Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 6
ERLENDU LÁNIN AÐ SLIGA AUÐBJÖRGU 6 Fréttir 10. desember 2012 Mánudagur 600 milljónir með betri skattskilum Ýmislegt forvitnilegt er að finna í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Þannig má nefna að ríkissjóður hyggst auka tekjur sínar á næsta ári um 500 til 600 milljónir króna með hert- um aðgerðum skattyfirvalda og aukinni hörku innheimtumanna ríkissjóðs. „Stefnt er að því að fjármála- og efnahagsráðherra leggi fram að- gerðaráætlun um bætt skattskil í samræmi við fram komna þings- ályktunartillögu í samráði við þær stofnanir sem málið varðar jafn- framt því sem leitað verði viðhorfa frá hagsmunaaðilum á sem flest- um sviðum,“ segir í fjárlagafrum- varpi Katrínar Júlíusdóttur, fjár- mála- og efnahagsráðherra. Þá er jafnframt fallið frá fyrir- huguðum niðurskurði á fjárheim- ildum hjá embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra að hluta. „Þá er lagt til í þessu frumvarpi að lagagrunnur að baki hlutverki tollstjóra sem samræmingar- og eftirlitsaðila gagnvart öðrum inn- heimtumönnum ríkissjóðs verði styrktur til að auka líkur á því að settum markmiðum við bætt skattskil, þar með talið greiðslu skatta, verði náð,“ segir jafnframt í fjárlagafrumvarpinu. DV sendi fyrirspurn til ráðherr- ans og óskaði eftir frekari útlistun á þessu markmiði stjórnvalda. „Líkt og fram kemur í frumvarp- inu um ráðstafanir í ríkisfjármál- um stendur til að leggja fram að- gerðaráætlun um bætt skattskil. Gera má ráð fyrir að sú vinna fari af stað í kjölfar samþykktar frum- varpsins,“ segir í svari frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þannig virðist ráðuneytið ekki geta útskýrt frekar að svo komnu máli þessar hertu aðgerðir til að bæta skattskil landsmanna. as@dv.is n Sjávarútvegsfyrirtækið Auðbjörg í Þorlákshöfn segir upp 30 starfsmönnum S jávarútvegsfyrirtækið Auð- björg í Þorlákshöfn sagði upp nærri 30 manns nú um mánaðamótin. Hefur fyrir- tækið sett línubátinn Arnarberg ÁR-150 á sölu og þar með missti 14 manna áhöfn bátsins vinnuna. Togbáturinn Skálafell ÁR-50 hefur líka verið settur á sölu. Þá munu 13 starfsmenn í landsvinnslu missa vinnuna um næstu mánaðamót þegar uppsögnunum verður að fullu lokið. Fækkar starfsmönnum þar með úr 70 í 45. Útgerðarfyrir- tækið hyggst áfram gera út línubát- inn Arnar ÁR-55 og Ársæl ÁR-66 en hann veiðir bæði humar og bolfisk. Félagið á sér langa sögu en Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri þess, stofnaði það fyrir um 40 árum. Ármann Einarsson, útgerðar- stjóri Auðbjargar, og sonur Einars lét hafa eftir sér í fréttablaðinu DFS á Selfossi á miðvikudaginn að þess- ar aðgerðir væru óumflýjanlegar þar sem „allt sé að fara til andskot- ans í sjávarútvegi“ líkt og hann orð- aði það. „Þorpinu hér í Þorlákshöfn er smátt og smátt að blæða út vegna ástandsins,“ sagði Ármann. „Ég hef bara ekki áhuga á því að svara þér og tala ekki við DV. Það er bara þannig,“ sagði Ármann þegar DV hafði sam- band við hann til að ræða um rekstur Auðbjargar. Þess skal getið að Ármann situr í varastjórn Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Forsvarsmenn Auðbjargar eru ekki þeir fyrstu sem telja að erfið- leika sína í rekstri megi rekja til veiði- gjaldsins sem nú er lagt á útgerðar- fyrirtæki landsins. Stjórnendur útgerðarfyrirtækisins Ögurvíkur til- kynntu um það í nóvember að fyr- irtækið hefði neyðst til að segja upp öllum 70 sjómönnum sínum. 20 þeirra yrðu ekki endurráðnir þar sem Ögurvík hygðist selja annan frystistogara sinn. Hjörtur Gíslason, útgerðarstjóri Ögurvíkur, tjáði fjöl- miðlum að ein helsta ástæða erfið- leika í rekstri væri nýtilkomið veiði- gjald. Tengsl Hjartar eru sterk við LÍÚ, líkt og Ármanns, útgerðarstjóra Auðbjargar, en Hjörtur situr í stjórn LÍÚ. DV greindi síðan frá því að flestir þeir viðmælendur sem blaðið ræddi við virtust sammála um að Ögur- vík hefði verið illa rekið á undan- förnum árum. Það hefði legið fyrir árum saman að það væri fyrirtæk- inu fyrir bestu að fækka skipum sín- um. Ögurvík bókfærir einungis lít- inn hluta af kvóta sínum og greindi DV frá því að ef fyrirtækið yrði selt myndu eigendur hagnast um 10 til 14 milljarða króna þegar búið væri að draga skuldir frá eignum félags- ins. Stórtækir í gjaldeyrisbraski Þegar ársreikningar Auðbjargar á síðustu árum eru skoðaðir má sjá að félagið hefur tekið þátt í ýmsum fjár- festingum sem eiga lítið sammerkt með sjávarútvegi. Þannig kemur fram í ársreikningi félagsins árið 2011 að félagið sé með 330 milljónir króna í eignastýringu hjá Kaupþingi. Árið 2007 átti félagið rúmlega 30 milljónir króna í útibúi Kaupþings í Lúxemborg en árið 2011 var sú upp- hæð komin niður í tæpar sjö millj- ónir króna. Það sem virðist hins vegar erfiðast í rekstri Auðbjargar eru er- lend lán og gjaldmiðlasamningar sem félagið gerði. Þannig hafa er- lend lán félagsins hjá Landsbank- anum og Arion banka hækkað úr rúmlega milljarði króna árið 2007 í tvo milljarða króna árið 2011. Svo virðist sem félagið hafi ekki fengið neina leiðréttingu á erlendum lán- um sínum líkt og flest íslensk fyrir- tæki hafa fengið hjá sínum við- skiptabönkum. „Við keyptum auðvitað þrjú út- gerðarfyrirtæki og við áttum ekki fyrir þeim og tókum lán. Svo hækk- uðu þessi lán auðvitað um helm- ing eftir hrun,“ segir Einar Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Auðbjargar í viðtali við DV. Hann segir að fé- lagið hafi tapað peningum á fram- virkum samningum en segir að enn liggi ekki ljóst fyrir hversu mikið tapið verði á endanum. Það sé hins vegar ekki rétt að félagið hafi verið í hlutabréfakaupum eða slíku. Við- skipti félagsins við útibú Kaupþings í Lúxemborg benda þó til annars. Þriðjungur tekna í vaxtakostnað Þá hafa skammtímaskuldir eða gjaldmiðlasamningur sem félagið gerði við Landsbankann árið 2007 í japönskum jenum hækkað úr 50 milljónum króna það ár í yfir 200 milljónir króna og þannig meira en fjórfaldast. Þá hafði skuld vegna samnings við Kaupþing upp á tæp- ar 400 milljónir króna í svissnesk- um frönkum hækkað í 900 milljón- ir króna árið 2011. Svo virðist sem félagið hafi átt í deilum við Lands- bankann vegna gjaldmiðlasamn- inga og hefur bankinn höfðað mál á hendur félaginu. Verður það dómtekið í Héraðsdómi Reykjavík- ur þann 20. desember. Varðandi þetta atriði segir Einar að fyrirtæki hans eigi ekki í neinum deilum við Landsbankann. „Við létum kanna hvort lánið væri í lagi eða ekki,“ seg- ir hann. Félagið greiddi um 300 milljón- ir króna í fjármagnskostnað árið 2011 sem nemur um 30 prósent- um af tekjum félagsins sem námu um einum milljarði króna. Að eyða nærri þriðjungi tekna sinna í vaxta- kostnað hlýtur að teljast afar hátt hlutfall og má segja að slíkt sé óger- legt til langs tíma fyrir flest fyrirtæki sama í hvaða geira þau starfa. Sala kvóta gæti skilað 1.200 milljóna hagnaði Auðbjörg ehf. ræður yfir um 1.640 þorskígildistonnum sem félagið bókfærir á tæplega 700 milljón- ir króna. Þannig virðast erlend lán félagsins, sem nú standa í tveim- ur milljörðum króna, einungis að litlu leyti hafa verið notuð til kvóta- kaupa. Ef miðað er við að hægt væri að selja þann kvóta á 2.000 krónur kílóið væri raunverulegt virði hans um 3,3 milljarðar króna. Eigið fé Auðbjargar er í dag neikvætt upp á 1.400 milljónir króna. Ef eignir fé- lagsins yrðu seldar og kvótinn seld- ur myndu eigendur sjávarútvegs- fyrirtækisins í Þorlákshöfn standa uppi með um 1.200 milljóna króna hagnað. Þess skal getið að Ármann situr í varastjórn LÍÚ. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Við keyptum auð- vitað þrjú útgerðar- fyrirtæki og við áttum ekki fyrir þeim og tókum lán. „Allt að fara til andskotans“ Ármann Einarsson sagði að erfiðleikarnir væru vegna veiðigjaldsins. Auðbjörg stóð hins vegar í ýmsum fjárfestingum sem eiga lítið sam- merkt með sjávarútvegi. Á sölu Línubáturinn Arnarberg ÁR-150 hefur verið settur á sölu. Við það missa 14 vinnuna. Auðbjörg Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, stofnaði Auðbjörgu fyrir 40 árum. Efnahagsreikningur Auðbjargar 2011 n Eignir 1.688 n Skuldir 3.075 n Eigið fé 1.390 n Bókfærður kvóti 691 n Raunverulegt virði eigna Auðbjargar n Eignir 4.297 n Skuldir 3.075 n Eigið fé 1.222 n Kvóti 2.000 kr. * 1.640 tonn 3,3 milljarðar n Ef félagið yrði selt myndu eigendur Landsfram- leiðsla jókst um tvö prósent Landsframleiðsla jókst um tvö prósent að raungildi á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við fyrstu mánuði ársins árið 2011 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti á föstudag. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,7 prósent, einkaneysla um 3,2 pró- sent og fjárfesting um 14,3 pró- sent. Samneysla dróst hins vegar saman um 1,1 prósent. Útflutning- ur jókst um þrjú prósent en inn- flutningur nokkru meira, eða um 6,6 prósent fyrir sama tímabil. Landsframleiðsla á 3. ársfjórð- ungi 2012 jókst um 2,1 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.