti talsmaður hinnar nýju hreyfingar. Í tilefni dagsins verður slegið upp veglegri gleði á laugardaginn þar sem farið verður yfir liðna tíð í myndum og máli, tónum og tralli. „Það verður skoðað hvernig til hef- ur tekist þessa hálfu öld, nú er verið að klippa saman myndbönd og æfa hljómsveit kvöldsins þannig að það verður gaman. Það mun bætast eftir- minnilegur dagur í sarpinn.“ n n Lýður Árnason fimmtugur n Veisla á laugardag Klúðraði stærðfræðinni og varð læknir Rokkari Lýður læknir með gítarinn að hefja tón- leika í Rokkrútu Dögunar með Þóri Baldurssyni þar sem spilað var fyrir ameríska sjónvarpsmenn sem áttu ekki orð yfir þennan merkilega lækni sem ekkert virtist óviðkomandi. Mynd AnnA KARitAs BjARnAdóttiR S vala Björgvinsdóttir, söng- kona hljómsveitarinnar Steed Lord, ætlar að halda fatamarkað í miðbæ Reykja- víkur sunnudaginn 16. desember næstkomandi. Hún lofar að vera með fullt af flottum fötum til sölu á verðbilinu 1.000 til 5.000 krónur. Svala, sem búsett hefur verið í Los Angeles um árabil, er þekkt fyrir sinn glæsilega og persónulega stíl. Margar ungar konur hefur ef- laust klæjað í fingurna að komast í fataskápinn hjá henni, og nú er tækifærið loksins komið. Hún hefur ekki enn auglýst staðsetningu á markaðnum en það mun varla fara á milli mála þegar þar að kemur. n Svala selur fötin sín n Verður með fatamarkað 16. desember Í slenski tónlistarmaðurinn Daníel Óliver gerir það áfram gott í Svíþjóð. Lag Daníels, DJ Blow My Speakers, situr í efsta sæti á sænska iTunes-topplistanum og skýtur þar listamönnum á borð við M.I.A. og Daft Punk ref fyrir rass. Daníel nýtur greinilega lífsins en hann býr í Svíþjóð og er á föstu með nafna sínum, Nyback. n Á sænska toppnum n Daníel í stuði n Heldur styrktarsýningu fyrir litla hetju Þ essi stelpa er bara svo yndis- leg. Ég bara verð að hjálpa henni. Ekki gerir ríkið það,“ segir töframaðurinn Einar Mikael sem ætlar að halda töfra- sýningu til styrktar Sunnu Valdísi Sigurðardóttur, 6 ára, sem glímir við alvarlegan ólæknandi sjúkdóm sem kallast AHC. Sjúkdómurinn lýsir sér í hættulegum köstum sem valda lömun sem getur varað frá klukku- stund upp í þrjár vikur. Einar Mikael hitti Sunnu Valdísi á jólabasar Svalanna sem haldinn var henni til styrktar. „Ég átti erfitt með að vita að það væri svo lítið hægt að gera fyrir hana. Sunna Valdís er lítill sólargeisli sem verður að fá að vera með okkur eins lengi og hægt er. Þetta er svo lífsglöð og yndisleg stelpa.“ Einar Mikael hefur þegar haldið þrjár styrktarsýningar á þessu ári þar sem allur ágóði rennur til góðgerða- samtaka. „Ég gef auðvitað mína vinnu og eftir sýninguna verður töfradót, diskar og bók um einstök börn til sölu. Allur ágóði mun renna beint til styrktar Sunnu Valdísi,“ segir Einar Mikael sem viðurkennir að foreldrar hennar hafi orðið hissa þegar hann tilkynnti þeim að hann langaði að hjálpa Sunnu Valdísi. Um fjölskylduvæna töfrasýningu verður að ræða þar sem meðal annars verða heimsfrægar sjón- hverfingar og lifandi dýr. „Ég mun saga konu í sundur en það er fræg- asta sjónhverfing allra tíma. Svo mun einn heppinn áhorfandi úr sal verða valinn og látinn fljúga í lausu lofti. Það er ekkert hættulegt en al- veg mögnuð upplifun. Svo eftir sýn- inguna gefst þeim sem vilja kostur á að fá mynd af sér með mér og alvöru Hogward-töfradúfum.“ Sýningin verður haldin 12. des- ember í Háskólabíói og verður frítt inn en Einar Mikael ítrekar að áhuga- samir tryggi sér miða á midi.is. n indiana@dv.is „Ég bara verð að hjálpa henni“ Með sunnu Valdísi Einar segir að Sunna Valdís sé lítill sólargeisli sem sé lífsglöð og yndisleg stelpa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.