Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 2
Hvaða máli skiptir
milestone-lánið?
2 Fréttir 10. desember 2012 Mánudagur
n Skýrslutökurnar í Vafningsmálinu hafa að miklu leyti snúist um aukaatriði
S
kýrslutökurnar í Vafningsmál
inu sem farið hafa fram í vik
unni hafa að mestu leyti snúist
um eitt tiltekið atriði í málinu:
Hver það var innan Glitnis sem
tók þá ákvörðun að eignarhaldsfélagið
Milestone fékk peningamarkaðslán frá
bankanum upp á ríflega 100 milljón
ir evra föstudaginn 8. febrúar 2008 til
að greiða upp lán hjá Morgan Stanley
fyrir Þátt International, dótturfélag
Milestone? Þetta lán var síðan flutt yfir
á eignarhaldsfélagið Vafning mánu
daginn 12. febrúar 2008 þar sem ekki
náðist að ganga frá lánveitingunni til
Vafnings þann 8. febrúar. Sú staðreynd
að Milestone fékk lánið frá Glitni var
því tímabundin ráðstöfun en ekki
endanleg, eins konar redding þar sem
greiða þurfti lánið til Morgan Stanley
um klukkan þrjú á föstudeginum.
Lárus Welding og Guðmundur
Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðs
svik í málinu vegna þessarar lán
veitingar til Milestone. Ástæðan fyr
ir því að þessi ákvarðanataka hefur
verið svo mikið í umræðunni er því
vitanlega sú að ákæran byggir á því
að lögbrot hafi átt sér stað þegar Mile
stone var veitt lánið á föstudeginum. Í
ákærunni felst því að lögbrotið snúist
um þá lánveitingu til Milestone en
ekki lánið til Vafnings. Líkt og komið
hefur fram var ein af ástæðum þess að
ekki gekk að ganga frá láninu frá Glitni
til Vafnings þann 8. febrúar 2008 að
Bjarni Benediktsson var að bíða eftir
því að Einar Sveinsson sendi honum
umboð til að skuldbinda félög sem
tengdust honum sem áttu hlutabréf
í Vafningi. Einar var staddur erlend
is líkt og komið hefur fram. Á mánu
deginum 12. febrúar var lánveitingin
færð af Milestone og yfir á Vafning og
voru tekin veð í eignum sem dótturfé
lög Sjóvár höfðu átt sem fluttar höfðu
verið inn í Vafning til að búa til veð
rými inni í félaginu.
Dótturfélag Milestone, Þáttur
International, átti sem kunnugt er
um sjö prósenta hlut í Glitni sem var
endurfjármagnaður með uppgreiðslu
lánsins við Morgan Stanley í Vafnings
fléttunni.
Óvissa um ákvörðunina
Eftir skýrslutökurnar í Vafningsmál
inu liggur hins vegar ekki fyrir neitt
svar við þeirri spurningu hver það var
innan bankans sem tók ákvörðun
ina um að Milestone skyldi veitt pen
ingamarkaðslánið til að greiða upp
skuldina við Glitni. Ekkert hefur kom
ið fram í málinu sem sannar að um
rætt ádráttarlán hafi verið veitt af hin
um ákærðu í málinu og sjálfir neituðu
þeir því í skýrslum sínum fyrir dómi.
Enginn þeirra aðila sem gaf skýrslu gat
fullyrt að Lárus og Guðmundur hefðu
tekið þá ákvörðun að veita Milestone
lánið en ekki Vafningi og gera til þess
handskrifaðar breytingar á sérstakt
ádráttarskjal.
Halldór Halldórsson, við
skiptastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis,
sagði þó fyrir dómi að hann hefði gert
einhverjar af þeim breytingum sem
leiddu til þess að Milestone fékk lán
ið þann 8. febrúar en ekki Vafningur
en að hann gæti ekki staðfest hver tók
þessa ákvörðun. Hann sagði að líklega
hefðu þeir Lárus og Guðmundur þó
verið þeir sem ákváðu þetta.
Lán inn í ógjaldfæra samstæðu
Ef ekki tekst að sanna að Lárus og
Guðmundur hafi tekið ákvörðun um
að veita þetta lán til Milestone, ekki
Vafnings, getur embætti sérstaks sak
sóknara átt í erfiðleikum með sanna
lögbrotið í málinu sem ákæran byggir
á. Með því að skilgreina ákæruþáttinn
svo þröngt, að einblína á lánið til Mile
stone en ekki horfa líka á þá staðreynd
að lánið var flutt yfir á Vafning á mánu
deginum, er ákæruvaldið að gera sér
óþarflega erfitt fyrir. Vegna þessa hefur
stór hluti spurninganna í reynd snúist
um keisarans skegg en ekki aðalatriði
málsins sem er tíu milljarða lánveiting
út úr Glitni inn í félagasamstæðu Mile
stone sem orðið var ógjaldfært á þess
um tíma.
Í skýrslu sem Jón Óttar Ólafsson
og Guðmundur Haukur Gunnarsson,
fyrrverandi starfsmenn sérstaks sak
sóknara, unnu fyrir þrotabú Milestone
um gjaldfærni Milestone kemur fram
að félagið hafi verið orðið ógjaldfært í
lok nóvember 2007 og að það hafi ekki
getað staðið við skuldbindingar sínar
eitt og óstutt eftir þann tíma nema með
aðstoð Glitnis og Sjóvár. Þá segir að í
lok apríl 2008 hafi „greiðsluvandræði
Milestone ehf. verið orðin það mikil
að forsvarsmenn félagsins ræddu þau
opinskátt í tölvupóstum sín á milli.“ Í
skýrslunni kemur fram að staða Mile
stone hafi verið orðin það slæm á fyrri
hluta árs 2008 að fjármálastjóri félags
ins, Arnar Guðmundsson, lýsti henni
sem einu „stóru núlli“ í tölvupósti til
forstjóra félagsins, Guðmundar Óla
sonar, í maí það ár.
Enginn óháður vildi lána
Þegar þarna var komið sögu hafði Mile
stone gert árangurslausar tilraunir til
að endurfjármagna félagið frá því um
sumarið 2007 með því leita til tuga er
lendra fjármálafyrirtækja eftir lánafyr
irgreiðslu. Um þetta er meðal annars
fjallað í skýrslu sem endurskoðenda
fyrirtækið Ernst og Young vann fyrir
skiptastjóra Milestone en í þeirri skýr
slu er einnig komist að þeirri niður
stöðu að félagið hafi verið ógjaldfært í
árslok 2007. Askar Capital, dótturfélag
Milestone, sá um að leita að lánafyrir
greiðslu fyrir móðurfélagið samkvæmt
skýrslu Ernst og Young: „Samkvæmt
upplýsingum frá fyrrverandi fjármála
stjóra Milestone ehf. [Arnari Guð
mundssyni, innsk. blm.] áttu aðilar frá
Askar Capital hf. ýmist einir eða með
aðilum frá Milestone ehf. fundi með
tugum banka í Evrópu, en ekki náðist
að loka neinum lánasamningi.“
Í skýrslutökunum í Vafningsmál
inu var lítið rætt um þessa fjármögn
unarerfiðleika Milestone á þessum
tíma. Guðmundur Hjaltason reyndi
að vísu að halda því fram að Milesto
ne hefði hugsanlega getað fengið lán
frá franska bankanum Crédit Agricole
á þessum tíma en forstjóri Milestone,
Guðmundur Ólason, dró aðspurður
nokkuð úr þeim möguleikum þegar
hann gaf skýrslu fyrir dómi. Erfitt er
sjá, út frá gögnum um stöðu Mile stone
á þessum tíma, að endurfjármögn
unarmöguleikar Milestone hjá öðrum
aðilum en hlutdeildarfélögum sínum
hafi á þessum tíma í reynd verið ann
að en eitt ,,stórt núll“ á þessum tíma.
„Strategískur hlutur“
Enginn vildi lána Milestone peninga
nema Glitnir og Sjóvá, sem Mile stone
átti að fullu eða hluta. Hagsmunir
Milestone og Glitnis og Sjóvár voru því
samtengdir auk þess sem Milestone
var ábyrgt fyrir láni Þáttar International
hjá Morgan Stanley. Þegar harðnaði
á dalnum sótti Milestone fjármuni og
eignir til þessara aðila með lánum og
annars konar gerningum sem á end
anum leiddu til þess að gengið var svo
á eignasafn tryggingafélagsins Sjóvár
að félagið átti ekki fyrir vátrygginga
skuld sinni og uppfyllti ekki skilyrði
um lágmarksgjaldþol tryggingafélaga.
Í skýrslu Jóns Óttars og Guðmund
ar Hauks er vitnað í orð sem koma
fram í skýrslu sem Milestone vann fyrir
stjórn sænska fjármálafyrirtækisins In
vik í lok febrúar 2008 en Milestone átti
það félag: „Strategískur hlutur Mile
stone í Glitni hefur gert það að verkum
að við höfum fengið það forskot sem er
nauðsynlegt og er ein af ástæðunum
fyrir því af hverju Glitnir er reiðubúinn
til að halda áfram að aðstoða okkur í
þessari stöðu.“ Með þessum orðum var
starfsmaður Milestone meðal annars
að vísa til Vafningslánsins.
Þá ber einnig að geta þess að eftir
að Milestone var komið í þessa erfið
leika með endurfjármögnun sína og
gat eingöngu leitað til Glitnis og Sjóvár
eftir endurfjármögnun hafði bankinn
milligöngu um skuldabréfaútboð fyrir
Milestone og Sjóvá til að endurfjár
magna félagið. Um haustið 2007 fór
Milestone í skuldabréfaútboð í gegn
um Glitni og var bréfum Milestone
meðal annars prangað inn á grunlausa
viðskiptavini eignastýringardeildar
Glitnis, venjulegt fólk sem tapaði millj
ónum króna á viðskiptunum í ein
hverjum tilfellum. Þetta fólk lýsti kröf
um í bú Milestone sem það fær ekki
til baka. Í byrjun mars hafði bankinn
svo milligöngu um tveggja milljarða
skuldabréfaútboð Sjóvár og voru þau
bréf meðal annars seld til nokkurra líf
eyrissjóða með miklu tapi fyrir þá.
Hlutur Milestone í Glitni var því
sannarlega strategískur og þjónaði
það hagsmunum bankans, en
ekki endilega viðskiptavina eigna
stýringardeildar hans, að félagið næði
að endurfjármagna sig með öllum til
tækum ráðum. Þetta var vitanlega ein
af ástæðunum fyrir láni bankans til
að endurfjármagna Glitnisbréfin sem
Morgan Stanley hafði fjármagnað því
ef bandaríski bankinn hefði leyst bréf
in til sín hefði það getað leitt til verð
falls á þeim á markaði og þar með
hraðað hruni Glitnis.
Inntakið í ákærunni
Inntakið í ákærunni í Vafningsmálinu
er sú fjártjónshætta sem ákærðu eru
taldir hafa skapað Glitni með tíu millj
arða lánveitingunni út úr bankanum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fréttaskýring Rætt um keisarans skegg Skýrslu-
tökurnar í Vafningsmálinu hafa snúist í of
miklum mæli um keisarans skegg: Lán-
veitinguna til Milestone þann 8. febrúar. Í
ákærunni er tekið fram að engu skipti fyrir
fjártjón Glitnis, sem ákært er fyrir, hvort
Milestone tók við láninu eða Vafningur.
Velti bílnum og
hljóp út í hraun
Ökumaður velti bifreið sinni á
Reykjanesbraut um tvö leytið að
faranótt sunnudags á milli Voga
og Kúagerðis. Maðurinn hljóp í
kjölfarið sem leið lá út í hraunið.
Mannsins var leitað í hrauninu
um nóttina og var lögregla með
talsverðan viðbúnað vegna þessa.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð til aðstoðar en maðurinn
fannst á sjötta tímanum á sunnu
dag eftir nokkurra klukkutíma
leit. Talið er að hann hafi vank
ast við veltuna en þó ekki slasast
alvarlega. Hann var fluttur á
slysadeild með þyrlunni en hann
var talsvert kaldur og hrakinn
þegar hann fannst.
Annar var fluttur á sjúkrahús á
laugardag eftir að hafa lent í hörð
um árekstri á Vesturlandsvegi við
Leirvogsbrú. Bifreiðar úr gagn
stæðum áttum rákust saman. Sá
sem fluttur var á sjúkrahús festist í
bílnum og þurfti að beita klippum
til að losa hann.
Tveir voru í hinni bifreiðinni en
þeir slösuðust lítið og ætluðu að
koma sér sjálfir á slysadeild sam
kvæmt tilkynningu frá lögreglu.
Eygló vann
í Kraganum
Þingkonan Eygló Harðardótt
ir mun leiða lista Framsóknar
flokksins í Suðvesturkjördæmi
en kjördæmisþing flokksins í
kjör dæminu fór fram á laugar
dag. Eygló fékk 158 atkvæði í
fyrsta sætið, eða tæplega 54 pró
sent atkvæða. Willum Þór Þórs
son, sem getið hefur sér gott orð
sem knattspyrnuþjálfari á síðustu
árum, varð í öðru sæti. Willum,
sem sóttist eftir fyrsta sætinu, fékk
136 atkvæði, eða 46,3 prósent.
Þorsteinn Sæmundsson
rekstrar hagfræðingur mun skipa
þriðja sætið á listanum og Sigurjón
N. Kjærnested vélaverkfræðingur
það fjórða. Kjörstjórn mun leggja
fram tillögu að fullskipuðum lista
26 manna fyrir auka kjördæmis
þing sem haldið verður í kjördæm
inu um miðjan þorra.
Vann 19 milljónir
Einn heppinn lottóspilari var
með allar fimm tölurnar réttar í
útdrætti laugardagsins. Potturinn
að þessu sinni var þrefaldur og
fær vinningshafinn í sinn hlut rétt
rúmar 19 milljónir króna. Vinn
ingsmiðinn var seldur í verslun
N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík. Þrír
voru með fjórar tölur réttar og
bónustölu og fær hver í sinn hlut
109 þúsund krónur.
Enginn hafði heppnina með
sér í jókernum og fékk fimm tölur
réttar. Einn fékk þó fjórar tölur og
fær í sinn hlut hundrað þúsund
krónur.