Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn
F
ólkið sem starfar við umönnun
sjúkra og þeirra sem eru minni
máttar í samfélaginu er niðurlægt
þegar kemur að launagreiðslum.
Á sama tíma eru ákveðnir hópar
heilbrigðisstarfsmanna á launum sem
eru allt að milljónum mánaðarlega.
Himinn og haf eru á milli launa þeirra
lægstu og hæstu í heilbrigðisgeiranum.
Það er í þessu andrúmslofti sem hjúkr
unarfræðingar á Landspítalanum hafa
unnvörpum sagt upp störfum sínum.
Allt frá hruni hefur verið þegjandi
samkomulag um að launum sé haldið
niðri á meðan samfélagið klöngrast upp
úr hyldýpi skuldanna. Eins konar þegj
andi þjóðarsátt hefur verið um að sækja
ekki kjarabætur við þessar aðstæður.
Sáttin var rofin þegar Guðbjartur
Hannes son velferðarráðherra samdi
við Björn Zoëga, forstjóra Landspítal
ans, um að hann fengi launahækkun
sem samsvaraði 500 þúsund krónum á
mánuði. Þessi aðgerð setti allt í bál og
brand á spítalanum og aðrir vildu sitt.
Ráðherrann og forstjórinn gerðu síð
ar nýtt samkomulag um að hækkun
in gengi til baka. En stríðshanskanum
hafði verið kastað. Sáttin var rofin og nú
krefjast hjúkrunarfræðingar launabóta.
Íslenskt samfélag er í miðjum
undirbúningi þess að byggja hátækni
sjúkrahús þar sem oflátungsháttur ræð
ur för. Upphafið má rekja til hugarflugs
stjórnmálamanns sem á sök á mörgu
því versta sem á síðari tímum hefur
dunið á íslensku samfélagi. Spítalinn
mun kosta offjár og meiningar eru uppi
um að allt skili sér til baka vegna gríðar
legrar hagræðingar. Það má hverjum
manni vera ljóst að tæknin skiptir litlu
máli þegar gott starfsfólk er flúið. Til
þess að góður árangur náist þarf að fara
saman hugur og hönd. Starfsfólkið þarf
að vera sátt.
Lýður Árnason, læknir og sam
félagsrýnir, lýsir ástandinu vel á bloggi
sínu á DV. „Fjöldauppsagnir hjúkrunar
fræðinga afhjúpa vel lesblindu stjórn
málamanna. Á meðan þeir eru upp
teknir af nýrri sjúkrahúsbyggingu hefur
gjörsamlega farið framhjá þeim hvað er
að gerast innanveggja í þeirri gömlu,“
bloggar læknirinn. Þetta eru orð að
sönnu.
Stjórnmálamenn sem kenna sig
við jöfnuð og mannúð ættu að taka
saman höndum um að endurskoða há
tækniruglið og endurskoða laun þeirra
stétta sem fórna sér í því að hlúa að
samborgurum sínum. Þessi vandi nær
langt út fyrir Landspítalann. Hann snýr
að flestu því góða fólk sem starfar við
umönnun.
Ráðherrann Guðbjartur Hannesson
ætti að bæta fyrir mistökin með forstjór
ann með því að gefa því góða fólki gaum
sem vinnur fulla vinnu á launum sem
rétt ná upp fyrir atvinnuleysis bætur.
Stefnubreytingin þarf aðeins að vera sú
að hverfa frá oflátungshættinum sem
birtist í hátæknisjúkrahúsinu og lagfæra
laun þeirra sem mest leggja af mörkum
til mannúðar.
Fiskeldi lögmanns
n Lögmaðurinn Sigurður G.
Guðjónsson hefur fengist við
sitthvað í gegnum tíðina.
Meðal annars kom hann
upp fiskeldi á æskuslóðum
sínum í Dýrafirði. Vel þykir
hafa tekist til með það allt
saman og eru mikil umsvif á
Flateyri við slátrun og verk
un á eldisfiski. Sjálfur seldi
Sigurður fyrirtækið pólskum
fiskeldiskóngi fyrir nokkru
en eftir stendur að Vest
firðingar þakka honum að
tugir starfa eru komin til að
vera.
Milljónir Magnúsar
n Stórmerkilegt mál er fyrir
dómi þar sem sextugur
maður er sakaður um að
hafa stolið 40 milljónum út
af kreditkorti auðmannsins
Magnúsar Ármann. Þetta er
sagt hafa gerst á nokkrum
mánuðum. Venjulegt fólk
er að basla við að borga
hundraðþúsundkalla af
kortum sínum. Augljóst er
að Magnús hefur mikið fé
milli handanna þegar litið
er til þess að milljónir króna
láku út af korti hans mánuð
um saman, án þess að hann
fyndi fyrir því.
Ólína á kústi
n Ólína Þorvarðardóttir, al
þingismaður Samfylkingar,
hefur komið sér upp mörg
um fjendum
með því að
tala máli
hómópata í
þinginu og
vilja efla rétt
þeirra. Sál
fræðingar,
læknar og fleiri hafa uppi
alvarlegar athugasemdir við
málflutning þingmannsins.
Og enn bætist í fjandvina
hóp hennar því Friðbjörn Orri
Ketilsson, ritstjóri verðlauna
vefjarins amx.is setur ofan í
við Ólínu sem hann telur að
ætti að ferðast eins og norn.
„Er ekki óþarfi að treysta á
vísindin og taka bara kúst
inn heim?“ spyr Friðbjörn.
Eygló ráðherraefni
n Eygló Harðardóttir, al
þingismaður Framsóknar
flokksins í Suðurkjördæmi,
vann sigur
þegar hún
lagði þjálfar
ann Willum
Þór Þórsson í
hörðum slag
um fyrsta
sætið í Krag
anum. Eygló fyllir þar með
skarð Sivjar Friðleifsdóttur,
sem hverfur til annarra
starfa eftir að hafa verið í
fremstu víglínu íslenskra
stjórnmála lengur en flestir
þingmenn. Eygló hefur
vakið athygli fyrir hófsam
an málflutning og stefnu
festu. Hún er væntanlega
ráðherraefni ef Framsókn
kemst í ríkisstjórn.
Ég brotna aldrei Ég verð sextugur
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason hefur aldrei brotið bein. – DV Egill Ólafsson blæs til afmælistónleika. – DV
Hættum við hátæknisjúkrahús„Tæknin
skiptir litlu
máli þegar gott
starfsfólk er flúið
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 10. desember 2012 Mánudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
R
ÚV greindi frá því á föstudag
að Huang Núbó hefði sagt í
viðtali við breska stórblað
ið Financial Times að á Ís
landi væri hann fórnarlamb
kynþáttafordóma. Ástæðan fyrir því
að hann hefði verið meðhöndlaður
eins og raun ber vitni væri sú að
hann væri kínverskur. Þá er haft eft
ir honum að hann hafi aldrei verið
beðinn um nein viðbótargögn en
hann muni krefja íslensk stjórnvöld
skýrra og afdráttarlausra svara.
Þetta eru undarlegar staðhæf
ingar. Fyrir það fyrsta eru viðbrögð
íslenskra stjórnvalda skýr og
afdráttar laus. Beiðni hans um
landakaup eða um að öðlast ráðstöf
unarrétt yfir Grímsstöðum á Fjöllum
hefur verið hafnað og veit ég ekki
hve skýrt þurfi að segja þetta svo
maðurinn skilji.
Beiðni hafnað
Leyfi ég mér að vitna orðrétt í skrif
mín á heimasíðu minni hinn 3. des
ember sl:
„Haft er eftir kínverska auðmann
inum Huang Núbó að hann sé ekki
af baki dottinn að komast yfir land
á Grímsstöðum á Fjöllum. Þá sé
hann reiður íslenskum stjórnvöld
um, sem hafi beðið sig um að fjár
festa á Íslandi. Hér er það ég sem
kem af fjöllum. Sem innanríkisráð
herra fékk ég á sínum tíma umsókn
frá fjárfestingarsamsteypu Huangs
Núbó um landakaup á Grímsstöðum
á Fjöllum. Vel kann að vera að eitt
hvert íslenskt stjórnvald hafi verið
áhugasamt um þessa fjárfestingu en
niðurstaðan varð engu að síður sú að
umsókn Núbós var hafnað. Þetta var
haustið 2011. Núbó reyndi þá fyrir
sér með nýrri aðkomu að málinu –
nokkuð umdeildri – og var nú skipuð
nefnd ráðherra og embættismanna
til að fara yfir málið. Í síðustu viku
komst sú nefnd að þeirri niðurstöðu
að umsókn kínversku fjárfestingar
samsteypunnar skyldi hafnað. Sú
niðurstaða var afdráttar laus og hefur
verið kynnt í ríkisstjórn. Það var gert
í vikunni sem leið. Það þarf greini
lega að tala skýrt í þessu máli enda
full efni til. En svo enginn þurfi að
velkjast í vafa um niðurstöðu ráð
herranefndarinnar, þá var því ekki
slegið á frest að taka afstöðu til
beiðni fyrirtækjasamsteypu Huangs
Núbó. Beiðninni var hafnað.“
Í góðum félagsskap
Nú bregður svo við að allt þetta á að
vera runnið undan rifjum kynþátta
hatara. Og ekki annað að skilja en
ég sé þar með talinn. Þessu mót
mæli ég harðlega enda í góðum
samhljómi við fólk sem seint verð
ur kennt við kynþáttafordóma. Um
150 landsmenn úr öllum þjóðfé
lagsstéttum, úr öllu hinu pólitíska
litrófi sendu nýlega frá sér áskor
un til íslenskra stjórnvalda um að
gengið yrði til samninga við eigend
ur Grímsstaða á Fjöllum með það
að markmiði að ríkið eignaðist
jörðina. Læknir, verktaki og leigu
bílstjóri, fyrrverandi forseti Íslands
Vigdís Finnbogadóttir, Megas, Ólafur
Stefánsson handboltakappi, for
maður Sambands ungra bænda og
margir fleiri sameinuðust í áskorun
til Alþingis og ríkisstjórnar í heil
síðuauglýsingu þar að lútandi.
Skorað á Alþingi og ríkisstjórn
Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnvöldum
ber að standa vörð um eignarhald og
umráð landsmanna yfir óbyggðum
Íslands og þar með bújörðum sem
teygja sig inn á hálendið eða hafa
sérstöðu í huga þjóðarinnar af land
fræðilegum, sögulegum og menn
ingarlegum ástæðum. Þessa skoðun
staðfestum við með undirskrift okk
ar. Við skorum á Alþingi og ríkis
stjórn að marka skýra stefnu í þessa
veru og ákveða hvaða jarðir í eigu
ríkisins skuli aldrei selja og að ríkið
muni kaupa hliðstæðar jarðir til að
tryggja að þær haldist í þjóðareign.“
Augljóslega eru hér að baki
áhyggjur yfir því að Grímsstaðir
á Fjöllum, sem liggja á mörkum
byggðar og öræfa, verði bitbein á
markaðstorgi. Nær sé að ríkið kaupi
Grímsstaði. Þess má geta að ríkið á
þegar tæpan fjórðung í Grímsstöð
um á Fjöllum og jarðirnar þar suður
af, Víðidalur og Möðrudalur eru í
ríkiseign.
Auður og völd
En aftur að þeirri staðhæfingu Nú
bós að honum sé hafnað vegna kyn
þáttafordóma. Það er af og frá. En
skiptir máli að hann er frá Kína en
ekki einhverju öðru landi? Reynd
ar skiptir það máli að því marki
að vegna hins samevrópska reglu
verks gilda mjög ólíkar reglur um
fólk innan EES annars vegar og utan
þess hins vegar. Að mínu mati hef
ur verið gengið alltof skammt í að
gæta hagsmuna Íslands innan þess
regluverks varðandi eignarhald á
landi. En vissulega er það líka svo að
menn spyrja um tengsl auðmanna
og stjórnvalda í ríki eins og Kína.
Þá fara fjárfestingar Kínverja í landi
víða um álfur ekki framhjá neinum
og auðvitað spyrja menn í því sam
hengi um stórveldahagsmuni. Allt
eru þetta eðlilegar og málefnalegar
spurningar og hafa ekkert með kyn
þáttafordóma að gera.
Hefðum við selt Rockefeller?
Hefðum við gert athugasemd við
það að bandaríski auðkýfingurinn
og repúblikaninn Rockefeller hefði
keypt Miðnesheiðina á sínum tíma?
Þar var jú bandarísk herstöð og ef
laust fín fjárfesting að leigja löndum
sínum land. Ég hefði haldið að hljóð
hefði heyrst úr horni. Hefði það ver
ið vegna kynþáttafordóma? Það er
af og frá.
Hvað sjálfan mig áhrærir og mína
afstöðu þá er hún sem áður segir
samhljóða áskorun 150 menning
anna. Vil ég reyndar ganga lengra
og tryggja í lögum og regluverki að
tryggt sé að eignarhald og ráðstöf
unarréttur á íslensku landi sé jafn
an í íslensku samfélagi og gangi ekki
út fyrir landsteinana. Að þessu er
nú unnið. En sú vinna hefur ekkert
með kynþátt að gera heldur hags
muni okkar samfélags, þess fólks
sem Ísland byggir, sama hvaðan það
kemur.
Af því að hann er Kínverji?„Þessu mótmæli
ég harðlega enda í
góðum samhljómi við fólk
sem seint verður kennt
við kynþáttafordóma.
Kjallari
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra skrifar