Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 10. desember 2012 Mánudagur Tvær ásjónur Íslands S verrir Björnsson hefur sent frá sér ljósmyndabókina Two in one. Í henni sýna ljósmyndir hans andstæður árstíðanna og hverja opnu prýða tvær myndir af mörgum af fallegustu stöðum lands­ ins teknar frá nákvæmlega sama sjónahorni, önnur um sumar, hin um vetur. Útkoman er einstakt sjónarhorn á Ísland sem sýnir í senn ljós sum­ arsins og kalda fegurð vetrar­ ins. Hverri mynd fylgir snarpur og skemmtilegur texti á íslensku og ensku um staðinn, til dæmis sögu, menningu og mannlíf. Sverrir hefur stýrt skapandi vinnu á Hvíta húsinu um árabil ásamt því að vinna að list sinni; teikningum, skrif­ um og ljósmyndun. Eftir hrun ákvað Sverrir að dvelja í Argentínu um hríð þar sem hann safnaði kröft­ um eftir mikla lotuvinnu góð­ ærisins. Í Argent­ ínu kynnti hann sér heimilda­ ljósmyndun sem honum finnst spennandi við­ fangsefni. „Ég tók myndirnar á einu ári, um sumar og vetur. Ís­ land hefur þessar tvær ásjónur, bjart sumarið og bláhvítan veturinn. Allt breytist milli þessara tveggja tíma; veðrið, náttúran og mannlífið. Það sést glöggt á myndunum. Á vetrum er frábært að kúra inni í hlýjum húsunum meðan vetrar­ stormarnir leika sér á húsþökunum og halda síðan á fjöll þegar storm­ inn lægir til að ganga, skíða og veiða – góðar ljósmyndir. Þegar blíða sum­ arsins tekur við af dimmum vetrin­ um flykkist fólk út í sumarljósið til fundar við náttúruna langar sumar­ nætur.“ Tilnefningar til Fjöruverð- launanna Miðvikudaginn 12. desember kemur í ljós hvaða bækur verða tilnefndar til Fjöru­ verðlaunanna – bókmennta­ verðlauna kvenna, í ár. Til­ nefndar verða þrjár bækur í hverjum flokki, alls níu verk: Fagurbókmenntir, fræðirit og barna­ og unglingabækur. Fjöruverðlaunin eiga upp­ runa sinn í bókmenntahátíð kvenna sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöf­ undasambands Íslands. Verð­ launin voru veitt í fyrsta sinn í lok bókmenntahátíðarinnar og hafa þau verið árlegur við­ burður síðastliðin fimm ár. Tilnefningarnar verða til­ kynntar formlega á Borgar­ bókasafninu við Tryggvagötu klukkan 17.00 þann 12. des­ ember. Jólalaga- keppni Rásar 2 Jólalagakeppni Rásar 2 fer nú fram í tíunda sinn en úrslit verða til­ kynnt þann 18. desember. Alls bár­ ust tæplega 50 lög í keppnina í ár en dómnefnd hefur valið sex lög sem keppa til úrslita. Dagana 10. til 16. desember verða lögin aðgengi­ leg landsmönnum á ruv.is þar sem þeir geta kosið sitt uppáhaldslag. Lögin sem keppa til úrslita eru: Hæhó og gleðileg jól ­ Einar Lövdahl, lag og texti: Egill Jóns­ son & Einar Lövdahl Gunnlaugs­ son, Já, já, jólin koma ­ Svanhildur Jakobsdóttir, lag og texti: Hafsteinn Reykjalín, Mín bernskujól ­ White Signal og Graduale­kór Langholts­ kirkju, lag: Guðrún Ólafsdótti, texti Stefán frá Hvítadal, Nútíma jól ­ Sverrir Stormsker og Alda Björk Ólafsdóttir, lag og texti: Sverrir Stromsker, Tvö fögur ljós ­ Sigríð­ ur Guðnadóttir, lag og texti: Sverrir Stromsker og Þá koma jól ­ Margrét Stella Kaldalóns, lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Jólatónleikar Diktu Hinir árlegu jólatónleikar Diktu í Vídalínskirkju í Garðabæ verða haldnir næstkomandi fimmtu­ dag, 13. desember. Ásamt hljóm­ sveitinni koma fram Ómar Guð­ jónsson og Pétur Ben sem munu leika tónlist af nýútkomnum plötum sínum. Strákarnir í Diktu eru ný­ komnir heim úr tónleikaferð um Þýskaland og Sviss og því verður eflaust kærkomið fyrir þá að halda tónleika í heimabæ sínum og koma sjálfum sér og tón­ leikagestum í jólaskap. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 en kirkjan verður opnuð kl. 19.30. Hægt er að nálgast miða á midi.is fyrir 2.500 krónur. Baula um sumar og vetur Sverrir myndaði Baulu um sumar og vetur. Það er óhætt að fullyrða að útkoman sé lífleg, skemmtileg og ekki síst áhugaverð. T ónlistin á plötu Hjaltalín, Enter 4, kemur jafnmikið á óvart og óvænt útgáfan. Umbreytingin er mikil. Hér er farið frá flúraðri stuðkammertónlist í mun hrárri og myrkari tóna. Hún er afar ólík Sleepdrunk Seasons og Terminal. Hljóðheimur Enter 4 er af allt annarri gráðu. Myrkur og annars heims. Hrár en á sama tíma hárnákvæmur og ný­ klassískur. Söngvari og helsti texta­ og laga­ smiður sveitarinnar, Högni Egilsson, hefur unnið með GusGus síðastliðin ár og lítið hefur komið frá Hjaltalín á meðan. Hann hefur lært af þeim reyndu mönnum á þessum tíma og áhrifanna virðist gæta. Á sama tíma er eitthvað alveg nýtt og djarft á ferð. Þetta er geimferð þeirra í Hjaltalín. Þau fara á ókunnar slóðir. Enter 4 er algerlega frábær plata, frumleg og tilraunakennd, án nokkurs fums og fáts. Á plötunni eru níu lög, tónarnir eru tregafullir, en á sama tíma fullir leikgleði. Teknó og raftaktar hljóma í bakgrunni í mörgum laganna. Eins og áður sagði, ef til vil áhrif frá sam­ starfi Högna við GusGus. Ef til vill bara þróun í vinnu sveitarinnar. Sungið úr myrkrinu Lagið Lucifer/He Felt Like a Wom­ an hefur hlotið mikla spilun, í því er fjallað um ástarþrá. Í Forever Someone Else syngur Sigríður um glataða ást og vitfirringu. Lagið er dimmt og drungalegt eins og mörg laga plötunnar. I Feel You er trega­ fullt rokklag og Crack in the Stone hefur á sér skemmtilegt yfirbragð söngleikjatónlistar með myrku ívafi. Nokkur laganna hafa þetta yfirbragð söngleikjanna, vegna fjölhæfrar raddar Sigríðar sem leikur sér að því að feta tónstigann. Í laginu On the Peninsula er rödd Sigríðar einstaklega hrífandi. Í laginu syngur hún á hæstu nótum. Hærri en ég hef áður heyrt. Í mörgum laganna er beðið um huggun, snertingu og ást. Það er sungið úr myrkrinu og beint frá hjartanu. Handan okkar heims. Það er erfitt að finna á plötunni eitt­ hvert eitthvert sérstakt þema en upp í hugann kemur oftar en einu sinni að lögin séu eins konar vögguvísur fyrir truflaðar sálir. Óræðir en persónulegir textar Í Letter To sem er eitt flóknasta lag plötunnar syngur Högni í eins kon­ ar lofgjörð eða bæn. Í því lagi er einna skýrast að lög og textar eru afar persónuleg smíð. Það ber að virða. Textar plötunnar eru afar óræðir og má ætla að sungið sé um einhvers konar andlegt ástand eða andlegt ferðalag. Eða ferðalag um óravíddir alheimsins. Í fjórðu víddina sem Hjaltalín býður hlustendur vel­ komna í. Langsamlega fallegasta lag plötunnar finnst mér vera lagið We, það er einnig það glaðværasta og er eins og ljóstýra vonar í myrkrinu. Það lag nær kraftmiklum hæðum og skilur hlustandann eftir agndofa, fer svo í djúpa lægð og íhugun. Fal­ legasta og mest huggandi vögguvísa plötunnar. Krefst íhugunar Helsti styrkur plötunnar er ástríðu­ fullur söngur Sigríðar og Högna. Hann er hreinlega ægifagur og hjart­ næmur. Hann nær hæstu hæðum á þessari plötu þeirra sem hittir beint í hjartastað. Það þarf að gefa þessari plötu tíma. Hún krefst íhugunar. Þótt flúrið sé farið, þá er það sem eftir stendur mun bitastæðara. Það er tilefni til þess að óska sveitinni til hamingju með hugrekkið sem það hefur kostað að gefa svona mikið og óeigingjarnt af sér. n Tilraunakennd en frábær Það er eitthvað óbeislað og fagurt við tónlistina á Enter 4. Vögguvísur fyrir truflaðar sálir n Áræðið verk frá Hjaltalín n Hrár en hárnákvæmur hljóðheimur Kristjana Guðbrandsdóttir Tónlist Enter 4 Hljómsveit: Hjaltalín Útgefandi: Sena n Bjart sumarið og bláhvítur veturinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.