Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 10. desember 2012 Mánudagur Frásögn um andsetin börn: Prestafélagið kemur af fjöllum „Það hefur ekkert komið til okkar, ekki neitt svoleiðis,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Presta­ félags Íslands, aðspurð hvort hún þekki dæmi þess að prestar á Íslandi hafi fengið inn á borð til sín ábendingar um andsetin börn. Af viðbrögðum hennar má ráða að henni þyki spurningin fremur fáránleg. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins var viðtal við karl­ mann sem lýsti því hvernig barna­ börn hans hefðu verið andsetin. „Ég get alveg svarað því skýrt að prestafélag Íslands kannast ekki við neitt slíkt,“ sagði Guðbjörg í við­ tali við DV.is á laugardagskvöld en tók þó fram að hún hefði ekki lesið viðtalið. Viðtalið hefur vakið athygli af ýmsum ástæðum en það verð­ ur að teljast óalgengt að fólk lýsi reynslu sinni af andsetnum börn­ um í viðtölum á Íslandi í dag — árið 2012. Frásögn mannsins, sem kemur fram undir dulnefni, þyk­ ir mjög hrollvekjandi en þar lýsir hann því hvernig dótturdóttir hans, þá fimm ára, hafi verið andsetin af tveimur illum öndum. Þá segir hann dótturson sinn einnig hafa verið andsetinn fyrir tveimur árum þegar hann var þriggja ára. Í um­ fjöllun Morgunblaðsins segir með­ al annars: „Andsetningin lýsti sér með ýmsum hætti en áberandi var að börnin komust úr jafnvægi við hlý orð og bænir. Máttu ekki heyra Jesú Krist nefndan á nafn. Þegar mest gekk á létu þau öllum illum látum, hræktu á og formæltu fólki.“ Maðurinn lýsir því þannig að hann hafi farið utan til þess að að­ stoða dóttur sína, einstæða tveggja barna móður, við að flytja á milli staða. Börnin hennar tvö, stúlka og drengur, eiga að hafa verið fimm og þriggja ára þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn segir að fyrstu teikn um að undarlegir hlutir væru að gerast á heimilinu hafi verið þegar hann veitti því eftirtekt að dóttir hans var með hvítt bitfar á líkamanum. Segir hann að það hafi verið líkt og einhver skepna hefði glefsað í hana. Í kjölfarið fóru börnin að um­ breytast, segir maðurinn. Stúlkan hafi farið að vakna grátandi á næturnar og ómögulegt að hugga hana. Maðurinn, sem er sagður vera kristinnar trúar í viðtalinu, segir ástandið hafa stigmagnast þar til svo var komið að stúlkan brást illa við tilraunum hans til að fara með bænir. Hún hafi skipað honum að halda kjafti þegar hann fór með Faðir vorið í hljóði nálægt henni. Þá segir hann svefnvenjur barn­ anna hafa breyst algjörlega. Þau sváfu í örfáar klukkustundir en sátu þess utan hljóð í rúmum sín­ um. Þá lýsir hann augum þeirra þannig að sjáöldrin hafi verið út­ þanin og augun gulleit. Þegar fjölskyldan kom aftur til Íslands fór maðurinn með stúlk­ urnar til særingamanns en sá er sagður hafa mikla reynslu af því að takast á við „slíkar óværur.“ Sær­ ingamaðurinn segist í viðtali við Morgunblaðið hafa rekið tvo illa anda úr stúlkunni með bænum. Þá segir hann tilfellið alls ekki það fyrsta né það versta. Ekkert er rætt við móður stúlkunnar en sagt að eftir meðferð særingamanns­ ins séu börnin við góða heilsu, og að þau hafi ekki orðið meint af þessari reynslu. 320 milljarða tap á þremur hópum n Lífeyrissjóðirnir töpuðu miklu á Bakkabræðrum, Baugi og Björgólfsfeðgum S amkvæmt skýrslu úttektar­ nefndar Landssamtaka líf­ eyrissjóðanna sem kynnt var í febrúar á þessu ári töp­ uðu íslensku lífeyrissjóð­ irnir nærri 320 milljörðum króna á þremur fyrirtækjahópum sem tengj­ ast Bakkavararbræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssyni, Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og síð­ an feðgunum Björgólfi Guðmunds­ syni og Björgólfi Thor. 180 milljarðar króna töpuðust vegna hlutabréfa tengdum umræddum aðilum og 140 milljarðar króna vegna skuldabréfa sem félög þeim tengd gáfu út fyrir bankahrunið. 70 prósent af tapi ís­ lensku lífeyrissjóðanna má því rekja til félaga tengdum þessum þremur fyrirtækjahópum. Það gæti þó lík­ lega verið töluvert meira þar sem líf­ eyrissjóðirnir töpuðu um 40 millj­ örðum króna á fjárfestingum sínum í hluta­ og skuldabréfasjóðum sem líka áttu eignir sem tengjast þessum þremur fyrirtækjahópum. Plötuðu lífeyrissjóðina Góðæri íslenska fjármálakerfis­ ins náði hámarki í júlí árið 2007 þegar úrvalsvísitalan rauf 9.000 stiga múrinn. Eftir fréttir af vand­ ræðum vegna svokallaðra undir­ málslána í ágúst árið 2007 fór að síga á ógæfuhliðina og hóf úrvals­ vísitalan niðurleið í kjölfarið. Um haustið 2007 fóru íslensk fjármála­ fyrirtæki síðan að lenda í erfið­ leikum með fjármögnun á erlend­ um mörkuðum. Vegna þessa gripu mörg íslensk fjármálafyrirtæki og bankar til þess ráðs að fara í aukna skuldabréfa­ og víxlaútgáfu innan­ lands. Segja má að útgáfan á umrædd­ um skuldabréfum og víxlum hafi oft og tíðum verið vafasöm eftir á að hyggja. Þannig má benda á að nokkuð algengt var að bankar sæju um útboðsmál fyrir stóra við­ skiptavini sína. Í útboðslýsingum var upplýsingagjöf, um raunveru­ lega fjárhagsstöðu þeirra sem voru að sækja sér fjármuna með því að gefa út skuldabréf eða víxla, oft ábótavant. Þannig má benda á að tryggingafyrirtækið Sjóvá fór í skuldabréfaútgáfu í byrjun mars árið 2008 sem Glitnir hafði umsjón með. Nokkrum dögum áður hafði Glitnir lánað félaginu Svartháfi ehf. 190 milljónir evra eða um 35 milljarða íslenskra króna. Umrætt lán var notað til endurfjármögn­ unar á skuldum Milestone sem á þessum tíma var aðaleigandi Sjó­ vár. Rúmum þremur vikum áður hafði Glitnir síðan lánað félaginu Vafningi 100 milljónir evra eða um 16 milljarða íslenskra króna þar sem Milestone var komið í vand­ ræði vegna lækkunar á hlutabréf­ um sínum í Glitni í gegnum félagið Þátt International. Þá gaf Glitnir út víkjandi skulda­ bréf upp á 15 milljarða króna um miðjan mars árið 2008. Stærstu kaupendur voru íslenskir lífeyris­ sjóðir sem fjárfestu fyrir tíu millj­ arða króna í umræddu skuldabréfi. Þeir fjármunir eru að fullu tapað­ ir. Telja lífeyrissjóðirnir að þeir hafi verið blekktir í umræddu útboði og Glitnir hafi gefið villandi mynd af fjárhagsstöðu sinni. Um málið er nú deilt fyrir dómstólum. Þetta eru einungis örfá dæmi um skuldabréfakaup sem íslensk­ ir lífeyrissjóðir tóku þátt í eft­ ir að íslensk fjármálafyrirtæki og bankar fóru að lenda í fjármögn­ unarvandræðum. Eins og kunn­ ugt er var líka algengt að skulda­ bréfa­ og peningamarkaðssjóðir hjá bönkunum fjárfestu í skulda­ bréfum og víxlum sem tengdust fyrirtækjum stærstu eigendanna. Glitnir framlengdi líf Baugs „Í september 2008 fjárfesti Sjóð­ ur 9 áfram í víxlum útgefnum af Baugi þrátt fyrir að félagið hefði skömmu áður ekki getað staðið í skilum með skuldbindingar sín­ ar við sjóðinn. Í lok ágúst 2008 var skráð markaðsvirði Baugsbréfa í sjóðnum 11,5 milljarðar króna. Í lok septembermánaðar hafði staða sjóðsins í Baugsbréfum aukist um rúman milljarð króna í 12,5 milljarða,“ segir í skýr­ slu rannsóknarnefndar Alþingis. Þannig sést að starfsmenn bank­ anna héldu lífi í fyrirtækjum sem tengdust eigendum sínum beint. Þess skal getið að íslensku lífeyris­ sjóðirnir töpuðu fimm milljörðum króna vegna fjárfestinga í skulda­ bréfum Baugs eins og sést í töflu með frétt. Björgólfsfeðgar með aðgang að sjóðum Landsvaka Sjóðir Landsvaka voru duglegir að kaupa skuldabréf og víxla af félög­ um sem tengdust Björgólfsfeðgum. Má þar nefna í Landsbankanum, Straumi­Burðarási og Samson. Ef ekki hefði komið til þeirra fjárfestinga hjá sjóðum Landsvaka má telja nær öruggt að verðbréf umræddra fé­ laga hefðu ekki þótt jafn fýsilegur fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóð­ ina. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 40 millj­ örðum króna á skuldabréfum sem Straumur­Burðarás, Landsbankinn, Samson og Eimskip gáfu út. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kem­ ur meðal annars fram að peninga­ markaðssjóður Landsvaka hafi keypt alla útgáfu á skuldabréfum Samson í september og október árið 2007 fyrir alls tíu milljarða króna. „Því má segja að Samson hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðn­ um,“ segir í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 9,4 milljörðum króna á fjárfestingum í skuldabréfum útgefnum af Samson. 40 milljarða tap á Bakkabræðrum Líkt og fram kemur í töflu töpuðu íslenskir lífeyrissjóðir langmest á fjárfestingum sem tengdust félögum Bakkabræðra. Þannig tapaði Lífeyrissjóður verzlun­ armanna nærri 40 milljörðum króna á fjárfestingum í hlutabréf­ um og skuldabréfum Kaupþings, Bakkavarar og Exista ef miðað er við stöðu á hlutabréfaeign líf­ eyrissjóðsins í upphafi árs 2008 líkt og úttektarnefnd Landssam­ taka lífeyrissjóða gerir. Það virð­ ist þó hafa verið minna af því innan Kaupþings að fjárfestinga­ sjóðir þeim tengdir væru að fjár­ festa jafn mikið í skuldabréfum og víxlum sem tengdust helstu eigendum bankans. „Hæst fór hlutfall eigna í Kaupþingi og tengdum félögum í 63 prósent af heildareignum sjóðsins í lok jan­ úar 2007,“ segir í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis um fjár­ festingar peningamarkaðssjóðs Kaupþings. n 80 milljarðar Lífeyrissjóðirnir töpuðu um 80 milljörðum á félögum tengdum Baugi og Jóni Ásgeiri. Björgólfsfeðgar 70 prósent af tapi íslensku lífeyrissjóðanna má rekja til félaga tengdum þremur fyrirtækjahópum. Tapið vegna félaga Björgólfsfeðga nam tæpum 70 milljörðum. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Félög tengd Björgólfsfeðgum Skuldabréf Hlutabréf Alls Straumur-Burðarás 18.766 6.813 Landsbankinn 3.347 21.779 Samson 9.375 Eimskip 8.744 Alls 40.232 28.592 68.824 *TöLur í MiLLjörðuM krónA. Félög tengd Baugi og Jóni Ásgeiri Skuldabréf Hlutabréf Alls Glitnir 26.870 20.696 Landic Property 12.220 Baugur 4.818 Stoðir/FL Group 6.408 Alls 56.486 20.696 77.182 *HeiLdAruPPHæð er AF öLLuM FéLöGuM TenGduM uMrædduM AðiLuM. YFirLiTið sýnir BArA FjöGur sTærsTu FéLöG þeiM TenGd. TöLur í MiLLjörðuM krónA. Félög tengd Bakkabræðrum Skuldabréf Hlutabréf Alls Kaupþing 16.253 78.500 Bakkavör 10.590 28.027 Exista 14.045 22.558 Skipti/Síminn 908 Alls 41.847 129.085 170.932 *HeiLdAruPPHæð er AF öLLuM FéLöGuM TenGduM uMrædduM AðiLuM. YFirLiTið sýnir BArA FjöGur sTærsTu FéLöG þeiM TenGd. TöLur í MiLLjörðuM krónA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.