Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 15
Hann ætlaði að klára þetta Ég er orðin gjaldþrota Ég átti engan frama Margrét Erla Benónýsdóttir missti son sinn árið 2003. – DVRagna Erlingsdóttir segir ríkið ekki vilja styrkja hana. – DVJón Gnarr hafði engan áhuga á íþróttum. – DV Fjárlagafrumvarpið Spurningin „Stekkjastaur.“ Emilía Rós Ómarsdóttir 21 árs nemi „Kertasníkir.“ Lilja Dögg Tryggvadóttir 23 ára hótelstarfsmaður „Stúfur.“ Heiðar Þórhallsson 42 ára öryggisvörður „Stekkjastaur.“ Eva Grétarsdóttir 25 ára háskólanemi „Stekkjastaur.“ Anna Kristín Birgisdóttir 48 ára starfsmaður Landsbankans Hver er dyggðug- asti jólasveinninn? 1 Nældi í „piparsveininn“ Leikkonan Kristin Chenoweth úr Glee og Jake Pavelka eru byrjuð saman. 2 „Komið að Andreu núna, hinni systur minni“ Birkir og Helga sigruðu í Dans dans dans. Eldri systir Birkis vann í fyrra. 3 Íbúðin á Flórída á nauðungar-uppboð Félag Árna Magnússonar, fyrrverandi ráðherra, með 200 milljóna króna neikvætt eigið fé. 4 Missti son: „Mér fannst ég ekki hafa kvatt strákinn nógu vel“ Sonur Sveinbjörns Bjarnasonar hrapaði í fjalli og lést aðeins níu ára að aldri. 5 Andsetnu börnin: „Það hefur ekkert komið til okkar“ Presta- félag Íslands kannast ekki við að hafa fengið tilkynningar um andsetin börn. 6 Velti bifreið og hljóp út í hraunið Maður fannst kaldur og hrakinn eftir nokkurra klukkustunda leit. 7 Komin með nýjan Söngkonan Taylor Swift sást á dögunum í örmum Harrys Styles úr strákabandinu One Direction. Mest lesið á DV.is U ndanfarna daga hafa fjárlög- in fyrir næsta ár verið til um- ræðu í þinginu – sitt sýnist hverjum. Stjórnarliðar segja að nú sé botninum náð og að við- spyrnan sé hafin. Þeir segja frum- varpið bera vott um stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar. En er það virkilega svo? Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að halli ríkisjóðs verði rétt um 1.200 milljónir á næsta ári sem væri vel ásættanleg niðurstaða ef hún væri í einhverju samræmi við veruleikann. Til að ná fram þeirri niðurstöðu er því sleppt að taka tillit til 13 millj- arða framlags til Íbúðalánasjóðs, 57 milljarða vegna A-deildar Lífeyris- sjóðs ríkisstarfsmanna, 2,6 milljarða vegna fjárfestingarverkefna sem þarf að ráðast í að Bakka, a.m.k. 500 milljóna vegna löggæslu í landinu sem er komin á hættulegt stig og framlags til heilbrigðiskerfisins sem hleypur á hundruðum milljóna. Þá er ótalið um 400 milljarða gat vegna B-deildar Lífeyrissjóðs ríkisstarfs- manna. Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins er einnig í molum. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,5% og að hann verði að hluta drifinn af fjárfesting- um í nýju hátæknisjúkrahúsi sem ekki er gert ráð fyrir í útgjöldum og stóriðju í Helguvík sem óvíst er að nokkuð verði af. Lægri hagvöxtur gefur minni tekjur fyrir ríkissjóð og leiðir til hærri gjalda vegna atvinnu- leysis. Þá er á tekjuhlið gert ráð fyr- ir nærri 8 milljarða arðgreiðslum ríkis fyrirtækja og tekjum vegna sölu eigna. Samantekið má sjá að forsendur fjárlagafrumvarpsins eiga sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum. Þar er sópað undir teppið augljósum út- gjöldum og allar tekjur ýktar. Þetta er alvarlegt vegna þess að mikilvæg- asta verkefni stjórnmálanna í dag er að ná tökum á ríkissjóði og greiða niður skuldir. Skuldir og skuld- bindingar ríkissjóðs eru núna um 2.000 milljarðar króna og þarf ríki- sjóður að borga nærri 90 milljarða í vexti af þeim. Vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru núna næst stærsti útgjaldaliður- inn á eftir heilbrigðiskerfinu. Ríkistjórnin kynnti fyrir skemmstu fjárfestingaráætlun sína við lúðraþyt og englasöng. Þar mætti búast við að inni væru verkefni sem myndu skila tekjum til framtíðar eins og fjárfestingar eiga að gera. Öðru nær! Í töflunni má finna fjár- festingar þær sem ráðast á í á næsta ári og dæmi nú hver fyrir sig. Fjárlagafrumvarp er mikilvægasta frumvarp hverrar ríkisstjórnar. Þetta frumvarp er í skötulíki og ber þess vott að kosningar eru í nánd. Seðla- bankinn hefur sérstaklega varað við slíku frumvarpi og ASÍ og SA bent á að þetta frumvarp sé verðbólg- ufrumvarp sem leiða muni til hækk- unar á lánum heimilanna og leiða til hærri vaxta. Líf og fjör Það var líf og fjör á Árbæjarsafni á sunnudag. Fjölmörg börn biðu spennt eftir komu jólasveinanna og urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar hinir einu sönnu íslensku jólasveinar mættu á svæðið. Mynd pressphotos.bizMyndin Umræða 15Mánudagur 10. desember 2012 Kjallari Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðiprófessor og þingmaður „Þetta frumvarp er í skötulíki og ber þess vott að kosningar eru í nánd Fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar Fjárfesting Milljónir kr. Öryggisfangelsi á Hólmsheiði 1.000 Bygging húss íslenskra fræða 800 Sýning fyrir Náttúruminjasafn Íslands 500 Uppbygging á ferðamannastöðum 500 Kvikmyndasjóður 470 Ný Vestmannaeyjaferja 463 Bygging þekkingarseturs á Kirkjubæjarkl. 290 Grænkun íslenskra fyrirtækja 280 Uppbygging innviða friðlýstra svæða 250 Húsafriðunarsjóður 200 Netríkið Ísland 200 Viðhald og endurbætur á Landeyjahöfn 177 Græn skref og vistvæn innkaup ríkisstofnana 150 Bókmenntasjóður 70 Grænar fjárfestingar 50 Orkuskipti í skipum 50 Hönnunarsjóður 45 Myndlistarsjóður 45 Tónlistarsjóður 35 Atvinnuleikhópar 20 Útflutningssjóður 20 Handverkssjóður 15 samtals: 5.630

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.