Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 11
ekki kröfu um að aðrir hópar séu með hreint heilbrigðisvottorð til þess að þeir njóti sjálfstæðra réttindi og fái að lifa án mismununar. Sú hugmynd er algeng að fitufor­ dómar séu ekkert vandamál því ef þú vilt losna við fordómana þá getir þú bara grennt þig. Ef þetta væri satt væri eflaust ekki til feit manneskja á okkar slóðum. Sannleikurinn er sá að það er afar sjaldgæft að feit manneskja breytist í granna manneskju. Þetta er því engin lausn. Fyrir utan það hvað þetta er ósanngjarnt. Sá sem verð­ ur fyrir fordómum er gerður ábyrgur fyrir þeim. Með sömu rökum ættu konur ekki að ganga í stuttum pils­ um ef þær vilja ekki verða fyrir áreitni. Ábyrgðin á illri framkomu er ekki þeirra sem verða fyrir henni, heldur þeirra sem beita henni og kerfisins sem samþykkir hana En ef við trúum því að fólk geti raunverulega ákveðið hvernig það er vaxið þá lítum við svo á að aukakíló­ in séu til marks um að það hafi engan sjálfsaga, sé latt og gráðugt. En það er ekkert sem bendir til þess að fólk geti bara ákveðið að léttast. Rann­ sóknir á þyngdartapi hafa sýnt að það er hægara sagt en gert að létta sig til frambúðar. Rannsóknir sýna jafnframt að það að verða fyrir fordómum og þeirri vanlíðan sem því fylgir vinn­ ur beinlínis gegn því að fólk tileinki sér heilbrigðari lífsvenjur. Fólk sem hefur orðið fyrir fordómum og upp­ lifað mismunun, eins og krakkar sem verða fyrir stríðni í skóla eða fullorðn­ ir sem mæta neikvæðu viðmóti, eru líklegra til þess að forðast hreyfingu. Ef fólk býst við að fá gagnrýni fyrir holdafarið ef það sýnir sig þá reynir það frekar að draga sig í hlé. Þannig að það er mikill misskilningur að þessir fordómar virki sem einhvers konar hvatning.“ Ýkjusögur um offitu þjóðarinnar Stefán Hrafn Jónsson, lektor í félags­ fræði, er einnig hugsi vegna þessara fordóma gagnvart feitum. „Árið 2012 hljótum við að vera komin lengra en að dæma fólk út frá útliti. Við erum svo gjörn á það að dæma fólk út frá útliti og þá meina ég holdafari, en við hljótum að geta betur. Við erum of tilbúin til þess að segja að einhver sé latur af því að hann er feitur þegar við vitum ekkert hvaða ástæður liggja þar að baki,“ segir Stefán Hrafn. Hann segir að fjölmiðlar séu ansi duglegir við að draga upp dekkri mynd af ástandinu en ástæða sé til. „Í fréttum hefur því verið haldið fram að íslensk börn séu stöðugt að fitna en samkvæmt rannsóknum hefur þyngd barna staðið í stað. Börn á höfuð­ borgarsvæðinu fitnuðu mjög mikið frá 1950–2000 en eftir það hefur verið lítil sem engin breyting þar á. Við höf­ um ekki eins góðar tölur fyrir lands­ byggðina. Í fyrra var fullyrt að íslenska þjóð­ in væri sú næstfeitasta í heimi. Það er rangt. Fullorðnir á Íslandi hafa hins vegar verið að fitna en það eru ákveðnir fordómar að halda því fram að við séum á meðal þeirra feitustu þegar við erum það ekki. En ég vil meina að við eigum að minnka áhersluna á holdafarið. Ef vanlíðan og sjúkdómar fylgja offitu þá bætir það ekki stöðuna að pota í fólk og segja að það sé of feitt og að það sé byrði á samfélaginu. Það hjálpar engum.“ Fitufordómarnir aukast Í gögnum frá árinu 2007 kom fram að um 18,9 prósent íslenskra karla eru of feit miðað við líkamsþyngdarstuðul og 21 prósent íslenskra kvenna. „Því er vert að árétta að það er ekki fá­ mennur minnihlutahópur, sem stendur frammi fyrir þessu óréttlæti, heldur allt að fimmtungur þjóðarinn­ ar,“ segir Sigrún. Þrátt fyrir það benda rannsóknir til þess að fordómarnir fari vaxandi og Sigrún segir að þeir ógni líðan, atvinnuöryggi og lífsgæðum þessa hóps. „Við getum miðað við rannsókn sem var gerð á meðal barna á sjöunda áratugnum og endurtekin skömmu eftir síðustu aldamót þar sem niður­ stöðurnar sýndu að fitufordómar höfðu aukist á þessu tímabili. Því miður hefur það verið þróun­ in. Maður skyldi ætla að eftir því sem fleiri væru feitir í þjófélaginu myndu fordómarnir minnka en raunin virð­ ist vera önnur og fordómarnir aukast eftir því sem offita eykst. En ég vona að þessi umræða verði til þess að við förum að ræða þessi mál á jákvæðari nótum og af meiri virðingu gagn­ vart fólki. Að við áttum okkur á því að allir eigi rétt á virðingu og góðri framkomu. Að mannréttindi verði al­ gild en ekki bara fyrir suma.“ Sigrún er bjartsýn á að þetta nái inn og segist eiga erfitt með að skilja af hverju það ætti að vera umdeilt. „Við höfum svo sterkan rannsóknar­ grunn sem sýnir að þessi mismunun á sér stað að það er ekki hægt að líta fram hjá því að þetta er réttindamál sem snertir marga. Í mínum huga ætti þetta að vera auðafgreitt því það eru engin rök fyrir því að sleppa þessu atriði. Þetta snýst bara um það að enginn á skilið að verða fyrir órétt­ látri meðferð eða framkomu, að mis­ munun sé alltaf röng. Við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort feitir eigi að fá vernd gegn óréttmætri framkomu lögum samkvæmt og hvort við ætlum að veita þeim hana. Ef við gerum það ekki þá er það aðeins til marks um að fordómarnir gagnvart þessum hópi séu svo sterkir að barátt­ an fyrir mannréttindum á þessu sviði er ekki einu sinni viðurkennd.“ Að lokum segir hún Ísland vera í fararbroddi þjóða hvað mannréttindi varðar. „Okkar orðspor er mjög sterkt hvað það varðar. Við erum með fyrsta opinberlega samkynhneigða for­ sætisráðherrann, við erum með jafnt kynjahlutfall ráðherra í ríkisstjórn og í fyrra var Ísland kjörið besta land í heimi fyrir konur að búa í af tímaritinu Newsweek. Við höfum þetta orðspor og það eru miklar væntingar til þess að við stöndum undir því hvað þetta varðar. Ég er í samskiptum við fræði­ menn á þessu sviði víða um heim og þessi umræða hefur vakið gríðarlega athygli, enda verðum við fyrsta þjóð­ in í heiminum til þess að veita fólki stjórnarskrárvarinn rétt gagnvart holdafarsmismunun ef við ákveðum að stíga það skref.“ n Fréttir 11Mánudagur 10. desember 2012 n Eftir hrun misstu of þungar konur frekar vinnuna en konur í kjörþyngd n Vilja vernd gegn mismunun vegna holdafars í stjórnarskrána n Fitufordómar aukast Feitum konum Frekar sagt upp Faldir fitufordómar Bergljót Gyða Guðmundsdóttir skrifaði um falda fitufordóma á vef Lík­ amsvirðingar fyrr á árinu. Þar sagði hún meðal annars: „Neikvæð viðhorf og fordómar í garð feitra finnast hvarvetna. Oft eru fitufordómar augljós­ ir, þar sem andúð á líkamsfitu og jafnvel óvild í garð feitra er látin skýrt í ljós en í sumum tilfellum getur verið erfiðara að átta sig á því að fordóm­ ar séu í raun á ferðinni, þrátt fyrir að sama óvild og andúð sé til staðar. Stundum áttar fólk sig ekki einu sinni á því sjálft að það búi yfir fordóm­ um, né heldur þeir sem umgangast það, sem dregur úr líkunum á því að reynt sé að bregðast við og uppræta fordómana. Ummæli sem við fyrstu sýn virðast einkennast af umhyggju eða hrósi eiga það jafnvel til að byggj­ ast á fordómum. Duldir fitufordómar eru ekki síður skaðlegir en þeir sem auðveldara er að koma auga á og geta meðal annars valdið vanlíðan hjá þeim sem fyrir þeim verða og viðhaldið almennum neikvæðum sam­ félagsviðhorfum um fitu og feitt fólk.“ Dæmi um falda fordóma: n Það að föt fást ekki yfir ákveðinni stærð í langflestum tískuverslunum. n Þegar feit manneskja pantar gosdrykk á veitingastað og er spurð sérstak­ lega hvort hún vilji hann sykurlausan. n Þegar feitri manneskju er ekki hrósað fyrir útlit sitt en þegar/ef hún grenn­ ist er henni hrósað fyrir að líta vel út og að hafa tekið sig á. n Það að feitar persónur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru yfirleitt ýmist gerðar kjánalegar, óvinsælar, latar, ógeðslegar, óaðlaðandi eða heimskar. n Þegar konum sem eru nýbúnar að eignast barn er hampað og hrósað fyrir að hafa náð af sér „meðgöngukílóunum“ og vera komnar aftur í „fyrra form“. n Þegar fólk segist vilja kenna börnum heilbrigðar lífsvenjur og tekur það sérstaklega fram að markmiðið sé að börn verði ekki feit. n Þegar fullyrt er að offita sé átröskun, geðröskun eða sjúkdómur. n Þegar talað er um að feitt fólk sé að rýja heilbrigðiskerfið inn að skinni. n Þegar fræðimenn lýsa því yfir að feitt fólk ógni „fæðuöryggi“ í heiminum.“ Vill vernda réttindi feitra Sigrún Daníelsdóttir segir að rannsóknir sýni fram á mis- munun og að fordómar séu að aukast. Hún vill því að holdafar verði eitt af þeim atriðum sem nefnt er í jafnræðisákvæðinu í nýrri stjórnarskrá. Tinna Laufey Samkvæmt rannsóknum Tinnu Laufeyjar og Hörpu Hrundar er óútskýrður munur á því hvernig feitum konum vegnar í atvinnulífinu miðað við það hvernig konum í kjörþyngd vegnar. Sama mun er ekki að finna hjá konum sem eiga við áfengisvandamál að stríða eða reykja. Hann finnst ekki heldur hjá körlum. Hefur áhyggjur af fordómunum Stefán Hrafn Jónsson segir að fordómar hjálpi eng- um, það sé réttara að einblína á jákvæða umræðu og heilbrigðan lífsstíl. „Útlit kvenna hefur miklu meiri áhrif á tilfinningar fólks, sama hvort sem sá sem horfir er karl eða kona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.