Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 10. desember 2012 Mánudagur Stjórnlagastríðinu hvergi lokið n Ríkisstjórnin að brenna inni á tíma n Dregst væntanlega á langinn E nn er deilt um endurskoðun stjórnarskrár Íslands og ætla má að málið verði eitt helsta þrætu- epli þingflokkanna fram að næstu kosningum. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir við fréttastofu Ríkisútvarpsins að frumvarpið um stjórnarskrána verði fyrsta mál á dagskrá þingsins að loknu jólaleyfi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað brugðið fæti fyrir endur- skoðun stjórnarskrárinnar og skemmst er að minnast þess þegar Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sendi flokksmönnum bréf og hvatti þá til að kjósa gegn „fúski“ stjórn- laganefndar. Pétur Blöndal, flokks- bróðir Bjarna, hefur nálgast stjórnar- skrármálið á yfirvegaðri hátt og meðal annars lagt fram lagafrumvarp þess efnis að 79. grein stjórnar skrárinnar verði breytt. Ákvæðið lýtur að því hvernig breyta má stjórnar skránni og felur frumvarp Péturs í sér að hægt verði að breyta stjórnarskránni með einföldum meirihluta í þinginu og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa ítrekað verið sakaðir um óðagot í stjórnarskrár- málinu og líkti Salvör Nordal, fyrrver- andi formaður stjórnlagaráðs, ferlinu óbeint við einkavæðingu bankanna. Þessum gagnrýnisröddum hefur þó verið svarað af hörku og í fréttatíma Ríkisútvarpsins um helgina fullyrti Jóhanna Sigurðardóttir að stjórnar- skráin hefði verið rædd ítarlega næst- um allt kjörtímabilið, sérstaklega auðlindaákvæðið og þjóðaratkvæða- greiðslur. Margrét Tryggvadóttir tók í sama streng í Silfri Egils og skaut föstum skotum að Salvöru Nordal. Sagði hún að málið hefði verið rætt fram og aftur í þingnefnd og stjórn- lagaráð hefði verið boðað á fund síð- asta vor en Salvör, þá formaður stjórn- laganefndar, ekki látið sjá sig. Treglega hefur gengið að afgreiða fjárlögin vegna mikilla ræðuhalda stjórnarandstöðunnar. Miðað við þá andstöðu sem birst hefur í málflutn- ingi stjórnarandstöðuþingmanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar er ekki útilokað að umræður um hana dragist á langinn. johannp@dv.is n KS tekur við eignum eftir viðskipti með hlutabréf í FISK Seafood Ú tgerðarfélag Kaupfélags Skag- firðinga, FISK Seafood, eign- aðist ríflega 550 milljónir króna í beinhörðum peningum í lok síðasta árs þegar eignir eignarhaldsfélags framkvæmdastjóra útgerðarinnar runnu inni dótturfélag þess. Félag framkvæmdastjórans, Jóns Eðvalds Friðrikssonar, hét Síðasti dropinn ehf. og var í eigu eignarhalds- félags hans Háuhlíðar 7. Í lok síðasta árs eignaðist útgerðar- félagið Farsæll í Grundarfirði, sem FISK keypti sumarið 2011, allt hlutafé í Síðasta dropanum ehf. Síðasti drop- inn var í kjölfarið afskráð sem sérstak- ur lögaðili. Ekki liggur fyrir, samkvæmt sam- runaáætlunum félaganna, hvernig Farsæll eignaðist allt hlutafé í Síðasta dropanum ehf. en þar kemur fram að Síðasti dropinn ehf. sé dótturfélag Far- sæls ehf. Miðað við ársreikning Síðasta dropans ehf. fyrir árið 2010 var félagið í eigu Háuhlíðar 7. ehf. í lok þess árs. Út frá opinberum gögnum um Háu- hlíð 7 og Síðasta dropann ehf. sést ekki hvernig eigendaskiptin á rúmlega 550 milljóna eignum Síðasta dropans fóru fram. Ársreikningur Síðasta dropans ehf. fyrir árið 2011 er óendurskoðaður. Síðastliðið sumar rann útgerðar- félagið Farsæll ehf. svo inn í FISK Seafood og var afskráð sem sérstakur lögaðili. Þannig voru eignir Síðasta dropans ehf., rúmlega 550 milljónir króna, komnar inn í FISK Seafood. Merkileg saga Saga Síðasta dropans ehf. síðastliðin ár er nokkuð merkileg. Jón Eðvald Friðriksson eignaðist eignarhalds- félagið að fullu árið 2008 í gegnum eignarhaldsfélag sitt. Þá átti félag- ið ríflega hálfan milljarð í eignum. Síðasti dropinn ehf. hafði árið ver- ið sameiginlega í eigu eignarhaldsfé- laganna Háuhlíðar 7. ehf., Háuhlíð- ar 2. ehf. og Háuhlíðar 3. ehf. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, á Háuhlíð 2. og Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélags- stjóri á Háuhlíð 3. ehf. Fjármunir Síðasta dropans ehf. komu úr eignarhaldsfélaginu Fiskileið- um ehf. sem var í eigu þess. DV hef- ur áður greint frá hvernig Þórólfur og Sigurjón högnuðust persónulega um 100 milljónir á viðskiptum með hluta- bréf í FISK Seafood á árunum 2005 og 2006 í gegnum Fiskileiðir. Arð- greiðslurnar sem Þórólfur Gíslason tók út úr eignarhaldsfélagi sínu námu rúmum 150 milljónum króna á árun- um 2007 og 2008 og heildararðgreiðsl- ur til Sigurjóns Rúnars út úr félagi sem hann á voru 183 milljónir króna á árunum 2006 til 2010. Stjórnendur KS áttu því sjálfir í við- skiptum með hlutabréf í útgerð sem sem kaupfélagið átti og högnuðust vel. Í ársreikningi Fiskileiða ehf. fyrir árið 2005 kemur fram að fyrirtækið hafi á því ári keypt rúmlega þriggja prósenta hlut í FISK Seafood fyrir nærri 149 milljónir króna. Viðskiptin voru fjármögnuð með láni frá lánastofnun, samkvæmt ársreikn- ingnum. Ekki er tekið fram af hverjum bréfin voru keypt. Seldu kaupfélaginu bréfin Í byrjun febrúar 2006 sameinuðu FISK Seafood, Fiskiðja Sauðárkróks og FISK eignarhaldsfélag starfsemi sína undir nafninu FISK Seafood hf. og átti Kaupfélag Skagfirðinga 98,8 pró- senta hlut í útgerðarfyrirtækinu eftir þetta. Þetta kemur fram í ársreikningi FISK Seafood árið 2006. Hluthafi FISK Seafood og Fiskiðju Sauðárkróks, Kaupfélag Skagfirðinga, eignaðist 92 prósent hlutafjár í FISK Seafood með samrunanum. Eftir stóðu átta pró- sent sem voru í eigu annarra aðila, sem voru svo seld til Kaupfélags Skag- firðinga að mestu. Í ársreikningi Fiskileiða fyrir árið 2006 kemur fram að á því ári hafi Fiskileiðir selt rúmlega þriggja pró- senta eignarhlut sinn í FISK Seafood fyrir rúmlega 252 milljónir króna. Ekki er tekið fram í ársreikningnum hver það var sem keypti bréfin. Bréfin hækkuðu því í vedrði um 70 prósent frá því Fiskileiðir keyptu bréfin í FISK Seafood og þar til bréfin voru seld en í millitíðinni átti áðurnefndur samruni sér stað en eigendur Fiskileiða voru aðalmennirnir á bak við samrunann Langtímalán félagsins voru greidd upp með söluverði hlutabréfanna, lán sem tekið hafði verið til að kaupa þau árið áður, og hluthafar félagsins greiddu 75 milljónir króna í arð niður til móðurfélaganna þriggja sem öll bera nafnið Háahlíð og vísa til heimila Þórólfs, Jóns Eðvalds og Sigurjóns Rúnars við samnefnda götu á Sauðár- króki. Miðað við ársreikninga þessara fé- laga er ekki annað að sjá en að hlut- hafar Fiskileiða, sparisjóðsstjórinn Þórólfur, aðstoðarsparisjóðsstjórinn Sigurjón Rúnar og framkvæmdastjóri hins sameinaða félags, Jón Eðvald, hafi hagnast um að minnsta kosti tugi milljóna króna með viðskipti sín með hlutabréfin í FISK Seafood, fyrir og eftir sameiningu félagsins við fyrir- tæki sem voru í eigu Kaupfélags Skag- firðinga. Nú hafa eignir Fiskileiða ehf. runnið inn í dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga með viðkomu í Síðasta dropanum ehf. og Farsælum ehf. og eftir að hafa verið persónulega í eigu framkvæmdastjóra FISK Seafood ehf. í gegnum eignarhaldsfélag hans. Í milli- tíðinni hafa stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hins vegar hagnast vel á viðskiptunum með hlutabréf í FISK Seafood. DV hefur reynt að ræða um málefni Fiskileiða og Síðasta dropans við Jón Eðvald en hann hefur neitað að ræða við blaðið. n Viðskipti með hlutabréf í FISK Stjórnendur KS á Sauðárkróki högnuðust á viðskiptum með hlutabréf útgerðarfélags kaupfélagsins. Arðgreiðslur til Þórólfs Gíslasonar námu rúm- um 150 milljónum króna á árunum 2007 og 2008. Heildararðgreiðslur til Sigurjóns Rúnars voru 183 milljónir króna á árunum 2006 til 2010. Stjórnendur urðu ríkir á braskinu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Jón Eðvald þagði DV reyndi að ræða málefni Fiskileiða og síðasta dropans við Jón Eðvald í desember í fyrra. Það gekk illa. Blaðamaður: Árið 2008 eignast þú félag sem heitir Síðasti dropinn ehf. Félagið hafði áður verið í eigu þriggja félaga sem öll hétu Háahlíð … Jón Eðvald: „Ég svara engu um þetta.“ Blaðamaður: „Getur þú ekki sagt mér hvaðan þeir peningar sem voru inni í félaginu komu?“ Jón Eðvald: „Ég er með mann hérna hjá mér.“ Blaðamaður: „Viltu ekki ræða þetta?“ Jón Eðvald: „Nei.“ Blaðamaður: „Af hverju ekki?“ Jón Eðvald: „Ég vil það bara ekki.“ Blaðamaður: „Viltu ekki segja mér af hverju?“ Jón Eðvald: „Nei. Þakka þér fyrir.“ Blaðamaður: „Takk.“ „Ég svara engu um þetta Umferðareftirlit lögreglu: 125 stöðvaðir – einn var ölvaður Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var með eftirlit með umferð á Nýbýlavegi aðfaranótt sunnudags. Stöðv- aðir voru 125 ökumenn og að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu var ástand þeirra nokkuð gott. Einn af þessum 125 ökumönnum er grunaður um ölvun við akstur og annar reyndist vera án ökuréttinda. Lögreglan hafði annars í nógu að snúast og fór meðal annars í útköll vegna hávaða í heimahúsum. Hér að neðan gefur að líta helstu verkefni lög- reglu aðfaranótt sunnudags. 02.32 Bifreið stöðvuð á Hverfis- götu. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur undir áhrif- um áfengis og/eða fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lok- inni sýna- og upplýsingatöku. 03.25 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn var handtek- inn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. 03.28 Bifreið stöðvuð á Tryggvagötu. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Látinn laus að lokinni sýna- og upplýsingatöku. 04.14 Bifreið stöðvuð við Straum, ökumaðurinn hand- tekinn grunaður um ölvun við akstur. Sleppt að lokinni sýna- og upplýsingatöku. Talsverður erill var hjá lög- reglu í nótt, tilkynningar tengd- ust ölvun, hávaða o.fl. Guðbjartur á Beinni línu Guðbjartur Hannesson, vel- ferðarráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, verður á Beinni línu DV.is á miðviku- dag klukkan 14. Guðbjartur tilkynnti framboð sitt til for- manns Samfylkingarinnar á dögunum og mun þar etja kappi við Árna Pál Árnason. Þá hefur Guðbjartur að sjálfsögðu staðið í eldlínunni á Alþingi að undanförnu þar sem nóg hefur verið um að vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.