Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 10. desember 2012
T
ímaritið Forbes kynnti á
dögunum lista yfir valda-
mestu menn heimsins.
Alls er 71 á listanum, en
sú tala er fengin frá fjölda
jarðarbúa, sem er um 7,1 milljarð-
ur.
Við mat á vali þeirra sem fá sæti
á listanum var tekið mið af fjölda
fólks sem þeir geta haft áhrif á og
auðlindum sem þeir yfirráð yfir,
þar með talið fjármagn. Líkt og
fyrri ár eru langflestir á listanum
karlmenn og flestir eru á sextugs-
og sjötugsaldri. Meðalaldur á hon-
um er 60 ár – en þó prýða nokkrir
yngri menn hann. Hér eru þeir tólf
yngstu af lista Forbes.
Einræðisherra með kjarn-
orkuvopn
Arftaki „ástkæra leiðtogans“ Kim
Jong-il er næstyngsti maður list-
ans. Hinn 29 ára Kim Jong-un er
einræðisherra Norður-Kóreu og
hefur því örlög 24 milljóna manna
í hendi sér.
Hinn „afburðasnjalli félagi“,
eins og Kim Jong-un er jafnan
kallaður, hefur að því er virðist al-
gjör yfirráð yfir löndum sínum.
Landið er afskekkt og hefur fjórða
stærsta her heims – alls 1,21 millj-
ón manna gegna herþjónustu þar.
Að auki býr landið yfir kjarnorku-
vopnum.
Tæknimógúlar í broddi fylkingar
Larry Page (t.v.) og Sergey Brin
(t.h.) eru stofnendur netrisans
Google. Þeir eru báðir 39 ára
en Page er forstjóri fyrirtækis-
ins og Brin fer fyrir nýsköpunar-
verkefnum þess. Brin segist verja
meirihlutanum af tíma sínum í
Glass-verkefnið; byltingarkennd
gleraugu sem stefnt er á að setja á
markað árið 2014.
Google er mest sótta vefsíða
heims ásamt því að vera eitt dýr-
mætasta tæknifyrirtæki veraldar.
Það er í fararbroddi í ýmsum
tækninýjungum og hefur til að
mynda nú þegar hannað algjör-
lega sjálfstýrðan bíl. Fyrirtæk-
ið skilaði rúmlega 1.200 milljarða
króna hagnaði á síðasta ári, en
Brin og Page eiga sameiginlega 16
prósent í því.
Í fararbroddi í rafbílavæðingunni
Elon Musk er 41 árs. Hann er
einn valdamesti maður heims –
en það má segja að geimurinn sé
hans vígi. Hann er forstjóri fyrir-
tækisins SpaceX sem er í farar-
broddi í einkageiranum í hönnun
og rekstri geimfara. Bandaríska
geimferðastofnunin NASA hefur
gert samning við fyrirtækið um að
það annist allan flutning til og frá
Alþjóðlegu geimstöðinni – fyrstu
heppnuðu birgðaflutningarnir
fóru fram í maí síðastliðnum.
Musk er einnig einn stofnenda
greiðsluþjónustunnar PayPal,
heildartekjur fyrirtækisins voru
tæpir 552 milljarðar króna í fyrra.
Hann er einnig forstjóri og einn
stofnenda Tesla Motors sem
hannar og smíðar rafbíla.
Stofnaði stærstu leitarvél Kína
Hinn 44 ára Robin Li er stofn-
andi og forstjóri fyrirtækisins Bai-
du, sem mætti segja að sé hið kín-
verska Google. Google ákvað árið
2010 að hætta að ritskoða leitar-
niðurstöður í samræmi við óskir
kínverskra stjórnvalda og var því
bannað þar í landi.
Baidu hefur hins vegar skapað
sér sess sem hin eiginlega leitar-
vél í Kína, markaðshlutdeild þess í
leit á netinu í Kína er 56,6 prósent,
tekjur fyrirtækisins voru um 291
milljarður króna. Auður Li sjálfs er
metinn á 877 milljarða króna.
Tengslajötunn í kísildalnum
Reid Hoffman er 45 ára og stofn-
andi tengslasíðunnar LinkedIn og
gerði sú fjárfesting hann að millj-
arðamæringi. Síðan gerir fólki
kleift að mynda ýmisleg sambönd,
fyrst og fremst hvað varðar við-
skipti og atvinnurekstur.
Að sögn Forbes er hann tengd-
asti maðurinn í kísildalnum í Kali-
forníu – þar sem langmest tækni-
þróun fer fram í Bandaríkjunum
– og getur því haft gífurleg áhrif á
nýstofnuð fyrirtæki í tæknigeiran-
um. Í krafti þess hefur hann mót-
andi áhrif á tækni í framtíðinni.
Yngsti forsætisráðherrann í
langan tíma
David Cameron er 46 ára forsætis-
ráðherra Bretlands. Þótt hann sé
varla á flæðiskeri staddur fjárhags-
lega, þá liggja völd hans fyrst og
fremst í stjórnmálunum.
Cameron er formaður breska
íhaldsflokksins sem myndar ríkis-
stjórn landsins ásamt frjálslyndum
demókrötum. Hann fer með fram-
kvæmdavald breska ríkisins og rík-
isstjórn hans fer einnig með al-
gjört löggjafarvald, hún er með
meirihluta í bresku fulltrúa-
deildinni, þar sem stjórnarandstað-
an er nánast algjörlega máttvana.
Cameron er einn af þeim yngstu
sem setið hefur í forsætisráðherra-
stólnum – síðasti forveri hans sem
tók við valdasprotanum yngri að
aldri var uppi fyrir tæpum 200
árum.
Í valdastól stórveldis
Enrique Peña Nieto er 46 ára for-
seti Mexíkó. Hann tók við valda-
taumum landsins í desember,
en landið er eiginlegt stórveldi í
spænskumælandi Ameríku.
Nieto situr á valdastóli í umboði
vinstrisinnaða Byltingarflokksins.
Í krafti embættis síns getur hann
gert ýmislegt – hann getur skipað
hæstaréttardómara, lýst yfir stríði
fyrir hönd landsins með sam-
þykki þingsins og er yfirmaður
mexíkóska land-, sjó- og flug-
hersins.
Mexíkó er fjölmennasta
spænskumælandi ríki heims – alls
búa þar um 113 milljónir manna.
Það er 11. fjölmennasta ríki heims.
Herlið Mexíkó telur um 250 þús-
und manns.
Frankvæmir vilja forsetans
Dimitry Medvedev er 47 ára for-
sætisráðherra Rússlands. Á árun-
um 2008–2012 var hann forseti
landsins, þá sá yngsti í sögu lands-
ins. Hann er náinn vinur núver-
andi forseta landsins, Vladimírs
Putín, sem skipaði hann sem for-
sætisráðherra í ríkisstjórn sinni.
Medvedev er undirmaður
Putíns en fer með framkvæmd
flestra stefnumála forsetans. Rúss-
land er 9. fjölmennasta land heims,
rúmlega 143 milljónir manna búa
þar, og rúm milljón manns gegnir
herþjónustu að jafnaði.
Fer fyrir smásölurisa
Jeff Bezos, 48 ára, er forstjóri og
stofnandi Amazon – stærstu smá-
söluverslunar internetsins. Fyrir-
tækið er helsta markaðsógn risa
á borð við Wal-Mart og Netflix,
ásamt því að auka stöðugt hlut-
deild sína á rafbókamarkaði.
Til marks um það má nefna
að nýjasta lestölva fyrirtækisins –
Kindle Fire – var næstsöluhæsta
spjaldtölva heims í október. Það
var nýjasta iPad-tölvan sem hafði
vinninginn þar. Auður Bezos er
metinn á rúmlega 2.900 milljarða
króna.
Víðtæk áhrif á olíuverð
Hinn 48 ára Rostam Ghasemi er
olíumálaráðherra Írans, ásamt
því að vera forseti OPEC, samtaka
olíuútflytjenda. Ghasemi var áður
yfirmaður í byltingarvarðsveit
Írans, sem er deild innan íranska
hersins og viðheldur sess islams-
trúar í landinu.
Eitt af markmiðum varðsveit-
arinnar, sem telur um 125 þúsund
manns, er að bæla niður innlent
andóf í Íran ásamt því að koma í
veg fyrir uppreisnir innan hersins.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti
landsins, er náinn bandamaður
Ghasemis – sem tók við forsetastól
OPEC í sumar.
Í krafti þess að vera forseti sam-
bandsins getur Ghasemi haft mik-
il áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu,
sem hefur um leið áhrif á efnahag
valdamestu ríkja heims, líkt og
Bandaríkjanna, Kína, Indlands og
Þýskalands. Íran er þriðji stærsti
útflytjandi olíu í heiminum. n
n Listi yfir þá sem ráða yfir mestu auðlindunum og hafa áhrif á flesta fólkið
Ungir og valdamiklir
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
Internet-
auðkýfingur
trekkir að
Mark Zuckerberg, 28 ára stofnandi
samskiptasíðunnar Facebook, er
yngsti maður á lista. Hann er sam-
kvæmt tímaritinu 25. valdamesti
maður heims. Þrátt fyrir áfall fyr-
irtækisins á hlutabréfamarkaði
– það var sett á markað í maí síð-
astliðnum – þá eru auðæfi Zucker-
bergs gífurleg.
Áður en Facebook fór á hluta-
bréfamarkað var auður hans met-
inn á tæpa 2.200 milljarða króna. Í
kjölfar verðfalls á hlutabréfum fé-
lagsins hefur hann minnkað, er nú
rúmir 1.755 milljarðar króna – en
það er þó eitthvað. Að auki held-
ur Facebook áfram að trekkja að –
í október voru notendur síðunnar
orðnir einn milljarður.
n Áströlsku útvarpsmennirnir gætu verið framseldir til Bretlands