Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 24
Hafðu þetta í Huga við jólagjafakaup 16 Neytendur 5. desember 2012 Miðvikudagur algengt verð 247,4 kr. 259,6 kr. algengt verð 247,2 kr. 259,4 kr. höfuðborgarsv. 247,1 kr. 259,3 kr. algengt verð 247,4 kr. 259,6 kr. algengt verð 249,6 kr. 259,6 kr. Melabraut 247,2 kr. 259,4 kr. Eldsneytisverð 4. des. Bensín Dísilolía Mistökin leiðrétt á góðan hátt n Lofið fær Slippbarinn en við­ skiptavinur er afar ánægður með staðinn og þá þjónustu sem þar er veitt. „Ég hef farið nokkrum sinn­ um, bæði með stærri og minni hópum. Það er alltaf tekið vel á móti manni og þjónustan til fyrir­ myndar. Sem dæmi þá fékk einn gesturinn sér pilsner en var síðan rukkaður fyrir bjór. Þegar mistökin komu í ljós brást þjónninn afar vel við, kom með nýjan reikning til að sýna við­ komandi að hann hefði leiðrétt villuna svo ekk­ ert færi á milli mála. Hann var sérstaklega al­ mennilegur,“ segir ánægði við­ skiptavinurinn. Hart nammi og gamalt n Lastið fær Nammibarinn í Hafnarfirði en DV fékk eftirfarandi sent: „Tvær ungar konur fóru þang­ að á föstudagskvöld og urðu fyrir miklum vonbrigðum. Nammið var hart og gamalt og farið að láta á sjá. Þær enduðu á að versla smá en þurftu að henda því svo.“ DV hafði samband við Nammibarinn og fékk svör hjá Pétri Inga Arnarsyni sem sagði að þeim þætti leiðinlegt að svona hafi far­ ið. „Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við okkur varð­ andi kvartanir.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Þ að er mikilvægt að vita hvaða skilareglur gilda um þær vörur sem keyptar eru sem jólagjafir. Ef kaupendur eru ekki með það á hreinu er hætta á að gjöfin endi inni í geymslu hjá viðtakandanum. Eins er ráðlagt að kynna sér skilmála og gildistíma gjafabréfa en séu þau geymd of lengi er hætta á að þau falli úr gildi. Neytendasamtökin fjalla um þetta á heimasíðu sinni en þar má finna góðar ráðleggingar sem varða jólagjafakaup. Kynntu þér skilareglur Kaupendur ættu alltaf að fá skila­ miða á gjafir en það auðveldar við­ takanda gjafarinnar að skipta henni. Þótt ekki sé kveðið á um rétt til að skila gjöfum í lögum þá leyfa flest­ ir seljendur slíkt. Neytendur geta þó lent í vandræðum með að skipta gjöfinni þegar útsölur eru hafnar þar sem deilt hefur verið um hvort upp­ haflegt verð vörunnar eigi að vera á inneignarnótunni eða útsöluverðið. Neytendasamtökin benda á að sú hefð hafi skapast að neytandi geti fengið upphaflegt verð vörunnar á nótuna en seljandi geti ákveðið að ekki megi nota nótuna fyrr en útsölu lýkur. Þá kemur einnig fram á síðu samtakanna að seljendur hafi spurt um hvað skilamiði eigi að gilda lengi og hver sé eðlilegur skilafrestur á jólagjöfum. Neytendasamtökin segja að ekki séu neinar reglur til um slíkt en verslanir ættu að gefa viðskipta­ vinum sínum rúman frest. Gildistími gjafabréfa Margir bregða á það ráð að gefa gjafabréf í jólagjöf sem er ágætis hugmynd. Það eru þó nokkur atriði sem bæði seljendur og kaupendur þurfa að hafa í huga. Neytendasam­ tökin segja að flestar kvartanir sem þau fá vegna gjafabréfa séu til komn­ ar vegna þess að gjafabréfin renni út, það er að seljendur neita að taka við þeim þar sem gildistíminn er liðinn. Samtökin setja fram þá spurningu hvort það sé réttlátt að seljendur setji gildistíma á slík gjafakort þar sem búið er að greiða fyrir þau. Niður­ staða samtakanna er sú að seljendur sem taki ekki við gjafabréfum á þeim forsendum að þau séu útrunnin beri ekki mikla virðingu fyrir viðskipta­ vinum sínum. skoðið skilmála gjafabréfa flugfélaganna Þeir sem gefa jólagjafabréf flugfélag­ anna í jólagjafir er bent á að skoða skilmálana vel. Gjafabréfin eru oft á hagstæðu verði en Neytendasam­ tökin benda á að oft er bókunartím­ inn takmarkaður. Þetta eigi einnig við um ferðatímabilið en auk þess er sætaframboðið oft takmarkað. Sé ferðin ekki farin á því tímabili sem skilmálarnir segja til um breyt­ ist jólagjafabréfið í venjulegt gjafa­ bréf eða inneign með takmarkaðan gildis tíma. Útrunnin gjafabréf eru slæm auglýsing Að lokum benda Neytendasamtökin á þeim finnist óeðlilegt að gildis­ tími gjafabréfa sé styttri en fjög­ ur ár. Undanfarin ár hafi margir seljendur uppgötvað að útrunnin gjafabréf séu slæm auglýsing og hafi samtökin fundið fyrir þessu þar sem kvörtunum vegna þessa hefur fækkað. Á hinn bóginn gilda inneignarnót­ ur oft í eitt ár og samtökin gera ekki athugasemd við það heldur benda á að verslunin sé í raun að veita neyt­ andanum meiri rétt en hann á því samkvæmt lögum er verslunum ekki skylt að taka við ógallaðri vöru. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Kynntu þér skilareglur, skilmála og gildistíma gjafabréfa fyrir jólin Á síðu Neytendasamtakanna segir að almennt gangi jólaverslunin vel fyrir sig. Seljendur komi vel á móts við neytendur enda eigi þeir mikið undir því að verslunin gangi vel og allir séu ánægðir með kaupin. Þar má einnig finna ábendingar samtakanna sem vert er að skoða nú þegar jólaverslun fer að fara á fullt: Til seljanda Mundu að eigandi gjafabréfs gæti orðið fastur viðskiptavinur. Ef þú neitar að innleysa gjafabréf ertu að fæla frá við- skiptavini framtíðarinnar. n Mundu að kaupandi hefur greitt fyrir gjafabréfið og inneignin er í þinni vörslu þar til eigandi bréfsins tekur út vöru eða þjónustu. Stuttur gildistími er engin afsökun. Til kaupanda Kannaðu alltaf gildistíma gjafabréfa og ekki kaupa gjafabréf með stuttan gildistíma. n Mundu að ósanngjarnir skilmálar bitna á eiganda bréfsins. Þú vilt ekki styrkja fyrirtæki sem kemur í veg fyrir að gjöfin þín nýtist. n Ef þú vilt kaupa gjafabréf á ákveðn- um stað en skilmálarnir eru ósanngjarn- ir skaltu reyna að semja við seljandann. Hann á jú allt sitt undir viðskiptunum og því ertu í góðri samningsaðstöðu. Til eiganda gjafabréfs Ekki draga lengi að leysa út gjafabréf. Eigendaskipti eða gjaldþrot geta gert gjöfina þína verðlausa. n Mundu að seljandinn er búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið og ef hann neitar þér um þjónustu jafngildir það því að hann taki gjöfina þína og stingi henni í vasa sinn. Gerðu kröfu um að fá að nýta gjafabréfið og ef þú færð neitun leitaðu þá til Neytendasamtakanna. Gjafabréf – nokkur atriði Jólagjafakaup Kynntu þér skilareglur og skilmála sem fylgja gjafabréfum. MynD Photos Passaðu ljósin Á öllum jólaljósum eða umbúð­ um þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífs­ hættulegt. Útiljósakeðjur eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að per­ ur útiljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mikilvægt að festa útiljós vandlega þannig að perur geti ekki slegist við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.