Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 19
Lífsstíll 19Mánudagur 10. desember 2012 Mjúkt, safaríkt og bragðmilt Jólin eru tími elskulegrar íhaldssemi þegar við viljum vera viss um að allt sé eins og það á að vera. Þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS birkireykta hangikjötið á jólaborðið, því það er mjúkt, safaríkt og bragðmilt. Gleðileg jól! www.ss.is Fí to n / SÍ A Reykingar gera þynnkuna verri Þeir sem reykja meðan á drykkju stendur þjást alla jafna af verri timburmönnum en þeir sem sleppa því að reykja, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem birtust í tímaritinu Journal of Studies on Alcohol and Drugs. Rannsóknin fór þannig fram að 113 bandarískir háskólanem- endur voru beðnir um að halda dagbók í átta vikur og var þeim falið að skrá niður áfengis- drykkju sína og reykingar með- an á drykkju stóð. Sumir þeirra sem tóku þátt slepptu því algjör- lega að reykja meðan á drykkju stóð en aðrir reyktu. Niðurstöðurnar voru á eina leið: þeir sem reykja meðan á drykkju stendur þjást af verri timburmönnum daginn eftir en þeir sem ekki reykja. Talsmaður sam- takanna Action on Addiction, sem berjast gegn fíkni- efnum af öllu tagi, fagnar rannsókninni en segir þó að frekari rannsókna sé þörf. „Við get- um nýtt okkur þetta í herferðum gegn drykkju og reykingum,“ segir tals- maðurinn í viðtali við BBC. Nemendurnir sem tóku þátt í rannsókninni voru látnir skrá niður fjölda drykkja sem þeir drukku og fjölda sígaretta sem þeir reyktu. Loks áttu þeir að lýsa einkennum sínum daginn eftir, meðal annars hvort þeir væru þreyttari en venjulega, þjáðust af höfuðverk eða ógleði og hvort þeir ættu erfiðara með að einbeita sér. Í umfjöllun BBC um rann- sóknina kemur fram að ekki sé vitað hvers vegna áfengi og reykingar hafi þau áhrif að þynnkan verður meiri. Leiða vísindamennirnir sem stóðu fyrir rannsókninni líkur að því að það hafi hugsanlega eitthvað með áhrif nikótíns á tauga kerfið að gera. Andrew McNeill, fram- kvæmdastjóri Institute of Alcohol Studies í Bretlandi, seg- ir að engin ein leið sé fær til að koma í veg fyrir þynnku daginn eftir áfengisneyslu. Hann hefur þó eitt sígilt ráð handa fólki: „Ekki drekka of mikið og reyndu að inn- byrða vatn eða annan óáfengan vökva á milli áfengra drykkja.“ Viðhaltu ástríðu í sambandinu n Þrjár góðar reglur sem pör ættu að tileinka sér L ykilinn að hamingjuríku sam- bandi er að viðhalda ástríðunni og ekki gleyma að gera eitt- hvað saman í amstri dagsins. Að viðhalda ástríðunni þarf alls ekki að vera flókið né kosta peninga. Þú þarft ekki að bjóða makanum fínt út að borða eða kaupa dýra hluti til að sanna ást þína eða sýna þakklæti. Máttur orða er mikill og þau ein og sér geta glatt, sýnt þakklæti og hjálpað til að viðhalda ástríðu í sambandi. Hér eru þrjár einfaldar reglur sem gott er að tileinka sér í ástarsambandi eða hjónabandi. Þakkaðu maka þínum fyrir eitt- hvað þrennt á hverjum degi og láttu hann vita að þú kunnir að meta það sem hann gerir. Þetta getur ver- ið eitthvað af venjum hans, eitthvað sem hann gerir alltaf fyrir þig eða þú kannt að meta í fari hans. Þú getur líka þakkað honum fyrir eitthvað sem hann gerir öðruvísi og þú kannt að meta. Mundu bara að segja það upp- hátt og gættu þessu að hann heyri vel í þér. Skipuleggið tíma fyrir ykkur saman, tvisvar í viku að minnsta kosti korter í senn. Gætið þess að hafa ekki sjónvarp eða tölvur í gangi sem geta truflað. Hlustið saman á góða tónlist, kúrið saman og spjallið án þess að það leiði til kynlífs. Kynlífið er þó nauðsynlegt líka og gott er að pör geri samkomulag sín á milli um að stunda kynlíf að minnsta kosti einu sinni í viku. Tvisvar í viku er betra. Gætið þess að það líði ekki alls ekki meira en tvær vikur á milli þess sem þið stundið kynlíf. Ef kynlífið er gott eru meiri líkur á að sambandið gangi upp. Þetta er oft spurning um að segja feimninni stríð á hendur og opna sig fyrir makanum. Vera ófeimin við að prófa nýja hluti saman í svefn- herberginu. Tími fyrir ykkur Takið frá tíma í hverri viku til að spjalla og kúra, án truflana frá tölvum og sjónvarpi. 1 2 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.