Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 20
Evrópumeistarar Evrópukeppnin árið 2020 verður haldin vítt og breitt um Evrópu. Hvort og þá hvar Spánverjar fagna skal ósagt látið en þeir hrósuðu allavega sigri í Úkraínu í sumar. Mynd REutERs 20 Sport 10. desember 2012 Mánudagur Endalokin fyrir Manny Pacquiao? n Kýldur kaldur eftir aðeins sex lotur í bardaga við Juan Manuel Marquez H rjáðir landsmenn Filipps­ eyingsins Manny Pacquaio fengu lítið til að gleðjast yfir þegar hnefaleikarinn tókst á við Juan Manuel Marquez í Las Ve­ gas í Bandaríkjunum um helgina. Pacquaio var sleginn niður strax í sjöttu lotu og sýndi þess lítil merki að eiga raunverulega möguleika. Allir hnefaleikaaðdáendur vita hver Pacquaio er og hversu skemmtilegur hann var er hann var upp á sitt besta. Sannarlega vita landar hans af honum enda skærasta íþróttastjarna Filipps­ eyja og var víða í landinu gert hlé á björgunarstörfum til að fólk gæti fylgst með bardaganum um helgina. Gríðarlegur stormur olli miklu manntjóni í landinu þar sem 600 létust fyrr í vikunni. En líklega er ferill Pacquaio á enda eftir þessa útreið. Þótt hann hafi vissulega sýnt dirfsku og djörfung gegn hinum mexíkóska Marquez þá var þetta í fyrsta skipti sem Pacquaio tapar gegn þess­ um andstæðingi en þeir hafa mæst þrívegis áður í hringnum. Tvisvar sigraði Filippseyingurinn og einu sinni varð jafntefli. Aðspurður um annan slíkan bar­ daga síðar strax að þessum loknum var Pacquaio þó meira en lítið til í meira. n Gylfi út í kuldann? Ef marka má orðróm sem bresku blöðin fjölluðu um um helgina ætlar þjálfari Tottenham, Andre­ Villas Boas, að kaupa sóknar­ manninn Fernando Llorente strax í janúar en Portúgalinn telur þörf á að styrkja framlínu liðsins þó ágætlega hafi gengið upp á síðkastið. Llorente er fyrsta flokks leikmaður og hefur meðal annars nælt sér í nokkra landsleiki. En spurningin er hvers vegna okkar maður fær ekki fleiri tækifæri til að sanna sig í framlínunni ef rétt er. Þeim tækifærum hlýtur að fækka með tilkomu fleiri manna. Verður Blanc fyrir valinu? Eftirmaður Alex Ferguson hjá Manchester United er eilíft um­ hugsunarefni aðdáenda liðsins og skeggrætt hefur verið um þann aðila um margra ára hríð þó alltaf sitji Ferguson sem fast­ ast. Einn sem hefur verið nefndur er Frakkinn Laurent Blanc og nú vill slúðurblaðið Daily Mail meina að hann verði fyrir valinu. Rök blaðsins; Blanc er sestur á skólabekk að læra ensku. Wenger á heimleið? Stjórn Paris Saint Germain hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum sett Arsene Wenger efst á lista yfir þjálfara sem hugsanlega taka við liðinu af Carlo Ancelotti en tölu­ verð óánægja er með störf Ítal­ ans hjá hinu nýja stórliði. Spurð­ ur um samtök við Frakkana sagði Wenger blátt áfram að enginn hefði haft samband en sjálfur ligg­ ur Wenger undir ámæli vegna dapurlegrar leiktíðar hjá Arsenal. Eiður finnur fjöl Þó ekki sé hægt að segja að belgíski boltinn sé með þeim allra bestu í álfunni er efsta deild þar í landi bærilega sterk og þar er Eið­ ur Smári Guðjohnsen að ná sér vel á strik með sínu nýja liði Cercle Brugge. Hann hefur skorað sex mörk í tíu leikjum með liðinu og náði liðið stigi um helgina. Cercle er engu að síður kirfilega á botni deildarinnar. Búmm! Pacquiao lá óvígur eftir að hafa fengið bylmingshögg í andlitið. Mynd REutERs K nattspyrnusamband Evr­ ópu samþykkti í síðustu viku gjörbreytt fyrirkomu­ lag á Evrópukeppninni í knattspyrnu árið 2020. Í stað þess að veita einu eða tveimur lönd­ um réttinn til að halda þessa helstu knattspyrnukeppni heims, að frá­ töldu Heimsmeistaramótinu sjálfu, skulu leikirnir 2020 fara fram um gervalla Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari ákvörðun UEFA má óbeint rekja til fjár­ málakrísunnar sem skekið hefur Evrópu síðustu árin þó hvergi komi það beint fram í skjölum sambands­ ins. Málið er hins vegar að fyrir utan allra stærstu þjóðir álfunnar er kostnaður sá og umgjörð sem til þarf til að koma heilli Evrópukeppni á laggirnar með góðu móti ekki á færi allra. safna skuldum Sennilega er Portúgal minnsta þjóð­ in sem haldið hefur Evrópukeppn­ ina síðustu árin og keppnin þar árið 2004 var talin hafa tekist vel að flestra mati. En þjóðin bætti á sig verulegum skuldum til að undirbúa keppnina og aðeins hluti þess skilaði sér meðan á keppninni stóð. Af og til hefur þjóðum verið gefið tækifæri til að halda keppn­ ina á tveimur stöðum til að lönd geti sameinast um taka á sig hinn mikla kostnað. Pólland og Úkraína skiptu síðustu keppni með sér og þar áður höfðu Austurríki og Sviss haldið keppnina saman. Þetta fyrirkomulag hefur vissu­ lega gefið smærri þjóðum tækifæri til að halda þessa miklu keppni og allir gert það ýkja vel en töluverðar skuldir hafa setið eftir í öllum ríkjum að keppni lokinni. Ekki síður hefur það verið vandamál að einkaaðilar hafa í öll­ um tilfellum reynt að græða eins og hægt er þá daga sem keppnin fer fram í borgum þeirra eða lönd­ um. Í þeim borgum Póllands og Úkraínu þar sem keppt var í síð­ ustu Evrópukeppni hækkaði verð á hótelherbergi tífalt umfram það sem hefðbundið er. Sömuleiðis var svartamarkaðsbrask með miða fyrir hvern leik gríðarlegt. Hverju breytir fyrirkomulagið? Þó ekkert liggi fyrir um hvar ná­ kvæmlega leikir munu fara fram 2020 er talið líklegt að þeim verði skipt til helminga. Annars vegar stórborgir og svo fari helming­ ur leikja fram í minni borgum sem alla jafna þættu ekki nógu stórar til að halda heila keppni. Enn á eftir að ákvarða með hvaða hætti leikjum verður skipt niður en sú ákvörðun á að liggja fyrir árið 2014. Líklega verð­ ur þó einhvers konar útboð haldið og þeir sem bjóða best fá leiki. Þetta er jákvætt fyrir áhugafólk og líklegt verður að telja að flest svæði Evrópu fái að halda einhvern hluta keppninnar. Þannig er ekki fráleitt að ætla að einhverjir leikir fari fram í Skandinavíu í Svíþjóð, Danmörku eða jafnvel í Noregi en allar þjóðir eiga einn eða fleiri góða knattspyrnuleikvanga. Evrópukeppnin sextug Hvað sem verður er ljóst að þokka­ legt partí verður í Evrópu sumar­ ið 2020. Evrópukeppnin heldur þá jafnframt upp á sextugsafmælið og breytt fyrirkomulag keppninnar á þeim tímapunkti þýðir að leikir í keppninni sjálfri verða mun fleiri en fólk á að venjast. Í lokakeppninni etja kappi 24 þjóðir í stað sextán eins og verið hefur. Það verður því meira um leiki það árið sem ekki þykja öllum ýkja spennandi en fjöldinn þýðir líka leiki víðar en ella. Varla verður um færri borgir en sex að ræða til að halda slíkt mót og jafnvel fleiri en það. n Partí eins og 1999 n Evrópukeppnin 2020 haldin vítt og breitt um álfuna 2020 Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.