Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Blaðsíða 12
drónahernaður 12 Erlent McAfee ennþá laus Fréttir af handtöku vírusvarnar- frömuðarins John McAfee voru stórlega ýktar. „Ég er öruggur og með tveimur blaðamönnum frá Vice Magazine. … Við erum ekki í Belís en ekki alveg sloppnir enn- þá,“ skrifaði hann á vefsíðu sína. Hann baðst afsökunar á því að hafa ekki uppfært heimasíðu sína en hann hefur haldið úti dagbók allt frá því að hann lagði á flótta undan lögreglunni. Yfirvöld leita hans í tengslum við rannsókn morðs á bandarískum kaupsýslu- manni sem fannst látinn á heimili sínu. Fjölmiðlar greindu frá því á sunnudag að McAfee hefði hand- tekinn á landamærum Belís og Mexíkó. Á vefsíðu hans segir að „tvífari“ sem McAfee var með á sínum snærum hafi verið hand- tekinn á landamærunum með norðurkóreskt vegabréf með nafni McAfee. Sá hafi verið látinn laus. Romney aftur í stjórn Marriott Um það bil mánuði eftir að hafa tapað forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur Mitt Rom- ney snúið sér aftur að fyrirtækja- rekstri. Bandaríska sjónvarpsstöð- in CNN greindi frá því á þriðjudag að hann væri aftur kominn í stjórn Marriott International en hann lét af stjórnarsetu þar í janúar árið 2011. „Það er heiður að vera aftur kominn í stjórn fyrirtækis sem stjórnað er af fólki eins og Bill Marriott og Arne Sorenson,“ sagði Romney í tilkynningu vega máls- ins. Tengsl Romneys, sem bauð sig fram fyrir hönd Repúblikanaflokks- ins í kosningunum í haust, voru meðal þess sem stuðningsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta notuðu gegn honum í kosninga- baráttunni. Marriott- hótelkeðjan kom fúlgum fjár undan skatti á tí- unda áratugnum, á sama tíma og Romney sat þar í stjórn. Hrint í veg fyrir lest Manni um sextugt var hrint í veg fyrir neðanjarðarlest í New York í Bandaríkjunum á mánudag. Vitni að atburðinum segja að mannin- um hafi verið ýtt út á lestarteinana eftir að hafa átt í orðaskiptum við annan mann á brautarpallinum. Ökumaður lestarinnar náði ekki að stoppa í tæka tíð og fór lestin yfir manninn. „Hann stóð aftur upp,“ sagði heimildarmaður innan lögreglunnar við bandaríska blað- ið New York Daily News. „Hann veifaði til lestarstjórans og sagði honum að stoppa. Hann reyndi að klifra aftur upp á brautarpall- inn en lestin keyrði á hann.“ Lög- reglan leitar enn mannsins sem grunaður er um verknaðinn. Vitni sem voru á brautarpallinum fengu áfallahjálp. E kkert lát virðist vera á hernaði Bandaríkjanna með fjarstýrð- um árásarvélum (e. drone) í Pakistan, Jemen og Sómalíu en eftir að Barack Obama var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna hafa að að minnsta kosti þrjár slík- ar árásir verið gerðar í löndunum. Drone er enska hugtakið yfir fjar- stýrð mannlaus tæki sem notuð eru til árása, en Bandaríkjaher hefur not- að slík tæki frá árinu 2004 til að aflífa menn sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtök. Í stjórnartíð Baracks Obama hefur aukin harka færst í vélmennastríðin og árásum fjölgað til muna. Áætlað er að þrjú til fjögur þúsund manns hafi fallið í árásunum, en á meðal þeirra er fjöldi óbreyttra borgara og barna. Aftökur án dóms og laga Sama dag og Barack Obama var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna fyrirskipaði hann árás fjarstýrðrar drápsflugvélar í Jemen. Hún beindist gegn manni, Adnan al-Qadhi, sem grunaður var um að hafa starfað með al-Kaída-samtökunum. Bifreið hans var sprengd í loft upp og féll hann ásamt tveimur lífvörðum sín- um. Fjölskylda al-Quadhi er harmi slegin og krefst skýringa á því hvers vegna hann var tekinn af lífi án dóms og laga en ekki dreginn fyrir dóm. Obama hefur legið undir ámæli fyrir að brjóta með þessu þær regl- ur sem Bandaríkjastjórn setti sér um „drone“-hernað, en samkvæmt útlistun John Brennan, ráðgjafa Obama í málefnum er varða hryðju- verk, skal honum aðeins beitt þegar veruleg hætta stafar af hátt settum mönnum innan al-Kaída-samtak- anna eða samtaka þeim tengdum. Um síðustu helgi gerðu Banda- ríkin tvær sambærilegar árásir í Pakistan þar sem níu menn féllu. Voru þeir grunaðir um að tilheyra skæruliðasamtökum sem eru óvin- veitt Bandaríkjunum. Engin stefnubreyting Margir af stuðningsmönnum Baracks Obama bundu vonir um að hann myndi endurskoða ýmislegt í stefnu sinni á öðru kjörtímabilinu, meðal annars áherslur sínar í utan- ríkismálum. Þær árásir sem hafa átt sér stað upp á síðkastið, svo ekki sé minnst á yfirlýsingar Obama um að Ísraelsríki eigi rétt á að verja sig, benda þó ekki til þess að úr því ræt- ist. Skoðanakannanir sýna að 83 prósent Bandaríkjamanna styðja þennan hernað Obama og því væri það varla vænlegt til vinsælda að draga úr honum. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa árásirnar harðlega er fjölmiðlamað- urinn Tom Hartmann. Hefur hann bent á að árásirnar ali á Banda- ríkjahatri og til langs tíma séu þær líklegar til að kynda undir hryðju- verkum. „Faraldurinn sem braust út eftir 11. september gerði Bush og Cheney kleift að endurskapa Bandaríkin,“ skrifar Hartmann á vef- síðu sína og bætir við: „Þetta gerð- ist hér heima með auknu eftirliti og skerðingu borgaralegra réttinda og í útlöndum birtist þetta í stríðinu sem verður einstaka hryðjuverka- manni að bana en skapar líklega þúsundir nýrra hryðjuverkamanna. Í þjóðfélögum sem við eigum ekki einu sinni í formlegu stríði við lif- ir fólk í stöðugum ótta við að fjar- stýrðar árásarvélar steypi sér niður af himninum. Fólk horfir upp á þær valda dauða og eyðileggingu í sam- félögum sínum.“ Yfirvöld í Pakistan ósátt Fræðimaðurinn Noam Chomsky hélt uppi svipuðum málflutningi þegar hann flutti fyrirlestur hér á landi í fyrra. Fullyrti hann að helsta breytingin sem orðið hefði á stríðinu gegn hryðjuverkum eftir að Obama komst til valda væri sú að nú væru þeir sem grunaðir eru um hryðjuverk ekki fangelsaðir og pyntaðir, heldur drepnir. Utanríkisráðherra Pakistan, Hina Rabbani Khar, gagnrýndi vélmenna- hernað Bandaríkjanna í Pakistan harðlega á ráðstefnu sem haldin var í New York fyrir mánuði. Hún fullyrti að aðgerðirnar stönguðust á við al- þjóðalög og væru aðför að fullveldi þjóðarinnar. Þegar hún var spurð hvers vegna þorri íbúa í Pakistan hefði óbeit á Bandaríkjunum svaraði hún með einu orði: „Drones.“ n n Fjarstýrðar árásarflugvélar notaðar í hryðjuverkastríðinu Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is „ Í þjóðfélögum sem við eigum ekki einu sinni í formlegu stríði við lifir fólk í stöðugum ótta við að fjarstýrðar árásar- vélar steypi sér niður af himninum. Fólk horfir upp á þær valda dauða og eyðileggingu í samfé- lögum sínum. Mannfall vegna „drone“- hernaðar Bandaríkjanna Pakistan Jemen Sómalía Fjöldi árása 351 48 6 Óbreyttir borgarar fallnir 679 112 34 Börn fallin 176 29 2 Aðrir 2.128 566 8 Alls fallnir 2.983 707 114 Hér má sjá gróflega áætlaðan fjölda þeirra sem talið er að hafi fallið í „drone“-árásum Bandaríkjahers á árunum 2004–2012. Taka verður töflunni með fyrirvara enda ber ekki öllum gögnum saman um mannfall. Tölurnar eru fengnar úr gagnsafni The Bureau of Investigative Journalism sem síðast var uppfært 4. desember 2012. 5. desember 2012 Miðvikudagur Kátur forseti Í stjórnartíð Obama hefur „drone“-hernaður færst í aukana. Barnamorð 176 börn hafa fallið fyrir mannlausum drápsflugvélum í Pakistan. Drápsflugvél Ómönnuð MQ-1 Predator frá banda- ríska flughernum flýgur hér í lofthelgi Tyrklands. BandarÍKJanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.